Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 15 UMFANGSMESTA tilraun, sem um getur til að draga úr umferðaröng- þveiti í stórborg, var ýtt af stokkun- um í London í gær og var ekki annað að sjá en hún færi vandræðalaust af stað. Er mikill áhugi á tilrauninni í öðrum stórum borgum í Bretlandi og raunar víðar og takist hún vel, má bú- ast við, að fyrirkomulagið verði tekið upp víðar. Frá því klukkan sjö á morgnana og til hálfsjö á kvöldin kostar það rúmar 620 íslenskar krónur að aka um 21 ferkm stórt svæði í miðborginni en það nær frá fjármálahverfinu, City, til Hyde Park. Hefur áætlunin verið í undirbúningi og æfingu í marga mán- uði en ákveðið var að hrinda henni í framkvæmd nú í þessari viku þegar vetrarfrí er í breskum skólum. Þá er umferðin minni en ella. „Umferðin er ekki mikil og minni en við bjuggumst við,“ sagði Michele Dix, framkvæmdastjóri áætlunarinn- ar, en um klukkan tíu í gærmorgun höfðu 45.000 manns greitt gjaldið um síma, á gjaldstöð og á Netinu og 50.000 höfðu skráð sig fyrir greiðslu með SMS-skilaboðum. „Við eigum eftir að sjá einhverja erfið- leika,“ sagði Ken Li- vingstone, borgarstjóri í London, en hann ætlar að nota tekj- urnar til að endurbæta almennings- samgöngur í borginni. Hann kvaðst þó bjartsýnn á, að búið yrði að leysa hugsanleg vandamál um páska eða um miðjan apríl. Hugsanlega tekið upp annars staðar Yfirvöld í öðrum breskum stór- borgum, að minnsta kosti 30 talsins, fylgjast náið með tilrauninni í London en dæmi um gjaldtöku má finna í borgum annars staðar, til dæmis í Ósló. Þar er þó tilgangurinn með gjaldtökunni og framkvæmd hennar ólík því, sem er í London. Segist Liv- ingstone viss um, að gangi tilraunin upp, verði búið að taka upp sama kerfi í mörgum borgum um allan heim áður en áratugurinn er á enda. Andstæðingar áætlunarinnar, til dæmis ýmsir hópar tengdir Íhalds- flokknum, efndu til mótmæla hér og þar en mest var þó óánægjan meðal starfsmanna á Smithfield-kjötmark- aðinum. „Það er verið að gera okkur ókleift að stunda vinnuna. Við verðum ein- faldlega að borga fyrir að fá að fara heim að loknum vinnudegi,“ sagði George Wittey, einn starfsmanna þar. Aukið álag á almennings- samgangnakerfið Búist hafði verið við því, að allt að 30.000 ökumenn myndu skilja bíla sína eftir heima þennan fyrsta dag og Paul Watters, talsmaður Félags breskra bifreiðaeigenda, sagði, að það myndi ekki koma í ljós fyrr en eftir nokkurn tíma hvort kerfið gengi upp. Ljóst er, að þetta nýja fyrirkomu- lag mun auka verulega álagið á al- menningssamgangnakerfið og hefur því þegar verið mætt að hluta með því að auka framboð á sætum í strætis- vögnum um 11.000. Hins vegar var vitað, að flestir þeirra, sem ætluðu að skilja bílana eftir heima, hugðust nota neðanjarð- arlestirnar. Borgarstjórn Lundúna ætlar að nota áætlaðar tekjur, rúma 16 milljarða ísl. kr., til að endurbæta almenningssamgangnakerfið en vegna öngþveitisins er meðalhraði bílaumferðarinnar á umræddu svæði kominn niður í um 15 km á klukku- stund. Sektir 5.000 til 15.000 kr. Fylgst er með umferð á svæðinu með meira en 800 myndavélum, sem geta greint skrásetningarnúmer bif- reiða, en svæðið er aðgreint með hvítu „C“ á rauðum grunni. Leigubílar, strætisvagnar og umhverfisvæn far- artæki eins og rafmagnsbílar eru undanþegin gjaldinu og svo er líka með reiðhjól og vélhjól, sem hafa selst vel að undanförnu. Þeir, sem greiða ekki gjaldið, ann- aðhvort fyrirfram eða fyrir miðnætti sama dag, verða sektaðir um 5.000 til 15.000 krónur, allt eftir því hvenær þeir gera upp skuldina. Reuters Á götunni er gjaldtökusvæðið í miðborg Lundúna markað með stóru, hvítu C á rauðum grunni en á skiltinu segir, að skylt sé að greiða skattinn alla virka daga frá því klukkan sjö á morgnana til klukkan hálfsjö á kvöldin. Fyrsti dagurinn vandræðalaus Kostar 620 kr. að aka um afmark- að svæði í miðborg Lundúna London. AFP. ’ Meðalhraðibílaumferð- arinnar var kominn niður í 15 km á klst. ‘ SÉRSTÖK gjaldtaka af öku- mönnum hefur verið tekin upp í nokkrum norskum borgum en riðið var á vaðið með hana í Björgvin 1986 og hún síðan innleidd í Ósló 1990. Er mikil óánægja með kerfið enda líta bifreiðaeig- endur aðeins á það sem einn skattinn enn. Tilgangur gjaldsins er heldur ekki að draga úr umferð í borg- unum, heldur að standa undir vegaframkvæmdum. Þegar komið er til Óslóar á bíl verða menn að greiða rúmlega 160 ísl. kr. í skatt og breytir þá engu þótt för- inni sé í raun heitið annað því að hringvegurinn um borgina er innan tollsvæð- isins. Eins og fyrr segir er gjaldið notað til að kosta vegaframkvæmdir og með árunum hefur það orðið æ stærra hlutfall af kostn- aðinum við þær. Það er því alls ekki hagur sveitarfélag- anna á þessu svæði, að um- ferðin minnki, heldur þvert á móti. Ástandið má þó kallast skaplegt í Ósló miðað við það, sem er í Þrándheimi. Sem dæmi um það má nefna Hege Talsnes, sem býr í miðborginni en starfar á sjúkrahúsi í 40 km fjarlægð. Á leið sinni í vinnuna þarf hún að greiða vegarskatt fimm sinnum, um 16.000 ísl. kr. á mánuði. „Fyrsti tollurinn á að fara til viðhalds á hringveginum, tveir fjármagna vegi til og frá borginni og tveir eiga að standa undir nýjum vegi, sem verður ekki opnaður fyrir umferð fyrr en eftir þrjú ár,“ sagði Talsnes. „Ég veit varla lengur fyrir hvað ég er að borga.“ Óánægja í Noregi Ósló. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.