Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 29 UNDANFARIN ár hefur verið til ráðstöfunar Byggðastofnunar og hjá sjávarútvegsráðherra til- tekinn fjöldi þorskígildistonna (12.500 tn.) sem hefur verið út- hlutað til einstaklinga og fyr- irtækja. Ráðstafanir þessar njóta lítilla almennra vinsælda og margir telja sig setta hjá með þeim úthlutunaraðferðum sem beitt hefur verið. Undirritaður hefur velt þessum málum fyrir sér í nokkurn tíma og komist að niðurstöðu í málinu sem ég tel rétt að láta í ljósi til umhugsunar fyrir þá aðila sem um málið véla miðað við óbreytta fiskveiðistjórnun. Veiðar með landbeittri línu Það er ljóst að veiðar með línu beittri í landi skapar hvað mesta vinnu við fiskveiðar. Einnig vita menn að línuveiðar skila góðum árangri hvað varðar gæðavöru á háu verði. Menn vita að mismun- andi beita skilar árangri hvort heldur menn eru sérstaklega að sækja í þorsk eða ýsu þannig að unnt er að haga sókn í mismun- andi tegundir að nokkru leyti eft- ir árstíma, beitutegund og vali á miðum. Línuveiðar eru mikið stund- aðar á smærri bátum, vinnsla á mörgum stöðum á landinu bygg- ist á veiðum þessara báta. Það eru skiptar skoðanir um hag- kvæmni, margir telja best að veiða í net, aðrir í troll og enn aðrir að veiðar með dragnót séu hagkvæmastar. Mikill ágrein- ingur er meðal manna um hvaða veiðarfæri eru best gagnvart líf- ríkinu. Ég ætla ekki að rekja rök sem styðja fullyrðingar varðandi þetta. En staðreynd er að línu- veiðar skaða ekki botn eða um- hverfi og sækir aðeins þann fisk sem gleypir agn. Veiðar með línu eru háðar veðri (smábátar eiga ekki að stunda sjó nema í þokka- legu veðri) þannig að lína liggur ekki lengi í sjó því að hún er al- mennt dregin eftir tiltölulega skamma legu nema e.t.v. þegar beitt er fyrir steinbít og stórlúðu, ég vil undanskilja þær veiðar frá þeirri tillögu sem ég hér fjalla um. Bein aukning 20% Í upphafi þessarar greinar gat ég um ósætti varðandi viðbót- arúthlutun á ráðastöfunarkvóta Byggðastofnunar og ráðherra sjávarútvegsmála. Einhver sann- gjarnasta aðferð sem ég get hugsað mér er að þeir sem stunda veiðar með landbeittri línu fái viðbótar aflahlutdeild sem nemi 20% enda búi þeir sömu að- ilar við þau skilyrði að vera skylt að veiða úthlutaðar aflaheimildir á viðkomandi bát að fullu. Viðbót- arúthlutun byggist á atvinnu- sköpun við beitningu línu í landi. Það er umhugsunarvert þegar svo mikið magn sem raun ber vitni er komið í úthlutun aðila sem geta fengið á sig stimpil geð- þóttaákvörðunar. Einhverjir munu segja að með mínum hugmyndum sé verið að leggja til veiðar með of miklum tilkostnaði; ódýrara sé að beita öðrum aðferðum. Við þá aðila segi ég við skulum hugsa um at- vinnusköpun, vörugæði, stöðu byggðanna þar sem hentar að gera út á línu allt árið. 10 milljarðar á milli vina! Í grein sem Einar Kristinn Guðfinnsson ritaði 28. jan. sl. í einhverju varnarskyni setti hann upp þetta heiti sem fyrirsögn. Það er eðlilegt að þessi upp- hæð sé honum hugleikin því hann hefur verið með í að ákvarða skömmtun til þeirra sem hefur hlotnast það að vera í náðinni við viðbótarúthlutunina á kvóta. Það er svo einfalt að þau tonn sem úthlutað er undir mismun- andi nöfnum eru liðlega tíu millj- arða virði, það er ekki dónalegt að ganga með slíkt að hluta í vas- anum til útdeilingar til einhverra útvalinna. Þetta er hluti af því sem ég vil breyta og koma á al- mennum jafnræðisreglum, það getur a.m.k. að hluta til gerst með tillögu um 20% aukningu til þeirra sem stunda veiðar með landbeittri línu og kallast grunn- slóðarfloti. Við getum breytt til betri veg- ar með því að setja af núverandi stjórnarflokka í kosningunum 10. maí nk. Það eiga kjósendur að gera hvar í flokki sem þeir standa. Jöfnum með al- mennum aðgerðum Eftir Gísla S. Einarsson „Við skulum hugsa um atvinnu- sköpun, vörugæði og stöðu byggð- anna.“ Höfundur er þingmaður Samfylkingar. ALÞINGI samþykkti í maí á sl. ári tillögu þingmanna Samfylking- arinnar um að gerð verði heildar- úttekt á umfangi skattsvika, skatt- sniðgöngu og dulinni efnahagsstarfsemi. Þessi úttekt er nú í gangi í starfshópi á vegum fjármálaráðherra með aðild m.a. skattrannsóknarstjóra og rík- isskattstjóra og á hann að ljúka störfum fyrir 1. júlí nk. Tillaga um úttekt á umfangi skattsvika Tillagan kveður á um að leggja skuli mat á hvernig skattsvik, skattsniðganga og dulin efnahags- starfsemi hafi þróast frá árinu 1993 eftir skatttegundum, at- vinnugreinum, landsvæðum og í samanburði við aðrar þjóðir og hvert tekjutap ríkis og sveitarfé- laga hafi verið af þessum sökum. Jafnframt er markmiðið að greina helstu ástæður skattundandráttar og að hve miklu leyti megi rekja hann til skattalaga annars vegar og skattframkvæmdar hins vegar. Leggja á fram tillögur til úrbóta og meta hvort og á hvaða sviðum efla þurfi skatteftirlit og skatt- rannsóknir og hvaða ávinningi það geti skilað í auknum skatttekjum. 34 milljarða skattsvik? Tvívegis hefur farið fram könn- un á umfangi skattsvika hér á landi. Fyrst árið 1984 og síðan á árinu 1992. Niðurstaða starfshóps- ins 1984 var að umfang dulinnar efnahagsstarfsemi væri á bilinu 5–7% af landsframleiðslu. Í síðari úttektinni árið 1992 var nið- urstaðan sú að áætlaðar ófram- taldar tekjur hafi numið sem sam- svarar 4¼% af landsframleiðslu fyrir árið 1992. Þetta samsvarar því að 16 milljarðar hafi ekki verið gefnir upp til skatts. Sennilegt tap ríkis og sveitarfélaga vegna þess- ara skattsvika auk ofáætlaðs inn- skatts var metið um 11 milljarðar króna. Þessi úttekt leiddi til þess að settar voru fram ýmsar breyt- ingar á skattalögum og skatt- framkvæmd m.a. til að einfalda skattalögin, fækka undanþágum og afnema ýmsa frádráttarliði til að gera skattskil og skatteftirlit virkara. Full ástæða er til að gera reglulega slíkar úttektir á um- fangi skattsvika því gríðarlega miklir hagsmunir eru í húfi. Ef áætlaður undandráttur frá skatti er nú um 5% af landsframleiðslu er um að ræða 34 milljarða króna miðað við verga landsframleiðslu ársins 2000. Niðurstaða og tillögur til úrbóta 1. júlí nk. Ástæða þess að ég beitti mér fyrir þeirri úttekt sem nú er í gangi er að ýmislegt hefur á sl. 10 árum breyst í atvinnulífi og skattaumhverfi fyrirtækja. Um- svif fyrirtækja og fjármála- viðskipti hefur vaxið mikið og tek- ið verulegum stakkaskiptum með auknu frjálsræði á fjármagns- markaði, opnara þjóðfélagi og sí- vaxandi alþjóðavæðingu. Fjár- magnsflæði milli landa er vaxandi þáttur í atvinnulífinu, og hafa skapast möguleikar á að skrá fyr- irtæki erlendis og reikningsfæra umsvif fyrirtækja á erlendum vettvangi, m.a. til skattahagræðis. Þennan þátt þarf að skoða ræki- lega, enda hefur eignarhalds- félögum erlendis í eigu Íslendinga fjölgað verulega og full ástæða til að skoða hvort það hafi leitt til skattasniðgöngu eða undandráttar frá skatti, sem bregðast þarf við með auknu eftirliti og hertum lagaákvæðum. Þessi nýja úttekt á umfangi skattsvika, skatt- sniðgöngu og duldum efnahags- brotum gefur færi á að endurmeta aðferðir, skattrannsóknir og eft- irlit og stoppa í glufur í skattalög- unum, sem leitt hafa til skattund- andráttar. Skattsvik undir smásjánni Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur „...enda hefur eignarhaldsfélögum er- lendis í eigu Íslendinga fjölgað veru- lega og full ástæða til að skoða hvort það hafi leitt til skattasniðgöngu eða undandráttar frá skatti...“ Höfundur er alþingismaður. Morgunblaðið/RAX ng kom í ljós þegar farið var að gera upp Geysishúsið við Vesturgötu. 19. aldar, og mun húsið í framtíð- inni þjóna margvíslegu hlutverki, t.d. sem veitinga- og kaffihús, verslunarhús og skrifstofur. Í kjallara Vesturgötuhússins, sem er mikið niðurgrafinn, var áður geymsla en nú stendur til að opna þar veitingastað. Timbur- burðarverk verður gert upp og steinhleðsla á gólfinu látin halda sér. Hleðslan er úr höggnu blá- grýti og segir Þorsteinn að á ár- um áður hafi oft verið rakt í kjöll- urum húsa í miðbænum og segja má að gætt hafi flóðs og fjöru. Í kjallaranum eru fyrstu burðar- verk úr stáli í timburhúsi í borg- inni svo vitað sé. En eru allir sáttir við glerhýs- ið, stangast það ekki á við yf- irbragð gömlu húsanna? Þorsteinn segir það gera mikið fyrir gömlu húsin, nýti vöruportið á milli þeirra og geri húsin sýni- legri. „Það gengur ekki fyrir hús eins og þessi, sem ætlað er að vera í fullum rekstri og skila af sér tekjum, að endurgera þau eins og gert væri ef um safnahús væri að ræða. Öllum grundvallarlögmál- um hvað húsverndun varðar má hins vegar halda vel til haga.“ Minjavernd mun eiga húsin og leigja þau út til rekstraraðila tengdum ferðaþjónustu. Þor- steinn segir að þegar séu búið að leigja út stærstan hluta þeirra. Höfuðborgarstofa mun flytja inn í Geysishúsið við Aðalstræti í lok mars ef allt gengur að óskum og mun þá tengibyggingin einnig verða tilbúin til notkunar. Geysis- húsið við Vesturgötu verður full- klárað í júní, ári eftir að end- urbætur hófust. „Til að geta nýtt svæðið milli húsanna verður komið fyrir sjálf- stæðu burðarkerfi úr stáli og gleri. Þannig fá útveggir húsanna að njóta sín.“ Í hinu Geysishúsinu, sem stendur við Vesturgötu, var lengst af vörugeymsla. Húsið er á tveimur hæðum auk kjallara og riss. Það var byggt í þremur áföngum, sá fyrsti á síðari hluta æðirnar. nýting- húsun- eð sínu ygging- mskonar húsana mmdist og var u sniði. um að færast í upprunalegt horf Morgunblaðið/RAX urgötuna á eftir að taka miklum breytingum. Fyrir miðju hennar má sjá ummerki k við eru gluggahlerar frá upphafi síðustu aldar. sunna@mbl.is Tölvumynd/Landmat úsanna. Þó verður sú breyting að á miðhæð gahlerar í stað tveggja miðglugganna. ðumaður Minjaverndar, í Aðalstræti 2. itum sem voru vinsælir fyrr á tíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.