Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ 2 JAZZ Guitars er ekki djassskífa fyrst og fremst, en þar leika þó þeir tveir djassgítaristar sem mynda hinn klassíska djassgít- arskvintett Íslendinga ásamt Erni Ármannssyni, Birni Thoroddsen og Hilmari Jenssyni. Undirritaður ritaði umsögn um skífuna í mbl. en þegar kom að því lagi er heill- aði hann mest varð honum á að eigna Ólafi Gauki frábært komp Jóns Páls og Jóni Páli ekki síðri sóló Ólafs Gauks, eða einsog þar stóð: diskinum lýkur á mögnuðum flutningi á Stardust Hoagy Char- michaels. Jón Páll sýnir enn og sannar að hann er í hópi helstu meistara hins hefðbundna djass- gítarleiks í Norðurálfu og Óli Gaukur kompar glæsilega. Þetta eina lag er disksins virði. Annars er merkilegt hversu Ólafur Gauk- ur getur leikið djassinn vel í jafn- lítilli þjálfun og hann er sem djassleikari. Síðast heyrði ég hann leika The Man I Love á af- mælistónleikum Eyþórs Þorláks- sonar með slíkum glæsibrag að maður fékk gæsahúð. Það er mik- ill misskilningur að ekki sé nægj- anlegt efni eftir í hinum klassísku söngdönsum fyrir djassmeistara að skapa úr – ekki síður en fyrir klassíkerana í Bach og Mozart. Stór voru þau orð. En satt er það, Ólafur Gaukur er makalaus gítarleikari, en leikur djass jafn- sjaldan og Quincey Jones stjórnar djasshljómsveit. Ég þekkti Ólaf Gauk lengstum aðeins af einum sóló er hann lék með hljómsveit Björns R. Einarssonar á 78snúninga hljóm- plötu: Lover Come Back To Me eftir Romberg. Annað heyrði maður ekki frá honum fyrr en KK-sextett skífan tvöfalda kom út. Hann lék þar örfáa sólóa og svo þennan makalausa dúett með Sigrúnu Jónsdóttur: Cry me A River. Gaukssándið var al- þekkt á þessum árum en í tímans rás hefur það breyst og hann nálgast hinn klassíska meginstraum djassgítarista þá er hann leikur þá tónlist. Ég heyrði Gauk fyrst leika djass á tón- leikum fyrir einum tíu árum á Sólon Íslandus og heillaðist gjör- samlega. Síðan hef ég aðeins heyrt hann í þrígang og stundum leikandi aðeins örfá lög. Því gleðilegra er að heillast svo af honum að eigna ósjálfrátt Jóni Páli sóló hans; eitt er víst að ef Ólafur Gaukur hefði gengið hinn þrönga djassveg hefði hann orðið, einsog Jón Páll, í hópi fremstu djassgítarleikara Norðurálfu. Ekki skortir hann hæfileikana og hugmyndaflugið. Aðstæður höml- uðu djassfrægðinni og það á við um fjölda annarra íslenskra djass- leikara sem og djassleikara ann- ars staðar í heiminum. Þegar Jón Páll hélt út í heim að leika djass sat Ólafur Gaukur heima, stjórnaði djasshljómsveit sinni, fékkst við blaða- mennsku og stjórnaði gítarskóla. Aftur á móti hélt hann síðar út að nema kvik- myndatónskáldskap en það er önnur saga. Ég held að diskur með þeim félögum, þar sem þeir beittu hinum klassíska djassspilamáta í þekktum sem óþekkt- um söngdönsum og djasslögum, myndi slá í gegn í þeim hópi sem enn aðhyllist klass- ískan djass – og hann er ekki svo ýkja fámennur. Í það minnsta hef- ur Björn Thoroddsen selt vel skífu sína Jazz í Reykjavík sem út kom í fyrra og er í stjörnumerki Django Reinhards og söngdans- adiskar Sigurðar Flosasonar hafa rokselst. Hilmar Jensson, einn af gít- arsnillingunum okkar, er aftur á móti á annarri skoðun hvað varð- ar flutning á klassíkinni. Í fínu viðtali í Morgunblaðinu segir hann: ,,Ég á erfitt með að finna leið til þess að vera ég sjálfur inn- an þess ramma. Sú tónlist virkar þvingandi á mig. Það er búið að gera allar þessar stórkostlegu upptökur. Fyrir mér er engin ástæða til að endurtaka það og miklu nær að setja plötuna bara á fóninn og njóta snilldarinnar. Hefðbundin djassspilamennska, það að spila ,,standarda“, hefur þó að minni hyggju ákveðið gildi. Hún hefur hlutverki að gegna sem kokkteilmúsík og sem slík er hún fín. Einu skiptin sem ég spila ,,standarda“ er í kokkteilboðum og hef bara gaman af því. Án þess að vera of harðorður finnst mér tónleikahald með ,,djass- standördum“ nánast óréttlæt- anlegt. Að láta fólk borga að- gangseyri þar sem einhverjir eru að krukka í gömlu ,,standardana“ enn eina ferðina. Ég stend alla vega ekki í því sjálfur.“ Undirritaður telur aftur á móti að þessir gömlu djassstandardar, hvort sem þeir eru söngdansar, blúsar eða frumsamdir af djass- leikurum, að það megi endalaust finna á þeim nýja sköpunarfleti. Það sannar ,,standarda-tríó“ Keith Jarretts og tríóskífur Sig- urðar Flosasonar: Himnastiginn og Djúpið. Þar nálgast Sigurður og Eyþór Gunnarsson standard- ana á sérdeilis persónulegan hátt. Slík tónlist er ekki fyrir kokkteil- partý heldur tónleika. Hilmar fer aðra leiðir, sem er góðra gjalda verð, en það gerir Sigurður einn- ig oft á tíðum einsog í meist- araverkinu Raddir þjóðar. Hilmar finnur sjálfan sig ekki í stand- ardaleik og er það í góðu lagi – aftur á móti eru menn einsog Jón Páll og Óli Gaukur í hæstu hæð- um er þeir leika standarda og meira en þúsundkallsins virði sem oftast kostar á djasstónleika. Ólafur Gaukur Gaukurinn, söngdansar og rýnisvilla Eftir Vernharð Linnet Námskeið Tónskóli Þjóðkirkjunnar Námskeið í spuna verður haldið í Hallgríms- kirkju á föstudag og mánudag. Leið- beinandi er Matthias Wager frá Sví- þjóð. Þjóðarbókhlaða Auður Ingv- arsdóttir sagnfræðingur heldur námskeið í fyrirlestrasal Þjóðarbók- hlöðu á morgun og 26. febrúar á veg- um Landsbókasafns Íslands og Reykjavíkurakademíunnar. Yfir- skrift námskeiðsins er Konur í forn- öld – ímyndir og hugarflug. Auður kynnir þann fjölbreytilega kvenna- hóp sem er að finna í fornaldarsög- um Íslendinga og veitir upplýsandi yfirlit með persónulegri nálgun. Landsbókasafn Íslands – Há- skólabókasafn heldur tvö námskeið í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu um rafræn gagnasöfn og tímarit í lands- aðgangi. Hið fyrra er ætlað almenn- ingi og hefst kl. 20. Þóra Gylfadóttir verkefnisstjóri kynnir vefinn og leið- beinir hvernig eigi að rata á vefnum leiðina inn í rafrænu gagnasöfnin og tímaritin. Síðara námskeiðið er ætl- að sérfræðingum og hefst 25. febr- úar kl. 20. Þar kynnir Þóra þá per- sónulegu árvekniþjónustu sem rafrænu gagnasöfnin og tímarita- söfnin bjóða notendum upp á. Tónleikar falla niður PÍANÓTÓNLEIKAR Ingunnar Hildar Hauksdóttur sem vera áttu á miðvikudagskvöld, í Tíbrá, tónleika- röð Salarins, falla niður af óviðráð- anlegum orsökum. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna, einsöngvarar og kór, undir stjórn Ingvars Jónassonar, fluttu kórverkið Friðþjóf, eftir Max Bruch, í Langholtskirkju sl. sunnudag. Verkið er byggt á hinni fornu ástarsögu Ingibjargar og Friðþjófs frækna, er naut hér fyrrum mikilla vinsælda, líklega fyrst og fremst fyrir þýðingu Matthíasar Jochumssonar á ljóða- flokki Tegnérs, þótt sagan hafi einnig verið kunn fólki úr Fornald- arsögum Norðurlanda. Tónverk Bruchs er hárómantískt, ágætlega samið en það er aðeins tæpt á sög- unni, mörgu sleppt, bæði upphafi hennar og niðurlagi og atburðum, sem nutu mikilla vinsælda, eins og t.d. frásögninni af ferðalaginu yfir ísinn, það áhrifamikla augnablik, þegar Hringur konungur freistar Friðþjófs, þá er bardaginn við bræður Ingibjargar og síðast sáttagjörðin mikilvæg fyrir sög- una, sem í verki Bruchs verður óljós, en sem bætt er upp með þó nokkuð áhrifamikilli tónlist. Bergþór Pálsson söng hlutverk Friðþjófs af miklum myndugleik, t.d. í þriðja og fjórða kaflanum, sem var glæsilega sunginn. Hulda Guðrún Geirsdóttir söng hlutverk Ingibjargar vel og sérstaklega fimmta þáttinn, Grát Ingibjargar. Karlakórinn Fóstbræður var góð- ur, söngur þeirra kraftmikill í þriðja og sjötta kaflanum og sömu- leiðis kvartett úr þeirra liði, er átti smá strófur í fjórða kafla. Það sem þó verður að teljast at- hyglisverðast við þessa tónleika, er frammistaða Sinfóníuhljóm- sveitar áhugamanna, sem í heild hljómaði eins og „alvöru“ hljóm- sveit, sérstaklega í fyrri hlutanum og í kraftmiklu niðurlaginu. Ljóst er að stjórnandinn, Ingvar Jón- asson, hefur unnið vel, því af list- anum yfir hljómsveitarmeðlimi, sem voru 45, eru aðeins fjórir hljóðfæraleikarar fengnir að láni úr hópi atvinnumanna. Flutning- urinn á þessari fornu og vinsælu ástarsögu, var í heild mjög góður og ljóst að Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, undir stjórn Ingvars Jónassonar, er þegar orðin góð hljómsveit, er hefur tekið sér sæti sem mikilvægur þáttur í tónlistar- lífi Íslendinga. Forn og vinsæl ástarsaga TÓNLIST Langholtskirkja Flutt var Friðþjófs saga hins frækna, eftir Max Bruch, við ljóð eftir Esaias Tegnér. Flytjendur Hulda Guðrún Geirsdóttir, Bergþór Pálsson, Karlakórinn Fóst- bræður, (stjórnandi Árni Harðarson), Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna, undir stjórn Ingvars Jónssonar. Sunnudagurinn 16. febrúar 2003. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson RÓMANTÍK og róstur var yfir- skrift tónleika Sigurðar Bragasonar og Ólafs Elíassonar að Kjarvalsstöð- um sl. sunnudagskvöld og samanstóð efnisskráin af samskipan tveggja ólíkra tónskálda, tveimur rússnesk- um og jafnmörgum íslenskum. Rúss- arnir voru Tsjajkovskí og Mus- sorgskí og þeir íslensku, Páll Ísólfsson og Jón Leifs. Þeir félagar hófu tónleikana á lög- um eftir Pál, tveimur lögum úr Gullna hliðinu, Blítt er undir björk- unum og Hrosshár í strengjum, sem Sigurður söng af látleysi. Tvö seinni lögin eftir Pál voru Frá liðnum dög- um og vögguvísan fallega, Nú læðist nótt um lönd og sæ, sem voru fallega mótuð bæði af söngvara og undir- leikara. Næstu fjögur söng- verkin eru eftir Tsjajkovskí, Að gleyma svo fljótt, Aðeins þeir sem þekkja þrá (Goethe), Aftur eins og áður og svo Kvöldljóð Don Juans (Tolst- oj), sem er áhrifamikið söng- verk og var vel flutt en í söng- verkum Tsjajkoskís er samspil píanós og söngraddar oft mjög fallega samofið, sem og var í samleik Sigurðar og Ólafs. Fjögur söngverk eftir Jón Leifs, fyrst Brennusöngur Skarphéðins, þá hinn frægi helsöngur þormóðar Bersa- sonar, Kolbrúnarskálds „Undrask öglis landa eik, hví vér er- um bleikir“ en í þessum lögum er Jón Leifs að leita eftir tónmáli er hæfi hinum fornu kvæðum og hefur engum tekist það betur. Sigurður söng þessa sérkennilegu söngva á sannfærandi máta. Sem andstæðu við ljóð Skarphéðins og Þormóðar, eru söngvar sem Jón Leifs samdi við ljóð samtíðarmanna sinna, nefnilega vögguvísuna frægu, Þey, þey og ró, þögn breiðist yfir allt, eftir vin hans Jóhann Jónsson og Draugadans við kvæði eftir Sigurð Grímsson. Vöggu- vísan er meistaraverk „myrk og heil- ög“ og var sérlega vel sungin og sama má segja um Draugadansinn, sem er í raun vögguvísa en af allt annarri og grófari gerð en sú fyrri og var þetta sérkennilega lag áhrifamikið í flutningi þeirra félaga. Lokaviðfangsefni tón- leikanna var lagaflokkurinn Skammdegi, eftir ástvinina Mussorgskí og Golenistsjev- Kútuzov greifa (1848–1913) en þeir bjuggu saman á árunum 1874–5 og frá þeim tíma er Skammdegi og Söngvar og dansar um dauðann. Skamm- degi er magnað undarlegri svartsýni, sem Sigurður túlk- aði á áhrifamikinn máta. Þrátt fyrir að margt væri vel gert og samspilið hið besta útfært, er þessi efnisskrá nokkuð við dekkri mörkin, þó söngverk Páls, Vögguv- ísa, eftir Jón og tvö af lögum Tsjaj- kovskís bæru með sér birtu í þessa annars mjög dökkslegnu efnisskrá, þar sem fjallað er að mestu um dauð- ann og myrkrið. Jón Ásgeirsson Um dauðann og myrkrið TÓNLIST Kjarvalsstaðir Sigurður Bragason og Ólafur Elíasson fluttu söngverk eftir Pál Ísólfsson, Jón Leifs, Tsjajkovskí og Mussorgskí. Sunnu- dagurinn 16. febrúar 2003. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sigurður Bragason Ólafur Elíasson ♦ ♦ ♦ samið fyrir þrjár fiðlur, víólu, tvö selló og kontrabassa og frumflutt af Kammersveit Reykjavíkur. Úgáfan fyrir kvartett var gerð 2002 og heyrist í fyrsta sinn á tónleikunum. Þetta eru sex kaflar í nokkuð fjöl- breytilegum anda og eru hver um sig tilbrigði við frum úr íslensku þjóðlagi. Kvartett nr. 2 samdi Þórð- ur að beiðni Helgu Ingólfsdóttur fyrir Sumartónleika í Skálholts- kirkju 2002. Eþos-kvartettinn frum- flutti hann á hátíðinni sl. sumar. Hann er í sex þáttum. NÆSTU tónleikar Myrkra mús- íkdaga verða í Listasafni Íslands í kvöld kl. 20. Þar kemur fram Eþos- strengjakvartettinn sem skipaður er Auði Hafsteinsdóttur, fiðlu, Guð- mundi Kristmundssyni, víólu, Gretu Guðnadóttur, fiðlu, og Bryndísi Höllu Gylfadóttur, selló. Á fyrri hluta tónleikanna er verk eftir Hauk Tómasson, Langur skuggi, (1998/2002) og ...og í aug- unum blik minninga eftir Svein Lúðvík Björnsson. Eftir hlé verður fluttur Kvartett nr. 2 eftir Þórð Magnússon og verk eftir Dmitri Shostakovich, sem kynnt verður nánar á tónleikunum. Langur skuggi var upphaflega Morgunblaðið/Ásdís Eþos-kvartettinn: Guðmundur Kristmundsson, víóla, Greta Guðnadóttir og Auður Hafsteinsdóttir, fiðlur, og Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Eþos- kvartettinn í Listasafni Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.