Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚTBOÐSGÖGN vegna nýrra mis- lægra gatnamóta Reykjanesbraut- ar, Stekkjarbakka og Smiðjuvegar voru afhent í gær. Gert er ráð fyrir að tilboð verði opnuð 10. mars næst- komandi og framkvæmdir hefjist fljótlega eftir það. Áformað er að hleypa akandi umferð á gatnamótin 1. nóvember næstkomandi. Það eru Vegagerðin, Reykjavík- urborg og Kópavogsbær sem standa sameiginlega að framkvæmdunum en þær fela í sér gerð tveggja brúa á Stekkjarbakka yfir Reykjanes- braut, gerð undirganga undir Stekkjarbakka og göngubrúar yfir Reykjanesbraut auk vegagerðar, stígagerðar og landmótunar í kring. Að sögn Hafliða Jónssonar, verk- efnisstjóra hjá Reykjanesumdæmi Vegagerðarinnar, hefur gerð gatna- mótanna verið flýtt frá því sem áður var. Í raun sé verið að taka gatna- mótin fram fyrir önnur en það eru mislæg gatnamót Vesturlandsvegar og Nesbrautar. Hann segir umferð við Stekkjar- bakka kalla á þessar framkvæmdir sem fyrst. „Það er mikið umferð- aröngþveiti þarna. Núna eru þrjú gatnamót á þessu svæði með til- heyrandi töfum á Reykjanesbraut- inni sem hverfa alveg við þessar framkvæmdir.“ Samkvæmt Fram- kvæmdafréttum Vegagerðarinnar er búist við að umferðaröryggi á svæðinu verði mun meira við til- komu gatnamótanna við Stekkjar- bakka, eða allt að 40–50% fækkun eignartjónsóhappa og slysa. Stór göngubrú móts við Mjódd Hafliði segir einnig að eðlilegt sé að fylgja eftir mislægu gatnamót- unum við Breiðholtsbraut og Reykjanesbraut með mislægum gatnamótum á þessum stað. „Upp- haflega var þetta ein áfangaskipt framkvæmd þar sem fyrsti áfanginn var mislægu gatnamótin við Breið- holtsbraut og þessi gatnamót annar áfangi. Seinna er svo fyrirhugað að setja göngubrú þar sem undirgöng- in eru núna yfir í Mjódd og það er eiginlega síðasti hlutinn af þessari framkvæmd.“ Ekki er vitað hvenær ráðist verður í gerð þeirrar brúar að hans sögn og bendir hann á að brúin sé talsvert stór og því dýr fram- kvæmd. Jafnvel séu uppi hugmynd- ir um að láta brúna enda inni í versl- unarmiðstöðinni í Mjódd en enn eigi eftir að útfæra þær hugmyndir bet- ur og hanna mannvirkið. Önnur minni göngubrú neðan við gatnamótin er þó hluti af fram- kvæmdinni nú. „Áður var gert ráð fyrir að gönguleiðin yrði yfir aðra ökubrúna og að hún færi í undir- göng og nokkrar krókaleiðir. Núna er stefnan sú að fá gangandi umferð frá svona stórum umferðaræðum þannig að þarna var ákveðið að setja göngubrú neðar og ná göngu- leiðinni í burtu frá mannvirkjun- um.“ Aðspurður segir Hafliði nákvæma kostnaðaráætlun ekki gefna upp fyrr en tilboð verði opnuð en gróf- lega sé áætlað að framkvæmdin kosti í kring um 800 milljónir. Það er verkfræðistofan Línuhönnun sem hefur séð um hönnun mannvirkj- anna í samvinnu við teiknistofurnar Studio Granda og Landmótun. Sem fyrr segir er áætlað að hleypa um- ferð á gatnamótin 1. nóvember næstkomandi og að framkvæmdum verði að fullu lokið 1. júlí árið 2004. Útboðsgögn vegna mislægra gatnamóta Stekkjarbakka og Reykjanesbrautar afhent í gær Umferð hleypt á brýrnar 1. nóvember Tölvumynd/Onnó Neðst til hægri má sjá göngubrú sem koma á í þessum áfanga, þá nýju gatnamótin og efst eru mislæg gatnamót Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar. Gert er ráð fyrir að seinna meir komi stór göngubrú yfir Reykjanes- brautina á móts við Mjóddina. Mjódd GÖTUHEITI í Norðlingaholti munu taka mið af náttúrunni og flest hafa endinguna -vað nái tillaga nafna- nefndar borgarinnar fram að ganga. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, gagnrýnir þó tillöguna og telur tilhlýðilegra að láta götuheiti í hverfinu taka mið af sögunni enda hafi verið lögð á ráðin um stofnun Alþingis á Þingnesi, sem er þar í grennd. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, segist sam- mála Guðlaugi. Götuheiti í Norðlingaholti komu til umræðu á borgarstjórnarfundi í síð- ustu viku en tillaga nafnanefndarinn- ar var lögð fyrir fund skipulags- og byggingarnefndar í lok janúar. Gerir tillagan ráð fyrir að hverfið sjálft verði kallað Norðlingaholt eins og svæðið er jafnan kallað í daglegu tali og götuheiti verði látin taka mið af landslaginu og náttúrunni í kring. Þannig myndu tvær meginbrautir hverfisins heita Norðlingabraut og Bugða, og er þar vísað til nafna á svæðinu. Aðrar götur hefðu nafna- endinguna -vað og segir í tillögu nefndarinnar að með því sé skírskot- að „til langra ferðalaga hvort sem var til þinghalds eða lestarferða, þar sem farið var yfir fjölda vatnsfalla, stórra og smárra. Sem dæmi um götuheiti má nefna Reiðvað, Hólm- vað, Kambavað, Kólguvað og svo mætti lengi telja. Guðlaugur Þór sagði á borgar- stjórnarfundinum að hann teldi rétt- ara að vekja athygli á sögu og menn- ingu svæðisins enda væru til mjög góðar heimildir um hana. „Á þessu svæði er staður sem heitir Þingnes sem menn telja traustar heimildir fyrir að sé fyrirrennari Alþingis. Þarna er talið að menn hafi lagt á ráðin um stofnun Alþingis og þar spilaði stórt hlutverk Þorsteinn Ing- ólfsson, sonur Ingólfs Arnarsonar. […] Á þessum fallega stað í borginni eigum við að vekja athygli á því að þarna var áður Kjalarnesþing, sem Reykjavík tilheyrði, og var undan- fari Alþingis.“ Komi hugmyndum sínum til nefndarinnar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, for- maður skipulagsnefndar, benti á að tillögurnar kæmu frá nefnd, sem skipuð væri sérfræðingum, og oftast eða alltaf hefði náðst samkomulag milli meiri- og minnihluta borgarinn- ar um þær nafngiftir sem nefndin styngi upp á. Vegna athugasemda Guðlaugs á fundi skipulagsnefnar hefði málið aftur verið sent til sér- fræðinganefndarinnar til umfjöllun- ar og hvatti hún Guðlaug, hefði hann sterkar pólitískar skoðanir á því hver götuheiti í Norðlingaholtinu ættu að vera, til að snúa sér til nefndarinnar með hugmyndir sínar. „Myndi ég verða fyrst kvenna til að fagna því og skoða þær með mjög jákvæðum huga,“ sagði hún. Lýsti Guðlaugur Þór sig reiðubúinn til að setjast niður með nefndinni og koma hugmyndum sínum milliliðalaust á framfæri. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi kvaddi sér þá hljóðs og lýsti yfir full- um stuðningi við hugmyndir Guð- laugs. „Það er hárrétt hjá honum að við eigum að halda á lofti þeim menn- ingarverðmætum sem þarna eru í grennd. […] Hvort þarna er tæki- færið að segja fólki sögu lands og þjóðar í götuheitum veit ég ekki en ég vil biðja Guðlaug Þór Þórðarson að hnippa í mig líka þegar hann hefur talað við þessa sérfræðinganefnd.“ Tekist á um götuheiti sem taka mið af náttúru í stað sögunnar Stofnun Alþingis ákveðin í grennd við hverfið Norðlingaholt GOLFKLÚBBURINN Keilir fékk hvatningarverðlaun ferðaþjónust- unnar í Hafnarfirði fyrir góða frammistöðu þegar þau voru afhent við hátíðlega athöfn á fimmtudags- kvöld. Átta ferðaþjónustuaðilar voru tilnefndir til hvatningarverð- launanna. Auk Keilis voru það álfa- göngufyrirtækið Horft í Hamarinn, Fjarðarkaup, Fjörukráin, Hafn- arborg, Hópbílar, Íshestar og gull- smiðirnir Sigga og Timo. Ferðamálanefnd tilnefnir til hvatningarverðlaunanna og ferða- þjónustuaðilar í Hafnarfirði greiða atkvæði. „Tilgangurinn með því að veita verðlaunin er að hvetja ferðaþjón- ustufyrirtæki til dáða og vekja at- hygli á ferðaþjónustu í Hafnarfirði,“ segir í frétt frá Hafnarfjarðarbæ. Golfklúbburinn Keilir hefur á undanförnum árum markvisst byggt upp góða og sérstaka aðstöðu á Hvaleyri. Vallarstæðið er einstakt, samofið hraunlandslagi við úthaf. Þar er nú völlur í fullri stærð, æfingavöllur, æfingaskýli og klúbbhús með veit- ingaaðstöðu og golfbúð, sem einnig leigir gestum búnað. Á þrítugasta afmælisári klúbbsins árið 1997 var unnið að stefnumótun þar sem m.a. kemur fram að klúbb- urinn leggur áherslu á markaðsmál og að leggja Hafnarfirði lið sem ferðamannabæ. Golfklúbburinn Keilir hlaut til- nefningu fyrir þá stefnu sína að efla þjónustu við gesti, erlenda sem inn- lenda, og öfluga þátttöku í al- þjóðlegu markaðsstarfi. Morgunblaðið/Kristinn Jón Kr. Óskarsson, formaður ferðamálanefndar (t.v.), og Guðmundur Friðrik Sigurðsson, formaður Golfklúbbsins Keilis, fagna hvatningarverðlaununum. Listaverkið sem er eftir Einar Má Guðvarðarson er verðlaunagripur hvatningarverðlauna sem handhafi varðveitir í eitt ár. Golfklúbburinn Keilir hlýtur hvatn- ingarverðlaun Hafnarfjörður EIGENDUR sveitakráarinnar Ásláks í Mosfellsbæ, sem stend- ur við hlið veitingastaðarins Kentucky Fried Chicken, hafa hug á að byggja hótel eða mótel við krána. Teikningar af fyrir- hugaðri byggingu voru kynntar fyrir skipulags- og bygginga- nefnd bæjarins í vikunni. Nefndin tók jákvætt í erindið enda uppfyllir starfsemin ákvæði deiliskipulags miðsvæð- is. Leggur nefndin til við um- sækjendur að þeir óski eftir við- ræðum við bæjaryfirvöld um stækkun lóðarinnar sem er for- senda deiliskipulagsbreytingar- innar. Vilja byggja hótel við Áslák Mosfellsbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.