Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 17 Skeifan 4 • Sími 585 0000 • www.aukaraf.is • Opið frá kl. 9-18 • Laugardag frá kl. 10-16 Sendum í póstkröfu F rá b æ r ti lb o ð : • Magellan GPS-tæki • GPS-aukahlutir s.s. plast- pokar, tengi, loftnet o.fl. • Talstöðvar, bíla-, báta- og handtalstöðvar • Aukahlutir fyrir talstöðvar • Fjarstýrðar samlæsingar • Þjófavarnarkerfi • Hljómflutningstæki fyrir bíla, magnarar á frábæru verði, mikið úrval hátalara • GSM-handfrjáls búnaður • Radarvarar • Hleðslutæki 15-50% afsláttur SÍÐAR, stuttar, marglitar, tví- hnepptar, aðsniðnar eða víðar. Kápur og aðrar yfirhafnir í öllum regnbogans litum, stærðum og gerðum hanga á slám í versl- uninni Kápunni við Laugaveg. Í sextíu ár hafa konur getað geng- ið þar að nýjustu tísku í yfirhöfn- um vísri. Aðeins tvær fjölskyldur hafa átt verslunina frá upphafi, en hún var stofnuð 10. nóvember árið 1943 af Jóhanni Friðrikssyni, föður Eggerts feldskera. Um þremur áratugum síðar keypti Davíð S. Jónsson verslunina og er hann lést árið 1996 tóku börnin hans sex við rekstrinum. En nú, tæpum sextíu árum eftir að Jó- hann í Kápunni opnaði verslun sína við Laugaveg, hefur verið tekin ákvörðun um að loka henni. Kápan hefur verið til sölu frá árinu 1996 en án árangurs. „Ég held að ástæðan liggi í því að verslun á Íslandi hefur breyst,“ segir Erla Davíðsdóttir, einn af eigendunum. „Núna eru seldar yfirhafnir í flestum fataversl- unum en áður var meiri sérhæf- ing í hverri verslun.“ Hún kvartar samt ekki yfir við- skiptunum og segir þau hafa gengið vel, enda fastakúnnar fjöl- margir og á öllum aldri. Áður var hárgreiðslustofa og tannlæknastofa í sama húsi og Kápan og segir Erla að þegar þær hafi horfið á braut hafi það haft áhrif á viðskiptin. „Þær sem voru að bíða á hár- greiðslustofunni komu oft hér yf- ir, skoðuðu eða keyptu. Þetta hefur allt áhrif. Líka stöðumæl- arnir við Laugaveginn. Allir geta fengið ókeypis bílastæði í Kringl- unni.“ Líkt og nafn Kápunnar gefur til kynna hefur aðallega verið verslað með yfirhafnir þau sextíu ár sem verslunin hefur starfað. „Það er kominn tími til að snúa sér að öðru, gera eitthvað nýtt,“ segir Erla sem starfað hefur í versluninni í sautján ár. „Versl- anir koma og fara. Nýjar koma í stað þeirra eldri. Það þarf alltaf eitthvað nýtt að koma.“ Rak áður eigin saumastofu Kápurnar hafa aðallega verið fluttar inn frá Þýskalandi en á árum áður rak verslunin eigin saumastofu. „Það kom svo í ljós að það var hagstæðara að flytja vörurnar inn.“ Erla segir fastakúnna versl- unarinnar marga og sumir hafi haldið tryggð sinni við búðina í fleiri ár. Margir þeirra segjast eiga eftir að sakna Kápunnar og hafa lýst yfir vonbrigðum með að hún sé nú að hætta. Við- skiptavinir hafa verið konur á öllum aldri, dætur jafnt sem mæður og ömmur. „Viðskiptin hafa jafnan verið mjög góð, því þakka ég góðu starfsfólki,“ segir Erla. Húsnæði verslunarinnar á Laugavegi 66 er til sölu en einnig kemur til greina að leigja það. „Auðvitað þætti okkur vænst um ef hér kæmi önnur verslun,“ seg- ir Erla. „Jóhann rak verslunina í þrjátíu ár og fjölskyldan okkar í næstum önnur þrjátíu. Það væri auðvitað mjög gaman ef einhver myndi vilja reka hana í þrjátíu ár í viðbót.“ Allt á að seljast fyrir lokun Núna stendur yfir rýming- arsala í Kápunni og allt á að selj- ast. „Hvenær við lokum fer nú eftir því hvenær allt verður selt, við lokum ekki fyrr en síðasta kápan er seld. En með þessu áframhaldi mun ekki líða á löngu þar til það gerist,“ segir Erla og tekur til við að sýna við- skiptavinum það sem er á boð- stólum. Blaðamaður getur heldur ekki stillt sig um annað en að máta nokkrar kápur áður en hann hverfur á braut. Það er ekki seinna vænna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Erla Davíðsdóttir, einn eigenda Kápunnar, og Guðríður Ása Matthíasdóttir sem unnið hefur í búðinni í 16 ár. Kápan hættir eftir sextíu ár í miðbænum Laugavegur ATVINNU-, ferða- og menningar- málanefnd Bessastaðahrepps hefur lagt til við hreppsnefnd að stofnuð verði nefnd til þess að ræða við stjórnvöld og aðra opinbera aðila um að veita fé til undirbúnings og byggingar menningarhúss í hreppnum. Telur nefndin að menn- ingarhús geti skapað margvísleg ný tækifæri fyrir listafólk í hreppnum, eflt menningarlíf og skapað fjölda starfa við menningartengda ferða- þjónustu, bæði innan hreppsins og í nágrannasveitarfélögunum. Auk þess gæti slíkt hús nýst félögum og félagasamtökum í starfsemi þess- ara aðila og rennt styrkari stoðum undir rekstur hússins. Þetta kom fram á fundi nefndarinnar sl. föstu- dag. Gunnar Valur Gíslason, sveitar- stjóri í Bessastaðahreppi, segir hugmyndir um fjölnota menningar- hús í hreppnum hafa verið uppi í meira en áratug. Nú hafi þeim enn og aftur skotið upp kollinum. Hann segir næsta skref að fullmóta og kanna ítarlega rekstrargrundvöll slíks húss en árlega heimsækja Bessastaðahrepp, aðallega Bessa- staði, um 70 þúsund ferðamenn. „Hugmyndin er sú að húsið myndi nýtast mörgum aðilum, t.d. sem safnaðarheimili en ekkert slíkt heimili er að finna í hreppnum.“ Gert var deiliskipulag að mið- svæði Bessastaðahrepps fyrir nokkrum árum þar sem gert var ráð fyrir menningarhúsi við afleggj- arann að Bessastöðum. Hann segir að Álftanes og Bessa- staðahreppur séu merkilegir sögu- staðir og hafi nú þegar mikið að- dráttarafl. „Hugmyndin er annars vegar að virkja þá menningu sem er fyrir hendi í hreppnum og hins veg- ar að ná utan um alla þá ferðamenn sem koma hingað árlega. Þetta er því ekki spurning um að koma fram með hugmyndir til að laða að ferða- menn, heldur hvernig við viljum sinna öllum þeim ferðamönnum sem koma hingað hvort sem er.“ Gunnar segir erlenda ferðamenn fyrst og fremst sækjast eftir að skoða Bessastaði en innlendir ferðamenn vilja ganga um svæðið sem er þrungið sögu. Á fundi hreppsnefndar í dag verður tekin ákvörðun um tillögu að stofnun viðræðunefndar vegna menningarhússins. Vilja reisa menningarhús í hreppnum Myndi efla menn- ingartengda ferðaþjónustu Bessastaðahreppur BÖRN MEÐ grímur fyrir andlit- unum gengu um ganga Rimaskóla um helgina en þá var haldið opið hús skólanum. Tilefnið var að þemaviku var að ljúka en yngstu börnin bjuggu til grímur og sömdu ljóð inn- blásin af þeim sem þau fluttu á opna húsinu. Á annað þúsund foreldrar og aðstandendur mættu í fagnaðinn. Eldri börnin höfðu á þemadög- unum unnið með sögu norrænna vík- inga og þau elstu unnu í listasmiðj- um. Afrakstur þeirrar vinnu var einnig sýndur á opna húsinu. Þar voru einnig kynntar tillögur að nýjum leiktækjum á lóð skólans sem fagna mun tíu ára afmæli í vor. Hugmyndirnar komu úr smiðju nemendanna sjálfra en um 100 til- lögur bárust. Morgunblaðið/Kristinn Grímur og frumsamin ljóð Rimahverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.