Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ STRÍÐ LOKAÚRRÆÐI Leiðtogar Evrópusambandsins sendu hvassa ályktun frá sér, þar sem Íraksstjórn er sögð standa frammi fyrir „síðasta tækifæri“ sínu til að afvopnast með friðsamlegum hætti. Lýstu leiðtogarnir yfir ótví- ræðum stuðningi við kröfur breskra og bandarískra ráðamanna um af- vopnun Íraka en sögðu beitingu her- valds algjört lokaúrræði. Enginn undir áætlun Ístak og E. Pihl & Søn áttu lægsta tilboð í gerð jarðganga milli Reyð- arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Tilboð þeirra var 2,8% yfir kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar, eða 3,2 milljarðar króna. Áætlar Ístak að um 60 manns muni vinna við gerð ganganna sem ætlunin er að verði tekin í notkun haustið 2005. Yfir 20 fórust í troðningi Að minnsta kosti 21 lét lífið og tugir slösuðust í troðningi á skemmtistað í Chicago í fyrrinótt, þegar hundruð manna hlupu í ofboði að útgöngudyrunum. Yfir 1.500 manns voru á skemmtistaðnum og mun troðningurinn hafa byrjað þeg- ar sprautað var piparúða á fólk eftir að átök höfðu blossað upp. Flutningaskip tók niðri Björgunarbátnum Oddi V. Gísla- syni tókst við erfiðar aðstæður að draga til hafnar flutningaskipið Trinket, sem tók niðri í innsigling- unni við Grindavíkurhöfn í gær. Skipið, sem skemmdist talsvert, rak stjórnlaust þegar björgunarmenn komu á vettvang. Sex voru um borð en engan sakaði. Samson mun selja hluta Björgólfur Thor Björgólfsson seg- ir að eignarhaldsfélagið Samson ætli að eiga hlut sinn í Landsbankanum í 4–5 ár. Að þeim tíma liðnum hyggist félagið selja hlut sinn smátt og smátt til innlendra lífeyrissjóða og fjár- festa. Samson ætlar þó að halda um 10% hlut í bankanum til frambúðar. Bikarinn í Safamýri Fram vann Fylki í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu 7:6 eftir framlengdan leik og víta- spyrnukeppni í Egilshöllinni í Graf- arvogi í æsispennandi leik í gær. Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12/13 Minningar 32/43 Erlent 14/16 Hestar 37 Höfuðborgin 17 Bréf 40 Akureyri 18 Dagbók 42/43 Suðurnes 19 Sport 44/47 Landið 20 Fólk 48/53 Neytendur 21 Bíó 50/53 Listir 22/23 Ljósvakar 56 Forystugrein 30 Veður 55 * * * Þriðjudagur 18. febrúar 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað B Stendur með þér í orkusparnaði Í dag þriðjudag og á morgun miðvikudag milli kl. 16 og 18 gefst þér kostur á að skoða eina af okkar glæsilegu íbúðum að Laugarnesvegi 87 (íbúð 404). Þar mun sölumaður okkar taka á móti þér og svara öllum þínum spurningum. Íbúðirnar að Laugarnesvegi 87 og 89 eru glæsilega hannaðar, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, og allar með sérinngangi af yfirbyggðum svalagangi. Húsin eru með lyftu, einangruð að utan og klædd áli og harðviði og þarfnast því lágmarksviðhalds. Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar 25. apríl nk. Komdu og skoðaðu glæsilega sýningaríbúð Góðir kostir: • Sér bílastæði í bílageymsluhúsi. • Þvottahús innan íbúðar. • Dyrasími tengdur myndavél í anddyri. Söludeild okkar er að Höfðabakka 9, sími 530 4200. Ítarlegar upplýsingar um eignirnar eru á www.iav.is. Laugarnesvegur 87 og 89 • Möguleiki á sjónvarps-, síma- og nettengingum í öll herbergi. • Vandaðar innréttingar og hurðir. • Lögð er sérstök áhersla á góða hljóðeinangrun. Dæmi um 3ja herbergja íbúð Þvottur 3,2 fm Eldhús 14,3 fm Svalir 9,7 fm Baðh. 5,5 fm Svefnherb. 9,1 fm Svefnherb. 14 fm Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Vaxtastig og ávöxtunar- krafa 16           Fjölbýlishúsið Eskihlíð 12 Gagnsemi retúrlokans Dæmisaga um viðgerð 26 Gólfhitinn vinsæll 43 Ástæður affalla                                                                 !"!#$! % " #$     &'( )*+ &'(  ) *+ ,      !  "# $%# &''% -%.$/#$ %"/++% 01%23+ 456#0!+ (1+1/7+ !+ 8+ 23+ '%" 9+ "  :$+; % ":$+; $!+%.+  :$+; % ":$+;        (     (%<) "%"+$ +$ 1+=""+)>>>1+     ?" /@+AB * * * * ! !", !" !# $ %     )*    +& /@AB    "- ' . $. &% % $ $&/ $#"-% $01& 2 "$1/ -1' %2B  3 !  4   ! # $'# $/# &''% 8%"+#$! &" %""+    " #                         #  #  VINNA við hið nýja hverfi í Arn- arnesvogi í Garðabæ er þegar hafin af fullum krafti, en óhætt er að fullyrða, að margir bíði eftir þessu hverfi með mikilli óþreyju. Jarð- vinna við fyrstu lóðirnar stendur nú sem hæst og gert ráð fyrir að byggingaframkvæmdir geti hafizt í apríl. Eins og fram er komið hefur hverfið fengið nafnið Sjáland eftir Sjálandi í Danmörku og götur í hverfinu munu bera heiti á þekkt- um götum í Kaupmannahöfn, þar sem Íslendingar komu við sögu fyrr á öldum. Alls er gert ráð fyrir, að um 750 íbúðir verði byggðar á Sjálandi í Garðabæ, þar af verða um 250 fyrir eldri borgara, og íbúar hverfisins verði um 2.000 alls. Það eru fyr- irtækin Björgun ehf. og Bygginga- félag Gylfa og Gunnars ehf. sem standa að uppbyggingu hverfisins í samvinnu við Garðabæ. „Það verður væntanlega byrjað á fyrstu húsunum í apríl næstkom- andi og þau munu rísa á lóðum, sem eru vestast í hverfinu,“ segir Sigurður Helgason, forstjóri Björg- unar. „Fyrstu íbúðirnar gætu þá orðið tilbúnar um næstu áramót. Þarna er mjög gott byggingarland með miklu útsýni til Reykjavíkur og til fjalla en síðast og ekki sízt út á sjó- inn og til Snæfellsjökuls. Nær 300 íbúðir í fyrsta áfanga Hverfið verður byggt í þremur áföngum. Að sögn Sigurðar verða reistar tæplega 300 íbúðir í fyrsta áfanga á bilinu 70 – 130 ferm. að stærð. Þær verða allar í fjölbýlis- húsum, sem verða frá þremur og upp í sex hæðir. Lægri húsin verða úti á landfyllingunni úti í sjóinn, en hún tilheyrir þriðja áfanga. Gert er samt ráð fyrir að ljúka við landfyll- inguna um næstu áramót. Hönnuður hverfisins er Björn Ólafs, arkitekt í París, en margir arkitektar munu hanna húsin. Það á að tryggja fjölbreytni í húsagerð og að yfirbragð hverfisins verði ekki of einsleitt. „Það er greinilega mikill áhugi til staðar á þessu hverfi, því að það er mikið spurt,“ sagði Sigurður Helgason. „Fyrirspurnir koma einkum frá Garðbæingum, frá yngra fólki í bænum en kannski í enn meira mæli frá eldri borgur- um. Margt af þessu eldra fólki hefur búið lengi í Garðabæ og á þar hús fyrir en hefur hug á að minnka við sig og komast í húsnæði, sem hent- ar því betur nú. Það er greinilegt, að Garðbæingar halda mikilli tryggð við sitt bæjarfélag og vilja hvergi annars staðar vera.“ Sigurður sagði, að enn hefði ekki verið tekin nein ákvörðun varðandi verð á íbúðum í Sjálandi en bætti við: „Ég ímynda mér, að verð verði frá meðalverði og upp fyrir það en ekki rándýrt, eins og sums staðar er verið að bjóða.“ Sigurður kvaðst vera sannfærður um, að þetta yrði afar heillandi hverfi: „Vestast við Arnarnesvog er náttúruleg fjara, sem verður áfram óhreyfð,“ sagði hann. „Í beinu framhaldi af henni til austurs er gert ráð fyrir svæði, þar sem verða leikskóli, sparkvöllur og sjóbaðs- strönd, sem snýr í sólarátt. Aðstöðu til fuglaskoðunar verður komið komið fyrir á tanga og strandlengjan verður öll opin al- menningi, en gangstígur tengir hana og hverfið við miðbæ Garða- bæjar.“ Sjávarstemmningin verður áberandi í Sjálandi í Garðabæ Morgunblaðið/Árni Sæberg Horft yfir Arnarnesvog. Jarðvinna stendur nú yfir við fyrstu húsin og framkvæmdir ættu að geta hafizt í apríl. Yf ir l i t HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að því er varðaði varakröfu Náttúruverndarsam- taka Íslands og þriggja einstak- linga um að úrskurður Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra um umhverfisáhrif Kára- hnjúkavirkjunar yrði ómerktur. Leggur Hæstiréttur fyrir héraðs- dóm að taka málið að þessu leyti til efnismeðferðar. Staðfestir frávísun aðalkröfu Hæstiréttur staðfestir hinsveg- ar niðurstöðu héraðsdóms um að vísa frá þeirri aðalkröfu stefnenda að ríkinu og Landsvirkjun yrði gert með dómi að leggja umhverf- ismatsskýrslu Kárahnjúkavirkj- unar að nýju undir athugun og úr- skurð Skipulagsstofnunar, samkvæmt lögum um mat á um- hverfisáhrifum. Með úrskurði frá því í desember sl. taldi héraðs- dómur stefnendur ekki hafa lög- varða hagsmuni af því að efnis- dómur gengi um meginkröfu þeirra. Auk Náttúruverndarsam- takanna höfðuðu málið þeir Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður, Guðmundur Páll Ólafsson, nátt- úrufræðingur og rithöfundur, og Ólafur S. Andrésson, varaformað- ur samtakanna. Hæstiréttur um úrskurð vegna Kárahnjúkavirkjunar Héraðsdómur taki mál- ið til efnismeðferðar TILBOÐ í gerð jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, ásamt tilheyrandi vegamannvirkj- um, voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær. Fjögur tilboð bárust og hið lægsta kom sameiginlega frá verk- takafyrirtækjunum Ístaki og E. Pihl & Søn upp á 3.249 milljónir króna. Það er aðeins 2,8% yfir kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar sem hljóð- aði upp á 3.160 milljónir króna. Önnur fyrirtæki sem buðu í verkið voru Balfour Beatty Major Projects í Bretlandi, 3.869 milljónir, sænski verktakinn NCC International og Íslenskir aðalverktakar buðu 3.909 milljónir kr. og hæsta boð kom frá Scandinavian Rock Group og Arn- arfelli ehf. upp á 4.711 milljónir. Hreinn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Vega- gerðarinnar, sagði við Morgunblaðið að nú yrði farið yfir tilboðin. Samn- ingagerð ætti að verða lokið á næstu fjórum vikum þannig að verktakinn gæti hafið framkvæmdir í apríl nk. Hreinn sagði það ánægjulegt að sjá hve lægsta tilboð hefði verið nálægt áætlun Vegagerðarinnar, og það frá reyndum verktökum sem m.a. hefðu unnið við Vestfjarðagöngin á sínum tíma, en Ístak starfaði þá reyndar með Skanska. E. Pihl & Søn er aðal- eigandi Ístaks en síðarnefnda fyrir- tækið er í forsvari fyrir tilboðið nú. Að sögn Hreins er stærsti hluti út- boðsins sjálf jarðgöngin, eða um 2,5 milljarðar af áætluninni. Við útboð hefðbundinna vegaframkvæmda hafa tilboð yfirleitt verið töluvert undir áætlun Vegagerðarinnar en Hreinn sagði jarðgöng vera það flók- ið verk að tilboð í slíka verkhluta væru oftast í samræmi við áætlanir verkkaupa. Því hefði ekki verið búist við tilboðum langt undir áætluninni. Göngin tilbúin haustið 2005 Fáskrúðsfjarðargöngin, eins og þau voru nefnd í útboðinu, eru stærsta verk sem Vegagerðin hefur boðið út í meira en áratug, eða síðan hafist var handa við göngin á Vest- fjörðum upp úr 1990. Hvalfjarðar- göngin voru ekki í umsjá Vegagerð- arinnar, heldur Spalar, en til samanburðar skal þess getið að göngin fyrir austan verða 100–200 metrum lengri en Hvalfjarðargöng- in, eða alls 5,9 km að vegskálum meðtöldum. Tvær akreinar verða um göngin. Vestfjarðagöngin eru hin lengstu hér á landi, rúmir 9 km. Hreinn sagði að það ætti að taka upp undir eitt og hálft ár að grafa sig í gegnum fjöllin og áætlun gerði ráð fyrir að framkvæmdum lyki haustið 2005. Auk gangagerðar þarf verk- takinn að leggja alls 8 km vegi að gangamunnum sitt hvorum megin. Göngin munu stytta leiðina milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar um 33 kílómetra. Ístak og E. Pihl & Søn áttu lægsta tilboð í Fáskrúðsfjarðargöngin Tilboðið 2,8% yfir áætlun Tölvumynd sem Hönnun gerði fyrir Vegagerðina af gangamunnanum Reyðarfjarðarmegin.                                                        GERÐ jarðganga milli Reyð- arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, sem boðin var út í gær hjá Vegagerð- inni, gæti skapað um 60 störf. Eru þá ekki meðtalin afleidd störf sem skapast við ýmsa þjónustu á Aust- fjörðum í tengslum við fram- kvæmdirnar. Þetta er mat Páls Sig- urjónssonar, forstjóra Ístaks sem átti lægsta tilboðið í verkið með móðurfyrirtækinu danska, E. Pihl & Søn. Segir Páll mannskapinn vera að mestu leyti til staðar en auglýsa þurfi í viðbótarstörf, fái Ís- tak verkið, sem hann gerir sér góð- ar vonir um. Samkvæmt áætlun Vegagerð- arinnar er reiknað með að fram- kvæmdir hefjist strax í apríl nk. og verði lokið haustið 2005. Ístak þarf 60 manns í göngin ÞJÓNUSTUSKÁLI Alþingis, sem var vígður í haust, lekur á fjórum stöðum og hafa starfsmenn hússins sett upp fötur til að koma í veg fyrir að parketið skemmist. Karl M. Kristjánsson, rekstrar- og fjármálastjóri Al- þingis, segir að lekinn hafi komið í ljós strax á haust- dögum. Síðan hafi Íslenskir aðalverktakar, sem sáu um lokaáfanga í byggingu hússins, reynt að gera við þakið til að stoppa lekann. „Það er augljóst mál að verktak- inn hefur kastað til þess höndum og lekur þakið við ákveðin skilyrði, þegar snjókrapi er og rigning.“ Karl segir að þolinmæði þeirra sem starfa í húsinu sé á þrotum. „Þetta er mjög vondur tími, nú er mikið að gera í húsinu og margir sem þurfa að nota þessa að- stöðu.“ Lekinn trufli þingmenn og aðra sem starfa í húsinu þó ekki teljanlega. Aðallekinn sé í matsalnum og því verði matseljan einna helst fyrir barðinu á hon- um. Karl segir brýnt að gert verði við þakið svo leki trufli starfsemina í húsinu ekki frekar í framtíðinni. Þjónustuskáli þingsins lekur Morgunblaðið/Jim Smart SAMTALS hafa 4.400 sveitabýli á landinu aðgang að ISDN-tengingu að því er fram kemur í skriflegu svari Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra við fyrirspurn Hjálmars Árnasonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Þar kemur einnig fram að alls 720 sveitabýli hafa ekki aðgang að ISDN-teng- ingu. Svarinu hefur verið dreift á Al- þingi. Í svarinu segir að alls séu 1.325 sveitabýli komin með ISDN- tengingu. Sömuleiðis kemur fram í svarinu að alls liggi 112 umsóknir um ISDN-tengingu nú fyrir hjá Landssíma Íslands hf. Annars veg- ar séu það umsóknir sem verði af- greiddar á næstu vikum en hins vegar umsóknir sem verði að bíða þar til breytingar hafi verið gerðar á fjarskiptakerfinu á viðkomandi svæðum. 720 býli hafa ekki ISDN- tengingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.