Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 33 urmál og mannleg örlög og sveitin sem seiðir í fjarska fram bernsku- drauma. Hann er kominn norður í land. Þar sem afi hans og amma bjuggu bæ í Kálfanesi og brenni- netlan sem glitrar í morgundögg- inni er ein eftir fyrir neðan forna tóft. Þaðan er stutt inn á Hólmavík og hann blæs af útnorðri. Líka hér er verk að vinna. Huga að föllnum bautastein, þekkja aftur hverja þúfu og flytja minningarnar heim. Hér hvíla þau afinn og amman, móðir hans og faðir. Hann nafni minn var ungur enn. Þorkell rétt kominn með ökuréttindi og Hrólfur strákur eins og ég. Dúna sér um að enginn verði útundan og svo er lagt í skátaferð. Borgin sem er þessi bræðra og systkinahöll í Reykjavík er komin af stað eins og æskuslóðirnar hafi aldrei rofnað og eru þó á nýjum stað. Nú er kveikt á sýningarvél og drengir ganga aftur á bak. Svo kippir hann nafni minn þessu í lag og löngu eru komin ný andlit í okk- ar stað. Hann horfir stoltur yfir hópinn sem fjölskyldur frænda minna og bræðranna hafa eignast í dag. Nú er framtíðin orðin heimur svo fjarskalega nær og handan ver- aldarvafsturs kemur hann enn í bæ. Með smíðagrip eða líka tösku og tól að leggja nýju heimili lið. Og náttúrumyndir bernskunnar falla eins og vel við hlið á nýju heimili sem er að verða til. Nafni minn var orðinn roskinn þá en þarna stendur hann enn atorkusamur og bjart- sýnn í senn. Já hann nafni okkar, Ragnar Jón, var fermdur í vor sem leið og barnabarnabörnin eru kom- in á skeið. Hamingjan er að horfa aftur um svo langan veg og að hafa átt þann förunaut sem Dúna er og afkomendurna mörgu sem fjöl- skyldan ber með sér. Ég lít til baka um horfin jól. Hann nafni er að hengja upp seríur og líka jóladót. Hér er hann af lífi og sál. Hann vill hafa hátíð í bæ og Kristur er eins og björgin sem mæla öllum samastað og fæði í hungruðum heimi þar sem annars ríkir höfðingjanna vald. Hann gleðst á góðri stundu og nú voru liðin níutíu ár. Fjölskylda hans og vinir hittast hjá einu frumbyggj- unum á Bræðraborg sem enn eru þar. Hann hefir mikið hugsað um þennan dag og gleðin skín í andliti þessa gamla manns. Hann er ræð- inn og vill fylgjast með eins og ell- in sé ekki til. Þá hallar að annarri hátið senn sem urðu síðustu jólin. Þau er komin í heimsókn í Kópavoginn Dúna og Jón. Honum þykir gaman að skoða sig um í bíltúr með sonum sínum og horfa út um gluggann í þessari höll. Hann er bjartur þessi jóladagsmorgunn og jökullinn blaktir við hún. Esjan er í fókus og þessi lygni sjór. Fer báturinn ekki að fara eitthvað, spyr hann Ásgeir bróður sinn, og þeir spjalla um ár- anna hljóm. Eina jóladagsstund hverfur tími og rúm og ég hlusta á gamla fólkið frá Hólmavík ræða um atburði liðanna ára eins og í andrá einnar spegilmyndar. Þau tala um tímana tvo en það er ennþá von. Svo skálum við í tón og ég er kominn að kveðja á leið til Róms. Hann nafni minn spyr mig í þaula um þessa ferð en núna situr hann til baka þegar ég kveð. Ég fylgi þér ekki lengra í þetta sinnið nafni minn, segir hann. Það leggjast kannské fleiri í langa ferð, bætir hann við. Og ég er staddur í heil- agri kapellu í þessari framandi borg. Það er kveikt á kerti helgað honum nafna mínum að lýsa hon- um þennan hinsta veg. Báturinn er horfinn af vognum en minningarn- ar staldra hér. Ég sé hann í skuti höfðinglegan á brún. Hann er kom- inn heim. Með einlægum samúðarkveðjum og þakklæti fyrir að hafa átt hann að. Jón Ma. Ásgeirsson í Róm. Við andlát Jóns Magnússonar húsgagnasmíðameistara, móður- bróður míns, er fallinn frá sannur öðlingur og listamaður. Þegar ég fór að norðan til náms í Reykjavík, 16 ára gamall, var það mitt lán, að fá inni á heimili þeirra hjóna, Jóns og Dúnu. Þar naut ég frábærrar umhyggju og aðhlynningar og gekk um eins og heimamaður í nokkur ár, fyrst í Karfavogi og síð- ar í Bólstaðarhlíð. Sama var um bræður mína tvo, sem voru inni á heimili þeirra um skeið við líkar kringumstæður. Fyrir þetta verður seint fullþakkað. Jón stundaði iðn sína, húsgagna- smíði, til 73 ára aldurs. Frístundir notaði hann m.a. til útskurðar í tré. Þar komu listahæfileikar hans fram og ber fjöldi gripa, sem hann skilur eftir sig, vitni þar um. Er þar fágætt handbragð. Því miður stundaði Jón útskurðinn einungis í frístundum. Ég impraði nokkrum sinnum á því við hann að snúa sér alfarið að tréskurðinum, en hann hló jafnan við í hógværð sinni og lítillæti og sagði þetta sér eingöngu tómstundaiðju. Auk útskurðar fékkst Jón einnig nokkuð við frí- stundamálun. Það hefur alltaf verið jafnnota- legt að koma á heimili þeirra Jóns og Dúnu. Ég tel að kynni við þau hafi verið mótandi og holl og þakka hér með fyrir þau og allt það sem þau hafa fyrir mig gert. Dúnu og fjölskyldu hennar ber ég beztu kveðjur frá fjölskyldu minni. Ingimar S. Hjálmarsson. Vinur minn og frændi Jón Magnússon fluttist til Hólmavíkur frá Fagradal í Saurbæ í Dalasýslu um 11 ára aldur. Foreldrar okkar og móðurbróðir Jóns keyptu jörð- ina Kálfanes við Steingrímsfjörð, og fluttum við þessar þrjár fjöl- skyldur að Kálfanesi yfir átta til tíu sumarvikur til að heyja fyrir kindum og kúm. En öll áttum við hús á Hólmavík sem aðalbústað. Þessar vikur í Kálfanesi vorum við öll í sama húsi og það mátti segja að oft var glatt á hjalla. Samkomu- staður unga fólkins var háaloft, stór og rúmgóður staður. Ég var sú eina af unga fólkinu sem aldrei kunni vel við mig í Kálfanesi, var alltaf tilbúin að fara í sendiferðir til Hólmavíkur, en þá var aðalvanda- málið að fá lánaðan hjólhest til að geta hjólað. Jón og Finnur bróðir hans áttu hjólhesta og bróðir minn líka en svar bróður míns um láns- beiðnirnar var oftast nei, enda var hans hjól hálfónýtt en blessaður Jón sá oftast aumur á mér og lán- aði mér sitt hjól, sem var nýtt stórt hjól úr Erninum, en ég gat ekki setið á hnakknum en hjólaði sem við kölluðum á pípunni. Þessa sögu segi ég aðeins til þess að sýna hversu góður þessi drengur var mér þótt auðvitað væri honum sárt um sitt fína hjól. Svo liðu dagar og svo liðu ár og Jón fór til mennta til Reykjavíkur í gagnfræðaskóla Ágústar H. Bjarnasonar sem þótti úrvalsskóli, og bauðst honum fljótt vinna í útvarpinu svo segja mátti að hann væri alfarinn frá Hólma- vík. Ég var orðin gift kona á Hólmavík þegar ég fékk þær gleði- fregnir að Jón Magnússon og Sig- rún Sigurjónsdóttir mín elskulega æskuvinkona væru trúlofuð og auð- vitað ætluðu þau að búa í Reykja- vík. Nú fannst mér að minn tími væri kominn til að flytja búferlum í höfuðstaðinn og linnti ekki látum fyrr en ég gat komið mínum manni til að sækja um starf í Reykjavík sem hann fékk og fluttum við 1944. Síðan hefur verið stöðugur vin- skapur og samgangur á milli okkar fjölskyldna og tel ég það eitt af mínu lífsláni að hafa átt þessa vini. Og þó að við séum öll orðin gömul finnum við sárt til þegar einn fer úr hópnum. Jón hætti fljótlega vinnu við útvarpið og tók að læra húsgagnasmíði sem áreiðanlega hefur átt vel við hann því hann var afburðasmiður í því fagi og listaút- skurðarmaður og í öllu hagleiks- smiður, það sýna öll hans listaverk. Ég hef haft ómælda gleði af að sjá hans list bæði á tré og léreft á heimili hans. Elsku Dúna mín, ég samhryggist þér innilega og vona að við eigum eftir að halda fast í þann vinskap sem hefur varað svo lengi sem ég man eftir mér. Kristín Tómasdóttir. frændsystkinin tróðum upp á ýms- um fjölskyldusamkomum. Hún hafði líka gaman af handavinnu og bjó til margt sniðugt sem við og aðrir í fjöl- skyldunni fengum svo gjarnan í jóla- gjöf. Mæja var vinmörg enda opin og skemmtileg manneskja. Stoð og stytta Mæju var mamma hennar, hún Ninna, og við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til hennar. Elsku Ninna, Sigga, Dolli og fjöl- skyldur, megi Guð vera með ykkur. Guðrún Lára og Elín Birna Skarphéðinsdætur. Með nokkrum fátæklegum orðum langar okkur að minnast þín Maja mín, en orð hafa lítið að segja þegar fólk er sótt skyndilega af æðri mátt- arvöldum. En við þökkum þér fyrir allan þann tíma sem við áttum sam- an í okkar æsku og á seinni tíma. Einnig þökkum við þér fyrir þann tíma sem þú áttir með Rakel Önnu okkar. Margs er að minnast, sér- staklega þó afmælis hennar móður okkar í Þórsmörk síðasta sumar, en það var frábært að þú skyldir kom- ast með og eiga þeir Útivistarmenn heiður skilinn fyrir alla hjálpina og aðstöðuna í Básum í Þórsmörk. Við trúum því öll að nú hlaupir þú um túnin og akrana hjá Guði og skemmtir þér vel og haldir áfram að passa börnin og segja þeim sögur og syngja með þeim eins og þú gerðir með okkur. Kveðja. Óskar Ingi, Rakel Anna og Vilhjálmur. „Maja er að koma! Maja er að koma!“ Þessi orð bergmáluðu marg- rödduð á milli húsanna í Fífuselinu þegar Maja sást rölta heim til okkar. Fljótlega heyrðust hurðir skellast aftur, krakkarnir þustu út úr hús- unum í kring og skildu mæður sínar eftir með hendurnar mundaðar til að hneppa síðustu tölunni. Við Gunnar héldum bestu afmælin, því Maja stjórnaði þeim með hugmyndaflugi sínu og röggsemi. Ekki höfðu allir eigin skemmtanastjóra. En bergmálið er þagnað og Maja er horfin á braut. Úti er svört febr- úarnótt, köld, svo að snjórinn marr- ar undir skónum. Norðurljósin í eld- móð sínum dansa trylltan kuldadans. Mér er samt ekki kalt. Innra með mér brýst fram sá ylur sem ástúð og hlýja Maju hefur hlúð að í gegnum árin. Maja frænka var ein af þeim sem snerti þá djúpt sem kynntust henni. Að fá að alast upp í návist hennar voru því dýrmæt for- réttindi. Þegar við Gunnar vorum litlir var hún stóra systir sem var boðin og búin til þess að annast okk- ur. Eftir því sem við eltumst breytt- ust hlutverkin og Maja fór að treysta á okkur. Þannig vöfðust tryggðaböndin þétt er fram liðu stundir. Maja hafði afar sterkan og mót- aðan persónuleika. Hún vissi að hún gekk ekki heil til skógar en henni var síst í huga að biðjast afsökunar á sjálfri sér. Þvert á móti gerði hún þá réttmætu kröfu að við meðtækjum hana eins og aðra, með þeim kostum og göllum sem fylgja hverri mann- eskju. Maja var mjög eljusöm og dúxaði í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Það getur hver maður séð á hug- myndaríku handverki hennar sem hún var örlát á, hvort sem það var teikning, púðasaumur, perlur eða kertasteypa, svo fátt eitt sé nefnt. Nú síðast tók Maja tölvunni og Netinu opnum örmum. Ekki vantaði kappið í hana frænku mína og hún og mamma hennar náðu furðufljótt valdi á tölvunni og flakki um Netið. Hugurinn ber mann hálfa leið segir máltækið og það á svo sann- arlega við um Maju. Hún háði erf- iðari lífsbaráttu en flestir aðrir en með ofurmannlegum styrk frá mömmu sinni tókst Maju að ljúka grýttri lífsgöngu með sól í sinni og bros á vör. Nú er Maja laus úr viðjum brost- ins líkama og ég veit að hún nýtur sín núna, heil heilsu, með pabba sín- um, Óskari afa og öðrum gengnum ættingjum og vinum. Ég veit líka að Maja bíður okkar þolinmóð, tilbúin til að bregða á leik þegar stundin kemur. Karl Óskar Þráinsson. Leiði þig í hæstu heima höndin drottins kærleiks blíð. Ég vil biðja Guð að geyma góða sál um alla tíð. Öðrum stærra áttir hjarta æ þín stjarna á himni skín. Myndin geymir brosið bjarta blessuð veri minning þín. (Friðrik Steingrímsson.) Herdís Steingrímsdóttir (Dísa á Grímsstöðum). Kær vinkona mín, María Jóna Geirsdóttir, er látin, langt um aldur fram, aðeins 42 ára. Hún var dóttir hjónanna Geirs Guðlaugs Jónssonar og Signýjar Þórkötlu Óskarsdóttur. Systkini Maríu eru Sigríður Ósk og Þorkell. Ég á alveg kristaltærar minningar um þig og það er erfitt og sárt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur með okkur. Þú varst alltaf glöð og kát og reyndir alltaf að vera með, þótt þrekið og þreytan væri farin að segja til sín. Nú ert þú orðin fallegur engill á himninum, laus við allar þjáningar og þrautir og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér og taka þátt í lífi þínu. Kæra vina, ég þakka þér fyrir samfylgdina í gegnum árin og allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Friður sé með þér. Aðstandendum Maríu óska ég Guðs blessunar á þessum erfiðu tím- um. Guðbjörg, Einar og Jón Björn. Ég kynntist Maríu Jónu þegar ég fór með hóp af fötluðum í ferð til Vestmannaeyja þar sem við fórum í bátsferð út í helli þar sem spilað var á trompet lag sem Eyjamenn voru frægir fyrir. Næst fórum við í ferð til Hafnar í Hornafirði þar sem við fórum um svæðið. Ég kynntist líka mömmu hennar og Aðalsteini stjúpa hennar, þar sem þau fóru til kirkju. Seinna bjó hún í Hátúni 10, en svo fluttist hún hingað niður í Hátún 12 þar sem við vorum saman í leikhópi þar sem bæði voru fatlaðir og ófatl- aðir að leika í mörgum góðum leik- ritum svo sem Rómeó og Ingibjörgu og Allra meina bót svo einhver séu nefnd. Hún kom oft í heimsókn til okkar hingað niður á aðra hæð þegar hún kom úr mat og gátum við setið sam- an og spjallað um heima og geima. Hún stóð fast á sínu, og þegar þær Sigga systir hennar komu til okkar flugu brandarar á milli þeirra og þá var mikið hlegið. Hún sagði oft að ég væri ólaunuð hjúkrunarkona fyrir sig því ég þurfti oft að hjálpa henni í sokkana því að það gat hún ekki eftir að hún var komin í hjólastól. Við sendum Signýju mömmu hennar og systkinum og öðrum vandamönnum innilegustu samúð- arkveðjur. Kristinn Guðmundsson og Ingveldur Einarsdóttir. Elsku Maríu Jónu eða Maju lang- ar mig að kveðja í stuttri grein þó að trúlega mætti skrifa heila bók um hana eins hress og dugleg og hún var þrátt fyrir fötlun sína. Við erum búnar að þekkjast síðan hún var lítil stelpa að koma í heimsókn til mömmu sinnar og okkar hinna á Barónsborg. Það var engin logn- molla yfir henni. Röggsöm og skemmtileg var hún þegar hún var með börnunum á deildinni minni að segja þeim sögur, þau 5–6 ára gömul og hún e.t.v. 9 ára, og náði athygli þeirra ótrúlega vel með frásagnar- gleði sinni. Í leik litu þau mikið upp til hennar þa sem hún lék við þau vel og lengi og af miklum áhuga, hvort sem það var í bílaleik, í dúkkukrók, að púsla eða úti í garði, alltaf hóp- uðust börnin í kringum hana. Nú í gegnum árin höfum við hist eða ég frétt af henni hjá Fanneyju móður- systur hennar. Ferðin sem við fórum nokkur saman út í Flatey á Breiðafirði fyrir tveimur árum er ógleymanleg, ekki síst fyrir það að Maja var með og ævintýrin voru flest í kringum hana. Í ferðinni var hún svo dugleg, m.a. að leika við Rakel Önnu, litlu frænku sína, og hafa ofan af fyrir þeim báðum meðan við hin létum fara vel um okkur í sófunum í Grænagarði. Ferðasagan sem hún skrifaði í Flatey var frábær og ekki var verið að gefast upp þó að hún þyrfti að spyrja oft hvernig ætti að skrifa hin og þessi orð, bara halda áfram þar til verkinu var lokið. Þetta lýsir Maju vel. Hún gafst aldr- ei upp við að ná settu marki þó að fyrirhöfnin væri mikil. Það var nú ekkert verið að tvínóna við hlutina þegar Maja var að kenna mér á spilakassa um borð í Baldri, renndi sér í hjólastólnum til mín þótt ekki væri plássið mikið og henni fannst svo fyndið að ég hafði ekki hugmynd um hvað átti að gera við þetta apparat. Eins og ég sagði þá er af mörgu að taka því Maja var opin og áhugasöm um allt milli himins og jarðar. Margt af því sem Maja tók sér fyrir hendur var ef til vill meira af vilja en getu, en með hjálp og þrautseigju mömmu hennar og fjöl- skyldunnar var ótrúlegt það sem hún komst, þessi elska. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Við í fjölskyldu minni vottum Sig- nýju, Aðalsteini, Siggu, Jónda, Dolla og börnunum hans, Sigríði ömmu hennar og öllum þeim fjölmörgu sem þótti vænt um Maju og sakna hennar mikið, okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Maríu Jónu. Ástríður Ásbjarnardóttir. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.