Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 51
Nýr og betri
Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar
Hverfisgötu 551 9000
kvikmyndir.com
GRÚPPÍURNAR
Sýnd kl. 5.30.
SV. MBL
HK DV
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
Tilnefningar
til Óskars-
verðlauna
þ. á. m. besta
mynd
13
Frábær svört
kómedía með stór
leikurunum
Jack Nicholson og
Kathy Bates sem bæði
fengu tilnefningar til
Óskarsverðlauanna í
ár fyrir leik sinn í
myndinni.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 6, 7.30, 9 og 10.30. B.i. 12.
6 Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m.Salma Hyaek sem besta leikona í aðalhlutverki
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12.
Tilnefningar til Óskarsverðlauna:
Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson.
Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2
RADIO X
SV MBL
Kvikmyndir.com
SG DV
Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 8 og 10.15
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15.
Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 4 og 6. ísl. tal. Miðaverð 400 kr.
Frábær svört kómedía
með stór leikurunum
Jack Nicholson og Kathy
Bates sem bæði fengu til-
nefningar til Óskarsverð-
lauanna í ár fyrir leik sinn
í myndinni.
SV. MBLKvikmyndir.com HK DV
Tilnefningar til Óskarsverð-
launa þ. á. m. besta mynd13
Tilnefningar til Óskarsverðlauna:
Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson.
Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2
Stórskemmtileg teiknimynd eftir
frábærri sögu Astrid Lindgren.
RADIO X
SV MBL
Kvikmyndir.com
SG DV
Hár- og förðunarmódel
stelpur og strákar óskast fyrir Sebastian
og Trucco afmælissýningu í Borgarleik-
húsinu sunnudaginn 23. febrúar.
Aldurstakmark er 16 ára og eldri.
Vinsamlega hafið samband við Halldór Jónsson ehf.
í síma 563 6300 (Anna eða Rósa) fyrir fimmtudaginn 20. febrúar.
VINSÆLASTA söngkona landsins
lenti í fyrsta sætinu, mestu rokk-
ararnir í öðru en yngstu höfund-
arnir, Albert G. Jónsson og Kristinn
Sturluson, náðu þriðja sætinu í for-
keppni Evróvisjón í Háskólabíói á
laugardaginn. Lagið þeirra kallast
„Sá þig“ og vinkona strákanna og
samstarfsmaður, Þórey Heiðdal,
söng.
„Við erum mjög ánægð með ár-
angurinn. Þetta er frábær tilfinn-
ing,“ segir Kristinn, sem svarar fyr-
ir hönd þremenningana.
Þau eru öll stödd saman að vinna
að lokaútgáfu lagsins, „fullvinna
söng og annað fyrir útvarp“. Búast
má við því að „Sá þig“ eigi eftir að
heyrast á allmörgum útvarps-
stöðvum. „Það fer á allar útvarps-
stöðvarnar í vikunni,“ segir Krist-
inn.
Frábær stökkpallur
Þríeykið ætlar að sjálfsögðu að
reyna að notfæra sér athyglina,
sem lagið hefur fengið. „Við fleyt-
um okkur eins langt og við getum á
þessu. Þetta er frábær stökk-
pallur,“ segir Kristinn og bætir við
að þau eigi nóg efni til að vinna úr.
Kristinn, Albert og Þórey eru að
vinna að plötu og hafa hug á útgáfu.
Kristinn segir að þau séu opin fyrir
notkun Netsins. „Það er spennandi
að sjá hvort Netið geti gert eitthvað
fyrir mann varðandi kynningu og
kannski einhverja útgáfu.“
Kristinn og Albert eru báðir 24
ára gamlir og hafa þekkst frá fornu
fari. Þeir voru saman í Tónlistar-
skólanum í Kópavogi í tölvutónlist-
arnámi og fóru mikið að vinna sam-
an eftir námið.
Samstarfið á einmitt rætur að
rekja í Kópavoginn þar sem þau
þrjú bjuggu á sínum tíma. Þau voru
öll í Menntaskólanum í Kópavogi og
í skólakórnum. „Við tókum öll þátt í
leikriti í MK og unnum mikið saman
þegar við vorum í skólanum,“ segir
Kristinn en hann og Albert reka
jafnframt saman hljóðverið Stúdíó
Ölur.
Þeim er mikið í mun að koma
fram þökkum til stuðningsfólks.
Kristinn minnist á að Albert vinni í
félagsmiðstöðinni Jemen í Kópa-
vogi og að krakkarnir þar hafi stutt
þá. „Við þökkum öllum sem studdu
við bakið á okkur og kusu,“ segir
Kristinn að lokum.
Náðu þriðja sætinu í forkeppni Evróvisjón
Eigum nóg efni
Albert G. Jóns-
son og Kristinn
Sturluson eru
höfundar lags-
ins, „Sá þig“
sem lenti í
þriðja sæti í for-
keppni Evró-
visjón í Há-
skólabíói.
MYNDIN Salt eftir
Bandaríkjamanninn
Bradley Rust Gray hlaut
Caligari-verðlaunin á kvik-
myndahátíðinni í Berlín,
verðlaun sem eru veitt
myndum sem skipa For-
um-hluta hátíðarinnar
(The International Forum
of New Cinema). Þessi
hluti hátíðarinnar er helg-
aður nýjum og sumpart til-
raunakenndum myndum
sem þykja nýjunga- og
byltingarkenndar. Alls
voru sýndar 52 myndir í
þessum hluta og voru
nokkrar þeirra verðlauna-
ðar, þar á meðal Salt. Ár-
angurinn er glæsilegur, sé
tekið tillit til stöðu Berl-
ínarhátíðarinnar innan
kvikmyndaheimsins og
þeirrar staðreyndar að
ekki gekk þrautalaust að
koma myndinni á filmu.
Í umsögn dómnefndar
segir: „Gray er uppá-
finningasamur í tökum og
tækni og skapar afar
næma, burðuga sögu sem
er sannfærandi leikin.
Bakgrunnurinn, íslenska
landslagið, er þá eins dul-
úðugt og það er fallegt.“
Eigin spýtur
Bradley Rust Gray, eða
Brad Gray, hefur búið hér
á landi í fimm ár og gerði
hann myndina ásamt konu
sinni, So Young Kim. Tök-
ur fóru fram á Stöðv-
arfirði, Sauðárkróki og
Hofsósi. Leikarar eru ís-
lenskir og fer myndin fram
á hinu ylhýra. Sagan
fjallar um tvær systur úti á
landi en önnur þeirra,
Svava, ákveður að flytja til
höfuðborgarinnar. Hin
systirin, Hildur, ákveður
að elta og fer akandi ásamt
kærasta Svövu, Agga. Ást-
in blossar svo upp á milli
Hildar og Agga á miðri leið
en þá ákveður Hildur að
snúa aftur til heimahag-
anna og þá fara skrýtnir
hlutir að gerast.
Gray sótti þrívegis um styrk til
Kvikmyndasjóðs Íslands en var
hafnað í öll skiptin (myndin hlaut
hins vegar styrk að lokum til gerðar
filmueintaks og kynningar). Hann
afréð því að ráðast í verkefnið á eigin
spýtur en helstu samstarfsmenn,
auk eiginkonunnar, voru tökustjór-
inn Anne Misawam, klipparinn Sig-
valdi Kárason og Elísabet Ronalds-
dóttir, sem jafnframt er klippari, en
hún sá um að vinna myndinni braut-
argengi hér innanlands, auk þess að
vera ráðgjafi við lokavinnslu.
Gray lýsir því að hann hafi verið
kominn með 100 tíma af efni og hafi
á einu ári komið þeim niður í fjóra og
hálfan. Með aðstoð Sigvalda og El-
ísabetar var hún svo loks klippt nið-
ur í einn og hálfan tíma.
Leikarar í myndinni, sem allir eru
áhugamenn, eru þau Brynja Þóra
Guðnadóttir, Davíð Örn Hall-
dórsson, Svava Björnsdóttir og Mel-
korka Huldudóttir.
Erfitt
Erfiðlega gekk að ná í Gray, sem
er nú staddur úti í Berlín. En ekki
stóð á viðbrögðum frá Sigvalda
Kárasyni:
„Já, ég er bara að frétta af þessu
núna,“ segir Sigvaldi hvumsa. „Þetta
er auðvitað frábært!“
Sigvaldi segist lítið hafa komið að
bíómyndum eins og Salti en hann
hefur klippt myndir eins og Engla
alheimsins, Fálka, Ikingut, 101
Reykjavík og Maður eins og ég.
„Myndin er allt öðruvísi en þegar
ég kom að henni, en þá var hún kom-
in niður í fimm tíma. Ég sá strax að
það var eitthvað þarna, en jafnframt
að það yrði að setjast niður og vinna
í þessu.“
Sigvaldi segir þá félaga hafa setið
við í einn og hálfan mánuð og ferlið
hafi um margt verið erfitt vegna eðl-
is myndarinnar.
„Brad var líka mjög ástfanginn af
efninu; eðlilega, þar sem þetta er
listaverkið hans. Þannig að framan
af þurfti ég að vera mjög ákveðinn í
því hvað þyrfti að fara og hvað ekki.
Í lokin vorum við svo báðir komnir á
kaf í myndina og farnir að berjast
fyrir „okkar“ atriðum ef svo mætti
segja.“
Sigvaldi hrósar að lokum leik-
urunum, sem hann segir alla vera
leikara af Guðs náð.
„Sérstaklega er Melkorka góð og
þeir sem hafa séð hana segja að hér
sé ný stjarna fædd. En ég hef heyrt
hana segja að hún ætli ekki að leika
aftur.“
– Svona eins og Björk og Myrkra-
dansarinn?
„Já, ætli það ekki,“ segir Sigvaldi
og hlær.
Ís
le
ns
ka
m
yn
di
n
S
al
t
ge
rð
i þ
að
g
o
tt
í
B
e
rl
ín
Hlaut Caligari-verðlaunin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Brad Gray og So Young Kim við klippitölvuna.
Atriði úr Salt.
arnart@mbl.is