Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ A rfmynd (mýta/ goðsögn) er forn sögn sem hefur djúpa merkingu fyr- ir nútímamanninn. Arfmyndir kynjanna birtast í fornum sögum eða táknum sem borist hafa með kynslóðunum milli menningarheima. Uppruni þeirra er iðulega óljós og framar rituðum heimildum, en þetta eru sögur af völdum og áhrifum, ör- lögum, ást, hatri, lífsbaráttu og samkennd. Ósýnileikinn er ein- kenni þeirra, og því þarf að greina mynd þeirra og túlka á hverjum tíma. Arfmyndirnar viðhalda ákveð- inni hugmyndafræði og eru líkt og duldar vísbendingar til kynjanna um hvaða aðferðir virki í karllægum heimi. Mynd- irnar virðast vera nýjar í tíðarandanum, en undrið er hversu fornar og stundum úldnar þær eru í raun. Sú arfmynd kvenna sem und- anfarin ár hefur mest borið á í fjölmiðlum er rekjanleg til sagn- ar um Salóme, stúlku sem m.a. sagt er frá í 14. kafla Mattheus- arguðspjalls. Stúlkan var dans- ari og sótti valdið í fegurð sína og nekt. Eiginleg völd voru hjá karlmönnum, og þurftu konur að finna önnur og duldari ráð til að fá hlutdeild í því. Salóme fékk óskir sínar uppfylltar með því að dansa sjöslæðudansinn undir bumbuslætti frammi fyrir körl- um. Í dansinum felldi hún slæð- urnar sjö og tók loforð af áhorf- endum, líkt og súludansari tekur við fimmhundruðköllum, þangað til hún varð kviknakin. Ósk hennar þetta örlagaríka kvöld var: „Gef mér hér á fati höfuð Jóhannesar skírara.“ Salóme (friður) er ekki rétta eða elsta nafnið yfir þessa arf- mynd, nafn gyðjunnar Ishtar er t.d. enn eldra nafn yfir þessa táknsögu. En arfmyndin fjallar um þá aðferð að beita eigin lík- ama til að öðlast völd; að tæla. Þetta er aðferð tálkvendisins eða gálunnar. Valdið felst ekki í visku, ríkidæmi, ætterni eða embætti, heldur í þeirri slægð að freista án orða með nektinni. Að fá, í krafti hennar, aðra til að veita af valdi sínu. Aðferðin er viðbragð við því að vera útilokuð frá eiginlegum völdum, og gefur veik, tvísýn völd. Söngkonan Madonna (nafn yf- ir arfmynd móðurinnar) dansaði sjöslæðudansinn fyrir meira en áratug. Hún tældi og eggjaði áhangendur sína með svo góðum árangri að aðrar söngkonur voru nánast dæmdar til að herma eft- ir og þýða formið. Valdið er sótt í seiðandi líkamann eða með því að fækka fötum eða klæðast árásargjörnum búningum. Madonna valdi þessa aðferð af eigin frumkvæði, en núna er ögr- andi framkoma nánast kvöð og tálkvendið í tónlistarmynd- böndum að hefð. Poppdrottn- ingar á Vesturlöndum dansa sjöslæðudansinn frammi fyrir áhorfendum sínum og fella slæð- urnar hverja af annarri. Valdið er sótt í útlitið, og slæðurnar falla á umslögum, tónleikum, myndböndum og ekki síst í glanstímaritum fyrir karla og konur. Regluleg viðtöl í tímaritum virðist vega mjög þungt, en það er líkt og skilyrðið fyrir umfjöll- un sé að birtast á brókinni á for- síðum og í ögrandi stellingum inni í blaðinu. Í desember sl. felldi t.d. söngkonan Christina Aguilera allar spjarirnar í myndasyrpunni The Pussycat Dolls í tímaritinu Maxim (www.christinazone.com). Á síð- ustu myndinni sjást langir leggir hennar þegar hún bisar við á háum hælum að toga niður um sig nærbrókina. Aquilera segist vera orðin leið á því að þykjast vera sæt og saklaus, og með disknum „Stripped“ og mynd- bandinu „Dirrty“ vilji hún festa djarfa ímynd sína í sessi. Hún á aðeins eftir að snúa sér beint í myndavélina og sleppa fingrum af geirvörtunum. Markmiðið með nektinni er að vekja athygli og að tæla til sín áhorfendur; að þiggja völd sín með því að vekja girnd. Ma- donna var frumkvöðull á þessu sviði, en mátturinn sem í þessu fólst varð fljótlega hluti af (pen- inga)maskínunni sem karlarnir stjórna og væntanlegar popp- drottningar gera samninga við. Það er ekki feimnismál eða leyndarmál að áður en skrifað er undir samninga sé gengið frá því að sviðsframkoman verði tælandi og að koma þurfi fram í tímarit- um á djarfan hátt; sýna nekt. Sjöslæðudansinn er ekki að- eins stundaður af poppdrottn- ingum heldur stíga flestar kven- kyns kvikmyndastjörnur hann. Fyrir frumsýningar á nýjustu myndunum birtast margar þeirra slæðulausar í tímaritum. Við greiningu á líkamsstellingum á ljósmyndum af þeim kemur í ljós að fyrirmyndin er sótt í klámmyndir. Ástæðan er ekki sjálfval heldur þrýstingur, því þessar stellingar eru sagðar virka best á þá sem skoða mynd- irnar. Árið 2002 sýndi þó leik- konan Jamie Lee Curtis hvernig tálkvendið er skapað í tímarit- um. Hún afhjúpaði það með því að birta myndir af sér fyrir hönnun stílistanna á líkama hennar og á eftir (Ms. Magazine, www.thats-a-wrap.net/jlc/). Tálkvendið er kvenímyndin sem kvenstjörnur í popptónlist og kvikmyndum klæðast, og þessi ímynd birtist með ýmsum hætti í vestrænni menningu. Ímyndin er sterk ábending um hvert konan „eigi“ að sækja vald sitt: Í líkamann. Gálan er met- sölustúlkan; hún er fallegust, ríkust og sælust allra kvenna. Hamur hennar er áhrifaríkasta gervið til að ná athygli og ár- angri (áróður). Nýjasta birting arfmynd- arinnar vekur þó grun um að gullöld gálunnar muni senn líða undir lok. Sjöunda slæðan svífur í loftinu og brátt mun nektin ríkja ein; stjörnurnar stíga kvik- naktar fram í sviðsljósið. Fall arfmyndar stjarnanna er falið í því að láta hendur falla með síð- um og horfa allsnakin í linsuna. Þá verða endalok gálunnar – í bili. Gullöld gálunnar Gálan er metsölustúlkan; hún er falleg- ust, ríkust og sælust allra kvenna. Ham- ur hennar er áhrifaríkasta gervið til að ná athygli og góðum árangri. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is ✝ Jón JóhannMagnússon fædd- ist í Innri-Fagradal í Saurbæjarhreppi 16. nóvember 1912. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 10. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Magnús Halldórsson, f. 17.9. 1869, d. 15.11. 1946, og Guðrún Ingi- björg Finnsdóttir, f. 16.12. 1872, d. 4.4. 1959. Jón var næst- yngstur sex systkina en hin eru Finnur, f. 1898, d. 1991, Halldór, f. 1900, d. 1965, Sólveig, f. 1903, d. 1983, Ingibjörg, f. 1906, d. 1996, og Ásgeir, f. 1919. Jón kvæntist 8. júlí 1944 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Sigrúnu Sig- urjónsdóttur, sem fædd er á Hólmavík 10. október 1916. Þau eignuðust tvo syni: 1) Þorkel, f. 8. júlí 1947, maki Kristín Guðmunds- dóttir, f. 24. október 1946, þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. 2) Hrólf, f. 24. janúar 1955, maki Ingi- björg Steinunn Sverrisdóttir, f. 13. febrúar 1955, þau eiga þrjú börn. Jón fluttist með foreldrum sín- um til Hólmavíkur rúmlega tíu ára gam- all og átti þar heima þangað til að hann, rúmlega tvítugur, fluttist til Reykjavík- ur. Fyrstu árin starf- aði hann fyrir Efna- gerð Reykjavíkur og hjá Ríkisútvarpinu en 1941 hóf hann nám í húsgagnasmíði hjá Húsgagnavinnu- stofu Þorsteins Sig- urðssonar á Grettis- götu 13 og lauk sveinsprófi frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1945 og hlaut meistarabréf í húsgagna- smíði 1948. Jón vann mestan hluta starfsævi sinnar við húsgagnasmíði, fyrstu fimm árin hjá Húsgagnavinnustofu Þorsteins Sigurðssonar, síðan hjá Húsgagnaverslun Reykjavíkur í 22 ár, rúm sex ár hjá Trésmiðjunni Meið og loks hjá Kristjáni Siggeirs- syni þar sem hann starfaði í 16 ár eða þar til hann lét af störfum 1985, tæplega 73 ára gamall. Útför Jóns fer fram frá Háteigs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Týndur í París! Nafni minn og föðurbróðir, Jón Jóhann Magnús- son, lét ekki segja sér til verka. Sjálfur hafði hann verkstjórnina á sinni hendi. Hann kunni líka að leggja á minnið kennileitin og rata þann veg sem lá í örugga höfn. Og fjölskyldu sinni bjó hann öruggan hag og fallegt umhverfi þar sem hann og Dúna áttu lengstum heim- ili sitt í Bólstaðarhlíð 25. Það er langur vegur úr Dala- sýslu eða bænum Innri-Fagradal í Saurbæ og út í heimsborgina við ána Signu. En lítill foss sem kenndur er við gull og fossar af brún niður við túnfótinn á þessu fallega bæjarstæði fellur samt um síðir sín tár í þann sama sjó og fljótið sem rennur í gegnum Par- ísarborg. Nafni minn sá líka heims- borgina í sjálfri Reykjavík. Hún varð vettvangur lífs hans um margra áratuga skeið og hann vildi sjá hana í samhengi þeirrar heimsþróunar sem skilaði öreigum allra landa sæmandi viðurværi, grænum torgum og sjálfstæðri sveit hins unga Íslands, Íslands framtíðarinnar sem í bernsku hans hafði rétt stigið út úr moldargólf- um í mosagrónum bæ niður við strönd eins og í Skeljavík á Strönd- um. Hann stendur reffilegur í frakka með hatt á höfði. Það er kosn- ingadagur í Sjómannaskólanum. Nú kjósum við konu á forsetastól. Í köldu stríði Evrópu vorar enn í þessu landi myrkurs og ísa. Frændi minn er stoltur sjálfur eins og ókrýndur forseti alþýðunnar þar sem einn sigur eða annar er áskor- un um að halda áfram að búa til betri heim. Handan þeirra átaka átti hann sér þessa mynd framtíð- arinnar í listilega skornum mynd- um hetjunnar fornu og konu sem situr við spunavél. Ekki vegna úr- eltrar hlutverakaskiptingar heldur einmitt í samruna hinnar minnstu manneskju og riddarans sem þar halda í hendi fána hins eilífa al- þýðuhers. Þetta land, víkin með sín dæg- JÓN JÓHANN MAGNÚSSON ✝ María JónaGeirsdóttir fædd- ist í Reykjavík 15. mars 1960. Hún lést á heimili sínu 3. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar eru hjónin Geir Guðlaug- ur Jónsson vélstjóri, f. á Akureyri 5. jan- úar 1928, d. 18. febr- úar 1975, og Signý Þorkatla Óskarsdótt- ir leikskólakennari, f. í Reykjavík 19. maí 1930. Núverandi maður Signýjar er Aðalsteinn Helgason. Systkini Maríu eru Sigríður Ósk Geirsdóttir, fyrrv. verka- kona, f. í Reykjavík 17. desember 1956, maður hennar er Jón Eiríks- son fulltrúi, f. 4. júní 1954, og Þorkell Guðlaugur Geirsson bílstjóri, f. í Reykja- vík 26. maí 1961. Börn hans og fyrr- verandi eiginkonu hans Dóru Guðrúnar Wild, f. 4. október 1962, eru Egill, f. í Reykjavík 9. ágúst 1986, og Agnes, f. í Reykjavík 10. októ- ber 1989. María Jóna bjó lengst af með móður sinni en heimili hennar var síðustu árin í Hátúni 12 í Reykjavík. Útför Maríu Jónu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hinn 15. mars árið 1960 fæddist lítil blómarós, dökk á brún og brá, lít- il systurdóttir, uppáhaldið mitt, Mæsa mín. Þó að ég væri ung að ár- um treysti stóra systir mín mér fyrir augasteininum sínum það sama sum- ar, hálfan daginn á meðan hún var að vinna. Það sumar bundumst við frænkurnar böndum sem síðan urðu sterkari og traustari með hverju árinu sem leið. Þegar hún var aðeins eins árs eignaðist hún lítinn bróður. Þá voru þau orðin þrjú systkinin og mikið að gera hjá mömmunni. Naut þá Maja mín þess að fá frænku í heimsókn og sýndi það á ýmsa lund. Athvarf átti Maja líka í Rauðagerðinu hjá afa og ömmu. Þar undi hún sér vel og átti góðar stundir með þeim. Hún hafði það stundum á orði við mömmu, sína þegar hún var lítil og langaði inn í Rauðagerði að þar væri alltaf gott veður. Þannig var vistin þar. Maja var aðeins 15 ára gömul þeg- ar hún missti föður sinn. Það var mikill missir fyrir unglinginn. Hann var alltaf ofarlega í huga hennar, tal- aði hún títt um hann og hafði mynd af honum á góðum stað í herberginu sínu. Fljótlega kom í ljós að Maja mín gekk ekki heil til skógar og ágerðust veikindi hennar með aldrinum. Ör- lögum sínum tók hún með æðruleysi og skynsemi. Henni fannst stundum svolítið óréttlátt að vera svona veik, en svaraði því strax til að það væri betra að finna til sjálf heldur en að horfa upp á aðra, sem henni þótti vænt um, þjást. Hún fann alltaf lausnir á öllu – komst aldrei í þrot. Barngóð var hún Maja mín með afbrigðum og hændust börn að henni því að hún var ólöt við að leika við þau, syngja og segja sögur. Söngelsk var hún og kunni ógrynni af textum og lögum. Þegar börnin uxu úr grasi röðuðu þau sér áfram í kringum hana og höfðu unun af því að hjálpa henni á alla lund, allt gert til að vera í samvistum við hana. Stórfjölskyldan var henni efst í huga og lagði hún mikið á sig til að geta tekið þátt í öllu sem fjölskyldan tók sér fyrir hendur. Gönguklúbbur fjölskyldunnar, Vegmóður, skipaði stóran sess í huga Maju minnar og næstsíðasta daginn hennar var hún í þorrablóti með Vegmóði og skemmti sér mjög vel. Þar komu litlu börnin til hennar og hún naut þess að tala við þau og dást að þeim. Við Maja höfum ferðast saman undanfarin ár ásamt mömmu henn- ar og fleirum. Þar má nefna Dan- merkurferð, sumarbústaðardvöl í Lóninu, Þórsmerkurferð, Flateyjar- ferð þar sem Maja skrifaði og mynd- skreytti dagbók, sem hún skírði Flateyjarbók og gaf öllum ferða- félögunum og svo allar samveru- stundirnar í sumarbústað fjölskyld- unnar á Þingvöllum. Í þessum ferðum var Maja hetjan okkar. Hún sem átti erfiðast með að hreyfa sig, lét ekkert aftra sér frá því að sjá allt það markverða sem hver ferð hafði upp á að bjóða. Mamma hennar lagði líka mikið af mörkum til að hún gæti notið lífsins og sparaði ekki krafta sína og tíma til að svo gæti orðið. Þær mæðgur voru mjög samrýnd- ar og að heimsækja þær var alltaf mjög gefandi og gaman. Þær voru oftast með eitthvað skemmtilegt á prjónunum, handavinnu, teikningar, áform um að ferðast eitthvað eða gera eitthvað skemmtilegt á næstu dögum. Maður kom sem sagt ekki að tómum kofanum þar. Núna á þessum erfiðu dögum þakka ég Guði mínum fyrir að hafa fengið að njóta hennar Maju og ég þakka Maju minni fyrir allt. Ég kveð systurdóttur mína með miklum trega og eftirsjá en einnig með þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga hlutdeild í ævigöngu hennar. Eiginmaður minn og synir sjá á eftir góðum vini og uppáhalds frænku, í sorg og söknuði. Eftir eig- um við fjársjóð minninga um hana, sem mun fylgja okkur um ókomna tíð. Nú dvelur hún Maja mín á völlum sumarlandsins hlýja, í umsjá Drott- ins og ég bið Guð almáttugan að vefja hana örmum sínum og vernda þennan engil sinn. Fanney frænka. Þegar við hugsum um Mæju frænku dettur okkur helst í hug orð- ið skrautleg. Hún var skrautlegur persónuleiki og aldrei nein logn- molla þar sem hún var. Hún var hrókur alls fagnaðar á samkomum þar sem óborganlegur húmor henn- ar naut sín. Þar skartaði hún líka skrautlegum fötum og eyrnalokk- um, en Mæja átti eitt það skrautleg- asta og skemmtilegasta eyrnalokka- safn sem við höfum séð. Þegar við vorum litlar renndum við löngunar- augum eftir marglitum, stórum og glitrandi eyrnalokkum að ekki sé nú minnst á diskóennisbandið fræga. Mæja skynjaði einstaklega vel persónuleika fólks og náði til allra með hnyttnum tilsvörum og smit- andi hlátri sínum. Hún gat líka talað við alla enda virtist feimni ekki vera til í henni Mæju. Hún var söngelsk og fór fremst í flokki þegar við MARÍA JÓNA GEIRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.