Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 13 LOÐNUKAUPENDUR frá Japan voru komnir til Vopnafjarðar í gær til að skoða loðnu sem verið var að landa úr Sunnubergi NS. Hrogna- fylling loðnunnar er að verða það sem japanskir kaupendur vilja eða í kringum 14%. Einar Víglundsson, vinnslustjóri hjá Tanga hf., segir að hrognfyllingin sé nú nálægt því marki. Þá er unnið af krafti við loðnu- frystingu hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað og hefur öll loðna sem berst þar að landi verið flokkuð til vinnslu síðustu daga. Að sögn Jóns Gunnars Sigurjónssonar, verk- stjóra í loðnufrystingunni, fer átan hratt minnkandi í loðnunni og er komin niður fyrir viðmiðunarmörk. Hann segir á heimasíðu félagsins að loðnan sé þokkaleg en þó ekki mjög stór. Hjá Síldarvinnslunni er búið að frysta 2.100 tonn af loðnu, allt fyrir Rússlandsmarkað. Bræla var á loðnumiðunum í gær og flest skipin í landi. Nú er búið að veiða um 352 þúsund tonn af loðnu frá áramótum en að meðtöldum sumar- og haustvertíðunum er heildaraflinn orðinn um 532 þúsund tonn, samkvæmt yfirliti Samtaka fiskvinnslustöðva. Þá eru rúm 128 þúsund tonn eftir af útgefnum loðnukvóta. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE hélt í gær á miðin til mælinga á loðnustofn- inum. Í rannsóknaleiðangri sem farinn var í upphafi ársins þótti lík- legt að stærð veiðistofnsins væri vanmetin og því þótti nauðsynlegt að mæla hann á ný. Gera má ráð fyrir að tekin verði ákvörðun um aukningu loðnukvótans þegar nið- urstöður leiðangursins liggja fyrir. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Japanskir kaupendur skoða loðnu á Vopnafirði. Líður að Japansfrystingu TAP sænska verðbréfafyrirtækis- ins JP Nordiska á árinu 2002 nam 43,1 milljón sænskra króna eftir skatta, jafnvirði um 400 milljóna ís- lenskra króna. Kaupþing banki á 93% hlut í JP Nordiska. Tap fyr- irtækisins fyrir skatta var 67,7 milljónir sænskra króna en var 163,2 milljónir sænskra króna árið 2001. Í tilkynningu frá Kaupþing banka í Kauphöll Íslands segir að kostnaður við endurskipulagningu JP Nordiska hafi verið hærri en áætlað hafi verið, eða 92 milljónir sænskra króna, um 850 milljónir ís- lenskra króna. Jafnvægi sé komið á milli tekna og kostnaðar eftir end- urskipulagningu og fækkun starfs- fólks. Þá segir að JP Nordiska verði afskráð 14. mars næstkom- andi og verði dótturfyrirtæki Kaup- þings banka. CAD hlutfall 15,3% Hreinar vaxtatekjur JP Nord- iska jukust úr 81,4 milljónum sænskra króna árið 2001 í 102,4 milljónir í fyrra. Heildareignir fyr- irtækisins námu 5.382 milljónum sænskra króna í árslok 2002 en 5.522 milljónum árið áður. Eigið fé hækkaði úr 526 milljónum í 635 milljónir milli ára en skuldir lækk- uðu hins vegar úr 4.995 milljónum í 4.747 milljónir. CAD hlutfall JP Nordiska er svipað milli ár, 15,3% í árslok 2002 en 15,2% árið áður. Í tilkynningu JP Nordiska til sænsku kauphallarinnar segir að árið 2002 hafi veirð eitt versta ár í sögu hlutabréfamarkaðarins frá árinu 1930, og að umskipti í þessum efnum séu ekki í sjónmáli. Þessar aðstæður hafi neitt fjármálafyrir- tæki til að grípa til aðgerða og það hafi verið gert hjá JP Nordiska. Fjöldi starfsmanna JP Nordiska í árslok 2002 var 210. Samanlagður fjöldi starfsmanna fyrirtækisins og verðbréfafyrirtækisins Aragon var 365 í árslok 2001. Sameiningu JP Nordiska og Aragon er lokið. Tap JP Nordiska um 400 milljónir íslenskra króna BRESKA verslanakeðjan Selfridges hefur skrifað Baugi og beðið fyrir- tækið um upplýsingar um það hversu marga hluti, nákvæmlega, Baugur hafi keypt í Selfridges, og í hvaða nafni kaupin hafi verið gerð. Baugur, sem á 8% hlut í bresku verslanakeðjunni House of Fraser og hluti í verslanakeðjunum Big Food Group og Somerfield, keypti, sam- kvæmt frétt í vefútgáfu The Daily Telegraph, um milljón hluti í Selfridges í síðasta mánuði, eða um 0,75% af heildarhlutafé fyrirtækisins. Samkvæmt fréttinni þarf Baugur ekki að tilkynna hve stóran eignar- hlut fyrirtækið á fyrr en hann nær 3%. Fyrirtæki í Bretlandi eiga þó rétt á að snúa sér til fjárfestisins eftir nán- ari upplýsingum um kaup í félaginu og samkvæmt upplýsingum frá Baugi var í gær hafist handa við að svara fyrirspurn félagsins. Í frétt blaðsins segir að talið sé að kaup Baugs raski ekki ró hins nýja forstjóra fyrirtækisins Peter Willi- ams en hann tók við fyrirtækinu eftir að Vittorio Radice. Eftir brotthvarf hans hrundi fyrirtækið í verði. Há- marki náði það í fyrra í 360,5 pensum á hlut, en var í gær 231,5 pens. Daily Telegraph sagði frá kaupum Baugs í Selfridges fyrir viku. Þar kom jafnframt fram að Baugur teldi breska verslunargeirann verulega undirverðlagðan í dag og væri búinn að fjárfesta fyrir 50 milljónir punda í fyrirtækjum á markaði, eða rúmlega 6,2 milljarða króna. Selfridges vill upplýs- ingar frá Baugi Á ÁRSFUNDI viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla Íslands í vik- unni opnaði Jónas Haralz, fyrrver- andi bankastjóri, rafrænt vísindatímarit deildarinnar. Tímarit- ið sem fjallar um viðskipta- og efna- hagsmál er aðgengilegt á Netinu, en að auki verður árlega gefin út prent- uð útgáfa með þeim greinum sem birst hafa í veftímaritinu. Fram kemur í fréttatilkynningu, að með þessu tímariti vilji viðskipta- og hagfræðideild HÍ leggja sitt af mörkum til að efla vísindalega um- ræðu um viðskipti og efnahagsmál á Íslandi. Veffang tímaritsins er: www.efna- hagsmal.hi.is Rafrænt tímarit um efnahagsmál ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.