Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 44
Rúnar hefur verið lykilmaður ísóknarleik Lokeren í vetur og gert 6 mörk í 15 leikjum í 1. deild- inni. Arnar Grétars- son hefur skorað 8 mörk í 19 leikjum og Arnar Þór Viðars- son 2 í 20 leikjum og þremenningarnir hafa því gert ríf- lega þriðjung marka liðsins. Nú hef- ur Marel Baldvinsson bæst í hópinn og íslensk áhrif innan liðsins aukast því enn. Rúnar sagði við Morgunblaðið í gær að Lokeren hefði leikið sér- staklega vel í fyrri hálfleiknum gegn La Louviere. „Við skoruðum þrjú mörk en þau hefðu hæglega getað orðið 5–6. Við áttum skot í stöng og slá og fengum dauðafæri sem ekki nýttust. Í seinni hálfleik slökuðum við fullmikið á með þeim afleiðing- um að við þurftum að verjast á loka- sprettinum en gerðum síðan út um leikinn með fjórða markinu. Það má segja að við höfum sjálfir sett óþarf- lega mikla pressu á okkur.“ Þið eruð í fjórða sætinu eftir þennan sigur. Hver eru markmið liðsins í vetur? „Takmarkið er að ná öðru sætinu og komast þannig í forkeppni meist- aradeildarinnar, annars þriðja sæt- inu sem gefur þátttökurétt í UEFA- bikarnum. Við erum fallnir út úr bikarkeppninni og komumst því ekki í Evrópukeppni í gegnum hana. Club Brugge er með yfirburði í deildinni, 14 stiga forystu sem liðið klúðrar örugglega ekki. Það er mik- ið eftir en baráttan um annað sætið verður erfið, sérstaklega vegna þess að Anderlecht sem er þar, stigi á undan okkur, er bæði með sterkt lið og mikla breidd. Við erum ekki eins vel mannaðir og lendum strax í vandræðum þegar einn eða tveir eru fjarverandi vegna meiðsla eða leikbanna. Í næsta leik, nágrannas- lag gegn Beveren, verða til dæmis bæði Arnar Grétarsson og hægri bakvörðurinn í leikbanni og það veikir liðið talsvert.“ Marel Baldvinsson er kominn í ykkar raðir og hefur spilað tvo leiki. Eykur hann ekki breiddina? „Jú, samkeppnin um stöðurnar í sókninni er strax orðin harðari. Okkar mesti markaskorari, Gíneu- maðurinn Sambegou Bangoura, hafði ekki skorað um skeið en nú hefur hann tekið við sér og skorað þrjú mörk í síðustu þremur leikjum. Paul Put þjálfari hefur mikla trú á Marel og setti hann strax í liðið þótt hann sé ekki kominn í fulla æfingu. Í fyrsta leiknum var ég í banni og þá voru Marel og Bangoura saman í framlínunni en um helgina kom ég aftur inn í sóknina og Marel fór þá á vinstri kantinn. Hann tók samt virk- an þátt í sóknarleiknum og ég dró mig aðeins til baka í staðinn. Þetta heppnaðist mjög vel.“ Einn Belgi í liðinu Þið eruð með afar fjölþjóðlegt lið og marga Afríkubúa innanborðs. Hvernig hefur gengið að skapa liðs- heild úr þessum hópi? „Það er rétt, við erum aðeins með einn Belga í liðinu, Davy De Beule á hægri kantinum, en sá er tvítugur og geysilegt efni. Síðan erum það við fjórir, Íslendingarnir, Slóveni í markinu og hinir koma allir frá Afr- íku. Vörnin er til dæmis öll svört. En þessi blanda gengur upp, mörg- um til mikillar furðu. Arnar Grét- arsson og Arnar Þór Viðarsson eru hjartað í liðinu og stjórna spilinu á miðjunni og eiga mestan heiður af því hve vel þetta gengur allt saman. Afríkubúarnir tala allir frönsku, flæmskan er eitthvað notuð og svo erum við með íslenskuna en það gengur ótrúlega vel að tengja þetta saman. Við Íslendingarnir kunnum eitt og eitt fótboltaorð í frönsku og það dugar til að halda uppi sam- skiptum og koma skilaboðum á milli manna.“ Þú hefur í vetur leikið sem sókn- armaður, ekki á miðjunni eins og mestallan þinn feril. Hvernig kanntu við þessa breytingu? „Það má segja að þetta sé sann- kölluð draumastaða. Á pappírunum er ég sóknarmaður í leikkerfinu 4- 4-2, en ég kem mikið til baka á miðj- una og fæ boltann þar, þannig að kerfið breytist í raun í 4-5-1 eða jafnvel 4-3-3 því við erum með sókn- djarfa kantmenn, og spilum oft mjög áferðarfallega sóknarknatt- spyrnu. Þegar baráttan og andlegur styrkur eru líka til staðar gengur þetta virkilega vel. Arnar og Arnar Þór eru miklir vinnuhestar fyrir aft- an mig á miðjunni, og við náum mjög vel saman. Þeir vita nákvæm- lega hvar ég vil fá boltann og ég reyni að koma til baka og hjálpa þeim á miðjunni eins og með þarf.“ Vil gjarnan leika hér áfram Þú ert með lausan samning í vor. Er eitthvað farið að ræða framhald- ið hjá þér? „Það er mjög rólegt yfir þessum málum ennþá. Ég ræddi við forset- ann í síðustu viku og við hittumst aftur fljótlega. Hann er ekkert að flýta sér og ég er ekki farinn að verða stressaður yfir þessu ennþá. Ég hef trú á því að mér verði boðinn nýr samningur og vil gjarnan vera hér áfram og sjá hversu langt verð- ur hægt að ná með þetta lið. Ef Arn- ar og Arnar Þór verða hér áfram, eins og útlit er fyrir, er þetta mjög spennandi.“ Þú hefur á síðustu dögum verið orðaður við þitt gamla félag, KR, hér heima. Er eitthvað til í þessum sögum? „Ég hef heyrt þessar sögur og það er ekkert til í þeim. Það hefur aldrei komið til tals og ég hef ekki heyrt í neinum frá KR. Það væru hæg heimatökin ef til kæmi þar sem bróðir minn er einn af forsvars- mönnum KR. Þetta kæmi ekki til greina nema allt færi á versta veg hjá mér í sumar og enginn myndi vilja mig hér úti.“ Það er nóg um að vera hjá lands- liðinu í ár og 100. landsleikurinn nálgast óðum hjá þér. Ertu eitthvað að draga í land á þeim vígstöðvum? „Já, það er í mörg horn að líta og ég er vissulega farinn að hugsa að- eins um 100. leikinn. Það verður víst ekkert af því að við fáum æfingaleik á næstunni og verðum þá að fara beint í Skotana á Hampden Park í Glasgow í lok mars og reyna þar að bæta aðeins okkar hag í riðlinum. Jú, ég er farinn að huga aðeins að endapunktinum með landsliðinu og hef ekki sett stefnuna lengra en að ljúka þessari keppni sem nú er í gangi. Þegar henni lýkur mun ég ræða framhaldið við fjölskylduna og aðra, ef þess verður óskað að ég leiki áfram með landsliðinu. Það hefur mikill tími farið í það um langt árabil, langar fjarverur frá fjöl- skyldunni, og ég mun því hugsa minn gang mjög vel þegar þar að kemur,“ sagði Rúnar Kristinsson. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Rúnar Kristinsson á ferðinni með knöttinn í Evrópuleik gegn Skotum á Laugardalsvellinum. Rúnar Kristinsson í toppslag með Lokeren í Belgíu „Ég er í sann- kallaðri drauma- stöðu“ RÚNAR Kristinsson landsliðsfyrirliði hefur verið áberandi í belgísku knattspyrnunni frá því hann gekk til liðs við Lokeren fyrir rúmlega tveimur árum. Rúnar, sem verður 34 ára í haust og hefur spilað 96 landsleiki fyrir Ísland, hefur sjaldan leikið betur en um þessar mundir. Um helgina skoraði hann tvö mörk í sigri á La Louviere, 4:2, í belgísku 1. deildinni og var einu sinni sem oftar valinn í lið vik- unnar í þarlendum fjölmiðlum. Lokeren er í toppslag deildarinnar og staða liðsins er að stórum hluta þökkuð framlagi Íslendinganna sem nú eru fjórir talsins hjá félaginu. Eftir Víði Sigurðsson ’ Ég er vissulega farinn að hugsa aðeinsum 100. leikinn. Það verður víst ekkert af því að við fáum æfingaleik á næstunni og verðum þá að fara beint í Skotana á Hampden Park í Glasgow í lok mars. ‘ ’ Við Íslendingarnirkunnum eitt og eitt fótboltaorð í frönsku og það dugar til að halda uppi sam- skiptum og koma skilaboðum á milli manna. ‘ ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLT útlit er fyrir að skíðamað- urinn Hermann Maier keppi ekki meira á þessu keppnistímabili og er ástæðan sú að hann þarf að gangast undir aðgerð á fætinum sem brotn- aði illa í bílslysi fyrir hálfu öðru ári. Fjarlægja þarf nagla sem er í beini Maiers. Maier hefur komið flestum á óvart það sem af er vetri og náði hann m.a. silfri á Heimsmeistara- mótinu í St. Moritz en nú hefur hann snúið heim til Austurríkis. þeir sem keppa fyrir Austurríki á miðviku- dag í stórsvigi eru þeir Stephan Eberharter, Hans Krauss, Christian Mayer og Benjamin Raich. Hermann Maier er úr leik MAREL Baldvins- son, lands- liðsmaður í knatt- spyrnu, var dýrasti leik- maðurinn sem keypt- ur var af belgísku fé- lagi í jan- úar. Á þeim mánuði sem þarlend fé- lög höfðu, eins og félög annars staðar, til að skipta um leikmenn var meira um að belgísku félögin minnkuðu leikmannahópa sína, tækju nýja menn á leigu eða semdu við leikmenn sem voru með útrunna samninga. Roger Lambrecht, for- seti Lokeren, snaraði hins vegar út 300 þúsund evrum, um 25 millj- ónum ís- lenskra króna, til að kaupa Mar- el af Stabæk í Noregi. Alls fengu liðin 18 í belg- ísku 1. deildinni til sín 26 leik- menn í janúar. Sex þeirra nældu sér ekki í neinn, þar á meðal stórliðin Club Brugge og Anderlecht, og af þessum 26 fóru átta sem lánsmenn til botnliðsins Mechelen. Aftur á móti fóru 22 leikmenn frá Mechelen í janúar, enda var félagið nánast gjaldþrota fyrir áramótin. Lokeren losaði sig við fjóra leikmenn í stað- inn fyrir Marel. Marel sá dýrasti Morgunblaðið/Kristján Bernburg Marel og Paul Put, þjálfari Lokeren.  RÚNAR Kristinsson var val- inn í lið vikunnar í belgísku knattspyrnunni af dagblaðinu Het Nieuwsblad í gær og var jafnframt útnefndur maður leiksins í sigri Lokeren á La Louviere um helgina. Lokeren vann, 4:2, og Rúnar skoraði tvö markanna, og í umfjöllun blaðsins sagði að Rúnar hefði stjórnað liði sínu til sigurs.  Ariel Jacobs, þjálfari La Louviere, sagði við blaðið Het Laaste Nieuws í gær að Rúnar hefði leikið mjög vel. Því mið- ur hefði félag sitt ekki efni á að kaupa hann því það myndi kosta 20 þúsund evrur á mán- uði, eða 1,6 milljónir króna.  „Allt sem hann gerði var mjög gott, hver sending, hver hreyfing og öll hlaup. Það þýddi ekkert að taka Rúnar úr umferð, þá hefði losnað um Arnar Grétarsson, og ef hans hefði verið gætt hefði Arnar Viðarsson tekið við,“ sagði Jacobs. Hann bætti því við að Lokeren væri með best skipu- lagða lið deildarinnar.  Arnar Grétarsson fékk gula spjaldið gegn La Louviere og verður í leikbann í næsta leik, gegn Beveren. Rúnar í liði vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.