Morgunblaðið - 11.02.2003, Síða 56

Morgunblaðið - 11.02.2003, Síða 56
FJÁRMÁLAEFTIRLITÐ mun leita skýringa á því hvers vegna vextir hafi ekki verið reiknaðir innan mánaðar af verðtryggðum innláns- reikningum Íslandsbanka og spari- sjóðanna í því skyni að kanna hvort fylgt hafi verið lögum við þennan út- reikning. „Fjármálaeftirlitið mun leita skýringa og sjónarmiða um þetta og í framhaldi af því taka afstöðu til þess hvort fylgt hafi verið lögum við þennan útreikning,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármála- eftirlitsins. Innlagnir á verðtryggða innláns- reikninga Íslandsbanka og spari- sjóðanna hafa verið vaxtalausar inn- an mánaðar og vaxtaútreikningur miðast við næstu mánaðamót. Hjá Landsbanka og Búnaðarbanka gild- ir aftur á móti að innlagnir á verð- tryggða reikninga bera vexti frá og með deginum eftir innlögn. Hins vegar eru reiknaðir sérstakar verð- bætur á innlagnir innan mánaðar og hafa þær verið óbreyttar eða nánast óbreyttar hjá öllum ofangreindum bankastofnunum nema Búnaðar- bankanum síðastliðin fimm ár, en á sama tímabili hefur verðbólga sveifl- ast mikið eða frá því að vera rúmt 1% á ári í það að vera tæp 10% á árinu 2001. Þegar þróun á þessum sérstöku verðbótum er skoðuð aftur í tímann kemur í ljós að þær eru 2,40% hjá Búnaðarbankanum í upphafi árs 1998 og hækka í áföngum í 6% í júní 2001. Þær eru 6% fram í mars árið 2002 en hafa síðan lækkað og hafa undanfarna mánuði verið 2,40%. Hjá hinum bönkunum og spari- sjóðunum hafa sérstakar verðbæt- ur innan mánaðar verið óbreyttar eða nánast óbreyttar frá því í árs- byrjun 1998, en upplýsinga var ekki aflað lengra aftur í tímann. Þannig hafa sérstakar verðbætur Íslands- banka innan mánaðar verið 1% á ári allt ofangreint tímabil, sam- kvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands og óbreyttar 2% hjá Landsbankanum. Hjá sparisjóð- unum voru þær 2,50% fram í októ- ber árið 1998, en lækkuðu þá í 2% og hafa verið óbreyttar síðan. Árleg verðlagshækkun hefur verið mjög mismunandi á ofan- greindu tímabili. Verðbólga á árinu 1998 var 1,3% og hækkaði í 5,8% árið 1999. Verðbólgan lækk- aði árið 2000 í 3,5% og tók síðan stökk upp á við árið 2001 í 9,4%. Í fyrra dró hratt úr verðbólgu og var hækkunin 1,4% það ár. Fjármálaeftirlitið kann- ar útreikning á vöxtum Ein bankastofnun virðist hafa tekið mið af verðlagshækkunum við ákvörðun á sérstökum verðbótum  Aðeins/4 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FLUGVALLARGJALDIÐ eða farþega- skatturinn er eitt af því sem lággjalda- flugfélögin, sem skoðað hafa möguleika á að fljúga hing- að, hafa sett fyrir sig. Þetta hafa þau sjálf sagt og eins íslenskir aðilar sem átt hafa í viðræðum við þau. Þannig kom t.d. skýrt fram af hálfu lágfargjaldaflugfélagsins Go að hár kostnaður á Keflavíkurflugvelli hafi ver- ið meginástæða þess að félagið hætti við flug hingað á liðnu sumri. Kom m.a. fram í tilkynningu félagsins að Keflavíkur- flugvöllur væri sá dýrasti sem félagið hefði notað. Fulltrúar Ryanair ræddu við íslensk stjórnvöld fyrir stuttu en félagið taldi gjöld og skatta vera töluvert hærri hér en það greiðir annars staðar í Evr- ópu. Fyrir liggur að stjórnendur Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar hafa rætt við þrjú lággjaldafélög, Ryanair, Easy Jet og Maersk Air, og þeir staðfesta að þessi fé- lög hafi sett flugvallargjaldið fyrir sig. Þeir telja sig standa sérstaklega höllum fæti að því er snertir flugvallargjaldið en segjast á hinn bóginn standast nokkurn veginn samkeppni í hinum gjöldunum og að afgreiðslugjöldin vegna þjónustu við vélarnar hafi lækkað mjög mikið á síð- ustu tveimur árum með tilkomu sam- keppni á því sviði. Lággjalda- félög setja flugvallar- skatt fyrir sig  Flugvallarskattur/12 Í FÓSTURFITU sem umlykur börn við fæðingu hafa fundist bakteríudrepandi varnarefni. Það gæti þýtt að fósturfitan sé fyrsta vörn mannsins gegn sýkingum. Varnarefnin finnast einnig í yfirborði líf- færa og gegna lykilhlutverki í ónæmiskerfi mannsins. Forvígismaður rannsókna á varnarefnunum er dr. Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor í frumulíffræði við Háskóla Íslands. „Segja má að þetta séu okkar innbyggðu sýklalyf,“ segir Guð- mundur um uppgötvun varnarnefnanna. „Hingað til höfum við verið að kortleggja þetta í rannsóknum okkar. Núna þegar þeirri vinnu er að ljúka er hægt að spyrja spurninga um hvernig nota má þekkinguna til að efla ónæmiskerfið eða kanna notagildi peptíðanna [varnarefnanna] utan líkamans, t.d. sem sárasmyrsls.“ Fósturfitan fyrsta sýkla- vörn mannsins  Uppgötvuðu/28–29 VEÐURSTOFA Íslands gerir ráð fyrir að lægð sem stödd er suðvestur í hafi verði skammt vestur af landinu í kvöld. Henni fylgir hvöss sunnanátt, 15–20 m/sek., og rigning og slydda um vestanvert landið en hægara verð- ur annars staðar. Aðfaranótt fimmtudags má búast við að enn önnur lægð komi upp að landinu úr suðvestri með hvassri sunnanátt, 15–20 m/sek., og rigningu um vestanvert landið. Veðurstofan gerir ráð fyrir hvassri sunnanátt og rigningu og suðvestanátt og skúrum og éljum, til skiptis um mestallt land- ið fram að helgi og jafnvel fram í næstu viku. Víðtækar samgöngutruflanir urðu í veð- urofsanum sem gekk yfir landið í gær, einu versta veðri það sem af er þessum vetri. Eignatjón varð minniháttar og engin slys urðu á fólki. Ekkert var flogið innanlands fram eftir degi utan einnar ferðar milli Akureyrar og Þórshafnar. Öllum ferðum með Vestmanna- eyjaferjunni Herjólfi var aflýst. Mestur var vindhraðinn 53,4 m/sek. í Skála- felli í Mosfellsbæ og 52,8 m/sek. á Skrauthólum á Kjalarnesi, eða um 190 km á klst. Rafmagns- laust varð á Kjalarnesi laust upp úr kl. 7 í gær- morgun vegna bilunar í loftlínu sem gaf sig í vindinum. Var rafmagni komið aftur á kl. 10.30. Þá sló Búrfellslínu 1 út í um 20 mínútur upp úr kl. hálfellefu með þeim afleiðingum að járnblendiverksmiðjan á Grundartanga og ál- verið í Straumsvík urðu rafmagnslaus um tíma. Að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsinga- fulltrúa Alcan á Íslandi, hafði rafmagnsleysið ekki nema takmörkuð áhrif á starfsemina og sömu sögu var að segja hjá Járnblendifélaginu. Fjórir rafmagnsstaurar brotnuðu í Gunnars- holtslínu í Rangárþingi eystra kl. 8.45 með þeim afleiðingum m.a. að Landgræðslan í Gunnarsholti varð rafmagnslaus. Að bænum Smárahlíð í Hrunamannahreppi fauk þak af sumarhúsi. Á bænum Brekkum í Mýrdal tókst að afstýra teljandi tjóni með því að festa niður þakplötur sem tóku að losna af útihúsum og á bæjum undir Eyjafjöllum fuku hlutir til án þess að mikið tjón hlytist af. Morgunblaðið/RAX Jón Guðmundsson, bóndi í Drangshlíð 1 undir Eyjafjöllum, stendur hér við járnplötur sem fuku af þaki húss sem hann er að reisa. Hvassviðri spáð út vikuna Truflanir en lítið tjón í veðurofsanum í gær  Lítið um tjón/6 FRAMVEGIS verður ekki nóg að ná öðru tveggja efstu sætanna í 1. deild karla í knattspyrnu til að vinna sig upp í efstu deild. Samkvæmt leyfiskerfi KSÍ, sem samþykkt var á ársþingi sambands- ins á laugardaginn, þurfa félög að uppfylla ýmis skilyrði varðandi að- stæður, rekstur og skipulag til að fá að leika í efstu deild. Skilyrði fyr- ir þátttöku í efstu deild  Ein stærsta/46

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.