Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson segir að eignarhaldsfélagið Samson ætli að eiga hlut sinn í Landsbank- anum í 4–5 ár. Að þeim tíma liðnum hyggist félagið selja hlut sinn smám saman til innlendra lífeyrissjóða og fjárfesta. Þetta kom fram á kynn- ingarfundi Landsbankans fyrir er- lenda fjárfesta í London í gær. Björgólfur sagði að Samson hefði þó í hyggju að eiga um 10% í bank- anum til frambúðar. „Við teljum okkur gegna mjög mikilvægu hlut- verki innan bankans. Við skiptum okkur ekki af almennum rekstri, en við reynum að koma auga á tæki- færi og styðja stjórn bankans eins og við getum.“ Stór hluthafi bankanum í hag Hann segir að Samson telji bank- ann augljóslega hafa hag af því að fá stóran minnihlutaeiganda. „Þannig verður auðveldara en ella að koma þeim breytingum af stað sem nauðsynlegar eru og fram- kvæma þær eins fljótt og auðið er. Við teljum að við getum aðstoðað stjórnina við að ná markmiðum sín- um, sem okkur líst afar vel á. Þá vonumst við til þess að geta fært bankanum tækifæri úr viðskiptalíf- inu,“ segir Björgólfur Thor. Hann segist telja að æskilegt sé að bankinn sé í dreifðari eignarað- ild en raunin er nú. „Við munum smám saman minnka eignaraðild okkar að fjórum til fimm árum liðn- um og þá einkum selja til íslenskra lífeyrissjóða og fjárfesta. Þó mun- um við eiga um 10% hlut í bank- anum áfram,“ segir hann, „Lands- bankinn er eitt virtasta fyrirtæki í landinu og við teljum að hlutur í honum sé mjög góð langtíma fjár- festing.“ Efnahagslífið hér á landi sterkt Geir H. Haarde fjármálaráðherra hélt erindi á fundinum, þar sem hann kynnti efnahagsumhverfið á Íslandi og einkavæðingu síðustu ára, með áherslu á einkavæðingu fjármálafyrirtækja. Geir sagði að efnahagslífið á Íslandi væri sterkt um þessar mundir. „Þetta má að hluta þakka tryggri stjórn ríkisfjár- mála og peningamála síðastliðin ár, auk þess sem þetta er bein afleið- ing grundvallarbreytinga í átt að auknu viðskiptafrelsi, afnámi reglu- gerða og einkavæðingar,“ sagði Geir. Geir rakti hvernig gríðarlegar breytingar hefðu orðið síðustu tólf ár. „Ég minnist aðeins á nokkrar þeirra: Skattar hafa verið lækkaðir umtalsvert, sérstaklega á fyrirtæki, frelsi hefur verið aukið á fjármála- mörkuðum, til að auka möguleika á flæði fjármagns. Lífeyrissjóðakerfið hefur verið endurskipulagt, með það að markmiði að styrkja stöðu sjóðanna og þar með lífeyrisþega í framtíðinni, og tekið hefur verið upp verðbólgumarkmið hjá Seðla- bankanum,“ sagði Geir. Hann sagði þessar aðgerðir hafa styrkt atvinnulíf og fjármálamark- aði á Íslandi. „Þær hafa leitt til þess að framleiðni hefur aukist og hagvöxtur hefur verið hærri á Ís- landi en flestum nágrannlöndum síðastliðin ár. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa aukist um ríflega þriðjung frá árinu 1994.“ Áhersla á grunnreksturinn Halldór J. Kristjánsson kynnti niðurstöður uppgjörs Landsbank- ans fyrir árið 2002 og fór svo yfir nýjar áherslur og framtíðarsýn bankans. Hann sagði að árið 2002 hefði einkennst af tilfæringum, í kjölfar mikils vaxtar hjá Lands- bankanum árin áður. Áhersla hefði verið lögð á grunnrekstur bankans, þjónustu við hinn almenna við- skiptavin. Innlán hefðu aukist, hag- rætt hefði verið í útibúanetinu og breytingar hefðu verið gerðar á eignaumsýslu og verðbréfasjóðum bankans. Þá hafi verið seld eign í Vátryggingarfélagi Íslands og stjórn bankans ákveðið að leggja aukna áherslu á líftryggingastarf- semi og fjármögnunarstarfsemi. „Kaup okkar á SP Fjármögnun voru til merkis um það,“ sagði Hall- dór. Hann sagði að ákveðið hefði verið að markmið bankans í fram- tíðinni yrðu 13–15% arðsemi eigin fjár, og að lækka kostnað niður fyr- ir 60%, sem hlutfall af tekjum. Áhersla skyldi áfram lögð á útibúa- starfsemina; útibúum skyldi ekki fækkað, en rekstur þeirra gerður hagkvæmari. Björgólfur Thor Björgólfsson á kynningarfundi Landsbanka Íslands í London í gær London. Morgunblaðið. Stór hlutur í bankanum seldur innan fárra ára SPARISJÓÐUR Mýrasýslu, stærsti stofnfjáreigandi Sparisjóðs Siglu- fjarðar, hefur gert öðrum stofnfjár- eigendum Sparisjóðs Siglufjarðar tilboð í þeirra stofnfé, en Sparisjóður Siglufjarðar er elsta peningastofnun landsins. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu, segir að sparisjóðurinn eigi 40% stofnfjár í Sparisjóði Siglufjarðar. „Við gerðum tilboð í allt stofnféð sem eftir stend- ur og erum langt komin með að afla þess,“ sagði Gísli í samtali við Morg- unblaðið. Gísli segir að menn hafi tekið til- boði þeirra vel, en það hljóðaði upp á að borgað yrði nafnverð fyrir stofn- féð. Gísli telur að samlegðaráhrif muni nást með kaupunum. „Auk þess teljum við hér, að það sé kom- inn tími til að sparisjóðirnir þjappi sér saman með framtíðarsameiningu í huga.“ Hann segir að Sparisjóður Siglu- fjarðar muni starfa áfram í óbreyttri mynd fyrst um sinn og vonar að kaupin verði til góðs fyrir báða aðila. Ólafur Marteinsson, stjórnarfor- maður Sparisjóðs Siglufjarðar, segir að það sé mat stjórnarinnar að til- boðið sé gott. „Það er reiknað með að það verði gengið frá þessu á aðal- fundi félagsins þriðjudaginn 25. febrúar,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að 20 manns ynnu hjá Sparisjóði Siglufjarðar og því skipti það Siglufjörð og Siglfirðinga mjög miklu máli að starfsemin færi áfram fram í öruggu umhverfi. Því mæti stjórnin það svo að samstarf við Borgnesinga væri mikilvægt. „Þetta er lítill sjóður en veitir mörgum vinnu. Við höfum t.d. náð merkileg- um árangri í fjarvinnslu, sem felst í iðgjaldaskráningu fyrir Kaupþing.“ Fjárhagsleg staða ekki góð Í viðtali blaðsins Hellunnar við Ólaf Jónsson, sparisjóðsstjóra Spari- sjóðs Siglufjarðar, kemur fram að fjárhagsleg staða sjóðsins sé ekki sterk en því valdi óvarleg útlána- og fjárfestingastefna. Ólafur Marteins- son segir aðspurður að þessi slæma staða hafi komið til á skömmum tíma og tengist að verulegu leyti kaupum á hlutabréfum í erlendum félögum sem lækkað hafa gríðarlega í verði, eins og Ólafur orðar það. CAD-hlutfallið of lágt Á árinu 2001 var Sparisjóðurinn með lökustu arðsemi allra sparisjóða á landinu en hún var þá neikvæð um 50,5% og rýrnaði eigið fé sparisjóðs- ins á því ári um tæpar eitt hundrað milljónir króna, úr 253 milljónum króna í 158 milljónir króna. Nú er svo komið, samkvæmt því sem fram kemur í Hellunni, að eigið fé sjóðsins er verulega undir svoköll- uðu CAD-eiginfjármörkum en í þeirri stöðu getur sjóðurinn ekki starfað, að því er haft er eftir Ólafi Jónssyni sparisjóðsstjóra í Hellunni. Sparisjóður Siglufjarðar er elsta starfandi peningastofnun landsins, stofnaður árið 1873, og stofnfjáreig- endur eru nú 49. Sparisjóður Mýrasýslu að kaupa elsta sparisjóð landsins HAGNAÐUR samstæðu Marels hf. á árinu 2002 nam 50 þúsund evrum, sem er um 4 milljónir íslenskra króna, á gengi gærdagsins. Árið áð- ur var hagnaður félagsins 2,1 millj- ón evra. Rekstrartekjur Marels jukust um 7% milli áranna 2001 og 2002, voru 104 milljónir evra í fyrra. Rekstrarhagnaður var 2,3 milljónir evra en var tæpar 6 milljónir árið áður. Fjárfest var fyrir 18 milljónir evra á árinu 2002. Þar er einkum um að ræða fjárfestingu í nýbygg- ingu Marels á Íslandi og kaup á danska fyrirtækinu CP-Food. Fjár- festingar á árinu 2001 námu tæpum 13 milljónum evra. Í tilkynningu frá Marel segir að veruleg umskipti hafi orðið í rekstri fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi 2002 eftir erfiðan rekstur á þriðja ársfjórðungi. Þær aðhaldsaðgerðir sem gripið hafi verið til í haust séu þegar farnar að skila árangri, þrátt fyrir að áhrif þeirra séu ekki að fullu komin fram. Rekstrarhagnað- ur á fjórða ársfjórðungi síðasta árs fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld (EBITDA) hafi verið 3 milljónir evra samanborið við 2,6 milljónir árið áður. Hagnaður eftir skatta hafi verið 1,2 milljónir en 1,3 millj- ónir á sama tíma árið áður. Vel í stakk búið Í tilkynningunni kemur fram að nokkurrar óvissu gæti í þróun fjár- festinga á helstu mörkuðum félags- ins í Evrópu og Bandaríkjunum. Yfirvofandi stríðsátök hafi einnig haft neikvæð áhrif á þróun fjárfest- inga á mörkuðum félagsins. Fyr- irtæki í matvælavinnslu hafi mörg frestað fjárfestingum undanfarin misseri. Þannig hafi myndast upp- söfnuð fjárfestingarþörf á mark- aðnum. Marel hafi á sama tíma, með öflugri vöruþróun en nokkru sinni áður, styrkt stöðu lykilvöru- flokka og markaðssett nýjar vörur sem vakið hafi athygli. Fyrirtækið sé því tæknilega vel í stakk búið til að takast á við ný verkefni þegar fjárfestingar taka við sér. Pantanir síðustu mánaða hafi verið yfir áætl- unum fyrirtækisins og verkefna- staðan því vel viðunandi um þessar mundir. Varðandi árið 2003 segir í til- kynningu Marels að brugðið geti til beggja vona þar sem ytri skilyrði séu óhagstæð í upphafi ársins. Mik- il óvissa ríki í efnahagsmálum í heiminum sem geti haft áhrif á vörusölu Marels á árinu. Þá höggvi hátt gengi krónunnar skarð í fram- legð fyrirtækisins nú um stundir, líkt og annarra útflutningsfyrir- tækja. Marel telur því ekki forsend- ur til þess að birta áætlun fyrir árið 2003. Hagnaður Marels minnkar 3     ##- )( 4  +                             !    !   " #$          %  #$#  & '(#$)*  " # + #  ,   #   # #   #       -        !     !                56&'785     69:*:;85       '()   )    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.