Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐSÓKN að vefsíðu Morgunblaðs- ins, www.mbl.is, sló nýtt met í sjö- undu viku ársins, dagana 10.–16. febrúar. Alls komu 125.848 gestir á síðuna sem er 4,5% fleiri en heim- sóttu síðuna í vikunni áður. Fjöldi innlita var 783.892, sem er 9,9% fleiri innlit en í sjöttu viku. Flettingar voru 2.490.113. Morgunblaðið er enn sem fyrr í efsta sæti á lista samræmdrar vef- mælingar Modernus, sem mælir hvaða íslenskar heimasíður eru vin- sælastar. Í öðru sæti er www.leit.is með 108.736 gesti í vikunni og www.visir.is með 60.348 gesti. Segir á heimasíðu Modernus að djúpar lægðir sem hafa gengið yfir landið hafi greinilega haft góð áhrif á net- notkun landans. Þannig hafi fjórir vinsælustu vefirnir, www.mbl.is, www.leit.is, www.visir.is og www.simaskra.is, allir sett nýtt met í gestafjölda. Ennþá eykst aðsókn að mbl.is ÓMARKTÆKUR munur er á fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar sem birt var í Frétta- blaðinu í gær. Þar kemur fram að 40,3% aðspurðra styðja Samfylk- inguna en 39,2% Sjálfstæðisflokkinn. Alls sögðust 11,3% ætla að kjósa Framsóknarflokkinn, 7,2% vinstri- græna og 1,8% Frjálslynda flokkinn. Mikil sveifla varð á fylgi flokkanna í síðustu könnun Fréttablaðsins og gengur hún að hluta til baka nú. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur eru einu flokkarnir sem bæta við sig fylgi. Dreifing kynjanna eftir stuðningi við stjórnmálaflokka er jafnari í þess- ari könnun blaðsins en fyrri. Tæp 42% karla styðja Sjálfstæðisflokkinn en 35,8% kvenna. Munur milli kynjanna hefur aldrei mælst minni. Hjá Samfylkingunni mælist stuðning- ur kvenna 42,8% en karla 38,2%. Ef teknar eru saman kannanir Fréttablaðsins síðustu fjórar helgar er fylgi Samfylkingarinnar 38,8%, Sjálfstæðisflokksins 35,6%, Fram- sóknarflokksins 12,6%, vinstri- grænna 9,6% og Frjálslynda flokks- ins 3,2%. Könnunin var framkvæmd sl. laug- ardag. Úrtakið var 600 manns og svarhlutfall 85%. Ómarktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokkur og Samfylking TAKIST að innheimta alla símareikn- inga vegna þeirra um 70.000 atkvæða sem greidd voru í símakosningu í undankeppni Ríkissjónvarpsins fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva, nema tekjurnar af atkvæða- greiðslunni um sjö milljónum króna. Til Barnaspítala Hringsins renna 2,8 milljónir, Ríkssjónvarpið fær 2,1 milljón og símafyrirtækin skipta með sér sömu upphæð. Framkvæmdastjóri undankeppn- innar var Jóhanna Jóhannsdóttir, að- stoðardeildarstjóri innlendrar dag- skrárdeildar Ríkissjónvarpsins. Hún segir að heildarkostnaður sjónvarps- ins við undankeppnina hafi verið á annan tug milljóna en endanlegt upp- gjör liggur ekki fyrir. Þetta er marg- falt meiri kostnaður en við fyrri und- ankeppnir enda var umgjörðin mun veglegri nú en áður. Jóhanna segir að mikill kostnaður hafi bæst við, ein- göngu við að halda keppnina annars staðar en í myndveri Sjónvarpsins. Ákveðið hafi verið að halda keppnina í Háskólabíói svo að pláss væri fyrir fleiri áhorfendur en boðsgesti og þar af leiðandi hægt að selja almenningi aðgang. Talsverður kostnaður hafi þó hlotist af því að halda keppnina í Há- skólabíói enda búnaður í húsinu ekki miðaður við sjónvarpsútsendingar. Þurfti því að setja upp sviðsljós og fleira. Kannað hvað fór úrskeiðis Jóhanna segir að leiðinleg mistök hafi átt sér stað í hljóðvinnslu við út- sendinguna. Þegar Hreimur Örn Heimisson hóf söng sinn hafi rangur diskur verið leikinn undir. Rétti disk- urinn innihélt upptöku af undirspili sem átti að bætast við undirleik hjóð- færaleikaranna á sviðinu. Fyrir mis- tök hafi diskur með söng verið spil- aður, sá diskur hafi síðan bilað og því hafi þurft að byrja upp á nýtt. Jó- hanna segir af og frá, eins og sumir hafi haldið fram, að söng Hreims hafi átt að spila af hljóðbandi. Hreimur hafi sungið lagið fyrir áhorfendur á laugardagskvöld, rétt eins og allir aðrir keppendur. Þá segir Jóhanna að verið sé að kanna hvað fór úrskeiðis í hljóðkerfinu þegar fyrsta lagið í keppninni var flutt en í upphafi lags- ins heyrðist ekki hljóð í sjónvarpi. Kostnaður við undankeppni söngva- keppninnar á annan tug milljóna Um 2,8 milljónir til Barnaspítalans VON er á utanríkisráðherra Svíþjóð- ar, Önnu Lindh, í opinbera heimsókn til Íslands á morgun í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Anna dvelur hér í tvo daga og í við- ræðum við Halldór stendur m.a. til að ræða stækkun Evrópusambandsins, framtíð EES-samningsins og Íraks- deiluna. Ráðherrarnir munu jafn- framt ræða ýmis mál er varða gagn- kvæm samskipti Íslands og Svíþjóðar og samstarf á alþjóðavettvangi, þar með talið hvalamál og samstarfið í Al- þjóða hvalveiðiráðinu auk for- mennsku Íslands í Norðurskauts- ráðinu og í kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá alþjóðabankan- um. Anna Lindh mun jafnframt eiga fundi með Davíð Oddssyni, forsætis- ráðherra, Siv Friðleifsdóttur, sam- starfsráðherra Norðurlanda, og utan- ríkismálanefnd Alþingis. Hún mun einnig heimsækja Alþingi og kynna sér starfsemi Orðabókar Háskóla Ís- lands og halda fyrirlestur á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Utanríkis- ráðherra Svíþjóðar til Íslands STÓRMÓT Skákfélagsins Hróksins hefst á Kjarvalsstöðum klukkan 17 í dag, en um er að ræða eitt sterkasta skákmótið í heiminum í ár og er það tileinkað íslenskum börnum. Michael Adams, sem er númer sex á heimslistanum og hefur 10 sinnum verið kjörinn Skákmaður ársins hjá Skáksambandi Englands síðan 1990, fer fyrir öflugum skákmönnum mótsins en hann er með 2.734 Elo- stig. Aðrir keppendur eru Alexei Shirov frá Lettlandi, sem er með 2.723 stig, Ivan Sokolov, sem er með 2.688 stig, tefldi áður fyrir Bosníu en hefur búið í Hollandi síðan 1993 og teflir fyrir Hrókinn, Etienn Bacrot, yngsti stórmeistari sögunnar sem er með 2.671 stig, Viktor Kortsnoj, sem er á áttræðisaldri, með 2.642 stig, pólski Evrópumeistarinn Bartek Macieja, sem er með 2.629 stig, Hannes Hlífar Stefánsson, sem er með 2.569 stig, Luke McShane, sem var valinn Skákmaður ársins 2002 hjá Hróknum og er með 2.568 stig, Helgi Áss Grétarsson, sem er með 2.514 stig, og Stefán Kristjánsson, sem er með 2.432 stig. Hinn 19 ára gamli McShane teflir gegn hinum 72 ára gamla Kortsnoj í fyrstu umferð. Adams teflir gegn Bacrot og Helgi Áss gegn Stefáni. Þá mætir Hannes Hlífar Shirov og Sokolov tekst á við Macieja. Þórólfur Árnason, borgarstjóri, flytur setningarávarp mótsins, Andrea Gylfadóttir, verndargyðja Hróksins, syngur og Hrafn Jökuls- son, forseti Hróksins, flytur ávarp áður en nemandi úr Skákskóla Hróksins og Eddu leikur opnunar- leikinn. Beinar útsendingar frá mótinu verða á Netinu og verður hægt að fylgjast með skákunum á slóðinni www.chessclub.com og á heimasíðu mótsins, http://icechess.- com/Hrokur2003/index.php auk þess sem umfjöllun verður á heimasíðu Hróksins, www.hrokurinn.is. Morgunblaðið/Jim Smart Baráttuskákmaðurinn Viktor Kortsnoj og Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, stinga saman nefjum á Kjarvals- stöðum þegar dregið var um hverjir skyldu tefla saman í fyrstu umferð. Stórmót Hróksins hefst síðdegis MICHAEL Adams er stigahæsti skákmaðurinn sem keppir á Stór- móti Hróksins. Hann er sjötti á stigalista heims- ins með 2734 Elo-stig og hef- ur í mörg ár verið fastagest- ur á listanum yfir 10 bestu skákmenn heims. Adams varð stórmeist- ari sautján ára og um leið yngsti maðurinn sem unnið hafði breska meistaramótið. Stíll hans nýtur víða aðdáunar en hann þyk- ir tefla mjög „blátt áfram“ og „áreynslulaust“. Í Englandi nýtur hann vinsælda fyrir hógværð í framgöngu. Hann var kosinn skákmaður ársins af skák- sambandi Englands árið 1990 og hefur síðan hlotið þá nafnbót alls níu sinnum. „Ég var ánægður þegar mér var boðið á mótið og þáði það með þökkum,“ sagði Adams við Morgunblaðið í gær. „Ég held að allir keppendurnir séu frekar sterkir. Shirov og Sokolov verða líklega mínir helstu keppinautar, en það getur allt gerst.“ Ivan Sokolov skrifaði í Morg- unblaðið á sunnudag að Reykja- vík væri á góðri leið með að end- urheimta sæti sitt sem „skákhöfuðborg heimsins“ þar sem uppgangur í skákíþróttinni hefur verið mikill að undanförnu. „Reykjavík hefur fengið mikið af góðum styrktaraðilum og nokkuð af spennandi taflmótum. Ég held að þetta sé á réttri leið hérna og það má sérstaklega sjá á því að margir góðir skákmenn koma og taka þátt í atskákmótinu sem verður í framhaldinu af þessu móti,“ sagði Adams sem á við Eddu-skákmótið sem er minning- armót Guðmundar J. Guðmunds- sonar og verður haldið í Borg- arleikhúsinu 3.-5. mars næstkomandi. Þar munu flestir þeir skákmenn sem keppa á Kjar- valsstöðum taka þátt ásamt 4. stigahæsta skákmanni heims, Búlgaranum Topalov og fleiri stórmeisturum. Hlakkar mikið til Nokkuð er síðan Adams keppti síðast en hann vonast samt eftir góðum árangri. „Ég hef ekki keppt á móti í þó nokkurn tíma svo ég hlakka mikið til að tefla. Ég ætla bara að takast á við hverja skák fyrir sig og sjá hvað gerist. Ég reyni náttúrulega að ná í eins mörg stig og ég get og vonast einnig til að berjast um fyrsta sætið á mótinu.“ Adams er að koma hingað í annað sinn, en hann kom hingað síðast árið 1990 til að taka þátt í VISA-IBM skákmótinu. Í því móti keppti hann í 10 manna sveit Bretlands gegn úrvalssveitum Norðurlandanna, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. „Ég hef ekki haft mörg tækifæri til að koma hingað og tefla, svo það er mjög gott að vera kominn aftur. Mér fannst mjög gaman að koma hing- að árið 1990,“ sagði Adams sem hlakkar til að setjast við tafl- borðið. Vonast til að tefla um fyrsta sætið Michael Adams TALSVERÐ peningaupphæð sem fannst á víðavangi nýlega er í vörslu lögreglunnar í Reykjavík en auglýst var eftir eigandandum í Morgun- blaðinu í gær. Síðdegis í gær hafði enginn gefið sig fram en eigandinn hefur frest í eitt ár og einn dag, sam- kvæmt tæplega 200 ára gömlum reglum um óskilamuni. Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, vildi af skiljanleg- um ástæðum ekki gefa upp hversu há fjárhæðin er né hvenær hún fannst. Þá væri enda hætt við því að óprúttn- ir aðilar gæfu sig fram undir fölsku flaggi og reyndu að fá lögreglu til að láta peningana af hendi. Hörður segir að samkvæmt reglum sem kansellíið í Kaupmannahöfn gaf út árið 1811, skuli geyma óskilamuni í eitt ár og einn dag en að því loknu selja þá, hafi eigandinn ekki gefið sig fram. Þetta er gert með árlegu uppboði. Að sögn Harðar er þetta í fyrsta skipti um ára- bil sem finnandi skilar verulegu reiðufé til lögreglu. Ef enginn gefur sig fram innan árs og eins dags geng- ur þriðjungur til þess sem fann féð en lögreglusjóður fær afganginn. Hörð- ur segir að mikið af óskilamunum skili sér til lögreglu og að borgararnir séu almennt mjög skilvísir. Hann bendir þó á að í almennum hegningarlögum sé bannað að kasta eign sinni á fundið fé. Þessa meginreglu megi m.a. finna í Jónsbók sem var rituð á 13. öld. Eigandi peninga gefi sig fram ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.