Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 45 FÓLK  SÆNSKI þrístökkvarinn Christ- ian Olsson náði merkilegum áfanga um helgina á móti sem fram fór í Gent í Belgíu en þá stökk Olsson yf- ir 17 metra og var það jafnframt 25. mótið í röð þar sem honum tekst að rjúfa 17 metra múrinn. Gamla metið átti Englendingurinn Jonathan Ed- wards sem mistókst að komast yfir 17 metra á móti sem fram fór í Glas- gow á dögunum en hann hafði stokkið yfir 17 metra á 24 mótum í röð. Þess má geta að Edwards er 14 árum eldri en Olsson.  HJALTI Vignisson, knattspyrnu- maður, er byrjaður að leika með Val á ný. Hjalti var fastamaður í liði Vals í úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum en tók sér frí í fyrra vegna anna í námi.  JÓHANNES Harðarson lék allan leikinn með Veendam sem gerði markalaust jafntefli við TOP Oss á útivelli í hollensku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Veendam er í 10. sæti deildarinnar.  VÍKINGUR tryggði sér um helgina sigur í 1. deild kvenna í borð- tennis þegar liðið vann KR, 3:2, í úr- slitaleik. Íslandsmeistaraliðið skipa þær Halldóra Ólafs og Lilja Rós Jó- hannesdóttir. Þá varð F-lið Víkings Íslandsmeistari í 2. deild karla.  VALA Flosadóttir, stangar- stökkvari úr ÍR, stökk 4,06 metra á móti í Gautaborg á laugardaginn. Vala hafnaði í öðru sæti ásamt Sví- anum Hönnu-Miu Persson, þær not- uðu jafnmargar tilraunir við 4,06. Marie Bagger Bohn frá Danmörku sigraði, lyfti sér yfir 4,16. HOLLENSKI framherjinn hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea Jimmy Floyd Hasselbaink opnaði umræðuna um spilafíkn knatt- spyrnumanna á Englandi á ný í gær. Eiður Smári Guðjohnsen félagi Hasselbainks hjá Chelsea steig fram í sviðsljósið á dögunum og viður- kenndi að hafa tapað um 50 millj. ísl. kr. í spilavítum á um hálfu ári og sagði þá að hann ætlaði ekki að stíga fæti inn í spilavíti framar. Hol- lendingurinn lítur hinsvegar ekki á spilavítin alvarlegum augum og ját- ar að stunda slíkt reglulega. Í viðtali við breska dagblaðið London Evening Standard segir Hasselbaink að honum þyki gaman að leggja fé undir í spilum, spilavít- in hjálpi honum að slaka á þar sem álagið sé gríðarlegt í ensku úrvals- deildinni. Hasselbaink er sagður hafa tapað um 130 millj. ísl. kr. í spilavítum á sl. tveimur árum en árslaun hans hjá Chelsea nema um 260 millj. ísl.kr. „Ef mig langar að veðja þá er það ekki vandamál á meðan ég er ekki að fá lánað hjá öðrum. Læknar, lögfræðingar og útgefendur dagblaða fara í spilavít- in, ég sé ekki hvers vegna atvinnu- knattspyrnumenn eigi ekki að geta gert það sama,“ segir Hasselbaink og bæti því við að engum komi það við hve miklu hann hafi tapað og það hafi ekki áhrif á hann sem at- vinnumann. „Ég mæti alltaf á æf- ingar og haga mér sem atvinnumað- ur. Ég á minn frítíma og get ákveðið hvernig ég nota þann tíma. Þeir peningar sem ég nota í veðmál eru mínir peningar og ég get gert hvað sem ég vil við það fé,“ segir Hassel- baink. Mikil umræða hefur átt sér stað á Englandi eftir að íslenski landsliðsframherjinn Eiður Smári viðurkenndi að hafa tapað miklu fé í veðmálum og vildi hann koma fram sem víti til varnaðar fyrir ungt fólk sem væri í sömu stöðu og hann. Hasselbaink veðjar mikið Garnett sagði við CNN-fréttastof-una að hann hefði farið sér hægt í upphafi leiksins þar sem hann vildi að Michael Jordan fengi mestu athyglina í síðasta stjörnuleik sínum. Garnett hitti úr 17 af alls 24 skotum sínum og skoraði 37 stig í leiknum, sem er það mesta sem einn leikmaður hefur skorað í stjörnuleik frá því að Jordan skoraði 40 stig árið 1988. Jordan bætti met Jabbar Michael Jordan bætti enn einu metinu í safn sitt í nótt er hann lék í liði austurstrandarinnar í stjörnuleik NBA-deildarinnar. Jordan skoraði 20 stig í leiknum og bætti þar með met miðherjans Kareem Abdul-Jabbar sem skoraði samtals 251 stig í leikjum sínum með stjörnuliðum NBA-deild- arinnar. Jordan þurfti aðeins að skora 10 stig til þess að bæta metið og var greinilegt frá upphafi leiksins að hann ætlaði ekki að fara tómhentur frá Atlanta í síðasta stjörnuleik sín- um. Jordan hefur skorað 262 stig í 13 stjörnuleikjum. Carter steig til hliðar fyrir Jordan Jordan var ekki valinn í byrjunar- liðið að þessu sinni. Hann hefur verið valinn fjórtán sinnum, en lék ekki ár- ið 1986 vegna meiðsla. Vince Carter, framherji Toronto Raptors, bauð hins vegar Jordan að taka sæti sitt í byrjunarliði austurstrandarinnar rétt áður en leikurinn hófst, sem hann þáði, en hann hafði áður afþakk- að samskonar boð frá Allen Iverson, Philadelphia, og Tracy McGrady, Or- lando Magic, og gaf þá skýringu að hann ætti ekki rétt á að taka sæti þeirra í liðinu. Margir höfðu gagnrýnt Carter fyr- ir leikinn fyrir að hafa ekki farið sömu leið og þeir Iverson og McGrady og áhorfendur bauluðu á hann þegar lið- in hituðu upp en vissu ekki að Jordan hafði þegið boð Carters. Reuters Kevin Garnett fagnar í lok stjörnuleiksins, þar sem hann skoraði 37 stig. Reuters Michael Jordan og Kobe Bryant ræða málin. KEVIN Garnett, leikmaður NBA- liðsins Minnesota Timberwolv- es, var í nótt útnefndur mik- ilvægasti leikmaður vestur- strandarliðsins (MVP) sem sigraði lið austurstrandarinnar í hinum árlega stjörnuleik NBA- deildarinnar, 155:145, í tvífram- lengdum fjörugum leik. Garnett þótti bera af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.