Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 48
KVIKMYNDIR/FÓLK Í FRÉTTUM 48 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ EF menn leggja í það verkefni að búa til kvikmynd, með það eitt fyrir augum að framkalla þar nóg af sprengingum, getur niðurstaðan orðið eitthvað í ætt við spennumynd- ina Með offorsi. Söguþráðurinn í þessari dauðyflislegu spennumynd er að minnsta kosti svo óljós og fyr- irferðarlítill, í samanburði við byssu- bardagana og annars konar bardaga og eltingarleiki sem framkalla eld- glæringar, að heiðarlegra hefði verið að sleppa honum alveg. Útlitslegir þættir eru þó langt í frá vanræktir í þessari kvikmynd, og er lagst einkar lágt við að apa upp þann stíl og það útlit sem var óaðskiljanlegur hluti af heildinni í hinni áhrifamiklu spennu- mynd The Matrix. En eins og með öll brautryðjendaverk, verða lærisvein- arnir jafnmisjafnir og þeir verða margir, og í tilfelli Með offorsi verð- ur tilraunin til að skapa myndinni heildarstíl hálftilgangslaus. Allir eru svartklæddir, skjóta og iðka bardag- listir í hægri afspilun, og eru mjög þungbúnir, en til hvers? Til þess að kvikmyndagerðarmennirnir geti komið á framfæri nóg af sprenging- um, byssum og látið teknótónlist dynja yfir ósköpunum. Tveir snoppufríðir leikarar, þau Lucy Liu og Antonio Banderas, hafa reyndar verið kallaðir til, og eru þau mjög svartklædd og þungbúin, jafn- framt því að skjóta úr mörgum byssum. Það er varla hægt að tala um leikframmistöðu í þessu sam- hengi, en þau taka sig bæði mjög vel út í búningunum sínum. Það er ljóst að taílenski leikstjórinn, Wych Kaosayananda, sem þreytir hér frumraun sína við hasarmyndagerð í anda Hollywood, hefur öll yfirborðs- atriðin á hreinu, en ofuráhugi hans á sprengingum er nokkuð sem ég efast um að bíógestir deili svo glatt með honum eða framleiðendum myndar- innar. Snoppufríð í slagsmálum. Svartklæddir og þungbúnir KVIKMYNDIR Smárabíó Leikstjórn: Kaos. Handrit: Peter M. Lenkov, Alan McElroy. Kvikmyndataka: Julio Macat. Aðalhlutverk: Antonio Banderas, Lucy Liu, Gregg Henry, Talisia Soto. Lengd: 87 mín. Bandaríkin. Warner Brothers, 2002. BALLISTIC: ECKS VS. SEVER (MEÐ OFFORSI) ½ Heiða Jóhannsdóttir fim 20.2 kl. 21, UPPSELT föst 21.2 kl. 21, UPPSELT lau 22.2 kl. 21, Örfá sæti fim 27.2 kl. 21, aukasýning,UPPSELT föst 28.2 kl. 21, UPPSELT lau 1.3 kl. 21, 100 SÝNING, Uppselt mið 5.3 kl. 21, Öskudagsauks., Örfá sæti, föst 7.3 kl. 21, Örfá sæti lau 8.3 kl. 21, Laus sæti föst 14.3 kl. 21, Nokkur sæti lau 15.3 kl. 21, Nokkur sæti föst 21.3 kl. 21, Laus sæti "Björk er hin nýja Bridget Jones." morgunsjónvarpið Stóra svið LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Itzik Galili og Ed Wubbe Frumsýning föstudaginn 21/2 hvít kort - UPPSELT 2. sýn sun 23/2 kl 20 gul kort 3. sýn fim 27/2 kl 20 rauð kort 4. sýn sun 2/3 kl 20 græn kort 5. sýn sun 16/3 kl 20 blá kort ATH: Aðeins 8 sýningar SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Lau 22/2 kl 20 UPPSELT Fö 28/2 kl 20, Lau 1/3 kl 20,UPPSELT, Fim 6/3 kl 20, Fö 14/3 kl 20, Lau 15/3 kl 20 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Fi 20/2 kl 20 SÍÐASTA SÝNING HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 23/2 kl 14, Su 2/3 kl 14 Su 9/3 kl 14, Su 15/3 kl 14 FÁAR SÝNINGAR EFTIR Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 19/2 kl 20, Lau 22/2 kl 16 UPPSELT, Su 23/2 kl 16, Mi 26/2 kl 20, UPPSELT Lau 1/3 kl 16, Lau 1/3 kl 20, Su 2/3 kl 20, Mið 5/3 kl. 20 UPPSELT MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fi 20/2 kl 20,Fö 28/2 kl 20 UPPSELT, Lau 1/3 kl. 20, Fim 6/3 kl 20 JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Lau 22/2 kl 20 AUKASÝNING SÍÐASTA SÝNING PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Fö 21/2 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 22/2 kl 14, Lau 1/3 kl 14 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Fö 21/2 kl 20, Fi 27/2 kl 20, Lau 8/3 kl 20 MYRKIR MÚSIKDAGAR Mið 19/2 kl 20 Lúðrasveitartónleikar LÝSISTRATA eftir Aristofanes - LEIKLESTUR Leikhúsverkefni á heimsvísu gegn stríði! Má 3/3 kl 20 - Aðgangseyrir kr. 500 rennur í hjálparsjóð HERPINGUR eftir Auðir Haralds HINN FULLKOMNI MAÐUR e. Mikale Torfason Su 23/2 kl 20 AUKASÝNING Aðeins þessi eina sýning Takmarkaður sýningarfjöldi fim. 20, feb. kl. 2 fös. 21. feb. kl. 20 lau. 22. feb. kl. 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Sýnt í Smiðjunni - s. 552 1971 eftir Sigurð Pálsson Leyndarmál rósanna Sýn. fös. 28. feb. kl. 20 Uppistand um jafnréttismál Sýn. lau. 1. mars. kl. 20 Gesturinn í samvinnu við Borgarleikhúsið Sýn. lau. 22. feb. kl. 19 Sýn. sun. 23. feb. kl. 20 Aðeins þessar sýningar Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is 23. feb. kl. 14 og 17 örfá sæti 2. mars kl. 14 og 17 laus sæti 9. mars kl. 14 laus sæti Ath. miðasala opin frá kl. 13-18 Í GERÐUBERGI ER: ljósmyndasýning til 23. febrúar. AÐGANGUR ÓKEYPIS Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Lau 22/2 kl 21 Nokkur sæti Lau 22/2 kl 23 Aukasýning Fös 28/2 kl 21 Lau 1/3 kl 21 FRÉTTIR mbl.is HLJÓMSVEITIRNAR Coldplay og Oasis voru sigursælastar á hinni virtu NME-verðlaunahátíð, með tvenn verðlaun hvor. Oasis vann sem besta breska hljómsveitin og listamaður ársins, en Coldplay vann verðlaun fyrir bestu plötu ársins og bestu plötu ársins að mati NME- skríbenta. Svo var Chris Martin, söngvari Coldplay, svo heppinn að vinna verðlaunin kynþokkafyllsti karlmaðurinn í bransanum, og Liam Gallagher hlaut verðlaun fyr- ir bestu hárgreiðsluna. Robbie Williams fékk líka þrenn verðlaun, öll skammarverðlaunin. Þrenn verðlaun á mann Morgunblaðið/Árni Torfason Kynþokkinn leynir sér ekki… Söngvari The Hives, bestu hljóm- sveitarinnar utan Bretlands, Howl- in’ Pelle sýnir fólki fingurinn. Noel Gallagher og Gem Archer tóku við fingrum fyrir Oasis. Reuters Hárprúðastur allra á Bretlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.