Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 27 SPÁMENNSKA! Þetta var fyrsta orðið sem undirritaðri datt í hug við lestur greinar Eiríks Tóm- assonar, forseta lagadeildar Há- skóla Íslands, sem birtist í Morg- unblaðinu 3. febrúar síðastliðinn. Spámennska um hvað framtíðin ber í skauti sér er hins vegar ekki vettvangur lögfræðimenntaðra manna. Ætti heldur að horfa á þær staðreyndir sem fyrir liggja í málinu. Samkeppni er ef til vill ekki ,,töfralausn“ en hún er sann- arlega spor í rétta átt. Þrennt er það aðallega sem ég hnaut um í grein Eríks. Í fyrsta lagi virðist Eiríkur telja lausn háskólanna liggja í því að setja einhvers konar hömlur á samkeppni. Áður en lagadeild Há- skólans í Reykjavík tók til starfa, með nýjar kennsluaðferðir, má segja að viss stöðnun hafi ríkt í laganámi hérlendis. Lagadeild HÍ sá líklega litla ástæðu til að breyta 90 ára kennslustefnu þar sem markaðurinn kallaði ekki á það og menn höfðu engan samanburð hér- lendis hvort kennslustefna þessi væri komin til ára sinna eður ei. Þegar samkeppnin við Háskólann í Reykjavík var hins vegar orðin að veruleika þótti augljóst að HÍ þyrfti að grípa til aðgerða. Breyt- ingar á högun námsins voru gerð- ar og vil ég hrósa Eiríki og hans samstarfsmönnum fyrir það fram- tak. En hvað var það sem leiddi til breyttra og bættra kennsluaðferða við lagadeild HÍ? Undirrituð hefur mjög sterkan grun um að það hafi einmitt verið samkeppni. Líklegt er að þar sem engin samkeppni ríkir er stöðnun ekki langt undan. Afleiðing þess yrði því minni sam- keppnishæfni. Undirritaðri er því með öllu óskiljanlegt, hvernig hægt er að tala um hnignun laga- náms og heilbrigða samkeppni í sömu setningu. Samkeppni skapar stúdentum fleiri valkosti auk þess sem hún hvetur háskólana til að veita betri og samanburðarhæfa þjónustu. Með því móti getur veg- ur laganáms hérlendis einungis legið upp á við. Í annan stað gefur Eiríkur sér, að lagadeild Háskólans í Reykja- vík kosti ríkið jafnmikið og laga- deild HÍ. Slík rangfærsla virðist nokkuð algeng meðal talsmanna HÍ. Ef tekið er mið af ríkisfram- lögum til rannsókna fær HÍ mun meira fé úr ríkissjóði en Háskólinn í Reykjavík. Það eru því engin haldbær rök að baki þeirri upphæð sem Eiríkur gefur sér að fari til hvors háskóla í formi ríkisfram- laga. Í þriðja lagi þótti mér undarleg- ur eftirmáli í einni staðhæfingu Eríks. Í grein sinni segir hann: ,,…hingað til hafa íslenskir lög- fræðingar staðist samanburð við erlenda lögfræðinga, bæði í fram- haldsnámi og störfum, svo sem fyrir alþjóðastofnanir.“ Þessum orðum er undirrituð algerlega sammála. En gætir ekki þversagn- ar í orðum Eiríks síðar í greininni? Aðra stundina hrósar hann fyrr- verandi lagastúdentum HÍ en vendir síðan kvæði sínu í kross og virðist hafa litla trú á getu þessara sömu manna. Orðstír fyrrverandi lagastúdenta HÍ fer víða og er Há- skólinn í Reykjavík nú eitt þeirra fyrirtækja sem nýtur liðsafla þess- ara frábæru starfskrafta. Við laga- deild Háskólans í Reykjavík starfa ellefu HÍ menntaðir lögfræðingar og að dómi þeirra sem til þekkja vinnur þetta ágæta fólk mjög gott starf við að auka hróður laganáms á Íslandi enn frekar. Eiríkur ætti fremur að fagna framtaki lögfræð- inga sem útskrifast hafa úr HÍ og gefa þeim færi á að sýna, að þeir geta einnig alið lögfræðinga sem standast erlendan samanburð. Það er góðs viti að Eiríkur skuli ekki útiloka einhvers konar sam- starf milli háskólanna. En menn verða að fylgja hug í verki. Þegar undirrituð las áhyggjuefni Eiríks að takmarkalaus samkeppni myndi leiða til ófarnaðar, kom henni ekki annað til orða en ,,Margur heldur mig sig“. Háværar raddir hafa borist frá HÍ, að kennarar laga- deildar þar á bæ stundi nánast kerfisbundinn skotgrafarhernað til að sverta bæði þá starfsemi sem á sér stað í nýrri lagadeild Háskól- ans í Reykjavík sem og þá stúd- enta sem stunda þar nám. Ef menn telja slíkt farsæla leið til að gera veg laganáms á Íslandi sem mestan er óhætt að segja að þeir hinir sömu séu að vaða í blindni. Eins og áður sagði, er það skoð- un undirritaðrar að í grein Eiríks er að finna vott af spámennsku. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér og erfitt er að finna ,,töfralausnir“ þegar menn grípa forsendur úr lausu lofti sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Lausnin mun líklega liggja ljós fyrir með tíð og tíma og sem 1. árs laganemi við Háskólann í Reykja- vík vil ég ráðleggja Eiríki og öðr- um efasemdarmönnum að doka við og sjá hvernig okkur reiðir af þeg- ar fram líða stundir. Ekki heimur ,,töfra“ heldur staðreynda Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur „Samkeppni skapar stúd- entum fleiri valkosti auk þess sem hún hvetur háskólana til að veita betri og samanburðarhæfa þjónustu.“ Höfundur er formaður Lögréttu, félags laganema við Háskóla Íslands. Skráningarlýsing Hf. Eimskipafélags Íslands Á hluthafafundi Hf. Eimskipafélags Íslands þann 5. nóv- ember 2002 var stjórn félagsins veitt heimild til að hækka hlutafé um allt að 967.000.000 kr. að nafnverði. Stjórninni var heimilað að nýta hlutina m.a. til að fjármagna kaup á hlutum í Haraldi Böðvarssyni hf. Hluthafar féllu frá forkaups- rétti á hlutunum. Heimildin gildir til fimm ára. Þann 28. nóvember sl. var hlutafé í Hf. Eimskipafélagi Íslands hækkað að nafnverði 459.997.211 kr. og aftur þann 17. desember um 498.692.178 kr. Hið nýja hlutafé var allt greitt með hlutabréfum í Haraldi Böðvarssyni hf. Skiptigengi var 1,222222222 kr. hlutur í Hf. Eimskipafélagi Íslands á móti 1. kr. hlut í Haraldi Böðvarssyni hf. Heildar- hlutafé Hf. Eimskipafélags Íslands er 5.152.154.232 kr. eftir hækkunina. Hlutabréfin voru ekki boðin í almennri sölu. Kauphöll Íslands hf. hefur skráð framangreinda hlutafjár- hækkun í samræmi við lög og reglur Kauphallarinnar. Skráningarlýsing vegna hlutafjárhækkunarinnar er birt í styttu formi í samræmi við 2. mgr. 17. gr. reglugerðar nr. 434/1999 um opinbera skráningu verðbréfa í Kauphöll, sbr. 1. tl. 1. gr. viðauka nr. IV við reglugerð 434/1999. Skráningarlýsingu Hf. Eimskipafélags Íslands er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila og útgefanda: Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 3. hæð, 155 Reykjavík, sími 440 4000, vefsvæði www.isb.is. Hf. Eimskipafélag Íslands, Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík, sími 525 7000, vefsvæði www.ei.is. HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Ert þú atvinnulaus? Upplagt að fara inn á fyrirtaeki.is Þarft þú að kaupa þér atvinnu? Vilt þú verða sjálfstæður án þess að eiga það á hættu að fá uppsagnarbréf fyrirvaralaust og eiga sjálfur það sem eftir verður? Þarft þú að selja? Skráðu fyrirtæki hjá okkur, það kostar þig ekkert en það gæti selst. Hafðu samband. Allar upplýsingar í fullum trúnaði. Þannig vinnum við. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. EINHVERN VEGINN fengum við Þingeyingar margir þá flugu í höfuðið að með stofnun samvinnu- hreyfingarinnar væri mannlegt samfélag fullsmíðað í Þingeyjar- sýslu, ekkert ógert, engin missmíð. Að svo góðu dagsverki loknu er at- hugandi að hvílast ein hundrað ár eða svo. Á fjögurra ára fresti kom framsóknarmaddaman í gættina og renndi stoltum móðuraugum yfir sofandi barnahópinn; mikið voru þau falleg. Hún var hins vegar öðru að sinna þegar bankinn sem þekkir sitt fólk kom við í fyrir- myndarríkinu og hafði þaðan með sér allt fémætt til Akureyrar. Og ekki rumskuðum við. Á líftíma samvinnuhreyfingarinnar brugðu Þingeyingar aðeins einu sinni blundi, svo eftir væri tekið. Um Laxárdeilu hefur margt verið skrafað frá því hún var háð. Oft má af umræðunni ætla að einungis Laxárdalur hafi verið í húfi, næðu virkjanaáformin í S-Þing. fram að ganga. Því fer þó fjarri og væri vissulega þarft að rifja hér upp öll þau hugarsmíð, þó ekki væri nema til að sjá fáránleika þeirra í ljósi þeirra verðmæta sem þetta svæði er í dag óvirkjað, en það verður að bíða betri tíma. Sömuleiðis er mis- skilningur að deilan hafi útkljáðst með sprengingunni í Miðkvísl, þótt efalaust hafi sú prýðisvellukkaða aðgerð vegið þungt til að ná virkj- unarforkólfunum að samninga- borðinu, en þar og með atbeina dómsvaldsins var þessi deila til lykta leidd. Í Laxárdeilu nýttist vel hin mikla félagshefð Þingey- inga og að við höfðum á að skipa foystumönnum sem kunnu til verka og rann blóðið til skyldunn- ar. Skyldan var nefnilega Þing- eyinga meir en annarra af þeirri einföldu ástæðu að í krafti eign- arhalds á landinu og búsetu þar gátu þeir öðrum fremur krafist samningsréttar, þótt stuðningur réttsýnna manna alls staðar á landinu styrkti samningsstöðuna. Þótt heibrigðri skynsemi manna virðist frá þessum atburðum hafa hrakað svo að prófessoraálit og ráðherraúrskurði þurfi um hvort séu náttúruspjöll að sökkva landi undir vatn eða breyta árgljúfrum í leirstólpa er hitt óbreytt; peninga- lega hagkvæmum náttúruspjöllum verður illa afstýrt ef forráðamenn og íbúar landsins á hverjum stað víkjast undan skyldu sinni. Þetta er Gnúpverjum ljóst, hafi þökk og sóma. Illu heilli er ekki því sama fyrir að fara á austanverðu land- inu, svo áberandi sé. Um nátt- úruspjöll eður ei af völdum Kára- hnjúkavirkjunar verður ekki deilt með vitrænum hætti, einungis hægt að reyna að réttlæta þau með einu eða öðru. Það er óhagkvæmt að fólk verði gamalt. Þess vegna er rétt að reykja. Hagfræðin getur jafnt ver- ið með eða móti virkjuninni, náttúruspjöllin eru söm og síst betri þótt einhver hafi hag af þeim, enda bera virkjunarsinnar fremur fyrir sig sk. byggðasjónarmið, það er annað nafn á dreifbýlishyggju sem lengi hefur þjakað Íslendinga. Sætir furðu að slík viðhorf skuli uppi með svo fámennri þjóð að þótt hún byggi öll á einum stað yrði þar samt naumast kölluð borg. Um langt skeið voru lands- menn skyldaðir til starfa við sjálfs- þurftarlandbúnað og þar með til búsetu í sveitum. Svo skjótt sem þeim mannréttindabrotum linnti hófst myndun þéttbýlis og þar með þess velmegunarsamfélags sem við lifum í í dag. Okkar samfélagsgerð krefst markaðar sem aðeins verður til með þéttbýli. Vegna fámennis geta slíkir staðir ekki orðið margir af þeirri stærð sem við þurfum. Því er það mikið lán að svo margir skuli hafa valið sér búsetu á sama stað, í Reykjavík. „Fjölmennið“ þar hefur fært okkur öfluga versl- un, heilbrigðisþjónustu, mennta- stofnanir o.fl o.fl. Síðast en ekki síst er R.vík sá markaður sem at- vinnustarfsemi og lífskjör lands- byggðarinnar byggjast á. Í dreif- býli býr nú svipaður fjöldi manna eins og lengst af, en nú ótilneyddir og án þess að hungurfalla í góð- ærum sem fyrrum. Ekkert bendir til að landsbyggðin hefði annað en hag af frekari fjölgun fólks í R.vík, allavega fremur en á Austurlandi. Samfélög manna verða ekki full- smíðuð í eitt skipti fyrir öll, hvorki með álverum né kaupfélögum. Þau eru eins og lifandi líkami, allt þarf þar að hæfa hvað öðru. Álverið stóra á Reyðarfirði verður eins og fílshjarta í litlu barni. Það þarf nánast á einni nóttu að fylla af starfsfólki sem ekki er til á Aust- urlandi. Fyrirtækið verður í afger- andi aðstöðu til að viðhalda lág- launavinnumarkaði Austurlands. Dreifbýlt fámennissamfélag sem fyrr með sömu vandmál. Óprúttnir pólitíkusar og úrræðalitlar hrepps- nefndir eru óspör að blása í glæð- ur fordóma og haturs gegn R.vík hjá landsbyggðarfólki. Nýlega af- staðin hátíðahöld Austfirðinga undir fánum amerísks málm- bræðsluauðhrings báru árangrin- um sorglegt vitni. Var síst að heyra að þar á bæ þætti athuga- vert að hrifsa til sín stærri hlut af auðlegð þjóðarinnar og náttúru- verðmætum en nokkur getur kraf- ist. Naumast nokkru sinni hafi íbú- ar eins landsfjórðungs sýnt þjóð sinni viðlíka hroka af jafnlitlum efnum. Eitt er að þekkja ekki sinn vitjunartíma, annað að stæra sig af því. „Er það hafið eða fjöllin sem að laða mig hér að“ söng drengur, tæpast af barnsaldri uppi á þaki og uppskar drukkið bergmál götunn- ar. Ég veit það ekki. Það var alla vega ekki það „fólkið á þessum stað“ sem þarna sást. Hátíð í bæ Eftir Kára Þorgrímsson „Samfélög manna verða ekki fullsmíðuð í eitt skipti fyrir öll.“ Höfundur er bóndi í Garði 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.