Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 45
STJÓRN handknattleiksdeildar
FH sendi frá sér fréttatilkynningu
í gærkvöld þar sem fram kom að
FH og Einar Gunnar Sigurðsson
hefðu komist að samkomulagi
þess efnis að Einar Gunnar léti af
störfum sem þjálfari 1. deildarliðs
karla.
Einar Gunnar tók við þjálfun
liðsins s.l. haust en áður hafði
Guðmundur Karlsson þjálfað liðið.
Elvar Erlingsson yfirþjálfari
yngri flokka FH stjórnaði æfingu
liðsins í gær en samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins munu for-
ráðamenn liðsins vera í viðræðum
við Þorberg Aðalsteinsson um að
hann taki við þjálfun liðsins.
FH-ingar munu einnig hafa
rætt við þá Kristján Arason og
Þorberg Jensson. FH er í níunda
sæti 1. deildarinnar að loknum
nítján umferðum og er sem stend-
ur fyrir utan þann hóp liða sem
tryggir sér sæti í úrslitakeppn-
inni. Liðið leikur gegn ÍBV n.k.
föstudag á heimvelli sínum í
Kaplakrika.
Einar Gunnar lék 106 landsleiki
sem leikmaður með Selfossi á ár-
unum 1990 til 1995, en þá hætti
hann að leika með landsliðinu
vegna meiðsla. Hann lék sína
fyrstu landsleiki gegn Tékkum í
Laugardalshöll 1990 og var Pat-
rekur Jóhannesson þá einnig ný-
liði í landsliðinu. Einar Gunnar
gekk til liðs við Aftureldingu
1995 og hefur verið í herbúðum
FH í þrjú ár, fyrst sem leikmaður.
FH-ingar ræða
við Þorberg
Þóru tókst ekki að koma í vegfyrir að Mia Hamm, fremsta
knattspyrnukona heims, skoraði
hjá henni strax á 3. mínútu. Hamm
slapp innfyrir íslensku vörnina og
sendi boltann af öryggi í netið. En
þar með var markaskoruninni lok-
ið. Þóra varði þrívegis glæsilega í
fyrri hálfleiknum, frá Hamm,
Kristine Lilly og Aly Wagner og
bandaríska liðið sótti stíft.
„Þetta var skemmtilegur leikur.
Það er alltaf gaman að spila á móti
bandaríska liðinu því maður fær
ávallt nóg að gera. Mér sýnist Mia
Hamm vera fljót að svekkja sig
þegar henni gengur illa að skora
og það þótti mér ekki leiðinlegt að
sjá„“ var haft eftir Þóru á heima-
síðu bandaríska knattspyrnusam-
bandsins.
Tvö umdeild atvik
Ísland átti þó sínar sóknir og
tvö umdeild atvik áttu sér stað
snemma leiks. „Olga Færseth var
að sleppa innfyrir vörnina þegar
hún var toguð niður. Síðan fékk
bandarískur leikmaður gult spjald
fyrir að gefa Rósu Júlíu Steinþórs-
dóttur olnbogaskot en samkvæmt
því sem við eigum að venjast er
engin önnur refsing við slíku broti
en rautt spjald,“ sagði Klara
Bjartmarz, fararstjóri íslenska
liðsins, við Morgunblaðið.
Eftir því sem leið á leikinn dró
úr sóknarkrafti bandaríska liðsins
og í síðari hálfleiknum skapaði það
sér ekki mörg marktækifæri. Flest
markskota þess voru meinlaus og
íslenska vörnin stóðst pressuna
með miklum sóma.
„Það var sérstaklega gaman að
sjá nýliðann Írisi Andrésdóttur
leika í vörninni eins og um þraut-
reynda landsliðskonu væri að ræða
og þar munaði líka mikið um
reynslu Auðar Skúladóttur,“ sagði
Klara, en Auður lék sinn fyrsta
landsleik í fjögur ár.
Auk Írisar léku hinar 18 ára
gömlu Hólmfríður Magnúsdóttir
og Málfríður Sigurðardóttir sinn
fyrsta A-landsleik. Hólmfríður
kom inn á um miðjan síðari hálf-
leik og átti tvær ágætar skottil-
raunir að marki Bandaríkjanna á
lokasprettinum og Málfríður kom
inn á rétt fyrir leikslok. Laufeyju
Jóhannsdóttur var skipt inn á um
svipað leyti og Hólmfríði en allir
aðrir varamenn Íslands fengu að
spreyta sig á lokamínútum leiks-
ins.
„Við erum mjög stolt af frammi-
stöðu íslensku stúlknanna í þess-
um leik. Þær léku af hugrekki og
skynsemi og létu ekki slá sig út af
laginu þó bandaríska liðið næði að
skora mark strax á upphafsmín-
útum leiksins,“ sagði Klara Bjart-
marz.
Leikurinn fór fram við nokkuð
erfiðar aðstæður en rigning var og
frekar kalt miðað við árstíma á
þessum slóðum.
Samkvæmt veðurspá mátti bú-
ast við þrumuveðri en það gekk
ekki eftir.
AP
Fyrirliðarnir eigast við. Ásthildur Helgadóttir í harðri baráttu við Julie Foudy í leiknum í Charl-
eston í fyrrinótt. Ásthildur jafnaði met Margrétar Ólafsdóttur og spilaði sinn 51. A-landsleik.
Þóra lék sama
leik og í Charlotte
ÞÓRA B. Helgadóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í
knattspyrnu, var í sviðsljósinu á Blackbaud-leikvanginum í Charl-
estonborg í fyrrinótt þegar heimsmeistaralið Bandaríkjanna sigraði
Ísland með minnsta mun, 1:0. Rétt eins og í markalausu jafntefli
liðanna í Charlotte fyrir þremur árum, fór Þóra á kostum í íslenska
markinu og varði oft glæsilega, einkum í fyrri hálfleiknum.
JÓN Arnór Stef-
ánsson lék vel þegar
Trier tók á móti
Würzburg og sigraði
90:79.
Jón lék í 20 mín-
útur, en hann hefur
verið frá í síðustu
tveimur leikjum
vegna meiðsla, og var
næst stigahæstur í lið-
inu með 17 stig. Jón
Arnór hitti úr öllum
fimm tveggja stiga
skotum sínum, tveim-
ur af þremur þriggja
stiga og einu af þrem-
ur vítasköstum og tók
fjögur fráköst í vörn.
Trier er í neðsta
sæti deildarinnar
ásamt Würzburg með
sex stig eftir sautján
leiki.
Jón Arnór lék vel
Jón Arnór
KRISTJÁN Halldórsson, þjálf-
ari norska handknattleiksliðs-
ins Haslum, skammaði sína
menn svo rækilega í hálfleik
að veggir búningsklefans
skulfu, þegar lið hans lék við
Vestli á sunnudaginn. Þannig
lýsir liðsstjóri Haslum gangi
mála í blaðinu Asker og Bær-
ums Budstikke.
Haslum var undir í hálfleik,
13:11, gegn einu af neðstu lið-
unum í „millideild-B“ en liðið
tók sig hressilega á eftir ræðu
Kristjáns og vann öruggan
sigur, 28:22.
Þar með er Haslum efst í
deildinni og stendur vel að
vígi en tvö efstu liðin fara í úr-
slitakeppni um norska meist-
aratitilinn og fjögur efstu
vinna sér sæti í úrvalsdeild-
inni.
Kristján lét
í sér heyra
ALLAN Houston gerði sér lítið
fyrir og skoraði 53 stig fyrir New
York Knicks þegar liðið lagði meist-
ara LA Lakers, 117:110, í NBA-
deildinni í fyrrinótt. Houston sló þar
með stigamet Kobe Bryant hjá LA
Lakers á leiktíðinni en Bryant skor-
aði 51 stig fyrir sína menn í síðustu
viku. Bryant var eins og oft áður
stigahæstur í liði meistaranna en
hann setti niður 40 stig.
ANDRE Agassi vann í fyrrinótt
sinn 56. sigur á keppnisferli sínum
þegar hann bar sigur úr býtum á
opna Siebel mótinu í tennis. Agassi
hafði betur á móti Ítalanum Davide
Sanguinetti, 6:3 og 6:1, og hann
vann þar með þetta mót í fimmta
sinn.
ANDREJ Klimovets, línumaður
Flensburg-Handewitt, hefur fengið
þýskan ríkisborgararétt og leikur
því ekki framar með landsliði Hvíta-
Rússlands í handknattleik.
PATRICK Vieira, fyrirliði Arsen-
al, sagði í gær að Arsenal þyrfti ekki
á kröftum Ronaldo að halda. „Við
erum með Thierry Henry, sem er
betri en Ronaldo. Thierry hefur
leikið stórkostlega með okkur, þann-
ig að við þurfum ekki á öðrum leik-
manni að halda,“ sagði Vieira, en
blöð í Englandi sögðu frá því fyrir
helgi að Ronaldo, sem leikur með
Real Madrid, hefði áhuga á að leika
með Arsenal.
SIR Bobby Robson, knattspyrnu-
stjóri Newcastle og fyrrverandi
landsliðsþjálfari Englands, segir að
Sven Göran Eriksson, landsliðs-
þjálfari Englands, og knattspyrnu-
stjórar stóru liðanna á Englandi,
verði að koma saman og ræða lands-
liðsmál og hvernig best sé að haga
þeim.
ROBSON sagði að líklega hafi
hann aðeins tvisvar lent í erfiðleik-
um með að kalla saman landslið á
þeim átta árum sem hann var lands-
liðsþjálfari. „Ég kannast við vanda-
mál, sem Sven Göran þarf að glíma
við og er tilbúinn að ræða við hann,“
sagði Robson.
STOKE City hefur samið við
sóknarmanninn Lee Mills og Steve
Banks til loka þessa tímabils. Báðir
hafa þeir verið í láni hjá félaginu,
Mills frá Coventry og Banks frá
Bolton, en þeir hafa báðir fengið sig
leysta undan samningum sínum þar.
ROSENBORG sigraði San Jose
frá Bandaríkjunum, 2:0, í fyrsta leik
sínum á La Manga mótinu sem hófst
á Spáni í gær. Árni Gautur Arason
sat á varamannabekk Rosenborg en
keppinautur hans, Espen Johnsen,
átti stórgóðan leik í marki norsku
meistaranna.
FÓLK