Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. GERA má ráð fyrir að viðbótarlífeyrissparnaður landsmanna hafi numið í kringum 12 milljörðum króna á síðasta ári. Leiða má líkum að því að þessi sparnaður og hversu hratt hann hefur vaxið á síð- ustu misserum hafi átt verulegan þátt í því hversu hratt dró úr verðbólgu og viðskiptahalla á síðasta ári, en framlög vegna viðbótarlífeyrissparnaðar meira en tvöfölduðust á síðasta ári miðað við árið á undan. Ekki liggja enn fyrir tölur um upphæð viðbót- arlífeyrissparnaðar á árinu 2002, en hann getur numið allt að 6,4% af launum launafólks. Þónokkr- ir aðilar í landinu hafa samkvæmt lögum heimild til að taka á móti framlögum vegna viðbótarlífeyr- issparnaðar, þ.e.a.s. bankar, líftryggingafélög, líf- eyrissjóðir og verðbréfafyrirtæki og því munu endanlegar tölur í þessum efnum ekki liggja fyrir fyrr en síðar á árinu. Út frá skattframtölum vegna ársins 2001, launaveltunni í landinu og almennri þátttöku fólks í viðbótarlífeyrissparnaði, en sam- kvæmt athugun Samtaka atvinnulífsins eru nær þrír fjórðu hlutar launafólks þátttakendur í við- bótarlífeyrissparnaði, er ekki óvarlegt að áætla að viðbótarlífeyrissparnaður á síðasta ári hafi numið í kringum 12 milljörðum króna. Framlög vegna viðbótarlífeyrissparnaðar voru fimm milljarðar króna á árinu 2001 og heildarinnistæður vegna viðbótarlífeyrissparnaðar í árslok 2001 voru tæpir níu milljarðar króna samkvæmt upplýsingum Fjármálaeftirlitsins. Um 3,4 milljarðar voru í vörslu lífeyrissjóða og 5,5 milljarðar í vörslu ann- arra aðila, þ.e. banka, líftryggingafélaga og verð- bréfafyrirtækja. Búa í haginn fyrir framtíðina „Það er enginn vafi á því að þessi sparnaður hefur átt stóran þátt í því að draga úr þeirri of- þenslu sem hafði myndast hér í efnahagslífinu og snúa þjóðarbúskapnum af braut viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar, sem hélt hér uppi óraunhæfu neyslustigi. Í staðinn eru menn að búa í haginn fyrir framtíðina,“ sagði Hannes Sigurðs- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að þessi sparnaður hefði valdið auknu framboði á lánsfjármarkaði og þannig stuðlað að betra jafnvægi þar og lægri vöxtum en ella, sem hefði bæði komið atvinnulífinu og heim- ilunum í landinu til góða. Hann bætti því við að- spurður að það væri ljóst að í framtíðinni yrði þessi sparnaður mikilvægur þáttur í því að tryggja að nægilegt innlent lánsfjármagn yrði fyr- ir hendi. Hannes benti á að neysluhneigðin hér á landi hefði verið mjög mikil og meiri en í öðrum löndum og þjóðhagslegur sparnaður lítill. Það hefði gert það að verkum að það hefði verið nánast und- antekning að það væri afgangur af viðskiptum við útlönd. „Þessi sparnaður virðist vera afgerandi þáttur í að snúa okkur af þeirri braut. Það er að draga hér úr neyslu án þess að kaupmáttur sé að dragast saman og það er nokkuð fágætt að það gerist,“ sagði Hannes. Hann sagði að orðið hefðu mun hraðari við- brögð við viðbótarlífeyrissparnaðinum en reiknað hafi verið með. Sparnaðurinn væri líka miklu jafn- ari eftir tekjuhópum, en fyrirfram hefði verið reiknað með því að sparnaðarhneigðin væri meiri á meðal þeirra sem hefðu hærri tekjurnar. Viðbótarlífeyrissparnaður um 12 milljarðar kr. í fyrra Hefur átt stóran þátt í að draga úr ofþenslu í efnahagslífinu LETTINN Alexei Shirov athugar hér hverjum hann mætir í fyrstu umferð Stórmóts Hróksins, al- þjóðlega skákmótsins, sem hefst á Kjarvalsstöðum í Reykjavík í dag kl. 17. Shirov, sem hefur teflt um heimsmeistaratitilinn, teflir gegn Hannesi Hlífari Stefánssyni í fyrstu umferð. Shirov er næst stigahæsti keppandi mótsins en Hannes Hlífar sá sjöundi en alls munar 154 stigum á þeim. Morgunblaðið/Jim Smart Hannes Hlífar mæt- ir Shirov  Mótið/6 SPARISJÓÐUR Mýrasýslu hefur gert stofnfjáreigendum Sparisjóðs Siglufjarðar tilboð í stofnfé þeirra. Hljóðar tilboðið upp á að borgað verði nafnverð fyrir stofnféð. Sparisjóður Mýrasýslu er stærsti stofnfjár- eigandi Sparisjóðs Siglufjarðar með 40% hlut. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Mýrasýslu, segir að tekið hafi verið vel í tilboðið. Hann segist telja að samlegðar- áhrif muni nást með kaupunum. Auk þess sé kominn tími til að sparisjóðirnir þjappi sér saman með framtíðarsameiningar í huga. Verði af kaupunum muni Sparisjóður Siglu- fjarðar starfa áfram í óbreyttri mynd fyrst um sinn. Sparisjóður Mýrasýslu vill kaupa Sparisjóð Siglufjarðar  Sparisjóður/12 ÁHÖFN björgunarbátsins Odds V. Gíslasonar í Grindavík kom mjölflutningaskipinu Trinket til aðstoðar þar sem það rak stjórnlaust í inn- siglingunni til Grindavíkurhafnar. Tókst að koma dráttartógi á milli og draga skipið til hafnar. Ms. Trinket missti stýri þegar það var að sigla með mjölfarm frá Grindavík. Ekki er vit- að um ástæðu þess, að sögn Sverris Vilbergs- sonar hafnarstjóra í Grindavík. Skipið snerist í innsiglingunni og rak það stjórnlaust út úr rennunni og hefði hafnað uppi í fjöru ef hjálp hefði ekki borist tímanlega. Áhöfn björgunarbátsins Odds V. Gíslasonar brá skjótt við þegar neyðarútkall barst og báturinn var kominn að Trinket sjö mínútum síðar. Vel gekk að koma taug á milli og draga skipið til hafnar. Þar komu í ljós verulegar skemmdir á mjölskipinu, stýri og skrúfa höfðu laskast og göt komið á botn skipsins þegar það tók niðri. Skipið verður væntanlega dreg- ið í aðra höfn til viðgerðar. Rak stjórnlaust út úr innsiglingarrennunni í Grindavíkurhöfn Ljósmynd/Eyþór Reynisson Björgunarbátur björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, Oddur V. Gíslason, dregur flutningaskipið Trinket inn í Grindavíkurhöfn í sjóganginum í gær. Björgunarbátur aðeins sjö mínútur á staðinn  Leit illa út/19 AFNÁM tolla á allflestum teg- undum grænmetis fyrir einu ári hefur haft tilætluð áhrif og lækk- að vöruverð, segir Samkeppnis- stofnun í ársuppgjöri á meðal- verði ávaxta og grænmetis í verðkönnunum stofnunarinnar. Meðalverð á flestum algengum grænmetistegundum hefur lækk- að frá 8. febrúar í fyrra þegar fyrsta könnunin var gerð. Ag- úrka hefur til að mynda lækkað að meðaltali um 51–61% og með- alverð á papriku hefur lækkað um 38–44%. Meðalverð á ávöxtum hefur lækkað í nær öllum tilvikum síð- an í febrúar í fyrra. Hefur með- alverð á greipi, mangói, kíví og sítrónum lækkað um 19–32%, svo dæmi séu tekin. Samkeppnisstofnun telur ástæðu til að rifja upp, að fyrir tæpum tveimur árum var birt niðurstaða úr rannsókn sam- keppnisyfirvalda á ólöglegu sam- ráði fyrirtækja á grænmetis- markaði. „Í samræmi við tilmæli sam- keppnisráðs voru tollar á all- mörgum grænmetistegundum felldir úr gildi á síðasta ári. Nið- urstaða þeirrar könnunar á verðþróun á grænmeti og ávöxt- um sem nú er birt sýnir á aug- ljósan hátt að afnám tolla á grænmeti sem gildi tók fyrir um það bil ári hefur haft tilætluð áhrif og jafnframt örvað sam- keppni á ávaxtamarkaði þó að ávextir hafi ekki lækkað í verði af völdum tollalækkana,“ segir Samkeppnisstofnun. Afnám grænmetistolla lækkaði vöruverðið  Meðalverð/21 Morgunblaðið/Þorkell LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði ökumann innanbæjar á óskoðuðum bíl um áttaleytið í gærkvöldi. Í ljós kom að ökumaðurinn var próflaus og við leit í bílnum fannst hnífur og lít- ilræði af fíkniefnum. Einn farþegi var með í för og við yfirheyrslur viðurkenndi hann að eiga fíkniefnin og hnífinn. Var félög- unum tveimur sleppt að loknum yf- irheyrslum. Hafa þeir áður komið við sögu hjá lögreglunni á Selfossi í svip- uðum málum. Próflaus með fíkniefni og hníf ♦ ♦ ♦ TVEIR menn stungu af á hlaupum frá slysstað eftir að bíll sem þeir voru á rakst á annan bíl á mótum Bú- staðavegar og Reykjanesbrautar í Reykjavík á tólfta tímanum í gær- kvöldi. Lögreglan hafði uppi á þeim og voru þeir í yfirheyrslu er blaðið fór í prentun, en sjónarvottar sáu til mannanna grípa eitthvað úr skotti bílsins áður en þeir hlupu í burtu. Stungu af frá slysstað en náðust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.