Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 25 FYRRVERANDI borgarstjóri og svokallaður talsmaður Samfylk- ingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur greinilega ákveðið að meginuppistaðan í framlagi hennar til kosningabar- áttunnar verði persónulegar árásir á forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, Davíð Odds- son. Í ræðu hennar á flokksþingi Samfylkingarinnar í Borgarnesi nýlega kom fátt fram sem varpað gæti ljósi á stefnu hennar eða Samfylkingarinnar í mikilvægum þjóðfélagsmálum. Í raun má líkja málflutningi Ingibjargar við stjórnmálaumræðuna eins og hún var fyrir nokkrum áratugum þegar hatrammar persónulegar árásir og pólitískt „skítkast“ einkenndu þjóðfélagsumræðuna. Hver er trúverðugur? Davíð Oddsson hefur verið for- sætisráðherra í tæp 12 ár og undir hans forystu hefur þjóðfélagið tek- ið stakkaskiptum í átt til frjáls- ræðis á öllum sviðum, skattar á fólk og fyrirtæki lækkaðir og efna- hagur þjóðarinnar stórbatnað. Jafnframt hefur verulega verið dregið úr afskiptum stjórnmála- manna af atvinnulífinu og gagnsæi opinberrar stjórnsýslu aukið. Þeg- ar Davíð var borgarstjóri 1982– 1991 var undir hans forystu gert stórátak í því að byggja hjúkr- unarheimili og leiguíbúðir fyrir aldraða. Einnig voru byggðar átta félags- og þjónustumiðstöðvar fyr- ir eldri borgara. Engin slík hefur verið byggð í tíð R-listans. Ferill Davíðs, bæði sem borg- arstjóra og forsætisráðherra, sýnir stefnufestu og áræði. Ferillinn sýnir einnig að kosningaloforðum hans fylgja athafnir. Ingibjörg getur síðan gert það upp við sína samvisku hvort hennar ferill sem borgarstjóri gefi tilefni til sömu einkunnar. Vissulega hefur ýmis- legt verið vel gert í borgarmálum á undanförnum árum, t.d. einsetn- ing grunnskólans, virkjanafram- kvæmdir á Nesjavöllum og fram- hald áætlunar sjálfstæðismanna um hreinsun strandlengjunnar, að vísu með því að leggja sérstakt holræsagjald á borgarbúa. Á hinn bóginn hefur hrikaleg skuldasöfn- un borgarinnar, úrræðaleysið í skipulags- og lóðamálum, hringl- andaháttur og máttlitlar aðgerðir í miðborgarmálum, útþensla stjórn- sýslunnar og litlar framkvæmdir bygginga í þágu aldraðra haft al- varleg áhrif á stöðu, styrkleika og þjónustu borgarinnar. Kominn tími til að skipta? Andstæðingar Davíðs halda því óspart fram að nú sé kominn tími til að skipta. Þetta er gamalt her- bragð og alþekkt í stjórnmálabar- áttunni þegar engu öðru er til að dreifa. Er þá ekki allt eins hægt að halda því fram að það sé kom- inn tími fyrir Ingibjörgu að hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þar sem hún hefur verið meira og minna þátttakandi í þeim frá 1982? Hversu langan tíma einstaka stjórnmálamenn hafa starfað skiptir engu máli heldur miklu fremur hvernig þeir standa sig. Miklu fremur mætti halda því fram að stjórnmálamaður sem starfað hefur í t.d. fjögur ár ætti að hætta ef hann hefur ekki staðið sig vel. Er til dæmis líklegt að ein- hver héldi því fram að fengsæll skipstjóri sem verið hefur afla- kóngur í 12 ár ætti að taka pokann sinn eingöngu vegna þess að hann væri búinn að vera svo lengi afla- kóngur? Hverjum kæmi slíkt til hugar? Um hvað snúast stjórnmál? Stjórnmál snúast um trúverðug- leika. Þau snúast um vilja og getu stjórnmálamanna til að bæta lífs- kjör þjóðarinnar, lífsgæði og bú- setuskilyrði. Þau snúast einnig um það, að stjórnmálamenn standi við orð sín, að orðum fylgi athafnir. Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þarf ekki að kvíða dómi lands- manna þegar ferill hans sem borg- arstjóri og forsætisráðherra er brotinn til mergjar. Davíð og Ingibjörg Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson „Stjórnmál snúast um trúverðug- leika. “ Höfundur er borgarfulltrúi. Gríska perlan Heimsferðir bjóða nú í fyrsta sinn beint flug vikulega til Rhodos, þessarar perlu gríska eyjahafsins, sem margir telja fegurstu eyju Grikklands. Á Rhodos upplifir þú þrjú þúsund ára gamla sögu á einum sólríkasta stað í heimi, því hér eru yfir 300 sólardagar á ári, frábært loftslag og einhverjar bestu aðstæður fyrir ferðamanninn sem þú finnur í Grikklandi. Hér getur þú valið um góðar sólríkar strendur, glæsilega gististaði, úrval veitinga- og skemmtistaða og fjölda spennandi kynnisferða með fararstjórum Heimsferða á meðan á dvölinni stendur. Bókaðu til Rhodos og tryggðu þér 32.000 kr. afslátt af ferðinni Beint flug í allt sumar Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 57.365 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 24. júní, Caravel, í 2 vikur. Skattar innifaldir. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 72.950 M.v. 2 í íbúð, 2 vikur, Caravel með 8.000 kr. afslætti, 24. júní. Skattar innifaldir. Lægsta verðið í sólina Lægsta verðið til Grikklands ÖÐRU hverju gýs upp umræða um „læknadóp“ eða svokölluð ávana- og fíknilyf og er þá gert mikið úr meintri misnotkun sterkra verkja- lyfja, kvíða- og svefnlyfja. Í gúrkut- íðinni á síðastliðnu sumri endurtók sagan sig með þeim afleiðingum að heilbrigðisráðherra skipaði stýrihóp með fulltrúum Tryggingastofnunar, Lyfjastofnunar og landlæknisembætt- isins til að meta þarfir þeirra fyrir upplýsingar. Í framhaldi af því var samið lagafrumvarp um lyfjagagna- grunna, sem nú liggur fyrir alþingi. Með þessu er verið að nota óverulegt vandamál sem átyllu til að ryðjast inn í einkalíf fólks og hugsanlega að fara aftan að þeim, sem hafa sagt sig úr miðlægum gagnagrunni á heilbrigð- issviði. Annar þessara lyfjagagnagrunna á að vera með persónugreinanlegum upplýsingum. Aðgang að honum hafa starfsmenn ofangreindra stofnana til þess að 1) koma í veg fyrir misnotkun ávana- og fíknilyfja og færa sönnur á ætlaða ólögmæta háttsemi og 2) til að greina og skoða tilurð lyfjaávísana al- mennt með tilliti til lyfjakostnaðar og endurgreiðslu einstaklinga. Takmarkanir á lyfjaávísunum Ávísanir á kvíða- og svefnlyf eru nú þegar háðar takmörkunum. Að- eins má ávísa takmörkuðu magni í hvert skipti og framvísa verður lyf- seðli. Ekki má nota símaávísun. Ávís- að magn af kvíða- og svefnlyfjum ut- an sjúkrahúsa hefur minnkað verulega á síðustu 20 árum og allt bendir til að misnotkun þessara lyfja sé mjög lítil, enda fyrst og fremst eldra fólk, sem notar lyfin, fólk sem komið er yfir hættuna á vímusjúk- dómum. Ávísanir á sterk verkjalyf eru nú þegar eftirritunarskyldar og því auð- velt að fylgjast með hugsanlegri mis- notkun þeirra. Sala sterkra verkja- lyfja hefur aukist mjög mikið á síðustu 10 árum, e.t.v. vegna þess að fólk með mikla verki vegna sjúkdóma lifir lengur og vegna þess að læknar geta betur en áður linað þjáningar þessara sjúklinga með lyfjum. Einnig verður að hafa í huga að ákveðna teg- und slíkra lyfja er hægt að kaupa í smáskömmtum í handkaupi. Ekki er hægt að fylgjast með kaupum ein- staklinga á slíkum lyfjum frekar en áfengiskaupum. Rétt er að hafa í huga að sennilega er mikið af sölu sterku verkjalyfjanna til sjúkrahúsa. Munurinn á ávísuðu magni kvíða- og svefnlyfja til sjúk- linga utan sjúkrastofnana og sölutöl- um þessara lyfja bendir til að þau séu í verulegum mæli notuð á sjúkra- stofnunum. Þær takmarkanir sem nú þegar eru á ávísunum á kvíða- og svefnlyf hafa dugað til að draga úr ávísuðu magni utan sjúkrahúsa. Ekki er lík- legt að tilkoma persónugreinanlegs gagnagrunns, sem fjöldi manns hefur aðgang að, verði til að koma í veg fyr- ir hugsanlega misnotkun. Eftirritun- arskyldan sem er á ávísunum fyrir sterk verkjalyf ætti að duga til eft- irlits og til að koma í veg fyrir mis- notkun þeirra ef menn vilja nota hana. Tilurð lyfjaávísana og kostnaður Samkvæmt núgildandi lyfjalögum er lyfsölum skylt að afhenda Trygg- ingastofnun ríkisins rafrænar upplýs- ingar um afgreiðslu lyfja hvort sem hún tekur þátt í greiðslu þeirra eða ekki. Það er í sjálfu sér umhugsunar- efni hvort stofnuninni koma við upp- lýsingar um lyfjaávísanir sem hún greiðir ekkert fyrir. Lyfjagagna- grunnur stofnunarinnar hefur lítið verið notaður svo vitað sé þar til nú nýlega að heilbrigðisráðherra notaði upplýsingar úr honum til að svara fyrirspurn á alþingi um magn ávís- aðra geðlyfja eftir kyni og aldri not- enda. Þetta eru mjög gagnlegar upp- lýsingar. Þeir sem fást við heilbrigðisþjónusturannsóknir vilja auðvitað vita meira, svo sem hve margir notendurnir séu, hvaða lækna- hópar ávísi tilteknum lyfjum og hvers vegna. Slíka vitneskju er hægt að fá með vel skilgreindum rannsóknar- verkefnum að fengnu leyfi Persónu- verndar, en ekki með gagnagrunnum sem raska einkalífi fólks að óþörfu. Það er með öllu ótækt að mikið af lyfjasögu þjóðarinnar liggi í einhverj- um stofnunum, sem stjórnmálamönn- um gæti dottið í hug að einkavæða og selja með gögnum og gæðum. Áfengisgagnagrunnur Fyrir allmörgum árum skrifuðu tveir fremstu félagsvísindamenn á Norðurlöndum á sviði vímuefnarann- sókna bók, sem þeir nefndu „Góði óvinurinn“. Bókin fjallaði aðallega um notkun ólöglegra vímuefna og hvern- ig athyglinni væri beint að henni til þess að draga hana frá aðalóvininum, áfengismisnotkuninni. Nú er „besti óvinurinn“ fundinn, lyfseðilsskyld lyf, sem einstöku sinnum eru misnotuð, helst af þeim sem eiga við áfeng- isvandamál að stríða. Þennan „óvin“ á að nota sem átyllu til að skrá lyfja- sögu allrar þjóðarinnar og hafa hana persónugreinanlega fyrir þrjár opin- berar stofnanir. Áfengissala og áfengisvandamál hafa stóraukist á sama tíma og sala róandi lyfja hefur minnkað. Er ástæða til að flytja frumvarp um per- sónugreinanlegan áfengisgagnagrunn sem ríkislögreglustjóri og væntanleg lýðheilsustofnun hefðu aðgang að? Besti óvinurinn Eftir Tómas Helgason „Þennan „óvin“ á að nota sem átyllu til að skrá lyfja- sögu allrar þjóðarinnar og hafa hana persónu- greinanlega fyrir þrjár opinberar stofnanir.“ Höfundur er prófessor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.