Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 39 OLÍS-EINVÍGINU lauk á laug- ardaginn með jafntefli í sjöttu skák- inni. Sergei Movsesjan (2.663) sigr- aði í einvíginu með 4½ vinningi gegn 1½ vinningi Hannesar Hlífars Stefánssonar (2.569). Þetta er nokkru lakari árangur hjá Hannesi en búast mátti við út frá stigamis- mun keppenda og þar munar mest um slaka byrjun hans í einvíginu. Hann tapaði tveimur fyrstu skák- unum og þar með má segja að spennan hafi horfið. Reyndar var Hannes óheppinn og tvívegis var hann nærri því að snúa á Movsesj- an, sérstaklega í fjórðu skákinni. Að öðru leyti var Movsesjan öryggið uppmálið og ekki er að efa að Hann- es hafi lært ýmislegt af þessari við- ureign. Fyrir skákáhugamenn voru skákir einvígisins eins og best verð- ur á kosið og á ICC höfðu áhorf- endur orð á því að sjaldan hefði sést jafnskemmtilega teflt í einvígi. Fimmtu skákinni lauk með jafntefli og í ljósi þeirra úrslita hefði kannski verið skynsamlegt fyrir Hannes að tefla Skoska leikinn í fyrstu skák- inni í stað Sikileyjarvarnar. Hvítt: Movsesjan Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Skoski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7. De2 Rd5 8. c4 Rb6 9. Rc3 De6 10. De4 Bb4 11. Bd2 Ba6 12. b3 Bxc3 13. Bxc3 d5 14. Dh4 dxc4 15. Be2 Rd5 16. Bxc4 g5 17. Dd4 -- Það hefur ekki verið talið ráðlegt að leika 17. Bxd5 (17. Dxg5 Bxc4 18. bxc4 Rxc3) 17. ...Dxd5 18. Dxg5, vegna þess, hve veik kóngsstaða hvíts er. 17. ...Bxc4 18. Dxc4 0-0-0 19. 0-0 -- Nýr leikur. Þekkt er 19. Bd4 (19. 0-0-0 Rxc3 20. Dxc3 Hd5, jafnt) 19. -- Kb7 20. 0-0 h5 21. Hac1 Hd7 22. a4 Hhd8 23. Dc5 Rb6 24. Be3 Hd5 25. Dc3 Hxe5 26. a5 Rd5 27. Dd4 Kc8 28. Hxc6 Dxc6 29. Dxe5 Rxe3 30. Dxe3 (RR 30. Dxe3 Dd5 31. h3 Dd4, jafntefli (Baklan-Piket, Þýskalandi 2000). Sjá stöðumynd 1. 19. ...Rf4 20.Dxe6+ -- Hvítur hefði getað haldið áfram með 20. Da6+ Kb8 21. f3 Hd5, sem hefði gefið honum þægilegra tafl. 20. ...Rxe6 21. Hac1 Hd5 22. g3 Hhd8 23. Hfe1 -- Það gæti verið hættulegt fyrir hvít að leika 23. f4 gxf4 24. gxf4 Hg8+ 25. Kh1 Rc5 og svartur er kominn með mjög virka stöðu. 23. -- c5 24. Kg2 Hd3 25. He4 h5 26. h3 H8d5 27. Hc4 Kb7 28. Hc2 Kc6 29. Ha4 Kb7 30. Hc4 -- Sjá stöðumynd 2. Keppendur sömdu jafntefli, því að hvorugur þeirra virðist komast mikið áleiðis. Andri og Sigurður Áss sigruðu á fjölskyldumóti Hellis Andri Áss og Sigurður Áss Grét- arssynir unnu fremur óvæntan sig- ur á fjölskyldumóti Hellis sem fram fór sl. föstudag samhliða Olís-ein- víginu. Þeir hlutu 11 stig og jafn- framt 11 vinninga og urðu hálfum vinningi á undan bræðrunum Karli og Agli Þorsteins: 1. Andri Áss og Sigurður Áss Grétarssynir 11 stig (11 v.). 2. Karl og Egill Þorsteins 11 stig (10½ v.). 3. Helgi Áss Grétarsson og Lenka Ptácníková 9 stig. 4. Þráinn Vigfússon og Friðrik Egilsson 8 stig (8½ v.). 5. Tómas og Björn Sveinn Björnssynir 8 stig (8 v.). 6. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Grétar Áss Sigurðsson 5 stig. 7. Davíð Ólafsson og Gylfi Dav- íðsson 4 stig. NM í skólaskák Svanberg Már Pálsson fékk 3 vinninga og hafnaði í 4.–5. sæti í E- flokki Norðurlandamótsins í skóla- skák sem lauk á sunnudag. Halldór Brynjar Halldórsson fékk 3 vinn- inga í A-flokki. Ágúst Bragi Björns- son fékk 2½ vinning í C-flokki og Örn Ágústsson fékk einnig 2½ vinn- ing í D-flokki. Aðrir fengu minna. Fararstjórar voru Ríkharður Sveinsson og Páll Sigurðsson. Aeroflot-skákmótið Sex umferðum er lokið á Aero- flot-skákmótinu í Moskvu. Helgi Ólafsson, sem teflir í A-flokki, er með 2½ vinning. Í B-flokki er vinn- ingafjöldi Íslendinganna þessi: Ingvar Ásmundsson og Dagur Arngrímsson 3½ v. Jón Viktor Gunnarsson, Guð- mundur Kjartansson og Björn Þor- finnsson 3 v. Páll Þórarinsson 2½ v. Björn Ívar Karlsson og Snorri G. Bergsson 2 v. Úrslit sjöttu umferðar í C-flokki hafa ekki verið birt, en þar tefla þrír Íslendingar. Stórmót Hróksins hefst í dag Stórmót Hróksins hefst á Kjar- valsstöðum í dag, þriðjudaginn 18. febrúar, klukkan 17. Þetta er eitt sterkasta skákmót heims á þessu ári og er tileinkað íslenskum börn- um, en mikil skákvakning er meðal ungu kynslóðarinnar. Stigahæstur keppenda á Stór- móti Hróksins er Englendingurinn Michael Adams, fremsti skákmaður Vestur-Evrópu síðasta áratuginn. Adams hefur nú 2.734 Elo-stig og er í sjötta sæti heimslistans. Skammt undan er Lettinn Alexei Shirov sem er einn sókndjarfasti skákmaður okkar tíma og hefur teflt um heims- meistaratitilinn. Næstur kemur Iv- an Sokolov frá Bosníu, sem teflir undir fána Hollands, en Sokolov hefur unnið marga góða sigra á Ís- landi á liðnum árum. Frægastur allra er þó goðsögnin Viktor Kortsnoj sem orðinn er 72 ára en er ennþá meðal þeirra bestu í heim- inum. Kortsnoj tefldi tvisvar um heimsmeistaratitilinn og þykir mesti baráttumaður skáksögunnar. Íslenska heimavarnarliðið er skipað stórmeisturunum Hannesi H. Stefánssyni og Helga Áss Grét- arssyni og alþjóðameistaranum Stefáni Kristjánssyni. Hannes Hlíf- ar er núverandi Íslandsmeistari í skák og Helgi Áss sló nýverið Ís- landsmetið í blindskák. Báðir hafa þeir orðið heimsmeistarar, Hannes Hlífar í flokki 16 ára og yngri og Helgi í flokki 20 ára og yngri. Stef- án Kristjánsson er einn efnilegasti skákmaður Íslands. Hann er lang- stigalægstur keppenda, með 2.432 Elo-stig, og verður Stórmót Hróks- ins eldskírn hins unga meistara. Movsesjan – Hannes: 4½–1½ SKÁK Sundagarðar 2 OLÍS-EINVÍGIÐ 10.–15. feb. 2003 Hannes Hlífar Stefánsson, Gunnar Björnsson skákdómari, Helgi Áss Grétarsson, formaður Taflfélagsins Hellis, Helga Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjá Olís, og Sergei Movsesian. Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. dadi@vks.is ENGIN alvarleg slys urðu í umferðinni um helgina. Níu ökumenn voru grunaðir um ölv- un við akstur og 33 um of hraðan akstur. Snemma á laugardagsmorgun var tilkynnt um mann í mjög ann- arlegu ástandi og með hund við bifreið. Bifreiðin var síðan stöðvuð á Grensásvegi við Fellsmúla eftir vítaverðan akstur. Ökumaðurinn var færður á aðalstöð grunaður um ölvun við akstur en hundurinn varð að bíða á meðan. Síðdegis á laugardag losnaði dekk undan bif- reið á Miklubraut við Grensásveg og hafnaði á tveimur öðrum bif- reiðum. Bifreið þessi hafði ekki verið færð til endurskoðunar á réttum tíma og ökumaður reyndist ökuréttindalaus. Númeraplöturnar voru klipptar af bifreiðinni. Minkur á salerninu Um hádegi á föstudag var til- kynnt um mink inni á salerni golf- skála í Mosfellsbæ. Haft var sam- band við vörslumann Mosfellsbæjar sem gerði viðeig- andi ráðstafanir. Óskað var eftir aðstoð lögreglu í Asparfell þar sem kerra hafði fokið á tvær bif- reiðir. Rólegt var í miðborginni að- faranótt laugardags. Tilkynnt var um minni háttar líkamsárás á Geirsgötu. Síðar voru áflog milli manna við veitingastað og þurfti að flytja mann á slysadeild. Tveir menn voru handteknir vegna þess að þeir fóru ekki eftir fyrirmælum lögreglu og hindruðu hana við skyldustörf. Lögreglumenn höfðu afskipti af pari sem hafði lagt bifreið sinni á þekktan samkomustað fíkniefna- neytenda. Parið reyndist aðeins hafa vera í Valentínusarhugleið- ingum í aftursæti bifreiðar sinnar. Í Kvíslahverfi féll maður aftur fyr- ir sig niður stiga og lenti á hnakk- anum. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en ekki tal- inn alvarlega slasaður. Snemma á laugardagsmorgun var tilkynnt um innbrot í söluturn í Seljahverfi. Þar hafði lúga verið spennt upp, farið var í skúffu með dvd-myndum og þeim stolið. Farþeginn lenti undir bílnum Klukkan 14.00 héldu fjölmörg samtök friðarsinna samkomu á Ingólfstorgi, í rigningu og hvass- viðri, til að mótmæla stríðsáform- um í Írak. Þar hafa verið hátt í 1000 manns. Að loknum ræðuhöld- um á Ingólfstorgi héldu fundar- menn að stjórnarráðinu og síðar að sendiráðum Bandaríkjanna og Bretlands. Mótmælin fóru friðsam- lega fram. Síðdegis á laugardag varð ökumaður fyrir því óhappi að jólatré fauk á bifreið hans með þeim afleiðingum að ljós brotnaði. Fíkniefni fundust í hjólageymslu í Bakkahverfi. Þar fannst smáræði af maríjúana og er málið í rann- sókn. Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um að ekið hefði verið á gangandi vegfaranda á Gnoðar- vogi. Mun þetta hafa gerst vegna ágreinings ökumanns leigubif- reiðar og farþega en farþeginn mun hafa ælt í bifreiðina. Ein- hvern veginn endaði farþeginn uppi á vélarhlíf og lenti síðan und- ir bifreiðinni. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild en meiðsli voru minni háttar. Mikill erill var hjá lögreglu aðfaranótt sunnudags vegna ölvaðs fólks sem var að slást eða olli öðru fólki vandræðum og leiðindum með há- vaða og ólátum. Rétt fyrir hádegi var tilkynnt um að ljósastaur hefði fokið á bif- reið á Freyjugötu. Nokkrar skemmdir urðu á bifreiðinni. Síðdegis á sunnudag var nokkr- um sinnum óskað aðstoðar vegna storms. Bílskúrsþak var að fjúka, rúður brotnuðu, þakplötur losnuðu og fleira. Þessum beiðnum var komið til stjórnstöðvar björgunar- sveita. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um innbrot í nýbyggingu í vest- urbænum. Rúða var brotin, farið inn og skápur spenntur upp. Stolið var peningum og stafrænni myndavél. Úr dagbók lögreglu 14.–17. febrúar Í ástarhug í aftursætinu Lokapredikun í guðfræðideild Há- skóla Íslands verður flutt á morgun, miðvikudag 19. febrúar. Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðinemi flytur lokaprédikun sína í kapellu Háskóla Íslands. Athöfnin hefst kl. 17 og eru allir velkomnir. Málstofa sálfræðiskorar verður á morgun, miðvikudag, 19. febrúar kl. 12.05–12.55 í stofu 201 í Odda, húsi félagsvísindadeildar HÍ. Inga Hrefna Jónsdóttir, yfirsálfræðingur á Reykjalundi endurhæfing- armiðstöð, heldur erindi sem heitir: Hugræn atferlismeðferð við lang- vinnum verkjum. Aðalfundur áhugahóps GÍ um hryggikt Gigtarfélags Íslands boðar til aðalfundar með félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á málefninu, á morgun, 19. febrúar, kl. 20, í hús- næði Gigtarfélags Íslands, Ármúla 5, annarri hæð. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa heldur Árni Jón Geirs- son, sérfræðingur í gigtlækningum, erindi sem hann nefnir „Nýjungar í lyfjameðferð við hryggikt“. Félag CP á Íslandi heldur fræðslu- fund á morgun, miðvikudag 19. febrúar, kl. 20.30, í húsakynnum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 11–13. Björk Páls- dóttir, forstöðumaður hjálp- artækjamiðstöðvar Tryggingastofn- unar, kynnir starfsemi hjálpartækjamiðstöðvarinnar, verk- lagsreglur og vinnutilhögun. Að kynningu lokinni verða umræður og fyrirspurnum svarað. Félag CP á Íslandi var stofnað haustið 2001. CP stendur fyrir Cerebral Palsy sem hefur á íslensku verið nefnt heilalömun eða heilalæg lömun. markmiðum félagsins er að kynna hugtakið Cerebral Palsy (CP) og fyrir hvað það setndur. Cerebral Palsy er almennt notað um fötlunina í erlendum tungumálum þar á meðal hjá öllum Norðurlandaþjóðunum. Félagið er með heimasíðu cp.is og þar er að finna frekari upplýsingar um félagið. Á MORGUN EFTIRFARANDI áskorun hefur borist blaðinu frá Sjálfstæðisfélag- inu Óðni á Selfossi. Er hún birt hér örlítið stytt. „Á opnum borgarafundi Sjálf- stæðisfélagsins Óðins, sem haldinn var á Selfossi 21. janúar sl., var skor- að eindregið á stjórnvöld að standa við loforð sitt um að leggja heilsárs- veg milli Grindavíkur og Þorláks- hafnar, svonefndan Suðurstrandar- veg, eins og ráðgert hafði verið samkvæmt vegaáætlun. Á þessum sama fundi var einnig skorað á stjórnvöld að setja fram- kvæmdir við breikkun og lýsingu Suðurlandsvegar um Hellisheiði inn á fyrsta tímabil vegaáætlunar og hefja framkvæmdir á þessu ári. Stjórn Sjálfstæðisfélagsins Óðins á Selfossi fagnar þeirri ákvörðun rík- isstjórnar Íslands að veita fjármagni í fyrirhugaðan Suðurstrandarveg og til vegabóta á Hellisheiði. Ljóst er að framkvæmdir við lagn- ingu Suðurstrandarvegar verða að veruleika innan 18 mánaða og er það eitt af fjölmörgum framfaramálum sem nú eru í höfn fyrir kosningar.“ Heilsársveg milli Grinda- víkur og Þorlákshafnar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.