Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MAÐUR heitir Ellert B. Schram, hann er mjög vandur að virðingu sinni og talar ekki við hvern sem er. Þó sótti hann fast að fara í framboð sem m.a. leiðir til þess að skoðanir hans eru til umræðu á vettvangi dagsins. Ell- ert þessi hefur ekki gengið með hauspoka síðan hann fór að langa aftur og hefur ekki svo séð sé farið í launkofa með álit sitt á mönnum og málefnum. Meðal þess sem hann hefur tjáð sig um er fátækt. Nú getur svo sem vel verið að Ell- ert þessi sé sérfræðingur í fátækt, í það minnsta talar hann eins og hann viti allt um fátækt og orsakir hennar. Honum er það mikið í mun að allir viti að hann vorkennir fátæku fólki óskaplega mikið, enda er hann í framboði og nauð- synlegt að engum dyljist sú ofur- gnægð samúðar og manngæsku sem hann af mildi sinni vill miðla öllum þeim sem erfiði og þunga eru hlaðnir. Það má heyra hvernig hann stynur, Guð ég þakka þér að ég er ekki eins og … Það sagði mér einhver að Ellert þessi væri forseti, og hefði spilað fótbolta. Það orðar auðvitað eng- inn sæmilega dannaður maður slíkt fólk við aumingjaskap. Guð ég þakka þér… Hrafnkell A. Jónsson Höfundur er héraðsskjalavörður, Fellabæ. ALMANNAVARNIR ríkisins og Landlæknisembættið skrifuðu ný- lega undir greinargerð um fyrir- komulag áfallahjálpar í skipulagi al- mannavarna. Greinargerðin fjallar annars vegar um skipulag áfalla- hjálparteyma sem vinna að gerð neyðaráætlana og hins vegar um skipulag almannavarna þegar neyð- aráætlanir eru virkjaðar. Markmiðið er að skilgreina hverjir koma að áfallahjálp og hvernig samstarfi þeirra er háttað. Þá er reynt að tengja saman skipulag áfallahjálpar sem veitt er einstaklingum eða minni hópum við það skipulag sem virkjað er vegna almannavarna- ástands. Áfallahjálp telst til heilbrigðis- þjónustu og heyrir undir stjórn landlæknis. Áfallahjálp í hópslysum og á neyðartímum fellur undir skipulag almannavarna. Ábyrgðina á skipulaginu bera í sameiningu Al- mannavarnir ríkisins, sem skipu- lagsaðili, og Landlæknisembættið, sem fagaðili. Að gerð greinargerð- arinnar komu einnig fulltrúar frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi, Rauða krossi Íslands og Biskups- stofu þar sem þessir aðilar gegna mikilvægu hlutverki varðandi áfalla- hjálp. Nauðsynlegt var að fá þeirra sjónarmið fram strax í upphafi þessarar vinnu til þess að tryggja gott skipulag sem allir væru sáttir við, þó að ábyrgðin lægi ekki hjá þeim. Orðið áfallahjálp er vandmeðfarið hugtak. Margir halda því fram að orðið hafi verið ranglega notað í þjóðfélaginu á þann hátt að talað hefur verið um áfallahjálp þegar átt er við sálræna skyndihjálp. Aðrir telja að áfallahjálp sé ekki fyrsta hjálp heldur síðari tíma úrvinnsla sem fer aldrei fram á vettvangi. Þannig hafi ekki verið rétt að nota orðið áfallahjálp í umræðunni um þá aðhlynningu sem þeir sem sluppu úr brennandi húsum á Laugavegi hér á haustdögum fengu, eða fengu ekki, heldur var átt við sálræna skyndihjálp. Hins vegar er sálræn skyndihjálp hluti af áfallahjálp, þannig að það er ekki rangt að nota orðið áfallahjálp í slíku tilfelli. Ljóst er að orðið áfallahjálp er notað í samfélaginu um alls konar sálræna aðstoð og því verður ekki viðsnúið. Þess vegna var ákveðið að aðskilja þessa tvo þætti með því að skil- greina 1. stigs áfallahjálp annars vegar og 2. stigs áfallahjálp hins vegar. Fyrsta stigið er veitt af þeim sem hafa öðlast tilskilda þekkingu með þátttöku í námskeiðum og snýst fyrst og fremst um sálræna skyndihjálp, fræðslu og upplýsing- ar. Annars stigs hjálpin er veitt af þeim heilbrigðisstarfsmönnum og prestum sem hafa sértæka mennt- um og þjálfun og felur í sér úr- vinnslu, eftirfylgd og stuðning. Landlæknisembættið skilgreinir hver sú sértæka menntun skal vera og hvaða hópar geti aflað sér henn- ar, aðrir en heilbrigðisstarfsmenn og prestar. Skipulagið felst m.a. í því að setja á fót áfallahjálparteymi undir stjórn heilbrigðisstofnana í samráði við Landlæknisembættið. Teymin verða mynduð með fulltrúum ýmissa fag- aðila; læknum, hjúkrunarfræðing- um, prestum, kennurum, félagsráð- gjöfum, sálfræðingum, Rauða krossfólki og fleirum. Gert er ráð fyrir 8–10 teymum til að byrja með sem verða á ýmsum heilbrigðis- stofnunum á landinu. Þessum teym- um er ætlað að vinna að gerð áætl- ana varðandi verklag við minni áföll og stærri. Greinargerðin tekur á því hvernig þessi teymi tengjast skipu- lagi almannavarna þegar það er virkjað, en fulltrúi heilbrigðisþjón- ustunnar í almannavarnanefnd er tengiliður nefndarinnar við teymið og fer jafnframt með stjórn á fram- kvæmd áfallahjálpar á hættu- eða neyðartímum. Vinnan sem liggur að baki þessa skipulags byggist að miklu leyti á reynslu frá snjóflóðunum á Súðavík og Flateyri, árið 1995, og svo jarð- skjálftunum á Suðurlandi, árið 2000. Þetta skipulag mun verða til að bæta þjónustu í áfallahjálp til al- mennings, bæði með því að auka samstarf á milli þeirra sem veita slíka hjálp og gera samskiptaleiðir skýrari. Hægt er að nálgast grein- argerðina á vefsíðum Almannavarna ríkisins (almannavarnir.is) og Land- læknisembættis (landlaeknir.is). Áfallahjálp í skipulagi almannavarna Eftir Sigurð Guðmundsson og Sólveigu Þorvaldsdóttur „Þetta skipulag mun verða til að bæta þjón- ustu í áfallahjálp til almennings.“ Sigurður er landlæknir og Sólveig er framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins. Sólveig Þorvaldsdóttir Sigurður Guðmundsson UNDIR lok októbermánaðar 2002 voru fluttar í útvarpinu frétt- ir af réttindamálum starfsmanna flugfélagsins Atlanta. Mig langar að upplýsa hvernig réttinda- og kjaramálum flugliða félagsins er- lendis hefur verið háttað og gera grein fyrir því hvernig þungun mín olli starfslokum mínum hjá fyr- irtækinu eftir tæpra sjö ára störf. Flugfélagið Atlanta sinnir leigu- flugi, allt frá leigu ómannaðra flugvéla upp í langtímasamninga þar sem félagið leggur til alla þjónustu. þ.e.a.s flugvélar með áhöfnum og öllum rekstri. Félagið selur þjónustu sína víða um heim, ásamt því að sinna leiguflugi milli Íslands og áfangastaða erlendis, sem þó er lítill hluti starfseminnar. Íslenskir flugliðar starfandi er- lendis fá greidda tiltekna upphæð fyrir hvern dvalardag fjarri heima- landi. Greiðslan, sem er hvoru- tveggja laun og dagpeningar, er greidd í gegnum erlenda áhafna- leigu, Air Crew Executive, (ACE) að nafni, með aðsetur á Vestur- Samóaeyjum. Á pappírum eru flugliðar sem starfa hjá Atlanta erlendis því ekki starfsmenn ís- lensks flugfélags heldur áhafna- leigu í Kyrrahafi. Launagreiðand- inn, ACE, greiðir engin launatengd gjöld á Íslandi og flug- liðar í vélum Atlanta geta tæpast talið fram sem verktakar. Starfandi flugliðar hjá Atlanta/ ACE erlendis eru ekki í verkalýðs- félagi og enginn aðili óháður fyr- irtækinu sem gætir hagsmuna þeirra vegna vafaatriða varðandi hvíldarákvæði, vinnuskyldu, að- búnað og fleira. Orlofsréttur er enginn. Áhafnaleigan ACE hefur ekki átt hlut að máli við ráðningu nokkurs íslensks flugliða, mér vit- anlega, heldur gegnir einvörðungu hlutverki launagreiðanda. Flugélagið ákvarðar launataxta einhliða og tekur mið af stöðu við- komandi starfsmanns og þjóðerni. Venjuleg byrjunarlaun íslensks flugliða er ég hóf störf árið 1995 voru 65 dollarar á dag og hækkuðu um 10 dollara á sex mánaða fresti uns 95 dollara hámarki var náð. Þegar ég tók við yfirmannsstöðu um borð árið 1999 voru byrjunar- laun fyrir starf fyrstu freyju 100 dollarar á dag. Félagið sér starfsfólki fyrir hús- næði þegar það er við störf erlend- is og flutningi í og úr vinnu. Starfsmenn Atlanta/ACE eru sjúkra- og slysatryggðir við vinnu, þó með undanþáguatkvæðum er útiloka öll veikindi tengd æxlunar- færunum og HIV-smiti. Árið 1999 var stofnað félag þeirra flugliða sem starfa á Ís- landi. Sú fyrirætlun var aldrei kynnt fyrir starfsfólki Atlanta í út- löndum né þeim boðið að taka þar þátt. Í ársbyrjun 2000 stofnaði Atl- anta systurfélagið Air Atlanta Spain. Atlanta lagði fram einhliða ráðningasamning sem spænskum flugliðum var gert að undirrita. Hópur íslenskra flugliða, um 15 manns, átti fund með fulltrúum Flugfélagsins Atlanta varðandi kjör þeirra, töldu þeir spænska samninginn rýra þau verulega og fyrst sambærileg kjör og flugliðar félagsins nutu á Íslandi komu ekki til greina, kusu þeir að halda áfram á ACE-kjörum Ég hafði búið í 3 ár með eig- inmanni mínum í Madrid á vegum Atlanta þegar ég varð ófrísk. Fram að þessu hafði þunguðum flugfreyjum félagsins erlendis ver- ið gert að hætta að fljúga þegar ástand þeirra varð kunnugt. Fyrst heilsa mín var í fullkomnu lagi og ég hélt ekki heimili á Ís- landi leitaði ég allra leiða til að fá að vera áfram á Spáni. Ég fór þess á leit að fá að halda áfram að fljúga eins lengi og hægt væri og fá síðan vinnu á skrifstofunni í Madrid þar til barnið fæddist. Síð- an ætlaði ég að taka 2–3 mánaða launalaust barnsburðarleyfi og koma þá aftur til fyrri starfa. Það er skemmst frá því að segja að ég fékk að fljúga fram á sjötta mánuð, varð síðan að leysa upp heimili mitt og fékk vinnu á við- haldsdeild Atlanta á Íslandi í ágúst 2001. Eftir atburðina 11. september 2001, var starfsstöðin í Madrid lögð niður og ég því at- vinnu- og réttindalaus. Félagið féllst á að borga mér fæðingar- styrk í sex mánuði, sem síðar reyndust aðeins fjórir. Aldrei, alla meðgönguna, hafði nokkur yfir- manna minna, hvorki á Spáni né Íslandi, samband við mig að fyrra bragði og aldrei kom til tals að ég fengi að undirrita nokkurn samn- ing, hvorki íslenskan né spænskan, sem tryggði mér einhver réttindi. Uppgangur flugfélagsins Atl- anta er vissulega ævintýralegur, en á bak við þetta ævintýri liggur vinna og framlag hundraða ein- staklinga sem hafa lagt mikið á sig til þess að vegur fyrirtækisins yrði sem mestur. Starfsmenn fyrirtæk- isins hafa flestir staðið frammi fyr- ir því að það veltur á þeim að koma vélunum í loftið, klára flugið og standa við gerða samninga. Þar hafa líka töfrar starfsins legið. Starfsmenn flugfélagsins Atlanta eru ósjaldan gerðir ábyrgir fyrir velgengni fyrirtækisins og að sama skapi ætti það að sýna ábyrgð gagnvart þeim, en þar hefur oft orðið misbrestur á. Þetta er bæði gömul saga og ný, en vert er að árétta það að við höf- um ekki bara lagalegum skyldum að gegna sem þegnar í mannlegu samfélagi, heldur einnig siðferð- islegum skyldum og þar reynir fyrst á raunverulegan styrk okkar. Um starfsmannamál hjá Atlanta Eftir Sigríði Guðmundsdóttur „Á bak við ævintýrið liggur vinna og framlag hundraða einstaklinga …“ Höfundur er fyrrverandi flugfreyja. Í ÞRIÐJA sinn á sex árum hafa íslenskir matreiðslumeistarar tek- ið þátt í einni virtustu matreiðslu- keppni heimsins Bucuse D’or í Lyon í Frakklandi. Matreiðslu- keppni þessi vekur athygli mat- gæðinga um meginhluta hins vest- ræna heims. Oft eru þeir matreiðslumeistar- ar sem skara framúr keyptir til virtra veitingahúsa, þannig var t.d. með Hákon Má Örvarsson sem lenti í þriðja sæti í keppninni fyrir tveimur árum, en keppnin er haldin annað hvert ár. Hann var þegar keyptur á virtan veitinga- stað í Lúxemborg. Sturla Birg- isson ruddi brautina á sínum tíma með aðstoð sinna góðu félaga úr Klúbbi matreiðslumeistara og nú keppti Björgvin Mýrdal í keppn- inni og náði mjög góðum árangri. Ég þreytist einnig aldrei á að benda á frábæran árangur ís- lenskra kjötiðnaðarmeistara sem einnig hafa unnið til fjölda verð- launa í útlöndum eins og mat- reiðslumeistarar. Við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hve ein- stakt hráefni við eigum í íslensk- um matvælum. Okkar sérstaða felst í fiskinum og ekki síður í lambakjötinu sem er einstakt í heiminum. Ég gleðst þó yfir því að útflutn- ingsráð og sjávarútvegsráðherra eru að kveikja á mikilvægi þess- arar keppni. Við eigum nefnilega möguleika á að íslenskt sjávarfang verði í aðalrétt í keppninni 2005. Þess vegna er nauðsynlegt að grípa þau tækifæri sem gefast til þess að koma íslenskum afurðum í keppni sem þessa. Ég syrgi enn að við skyldum ekki nýta mögu- leikann á að koma íslensku lamba- kjöti inn í keppnina fyrir tveimur árum. Frændur okkar Norðmenn hafa fyrir löngu áttað sig á mik- ilvægi á markaðssetningar norskr- ar vöru gegnum þessa keppni. Markaðssetning á íslenskum af- urðum er auðvitað erfið þar sem hinn vestræni heimur er troðfullur af góðum mat. Hins vegar megum við aldrei gefast upp. Ég er alltaf sannfærður í hjarta mínu um ágæti og sérstöðu íslensks lamba- kjöts. Það er ánægjulegt að hreyf- ing er á sölu þess í Bandaríkjunum og einnig á Norðurlöndum. En betur má ef duga skal. Það er til fullt af fólki í hinum vestræna heimi sem sífellt er að leita að einhverju nýju. Vínsmökk- un er að verða listgrein þar sem menn smjatta á vínum og finna hið ólíklegasta bragð. Þetta sama fólk er oft matgæðingar. T.d. keyrir fólk mörg hundruð kílómetra til þess að borða á veitingastað Bo- cuse D’or. Hann er m.a. þekktur fyrir tæra og góða súpu sem seld er á yfir 3.000 kr. diskurinn. Við vitum einnig um veitingastaði á Ís- landi sem hafa slegið í gegn. Það er t.d. gaman að fylgjast með veit- ingarekstri á Stokkseyri þar sem veitingastaðurinn við Fjöruborðið hefur slegið í gegn. Framleiðendur matvöru á Íslandi verða að gera sér grein fyrir að kjötiðnaðarmenn og matreiðslumeistarar eru nýir sendiherrar Íslands á erlendri grund og eru best til þess fallnir að kynna íslenskar matvörur. Íslenskt hráefni til matargerðar? Eftir Ísólf Gylfa Pálmason „Kjötiðn- aðarmenn og mat- reiðslu- meistarar eru nýir sendiherrar Íslands.“ Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.