Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 9
Þri. 18/2: Fylltar paprikur og klikkuð
hvítlauksjarðepli m. fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Mið. 19/2: Rauðrófupottréttur himneskur
og sívinsæll m. fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Fim. 20/2: Ítalskt ratatoui, pestó og annað
gott m. fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Fös. 21/2: Stirfry grænmeti og engifersósa
m. fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Helgin 22/2 og 23/2: Afrískur og cous cous.
Mán. 24/2: Grænmetisbaka
m. himnesku salati
Matseðill
www.graennkostur.is
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán. - fös. kl. 10-18
LAGERÚTSALA
50-90% afsláttur
Rýmum fyrir nýjum vörum
sérverslun. Sérhönnun st. 42-56
Mikið úrval af bómullar-
og hörfatnaði
Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347
Ertu að fara í sólina?
Fataprýði
Bankastræti 14, sími 552 1555
Gallafatnaður og úrval
af peysum frá
CELLULAR MOISTURIZER • SPF 15
THE SMART CREAM
FANGAÐU ORKUNA
Kringlunni 8-12, sími 533 4533
Laugavegi 23, sími 511 4533
Smáralind, sími 554 3690
10% kynningarafsláttur og fallegur kaupauki
3 KYNNINGAR
Í dag þri. 18. feb. HYGEA Laugavegi
Miðvikud. 19. feb. HYGEA Kringlunni
Fimmtud. 20. feb. HYGEA Smáralind
Glæsilegur
fatnaður
frá Ítalíu
Ítölsk hönnun og handbragð
eins og það gerist best
FJÖLMENNI var á fundi bænda og
annarra landeigenda að Hofgarði í
Öræfum á laugardag, um 100 manns,
þar sem þjóðlendumál voru til um-
fjöllunar. Einn aðstandenda fundar-
ins, Örn Bergsson á Hofi í Öræfum,
segist í samtali við Morgunblaðið
sjaldan hafa fundið fyrir jafn mikilli
samstöðu og ríkti á fundinum. Áfram
verði haldið baráttu fyrir því að
einkaeignarréttur bænda á þinglýst-
um jörðum verði viðurkenndur og
kröfugerð ríkisins hrundið. Örn von-
ast til að þetta verði helsta kosninga-
málið í vor. Óbyggðanefnd hefur nú
til meðferðar þjóðlendumörk í V-
Skaftafellssýslu og Rangárvalla-
sýslu og hefur lokið aðalmeðferð
vegna sveitarfélagsins Hornafjarðar
í A-Skaftafellssýslu.
Frummælendur voru lögmennirn-
ir Ragnar Aðalsteinsson og Sigurður
Líndal, Gunnar Sæmundsson, vara-
formaður Bændasamtakanna, og
Reynir Sigursteinsson bóndi,
Rauðabergi. Að lokinni framsögu
þeirra fóru fram umræður sem Örn
segir að hafi verið mjög líflegar.
„Menn eru einarðir í að halda bar-
áttunni áfram. Við teljum að þarna
sé verið að ráðast á einkaeignarrétt
landeigenda sem er lögvarinn í
stjórnarskrá Íslands og að þarna fari
kröfugerð fjármálaráðherra algjör-
lega úr böndunum. Þetta er ekki í
takt við það sem þjóðlendulögunum
var ætlað. Hið merkilega er að þing-
mennirnir viðurkenna þetta en ekk-
ert gerist. Það var að okkar mati
aldrei ætlunin að þjóðlendur næðu
inn á þinglýstar eignir bænda,“ segir
Örn og tekur sem dæmi að í sumum
tilvikum nái kröfur ríkisins inn á 90%
hluta af þinglýstum jarðeignum
bænda. „Ef þessu verður ekki breytt
á komandi vikum þá munu menn
hugsa stjórnarflokkunum þegjandi
þörfina í komandi kosningum. Við
munum krefja stjórnvöld svara, þau
eru þarna á hálum ís, og þetta snert-
ir í raun ekki bara landeigendur.
Þetta snýst um að verja friðhelgar
eignir fyrir öðrum.“
Segir jarðir falla í verði
Örn segir málið þegar farið að
valda bændum og landeigendum
tjóni í viðskiptum með jarðir. Þær
séu að falla í verði og sala erfið í þeim
tilvikum þar sem ríkið hefur gert
stóra kröfu til þjóðlendna.
Að sögn Arnar kom það m.a. fram
í máli Sigurðar Líndal lagaprófess-
ors að þjóðlendulögin væru óþörf.
Framkvæmd laganna orkaði tvímæl-
is og vafasamt að hún stæðist stjórn-
arskrána. Örn segir Ragnar Aðal-
steinsson hafa tekið dýpra í árinni og
skýlaust sagt þjóðlendulögin vera
brot á stjórnarskránni. Gunnar Sæ-
mundsson rakti gang þjóðlendu-
málsins og lýsti yfir eindregnum
stuðningi Bændasamtakanna við
baráttu landeigenda. Reynir Sigur-
steinsson bóndi viðraði sínar skoð-
anir til málsins en hann á nokkrar
samliggjandi jarðir í Öræfum, þar
sem ríkið hefur gert kröfu um þjóð-
lendu inn á allt að 90% af þinglýstu
landi í hans eigu.
Ráðherrar og þingmenn voru sér-
staklega boðnir velkomnir á fundinn
en Örn segir aðeins einn úr þeim
hópi hafa mætt, Kristján Pálsson úr
Sjálfstæðisflokki. Nokkrir hafi boð-
að forföll en til viðbótar mættu þrír
þingframbjóðendur; Kolbeinn Ótt-
arsson Proppé frá Vinstri grænum,
Magnús Þór Hafsteinsson frá
Frjálslynda flokknum og Önundur
Björnsson, Samfylkingunni.
„Við erum óhressir með að þing-
menn skuli sýna okkur þetta tóm-
læti, sérstaklega þingmenn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks,“
segir Örn.
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Fundurinn í Hofgarði um þjóðlendumálin var fjölmennur og umræður líflegar að loknum framsöguerindum.
Mikil samstaða á bændafundi í Öræfum um þjóðlendumál
Áfram barist fyrir viður-
kenningu þinglýstra eigna
HÆSTIRÉTTUR hefur hnekkt
dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess
efnis að Rafey ehf. og Sjóvá-Almenn-
ar skyldu greiða konu 1,9 milljónir
kr. í bætur vegna meiðsla sem hún
hlaut í bílslysi haustið 1998. Í málinu
var deilt um hvort gera ætti upp
bætur fyrir varanlega örorku kon-
unnar á grunni 5.–7. gr. eða 8. gr.
skaðabótalaga nr. 50/1993, eins og
þessar greinar voru áður en þeim
var breytt með lögum nr. 37/1999.
Hafði konan, sem þá var 21 árs,
nýlega hafið nám í tannsmíðum þeg-
ar hún lenti í slysinu, en við það hlaut
hún varanlegan miska og varanlega
örorku. Með skírskotun til fyrri
dóma Hæstaréttar í málum þar sem
námsmenn voru ungir að árum og
skammt á veg komnir í námi sínu
þegar tjónsatvik urðu var niðurstaða
Hæstaréttar að við uppgjör á bótum
fyrir varanlega örorku skyldi farið
eftir reglu 8. gr. skaðabótalaga.
Ágreiningslaust var í málinu að
fyrirtækið og tryggingafélagið bæru
fébótaábyrgð gagnvart konunni
vegna slyssins. Sammæltust málsað-
ilar um aðrar bætur en örorkubætur
og fékk hún tæpar 1,2 milljónir vorið
2000. Dæmdi Héraðsdómur Reykja-
víkur henni rúmlega 1,9 milljónir í
örorkubætur 23. maí 2002 en þeim
dómi var hnekkt í Hæstarétti sem
áður gat og tryggingafélagið og fyr-
irtækið sýknað af kröfum konunnar.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Gunnlaugur Claessen, Árni
Kolbeinsson og Ingibjörg Bene-
diktsdóttir. Lögmaður konunnar var
Stefán Geir Þórisson hrl. og lögmað-
ur Rafeyjar og Sjóvár-Almennra
Ingvar Sveinbjörnsson hrl.
Sýknuð af 1,9 milljóna kr. skaða-
bótakröfu konu vegna bílslyss
fyrirtaeki.is