Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 47 HANNES Jón Jónsson fyrirliði handknattleiksliðs Selfoss hélt utan til Spánar í dag þar sem hann mun dvelja hjá spænska 2. deildarliðinu Naranco Oviedo næstu daga. Hann- es Jón er markahæstur í Esso-deild karla og sagði hann í gær að ef samningar næðust á næstu dögum myndi hann leika með liðinu út leik- tíðina á Spáni. „Ég veit ekki mikið um þetta lið og renni því blint í sjó- inn. Hinsvegar er ég spenntur fyrir því að skoða mig um hjá þessu liði og ef þeim líkar við mig og mér að sama skapi við þá er allt eins líklegt að ég leiki ekki fleiri leiki með Sel- foss á þessu tímabili,“ sagði Hannes Jón en Selfoss er í neðsta sæti Esso- deildarinnar með eitt stig að lokn- um 20 umferðum. „Forráðamenn Selfoss hafa unnið með mér í þessu máli og ég er ekki að stinga af frá liðinu,“ bætti Hannes við en hann er samningsbundinn Selfyssingum út leiktíðina. Gengi spænska liðsins Naranco Oviedo það sem af er leiktíðinni hefur ekki verið uppá marga fiska og er liðið í næst neðsta sæti að loknum 19 umferðum, en alls eru 16 lið í 2. deild. Liðið hefur unnið þrjá leiki, gert þrjú jafntefli og tapað þrettán leikj- um. Fyrstu mínúturnar voru bráð-skemmtilegar, jafnræði var með liðunum og bæði lið virtust ákveðin í að sigra. Níu þriggja stiga skot fóru rétta leið í fjórðungnum –þar af var Clifton Cook, leikmaður Tindastóls, með fjögur. Með hjálp Cooks sigldu gestirnir framúr og náðu sjö stiga forskoti áður en leik- hlutinn var úti. Í öðrum fjórðungi komust Njarðvíkingar aftur inn í leikinn og náðu yfirhöndinni rétt fyrir hálfleik – fóru með tveggja stiga for- ystu til búningsklefa, 41:39. Aðeins þrír leikmenn sáu um að skora öll 39 stig gestanna í fyrri hálfleik, Clifton Cook, Kristinn Friðriksson og Mich- ail Antropov. Síðari hálfleikurinn hófst líkt og sá fyrri endaði. Njarðvíkingar leyfðu Cook að skjóta að vild og hann þakk- aði fyrir með að skora alls 43 stig, þar af níu þriggja stiga körfur. Þrátt fyrir það voru heimamenn yfir allan þriðja leikhlutann og þegar í síðasta fjórð- ung var komið var staðan 68:64. Lokafjórðungurinn var æsispenn- andi, liðin skiptust á skora en undir lokin misnotuðu Njarðvíkingar nokk- ur góð skotfæri og Stólarnir gengu á lagið. Michail Antropov gerði 14 stig í leikhlutanum og skoraði meðal ann- ars fjögur síðustu stigin og tryggði Tindastól sigurinn. „Við höfum átt í erfiðleikum með að halda út síðustu mínúturnar í vet- ur en það gekk í kvöld,“ sagði Krist- inn Friðriksson leikmaður Tinda- stóls. „Það er ekki á hverjum degi sem maður sigrar hér í Njarðvík og ég er himinlifandi.“ Friðrik Ragnarsson þjálfari Njarð- víkingar var ómyrkur í máli eftir leik- inn. „Ég er ósáttur við allan seinni hálfleik, við vorum óskynsamir. Klikkuðum úr einum tíu lagskotum og það hefði verið fínt að fá eitthvað af þeim stigum. Þetta var klaufaskap- ur hjá leikmönnum mínum og eins og staðan er núna erum við ekki líklegir til eins eða neins. Spurningin er ein- faldlega sú hvort við ætlum að klára tímabilið sem áhorfendur eða reyna að spýta í lófana og gera eitthvað úr þessu,“ sagði Friðrik. „Damon, bjargaðu okkur“ Tvöfaldir bikarmeistarar Keflavík-ur lentu í mesta basli í gær- kvöldi þegar þeir fengu neðsta lið deildarinnar, Val, í heimsókn. Gestirnir frá Hlíðarenda börð- ust grimmilega og voru með forystu í þriðja leikhluta en þá brugðu Keflvík- ingar á það ráð að láta Damon John- son fá boltann í von um að hann bjargaði einhverju af heiðri liðsins. Það gerði hann með 41 stigi í 94:87 sigri. Þegar nokkrar mínútur voru liðnar af leiknum hófu áhorfendur að benda Keflvíkingum á að leikurinn væri í raun byrjaður því bikarmeistarnir fóru fullrólega af stað. Eftir gott við- bragð Damons náðu Keflvíkingar 12 stiga forskoti í byrjun annars leik- hluta en það minnkaði jafnt og þétt þar til Valur komst í 50:48 um miðjan þriðja leikhluta. Hófst þá annar þátt- ur Damons. Hann tók duglega við sér og félagar hans reyndu að fylgja hon- um eftir. Það gekk í nokkrar mínútur og skilaði forskoti en snemma í fjórða leikhluta náðu gestirnir aftur foryst- unni, 73:71. Það vakti heimamenn af værum blundi og hægt og bítandi hófu þeir með bættri vörn að síga framúr. Sem fyrr segir var Damon pottur- inn og pannan í leik Keflvíkinga þó aðrir hafi átt spretti en liðið vantað neistann. „Það var ekki hátt á okkur risið eftir tapleikinn við Grindavík. Við vamátum þá í byrjun en tókst að sigra í lokin, sem sýnir að við erum með gott lið,“ sagði Damon eftir leik- inn. „Í fjórða leikhluta fór ég gera meira og skora, sem átti að drífa liðið með. Það er mitt hlutverk en þegar mjótt er á munum leggst leikurinn oft á mínar herðar og það gengur oft upp.“ „ Við urðum að mæta hér með trú á sigri því fallið blasir við okkur. Að vísu er fallbaráttan galopin og við ætlum ekkert að gefast upp,“ sagði Bjarki Gústafsson úr Val.  TVEIR íslenskir knattspyrnu- menn munu dvelja við æfingar hjá enska úrvalsdeildarliðinu Middles- brough í eina viku, en þeir eru Kjart- an Finnbogason úr KR og Ragnar Sigurðsson úr Fylki. Kjartan og Ragnar eru báðir 17 ára gamlir og hafa leikið með U-17 ára landsliði Ís- lands. Þeir halda utan n.k. laugardag og dvelja hjá félaginu í vikutíma.  BRYNJAR Björn Gunnarsson fær 9 í einkunn á heimasíðu stuðnings- manna Stoke City eftir leik liðsins gegn Chelsea í 5. umferð ensku bik- arkeppninnar. Þar er sagt að ís- lenski landsliðsmaðurinn hafi skarað framúr og sannað það að hann stand- ist þær kröfur sem gerðar eru til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni.  FORSVARSMENN heimasíðunn- ar telja að Brynjar Björn hafi ekki sýnt neina miskun á miðjunni og ver- ið sem kóngur í ríki sínu gegn stjörnuliði Chelsea. Bjarni Guðjóns- son fær 6 í einkunn líkt og Pétur Hafliði Marteinsson.  ALEX Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, fór í njósnaferð til Ítalíu á sunnudaginn og fylgdist með viðureign Parma og Juventus. Manchester United mætir Juventus í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.  THOMAS Horster, sem tók við þjálfun Bayer Leverkusen á sunnu- daginn af Klaus Toppmöller, verður við stjórnvölinn hjá liðinu út leiktíð- ina. Það var staðfest í gær en upp- haflega var reiknað með því að Horster yrði aðeins þjálfari liðsins í stuttan tíma, þar til framtíðarlausn væri fundin.  ÁSTRÓS Guðmundsdóttir, ÍR, og Bjarni Páll Jakobsson, KFR, sigr- uðu í einstaklingskeppni með forgjöf á Íslandsmótinu í keilu sem fram fór í Keiluhöllinni í Öskjuhlíðinni um helgina.  ÁSTRÓS lagði Jónínu Magnús- dóttur, ÍA, með 377 stigum gegn 343 stigum í úrslitum í kvennaflokki en Bjarni Páll sigraði Atla Þór Kára- son, KR, með 439 stigum gegn 385 stigum.  ALLS voru sett sjö Íslandsmet á mótinu þar sem Birgitta Þura Birg- isdóttir, ÍA, setti 3 íslandsmet í flokki stúlkna 13-14 ára, í 4 leikjum - 667 stig, í 5 leikjum - 851 stig, í 6 leikjum - 1017 stig. Bjarni Páll Jak- obsson setti fjögur ný íslandsmet í flokki pilta 13-14 ára. Hann fékk 299 stig í einum leik, í 4 leikjum - 887 stig, í 5 leikjum - 1068 stig og í 6 leikjum - 1236 stig.  THIERRY Henry og Dennis Bergkamp verða í byrjunarliði Ars- enal gegn Ajax í Meistaradeild Evr- ópu í kvöld á Highbury. Þá kemur Brasilíumaðurinn Gilberto Silva einnig inn í liðið, fyrir landa sinn Edu. FÓLK Lið Snæfells veitti Haukum svosannarlega harða keppni á Ás- völlum í gær og þegar upp var staðið mörðu Haukar eins stigs sigur, 81:80, líkt og í fyrri leik lið- anna í Stykkishólmi. Leikurinn ein- kenndist af baráttu og mistökum á kostnað gæðanna en spennan var mikil á lokamínútunni. Ekki mátti miklu muna að Haukar hentu sigrinum frá sér. Þeir höfðu undirtökin nær allan tímann og náðu mest 13 stiga forskoti en Snæfelling- ar saumuðu vel að heimamönnum undir lokin og fengu gullið tækifæri til að knýja fram sigur. Í stöðunni, 81:80, og 25 sekúndur til leiksloka fékk Snæfell boltann en á klaufaleg- an hátt fékk Bandaríkjamaðurinn Clifton Bush dæmdan á sig ruðning og Haukarnir gátu andað léttar enda ekki nema rúmar 2 sekúndur til leiksloka þegar ruðningsdómurinn átti sér stað. Haukar héldu knettin- um út leiktímann og fögnuðu dýr- mætum stigum. „Við þurftum að hafa virkilega fyrir sigrinum og það má með sanni segja að ég hafi haldið niðri í mér andanum þegar Snæfellingar lögðu upp í síðustu sókn sína. Ég hélt að við værum að taka leikinn í okkar hendur í öðrum leikhlutanum en þá fóru menn að gera aðra hluti en upp var lagt með. Boltinn fékk ekki að ganga og það var kæruleysi yfir leik okkar. Snæfellingar gengu á lagið og ég verð að hrósa þeim fyrir góða bar- áttu. Við hefðum hæglega getað tap- að leiknum en sem betur fer innbyrt- um við sigur og keppikefli okkar er að verja fjórða sætið,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka. Stevie Johnson var eins og ávallt í vetur allt í öllu í liði Haukanna, sem léku ágætlega í fyrri hálfleik, en í þeim síðari voru þeim nokkuð mis- lagðar hendur. Johnson var sérlega heitur í fyrri hálfleiknum og skoraði þá 22 stig og í síðasta leikhlutanum var hann sínum mönnum ákaflega mikilvægur. Halldór Kristmannsson átti einnig mjög góðan leik – skoraði körfur á mikilvægum augnablikum og lék Johnson vel uppi. Liðsmenn Snæfells eiga hrós skil- ið fyrir góða baráttu og með smá- heppni hefðu þeir vel getað hrósað sigri. Clifton Bush og Hlynur Bær- ingsson stóðu upp úr liði Hólmar. Bush var seinn í gang og Hlynur hefði að ósekju mátt reyna meira upp á eigin spýtur. Hannes Jón reynir fyrir sér á Spáni Cook fór illa með Njarðvík CLIFTON Cook, leikmaður Tindastóls, var Njarðvíkingum erfiður ljár í þúfu í gærkvöld þar sem Tindastóll lagði þá grænklæddu að velli, 93:88, en Cook gerði sér lítið fyrir og skoraði níu 3 stiga körfur og alls 43 stig í leiknum. Keflvíkingurinn Damon Johnson var í svip- uðum ham og Cook á heimavelli gegn botnliði Vals og sá að mestu um að draga vagninn í 94:87 sigri Keflvíkinga. Andri Karl skrifar Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Jim Smart Clifton Bush var atkvæðamestur í liði Snæfells en það dugði skammt gegn Haukum á Ásvöllum. Guðmundur Hilmarsson skrifar Hart barist á Ásvöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.