Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 11 FIMM ungum konum var fyrir- varalaust vikið frá störfum á einka- rekna leikskólanum Korpukoti í Reykjavík um miðjan síðasta mán- uð. Stéttarfélagið Efling telur upp- sagnirnar ólögmætar og hefur krafist þess að leikskólinn dragi uppsagnirnar til baka en greiði annars laun í uppsagnarfresti. Einn eigandi leikskólans segir að stúlkurnar hafi brotið svo alvar- lega gegn starfsskyldum sínum að ekkert annað en uppsögn hafi kom- ið til greina. Þrjár þeirra hafi yf- irgefið vinnustað sinn til að hittast á fundi hinn 14. janúar, án þess að óska leyfis eða gera nauðsynlegar ráðstafanir, og tvær hafi sótt þenn- an fund meðan þær voru í leyfi vegna veikinda. Líklegt má telja að málið fari fyrir dómstóla. Konunum fimm, sem eru ekki faglærðir leikskólakennarar, var vikið úr starfi á grundvelli greinar 12.10.6 í samningi Eflingar við Reykjavíkurborg en í henni segir m.a.: „Starfsmanni skal víkja úr starfi fyrirvaralaust verði hann uppvís að grófu broti í starfi enda valdi viðvera hans á vinnustað áframhaldandi skaða fyrir starf- semina, aðra starfsmenn eða við- skiptavini.“ Konurnar fimm telja uppsögnina vera ólögmæta. Undir það hafa Efling og lögmaður fé- lagsins tekið og hafa vísað til áminningarferlis. Fyrirvaralaus uppsögn sé óheimil nema starfs- maðurinn hafi brotið alvarlega af sér í starfi en skv. upplýsingum frá Eflingu hefur þessu ákvæði t.d. verið beitt ef starfsmennirnir hafi beinlínis gerst brotlegir við hegn- ingarlög eða mætt drukknir til umönnunarstarfa. Ekkert slíkt eigi við í þessu tilfelli. Langvarandi óánægja Morgunblaðið hitti fjórar af kon- unum fimm að máli, þær Örnu Rún Guðmundsdóttur, Ásthildi Sigur- geirsdóttur, Hrefnu Núpdal Leifs- dóttur og Söru Hörn Hallgríms- dóttur. Í samtali við Morgunblaðið sögðu þær að aðdragandinn að því að þær hafi ákveðið að hittast á fundinum 14. janúar hafi verið langvarandi óánægja þeirra með starfshætti leikskólastjórans, Sig- ríðar Friðriksdóttur, og fleira sem þeim þótti athugavert við rekstur leikskólans. Beiðnum þeirra um starfsmannafund með leikskóla- stjóranum hafi verið hafnað og ein þeirra, Hrefna Núpdal Leifsdóttir, hafi því haft samband við eigendur leikskólans og kvartaði undan leik- skólastjóranum og óskað eftir fundi. Fljótlega eftir að hún hafði samband við eigendur hafi leik- skólastjórinn kallað um helming starfsfólksins á fund en þær voru ekki boðaðar. Þær hafi síðan fengið þær upplýsingar hjá leikskólastjór- anum að á fundinum hefði verið rætt um hversu slæman starfsanda þær hefðu skapað, en efni fund- arins væri að öðru leyti trúnaðar- mál. Þegar þær hafi óskað eftir frekari skýringum daginn eftir hafi þeim verið tjáð að þær yrðu hver um sig kallaðar á fund. Þetta hafi þær ekki viljað sætta sig við og ákveðið að halda fund í hádeginu, á rólegasta tíma dagsins. Þrjár þeirra fóru úr vinnu til að halda fund hjá þeirri fjórðu sem hafði farið heim fyrr um daginn vegna veikinda og með þeirri fimmtu sem einnig hafði farið heim fyrr um daginn til að sinna veiku barni. Ásthildur Sigurgeirsdóttir sagði að þær hafi sagt leikskólastjóranum af þessu og hún ekki hreyft and- mælum þó að henni mislíkaði þetta greinilega. Þá hafi þær látið starfs- fólk á leikskólanum vita að þær væru á leiðinni út til að funda í stutta stund og telja þær fráleitt að fjarvera þeirra hafi skapað hættuástand á leikskólanum. Þær hafi allar komið á leikskólann rúm- lega einni og hálfri klukkustund síðar og þá hafi þær fengið upp- sagnarbréfið í hendurnar. „Við höf- um á tilfinningunni að tækifærið hafi verið notað til að bola okkur út,“ sagði Ásthildur. Hrefna segir að þær hafi vitað að þær væru brotlegar, en viðbrögðin hafi ekki verið í neinu samræmi við tilefnið. Engar tekjur frá 14. janúar Konunum var sagt upp fyrir- varalaust og hafa ekki fengið greidd laun í uppsagnarfresti. Þær hafa því verið tekjulausar frá og með 14. janúar. Hrefna segir að út- hlutunarnefnd atvinnuleysibóta hafi auk þess hafnað beiðni þeirra um atvinnuleysisbætur þar sem þær ættu inni þriggja mánaða laun í uppsagnarfresti hjá vinnuveit- anda til 30. apríl nk. Þær búast hins vegar ekki við að fá þau laun greidd fyrr en að loknu dómsmáli sem geti tekið 18 mánuði. Þá hafi Félagsmálastofnun sagt þeim að þær uppfylli líklega ekki skilyrði til að fá styrki eða bætur þaðan. Atvinnuleit hafi ekki borið árang- ur. Þær eru allar einstæðar mæður og segja þær að fjárhagsstaða þeirra sé vægast sagt orðin slæm. Eins og fyrr segir var konunum vikið úr starfi á grundvelli ákvæðis 12.10.6 sem fjallar um gróf brot í starfi, enda valdi viðvera starfs- mannsins áframhaldandi skaða fyr- ir starfsemina. Guðríður Guð- mundsdóttir, annar aðaleigandi leikskólans, skrifaði undir upp- sagnarbréfið. Spurð um með hvaða hætti konurnar hafi brotið gegn ofangreindu ákvæði í samningnum sagði Guðríður, að konurnar hafi allar gengið fyrirvaralaust frá störfum sínum um klukkan 12:45 14. janúar sl. Með þessu hafi þær ætlað að knýja leikskólastjórann til að veita þeim upplýsingar um starfsmannahald sem voru þeim al- gjörlega óviðkomandi. „Þær höfðu aftur samband laust fyrir klukkan þrjú og óskuðu eftir fundi með mér. Ég sagðist ekki geta fundað með þeim strax, því ég væri að bjarga málum á leikskólanum. Þær gætu hitt mig á leikskólanum og þær sneru aftur um klukkan tíu mínútur fyrir fjögur,“ sagði Guð- ríður. Með því að yfirgefa starfs- stöðvar sínar fyrirvaralaust hafi konurnar fimm skapað hættu- ástand á leikskólanum enda hafi þær ekki látið starfsfólk vita af brottför sinni né óskað leyfis hjá leikskólastjóranum. Þeim hafi öll- um verið sagt upp enda segir Guð- ríður að með brotthvarfi sínu hafi konurnar stefnt hagsmunum barna, annarra starfsmanna og vinnuveitenda í hættu. Um sólar- hring síðar hafi tveimur þeirra ver- ið boðið að uppsögn þeirra yrði dregin til baka en þær hafnað því. Fá allar sömu meðferð Í viðtali við konurnar kom fram að ein þeirra hafði fyrr um morg- uninn farið heim til að sinna veiku barni og önnur hafði tilkynnt um veikindi þennan dag. Aðspurð um hvort hægt væri að halda því fram að þessar tvær konur hafi yfirgefið starfsstöð sína, sagði Guðríður að tekið hafi verið á konunum sem hóp. „Forföll vegna veikinda barns, þau tilheyra því að vera heima með veiku barni, ekki sitja fund úti í bæ sem ekki hafði verið gefið leyfi fyr- ir.“ Spurð um hvort konan hafi með því brotið gegn grein 12.10.6 sagði Guðríður: „Hún gerði það að sjálfsögðu, því forföll vegna veik- inda barns eru eingöngu ætluð til að vera heima og sinna veiku barni.“ Konan hafi hvorki verið heima hjá sér né hafi hún verið með barnið með sér á fundinum. Þessi manneskja hafi þegar verið búin að fá áminningu en það hafi þó alls ekki ráðið úrslitum um að henni hafi verið sagt upp, heldur þær aðgerðir sem hún tók þátt í. Guðríður var spurð að því hvort hinni konunni sem tilkynnti veik- indi hafi verið sagt upp vegna þess að hún yfirgaf starfsstöð sína eða vegna þess að hún var talin hafa brotið gegn ákvæðum um veikinda- rétt. Þessu svaraði Guðríður með því að benda á að ef starfsfólk til- kynni eigin veikindi megi búast við að það sé heima hjá sér, ekki á fundum úti í bæ. „Þeim er vikið úr starfi vegna þess að þær koma fram sem fimm manneskjur, sem samstilltur hópur, hafandi verið á fundi frá því klukkan eitt. Það er fyrst og fremst ástæðan, að þær koma fram sem fimm manna hóp- ur, ekki sem einstaklingar hver á eftir annarri. Þess vegna fá þær sömu meðferð allar sem ein,“ sagði hún. Fimm konum sagt upp á leikskóla vegna brota sem vinnuveitandinn telur gróf Segja fyrirvaralausar uppsagnir vera ólöglegar SIGRÍÐUR Friðriksdóttir var leikskólastjóri í Korpukoti þegar kon- unum fimm var sagt upp. Hún hefur háskólapróf í uppeldisfræði og meistaragráðu í stjórnun. Guðríður Guðmundsdóttir, annar aðaleig- enda skólans, segir að Sigríður hafi gegnt störfum leikskólastjóra meðan hún var í barnsburðarleyfi. Sigríður er ekki leikskólakennari en að sögn Bergs Felixsonar, framkvæmdastjóra Leikskóla Reykja- víkur, kveða lög á um að einungis leikskólakennarar geti gegnt þess- ari stöðu, nema með undanþágu. Bergur sagði í samtali við Morg- unblaðið að ekki hafi verið sótt um hana. Rætt hafi verið við eigendur leikskólans og málið sé í athugun hjá stofnuninni. Guðríður segir að sótt hafi verið um undanþágu fyrir Sigríði. Aðspurð sagði Guðríður að á Korpukoti sé einn menntaður leikskólakennari, hún sjálf. Aug- lýst hafi verið eftir menntuðum leikskólakennurum en framboð sé lít- ið. „Það er skortur hér hjá okkur eins og hjá Leikskólum Reykjavík- ur,“ sagði hún. Bergur segir að svo virðist sem einkareknir leikskólar séu oft á tíðum með lægra hlutfall leikskólakennara en leikskólar sem reknir séu af borginni. Þetta sé þó alls ekki algilt. Hann segir hlutfall leikskólakennara í starfsliði leikskóla borgarinnar sé um 50%. Leikskólastjóri án undanþágu SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir að stórátak hafi verið gert í að byggja upp þjóðgarða, friðlýst svæði og aðra fjölsótta ferðamannastaði á undanförnum ár- um. Mörg verkefni til viðbótar bíði hins vegar úrlausnar sem ráðist verði í á næstu árum. Stjórn Land- verndar sendi ráðherra á dögunum bréf þar sem hún er hvött til að beita sér fyrir því að verkefni á sviði náttúruverndar og þjóðgarða fái hlutdeild í áformuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar um að efla at- vinnu í landinu. Siv segir ljóst að hægt sé að nota þá rúmu sex milljarða sem rík- isstjórnin ætli að leggja til vega- mála, menningarhúsa og byggða- mála til margra hluta. Samstaða sé hins vegar innan ríkisstjórnarinnar um að veita fjármununum í þessa málaflokka. Hún bendir á að Nátt- úruvernd ríkisins, nú Umhverfis- stofnun, hafi á yfirstandandi kjör- tímabili fengið á annað hundrað milljónir króna til uppbyggingar á fjölsóttum ferðamannastöðum, yfir 100 m. kr. hafi farið til Ferða- málaráðs og álíka upphæð til Vega- gerðarinnar. Fimmtán milljóna viðbótarfé Siv segir að mikil uppbygging sé fyrir höndum á Snæfellsnesi þar sem búið sé að stofna þjóðgarð og ljóst að það verði mjög mikil upp- bygging í fleiri þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum í náinni framtíð. Í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfum þurfi að byggja betri gestastofu sem verði ráðist í á næstu árum. Þá hafi nefnd verið sett á laggirnar til að skoða þjóðgarðahugmyndir norðan Vatnajökuls á svæðinu í kringum Kárahnjúkavirkjun. Að sögn Sivjar verður um 15 m. kr. viðbótarfé á fjárlögum yfirstand- andi árs varið sérstaklega til upp- byggingar þjóðgarða. Átak í upp- byggingu þjóðgarða síðustu ár Siv Friðleifsdóttir ♦ ♦ ♦ ÍTALSKA verktakafyrirtækið Impregilo, sem átti lægsta tilboð í gerð frárennslisganga og stíflu Kárahnjúkavirkjunar, hefur opnað skrifstofu hér á landi. Á vefsíðu Landsvirkjunar segir að aðstaða fyrirtækisins verði til bráðabirgða að Krókhálsi 5c í Reykjavík. Þangað geta þeir leitað sem vilja hafa samband við Impregilo vegna vöru eða þjónustu, sem þeir kynnu að vilja bjóða fyrirtækinu. Verk- efnisstjórar eru þeir Giovanni Matta og Francesco Miglio, Matta yfir stíflunni og Miglio stýrir und- irbúningi ganganna. Stefnir fyr- irtækið að því að hefja fram- kvæmdir í vor. Impregilo opnar skrifstofu ♦ ♦ ♦ TVEIR menn komust undan með um 160.000 krónur eftir að þeir rændu tvo starfsmenn Domino’s- pizzustaðarins aðfaranótt mánu- dagsins. Starfsmennirnir ætluð að setja afrakstur af pizzusölu í næturhólf við Hótel Esju þegar mennirnir veittust að þeim og ógnuðu þeim. Annar var vopnaður og sýndist starfsmönnunum sem hann væri með eggvopn. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfir- lögregluþjóns hlupu ræningjarnir í átt að Hallarmúla. Málið er í rann- sókn. Vopnað rán við Hótel Esju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.