Morgunblaðið - 11.02.2003, Side 45

Morgunblaðið - 11.02.2003, Side 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 45 FÓLK  SÆNSKI þrístökkvarinn Christ- ian Olsson náði merkilegum áfanga um helgina á móti sem fram fór í Gent í Belgíu en þá stökk Olsson yf- ir 17 metra og var það jafnframt 25. mótið í röð þar sem honum tekst að rjúfa 17 metra múrinn. Gamla metið átti Englendingurinn Jonathan Ed- wards sem mistókst að komast yfir 17 metra á móti sem fram fór í Glas- gow á dögunum en hann hafði stokkið yfir 17 metra á 24 mótum í röð. Þess má geta að Edwards er 14 árum eldri en Olsson.  HJALTI Vignisson, knattspyrnu- maður, er byrjaður að leika með Val á ný. Hjalti var fastamaður í liði Vals í úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum en tók sér frí í fyrra vegna anna í námi.  JÓHANNES Harðarson lék allan leikinn með Veendam sem gerði markalaust jafntefli við TOP Oss á útivelli í hollensku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Veendam er í 10. sæti deildarinnar.  VÍKINGUR tryggði sér um helgina sigur í 1. deild kvenna í borð- tennis þegar liðið vann KR, 3:2, í úr- slitaleik. Íslandsmeistaraliðið skipa þær Halldóra Ólafs og Lilja Rós Jó- hannesdóttir. Þá varð F-lið Víkings Íslandsmeistari í 2. deild karla.  VALA Flosadóttir, stangar- stökkvari úr ÍR, stökk 4,06 metra á móti í Gautaborg á laugardaginn. Vala hafnaði í öðru sæti ásamt Sví- anum Hönnu-Miu Persson, þær not- uðu jafnmargar tilraunir við 4,06. Marie Bagger Bohn frá Danmörku sigraði, lyfti sér yfir 4,16. HOLLENSKI framherjinn hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea Jimmy Floyd Hasselbaink opnaði umræðuna um spilafíkn knatt- spyrnumanna á Englandi á ný í gær. Eiður Smári Guðjohnsen félagi Hasselbainks hjá Chelsea steig fram í sviðsljósið á dögunum og viður- kenndi að hafa tapað um 50 millj. ísl. kr. í spilavítum á um hálfu ári og sagði þá að hann ætlaði ekki að stíga fæti inn í spilavíti framar. Hol- lendingurinn lítur hinsvegar ekki á spilavítin alvarlegum augum og ját- ar að stunda slíkt reglulega. Í viðtali við breska dagblaðið London Evening Standard segir Hasselbaink að honum þyki gaman að leggja fé undir í spilum, spilavít- in hjálpi honum að slaka á þar sem álagið sé gríðarlegt í ensku úrvals- deildinni. Hasselbaink er sagður hafa tapað um 130 millj. ísl. kr. í spilavítum á sl. tveimur árum en árslaun hans hjá Chelsea nema um 260 millj. ísl.kr. „Ef mig langar að veðja þá er það ekki vandamál á meðan ég er ekki að fá lánað hjá öðrum. Læknar, lögfræðingar og útgefendur dagblaða fara í spilavít- in, ég sé ekki hvers vegna atvinnu- knattspyrnumenn eigi ekki að geta gert það sama,“ segir Hasselbaink og bæti því við að engum komi það við hve miklu hann hafi tapað og það hafi ekki áhrif á hann sem at- vinnumann. „Ég mæti alltaf á æf- ingar og haga mér sem atvinnumað- ur. Ég á minn frítíma og get ákveðið hvernig ég nota þann tíma. Þeir peningar sem ég nota í veðmál eru mínir peningar og ég get gert hvað sem ég vil við það fé,“ segir Hassel- baink. Mikil umræða hefur átt sér stað á Englandi eftir að íslenski landsliðsframherjinn Eiður Smári viðurkenndi að hafa tapað miklu fé í veðmálum og vildi hann koma fram sem víti til varnaðar fyrir ungt fólk sem væri í sömu stöðu og hann. Hasselbaink veðjar mikið Garnett sagði við CNN-fréttastof-una að hann hefði farið sér hægt í upphafi leiksins þar sem hann vildi að Michael Jordan fengi mestu athyglina í síðasta stjörnuleik sínum. Garnett hitti úr 17 af alls 24 skotum sínum og skoraði 37 stig í leiknum, sem er það mesta sem einn leikmaður hefur skorað í stjörnuleik frá því að Jordan skoraði 40 stig árið 1988. Jordan bætti met Jabbar Michael Jordan bætti enn einu metinu í safn sitt í nótt er hann lék í liði austurstrandarinnar í stjörnuleik NBA-deildarinnar. Jordan skoraði 20 stig í leiknum og bætti þar með met miðherjans Kareem Abdul-Jabbar sem skoraði samtals 251 stig í leikjum sínum með stjörnuliðum NBA-deild- arinnar. Jordan þurfti aðeins að skora 10 stig til þess að bæta metið og var greinilegt frá upphafi leiksins að hann ætlaði ekki að fara tómhentur frá Atlanta í síðasta stjörnuleik sín- um. Jordan hefur skorað 262 stig í 13 stjörnuleikjum. Carter steig til hliðar fyrir Jordan Jordan var ekki valinn í byrjunar- liðið að þessu sinni. Hann hefur verið valinn fjórtán sinnum, en lék ekki ár- ið 1986 vegna meiðsla. Vince Carter, framherji Toronto Raptors, bauð hins vegar Jordan að taka sæti sitt í byrjunarliði austurstrandarinnar rétt áður en leikurinn hófst, sem hann þáði, en hann hafði áður afþakk- að samskonar boð frá Allen Iverson, Philadelphia, og Tracy McGrady, Or- lando Magic, og gaf þá skýringu að hann ætti ekki rétt á að taka sæti þeirra í liðinu. Margir höfðu gagnrýnt Carter fyr- ir leikinn fyrir að hafa ekki farið sömu leið og þeir Iverson og McGrady og áhorfendur bauluðu á hann þegar lið- in hituðu upp en vissu ekki að Jordan hafði þegið boð Carters. Reuters Kevin Garnett fagnar í lok stjörnuleiksins, þar sem hann skoraði 37 stig. Reuters Michael Jordan og Kobe Bryant ræða málin. KEVIN Garnett, leikmaður NBA- liðsins Minnesota Timberwolv- es, var í nótt útnefndur mik- ilvægasti leikmaður vestur- strandarliðsins (MVP) sem sigraði lið austurstrandarinnar í hinum árlega stjörnuleik NBA- deildarinnar, 155:145, í tvífram- lengdum fjörugum leik. Garnett þótti bera af

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.