Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 6.
Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar
Sýnd kl. 8 og 10.
Sýnd kl. 8 og 10.20.
Frábær svört kómedía með stórleikurunum Jack Nicholson og
Kathy Bates sem bæði fengu tilnefningar til Óskarsverðlauanna
í ár fyrir leik sinn í myndinni.
Sýnd kl. 6. 400 kr
2
Tilnefningar til
Óskarsverðlauna:
Aðalhlutverk karla:
Jack Nicholson.
Aukahlutverk kvenna:
Kathy Bates.
RADIO X
SV MBL
Kvikmyndir.com
SG DV
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
Sýnd kl. 3.45 og 5.50.
Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar
kl. 4.
SV. MBL
HK DV
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
13 Tilnefningar til Óskars-verðlaunaþ. á. m. besta mynd
Kl. 8. Bi. 12.
Sýnd kl. 3,45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 16 ára.
Tveir stórhættulegir njósnarar eru að leita
að hættulegasta vopni veraldar. Njósnari
gegn njósnara í einni svölustu mynd ársins!
Eingöngu sýnd í LÚXUSSAL kl. 8 og 10.30. B. i. 12.
Stórskemmtileg teiknimynd eftir
frábærri sögu Astrid Lindgren.
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. 400 kr. Síðustu sýningar sýnd kl. 10.10. B.i.12. 400 kr.
UPPISTAND nýtur sívaxandi vin-
sælda hér á landi og fjöldi frambæri-
legra uppistandara vex jafnt og þétt.
Jafnframt færist það í vöxt að hingað
komi erlendir uppistandarar, bæði
heimsþekktir og minni spámenn og
virðumst við njóta þeirrar náðar að
þessir menn eru afar spenntir að
sækja okkur heim þótt fæstir þeirra
ríði héðan feitum hesti fjárhagslega.
Nýstofnað fyrirtæki Ágústu Skúla-
dóttur og Neils Haigh, Húlabalú, hef-
ur það að markmiði að gefa lands-
mönnum kost á að kynnast því besta
sem er að gerast í uppistandsheim-
inum og hyggst standa fyrir röð heim-
sókna uppistandara undir nafninu
Rosalegt uppistand.
Fyrsta Rosalega uppistandið var
haldið í Sportkaffi sl. fimmtudag,
föstudag og laugardag. Gestir kvölds-
ins voru Írinn David O’Doherty og
Nýsjálendingurinn Rhys Darby sem
báðir hafa verið að hasla sér völl á
bresku uppistandssenunni á undan-
förnum árum. Kynnir kvöldsins var
Ágústa Skúladóttir og tók hún létta
upphitun fyrir báða, stutt atriði sem
hún flutti að mestu á ensku. Lék sér
með íslenskan „erkihreim“ og náði
upp ágætri stemningu.
Erlendu gestirnir voru með býsna
ólík atriði. O’Doherty sté fyrst á svið
og hafði greinilega klæðskerasniðið
sitt atriði að íslenskum aðstæðum,
gerði óspart grín að ýmsu í fari Ís-
lendinga og reyndar samlanda sinna
líka. Atriðið rann afar árennslulaust
og eðlilega. Stór hluti af því var
spunninn upp á staðnum og var samt
alltaf fyndið. T.d. lék hann mikið á við-
brögð salarins, gaf sig á tal við einn
gestanna (lenti reyndar einmitt á
undirrituðum) og notaði tilsvör hans
til að leggja upp brandara. Einnig var
hann með nokkur stutt tónlistaratriði
sem voru stórskemmtileg og voru
gestir því hálffegnir þegar ríflegri
dagskrá hans lauk og hægt var að
slaka aðeins á andlitsvöðvum.
Eftir hefðbundið hlé kynnti Ágústa
seinni gest kvöldsins, Rhys Darby, á
svið. Hans atriði byggðist meira á fyr-
irfram æfðum sögum og voru þær
rækilegar kryddaðar með látbragði
og ýmiss konar búkhljóðum sem hann
notaði sérlega skemmtilega. Atriðið
var mjög „líkamlegt“ og sögurnar
sjálfar skiptu yfirleitt minna máli en
það hvernig þær voru sagðar og
stundum vantaði eiginlegt „pöns“.
Líkt og O’Doherty gerði Darby
óspart grín að heimalandi sínu en at-
riðið hans var nokkru styttra en
O’Dohertys sem var ágætt þar sem
það var einhæfara. Þó alltaf skemmti-
legt.
Þegar á heildina er litið var þetta
afar vel heppnað skemmtikvöld,
áhorfendur, sem hefðu að ósekju mátt
vera fleiri, yfirgáfu Sportkaffi út-
hlegnir og koma vonandi aftur, og þá
með vini sína, þegar næstu gestir
koma á vegum Húllabalú en það mun
að öllum líkindum verða strax í næsta
mánuði. Ef þeir uppistandarar verða í
sama gæðaflokki og þeir Darby og
O’Doherty er óhætt að búast við frá-
bærri skemmtun.
UPPISTAND
Rosalegt uppistand
Fyrsta í röð uppistanda sem haldin eru af
fyrirtækinu Húlabalú og ganga munu und-
ir nafninu Rosalegt uppistand. Fram
komu Írinn David O’Doherty og Nýsjá-
lendingurinn
Rhys Darby. Kynnir Ágústa Skúladóttir.
Laugardagskvöldið 15. febrúar á Sport-
kaffi.
Sportkaffi
Ullandi uppistandari: Ný-Sjálendingurinn Darby.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reynt á hlátur-
taugarnar
Ármann Guðmundsson
FARSINN Allir á svið! eftir Mich-
ael Frayn var frumsýndur í Þjóð-
leikhúsinu á föstudaginn. Verkið
er í leikstjórn Gísla Rúnars Jóns-
sonar og sett upp í samvinnu við
Grínara hringsviðsins.
Sýningin fjallar um leikhóp,
sem er að setja upp farsa og
verða áhorfendur bæði vitni að
því sem er að gerast á sviðinu og
ævintýrinu baksviðs.
Áhorfendur fengu kærkomið
tækifæri til að hlæja sig mátt-
lausa yfir þessum ærslaleik á
ofsahraða, sem helstu gamanleik-
arar landsins leika í. Með aðal-
hlutverk fara Björgvin Franz
Gíslason, Edda Björgvinsdóttir,
Júlíus Brjánsson, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Sigurður Sig-
urjónsson, Stefán Karl Stef-
ánsson, Steinunn Ólína Þorsteins-
dóttir, Þórunn Lárusdóttir og
Þröstur Leó Gunnarsson.
Farsi frumsýndur í Þjóðleikhúsinu
Ærslaleikur á ofsahraða
Sviðsmennirnir brugðu á leik: María Dís, Jón Ö. Bergs-
son, Svanhvít T. Árnadóttir og Helga Þ. Stephensen.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Fjölskyldan: Björgvin Franz Gíslason, Gísli Rúnar Jónsson
og Edda Björgvinsdóttir fagna að lokinni frumsýningu.
SÝNING á ýmsum nýjungum í skólastarfi í Reykjavík stóð yfir í Ráðhúsi
Reykjavíkur um helgina. Þarna gafst foreldrum og nemendum tækifæri til
að skoða hvað grunnskólanemendur eru að fást við.
Má búast við að áhugafólk um menntamál hafi lagt leið sína í Ráðhúsið
auk þess sem þetta var kjörið tækifæri fyrir kennara og skólastjórnendur
til að læra hverjir af öðrum.
Allir grunnskólarnir voru með bás á sýningunni þar sem afrakstur
skólastarfsins, sem og aðferðir voru kynntar.
Seljaskóli var með sýningu undir yfirskriftinni „Nýtt úr notuðu“ þar sem
umhverfisvernd var viðfangsefnið. Gamlir bolir voru rifnir niður og flétt-
aðir saman svo úr varð listaverk. Einnig bjuggu nemendur til nýja skart-
gripi úr ónýtum gömlum skartgripum og efnisafgöngum, svo eitthvað sé
nefnt.
Nýbreytnistarf í grunnskólum Reykjavíkur
Skóli á nýrri öld
Morgunblaðið/Kristinn
Verkefni 2. bekkjar í Fellaskóla hét
„Hvers vegna ferðumst við og
hvernig?“ Inn í verkefnið fléttast
vinna við ritun, orðaforða, stærð-
fræði, lífsleikni, samfélagsfræði og
myndmennt.
Verkefni Seljaskóla kallaðist „Nýtt úr not-
uðu“. Það tengdist þemaviku skólans á haust-
önn um umhverfisvernd.
AUSTURBÆR: Góðgerðartón-
leikum sem halda átti í kvöld til
styrktar útigangsfólki og fjallað
var um hér á síðum Morgunblaðs-
ins um helgina hefur verið slegið á
frest um óákveðinn tíma.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is