Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 49 Útsala 50% afsláttur Skólavörðustígur 8 Sími: 552 4499 FATAHÖNNUÐURINN Anna Sui sýndi í New York í liðinni viku. Hún er þekktust fyrir að leita eft- ir andagift á flóa- mörkuðum og í búð- um er sérhæfa sig í notuðum fatnaði. Sást það á sýning- unni á fötunum fyrir næsta haust og vet- ur. Hún leitaði aftur til fortíðar fyrir framtíðina eins og svo margir hönnuðir gera. Á meðan flest- ir hafa haldið sig á fyrri hluta sjöunda áratugarins heim- sótti hún síðari hluta hans og leit inn í þann áttunda. Sui er vel þekktur hönnuður og hefur framleitt fatalínu undir eigin nafni frá árinu 1980. Í fyrstu fór starfsemin fram í íbúðinni hennar en hún opnaði fyrstu búðina sína árið 1992. Síðan hafa margar bæst í hópinn. Eftir útskrift úr menntaskóla í Detroit í Michigan flutti hún til New York þar sem hún stundaði nám við hinn þekkta hönn- unarskóla Parsons School of De- sign. Þar kynntist Sui ljósmynd- aranum Steven Meisel, sem átti eftir að starfa náið með henni. Vann hún m.a. sem stílisti í myndatökum hans á árum áður. Anna Sui hannar líka skó. Hún er sjálf líka mikið fyrir skó og á meira en 500 pör. Oftar en ekki er um að ræða búta- saumuð stígvél, sandala með semelíu- steinum og perluskreytta bandaskó. Tí sk an f yr ir h au st / ve tu r 2 0 0 3 –4 í N e w Y o rk Heimur Önnu Sui AP TÍSKUVIKUNNI í New York er nú lokið en þar hafa helstu hönnuðir sýnt tískuna fyrir næsta haust og vetur. Ekki er hægt að slá botninn í umfjöllunina um tískuvikuna án þess að minnast á þrjá helstu bandarísku hönnuðina, Ralph Laur- en, Donnu Karan og Calvin Klein. Þríeykið er þekkt fyrir klæði- leika, áreiðanleika og einfaldan glæsileika, hvert á sinn hátt. Ralph Lauren leitar oft í brunn hefðbund- ins bresks stíls en gæðir hann am- erískum andblæ. Sýning hans fór fram í galleríi í Chelsea-hverfinu í New York en stemningin var frek- ar ættuð úr hverfi með sama nafni í London. Föt þessara þriggja bandarísku risa eru nútímaleg og þægileg. Kar- an hannar fyrir konur er láta til sín taka á vinnumarkaði og eru fötin klassísk. Klein hannar í anda naum- hyggjunnar þótt kvenleikinn fái að njóta sín. Tískumistök stjarnanna á rauða dreglinum eru yfirleitt ekki upp- runnin í verslunum Klein, Karan eða Lauren því einfaldleikinn ræð- ur þar ríkjum. Kannski eru þetta ekki mest spennandi starfandi hönnuðirnir en þeir virðast alltaf standa fyrir sínu. Tískuvika í New York: haust/vetur 2003–4 APCalvin Klein AP Calvin Klein AP Calvin Klein APDonna Karan APDonna Karan AP Donna Karan ReutersRalph Lauren ReutersRalph Lauren APRalph Lauren Bandarísku risarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.