Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Pólitíska landslagið breytist svo ört að jafnvel þaulreyndir atvinnumenn ná varla að fylgj- ast með því hver er hvað og hver er fyrir hvern í leiknum. Horfur á fjármálamörkuðum Sérfræðingar lýsa skoðunum LANDSBANKI Ís-lands hefur boðiðtil morgunverðar- fundar á Grand Hóteli Reykjavík nk. fimmtu- dagsmorgun og stendur hann milli klukkan 8 og 9. Efni fundarins er horfur á fjármálamörkuðum. Nokkur erindi verða flutt sem snúa að efnahagsmál- um almennt, hlutabréfum, skuldabréfum og gengis- málum. Ársæll Valfells er einn þeirra er rís á fætur og tekur til máls og hann svaraði nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins um fundinn í heild sinni, svo og eigið erindi. – Hvað má segja að helsta tilefni og tilgangur fundarins séu? „Tilgangur fundarins er að kynna fyrir fjárfestum helstu skoðanir og væntingar sérfræð- inga Landsbankans um þróun fjármálamarkaða á næstu árum. Mikil óvissa ríkir um hvert stefnir í vaxta- og gengismálum vegna áhrifa fyrirhugaðra framkvæmda í stóriðju. Umfang virkjunar og álvers er meira en sem nemur fjárfestingu eins árs, það sem heildarfjárfesting þjóðarbúsins á nýliðnu ári er metin hafa verið 150 milljarðar króna. Megnið af fjár- festingunni í stóriðju mun falla til á árunum 2005 og 2006, þar af nær helmingur á árinu 2006. Það er ljóst, að ef bæta á nær 50% við fjárfestingu eins árs auk meiri fjárfestingar árin á undan og eft- ir, þurfa hagstjórnaraðilar að bregðast við til að draga úr þensluáhrifum. Á þessum fundi munu sérfræðingar Landsbank- ans láta í ljós sína skoðun um hvaða áhrif þessi framkvæmd hef- ur t.d. á vexti, gengi og hlutabréf.“ – Segðu okkur frá því hverjir taka þarna til máls og um hvað þeir ætla að fjalla ... „Þau sem taka til máls fyrir ut- an mig eru Arnar Jónsson, sér- fræðingur í gjaldeyrisviðskiptum, Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur greiningardeildar, og Jónas G. Friðþjófsson, sérfræðingur í greiningardeild. Arnar mun fjalla um gengi krónunnar. Mikil um- ræða hefur verið um gengismál síðustu vikur og sitt sýnist hverj- um um styrk krónunnar. Talsvert hefur verið um yfirlýsingar hags- munaaðila um að gengið sé of hátt skráð. Fjallað verður um stöðu krónunnar, sérstaklega með tilliti til raungengis og samkeppnis- hæfni íslenskra fyrirtækja. Arnar fjallar einnig um viðbrögð fyrir- tækja við raungengishækkun krónunnar og gengishorfur í ljósi álvers- og virkjunarframkvæmda. Katrín mun ræða stöðu og horfur í efnahagsmálum t.d. um aukið at- vinnuleysi og hversu alvarlegt það er. Katrín mun einnig fjalla um áhrif stóriðjuframkvæmda og mótvægisaðgerðir vegna þeirra. Jónas mun fara yfir þróun og horfur á innlendum skuldabréfa- markaði. Ávöxtun skuldabréfa hefur ver- ið mjög góð síðustu tvö árin og velt er upp þeirri spurningu hvort útlit sé fyrir framhald þar á. Í því tilliti verður einkum farið inn á áhrif aðgerða Seðla- bankans í peningamálum og einn- ig áhrif ríkisfjármála á væntingar markaðsaðila.“ – Þú ætlar að tala um þróun hlutabréfa, geturðu farið aðeins inn í inntak þíns erindis, sagt okk- ur nánar frá því? „Erindi mitt fjallar um innlend- an hlutabréfamarkað. Í því lít ég fyrst 10 ár aftur í tímann en þar sést að ávöxtun innlendra hluta- bréfa hefur verið allgóð saman- borið við aðra hlutabréfamarkaði. Spurningin er hins vegar hvort við getum búist við sams konar ávöxtun innlendra hlutabréfa næstu tíu ár. Það fer m.a. eftir hvernig hlutabréfin eru verðlögð. Skemmst er að minnast mikilla hækkana á hlutabréfum á tíunda áratugnum en síðan höfum við horft upp á mikla leiðréttingu á verði hlutabréfa. Þessara áhrifa gætti einnig hér á Íslandi og við höfum séð mjög háar ávöxtunartölur í hlutabréf- um, t.a.m. hækkuðu innlend hlutabréf um 50% í verði árin 1996–1999. Leiðrétting á verði hlutabréfa átti sér einnig stað hér en þó ekki af sömu rótum og gerð- ist erlendis. Að lokum met ég hvernig hlutabréfamarkaðurinn er verðlagður í dag miðað við væntingar um vöxt hagnaðar á komandi árum.“ – Á heildina litið, horfur í efna- hagsmálum, þróun hlutabréfa, þróun skuldabréfa og gengi krón- unnar ... hvernig er ástandið og eru horfur bjartar eða dökkar? „Í stuttu máli tel ég að þrátt fyrir núverandi slaka í efnahags- lífi þjóðarinnar séu horfur góðar. Verðbólga hefur minnkað, vextir lækkað og við horfum fram á mikla fjárfestingu á næstu árum. Þetta verður þó ekki eintóm hamingja því til að dempa neikvæð áhrif á þessari miklu fjárfest- ingu er mikilvægt að mótvægisað- gerðir í peninga- og efnahagsmál- um verði virkar.“ – Fyrir hverja er þessi morg- unverðarfundur? „Þessi morgunverðarfundur er opinn öllum sem vilja mæta. Það þarf einungis að skrá sig með pósti á rannsoknir@landsbanki.- is. Við vonumst til að sjá sem flesta.“ Ársæll Valfells  Ársæll Valfells er fæddur 30. desember 1972. Lauk M.Sc. prófi úr London School of Economics og Political Science (LSE) árið 2001 með áherslu á greiningu og stjórnun upplýsingakerfa. Lauk einnig M.Sc. í stjórnmálaheim- speki úr LSE árið 2000. Hann er og með B.Sc. í viðskiptafræði á fjármálasviði frá HÍ. Verð- bréfamiðlari 1997–1998, stunda- kennari í Viðskipta- og hag- fræðideild HÍ 1998, í sérverkefnum fyrir Landsbanka Íslands 1999–2000 og deild- arstjóri greiningardeildar bank- ans frá 2002. Í sambúð með Helgu Gerði Magnúsdóttur hönnuði. … þetta verð- ur þó ekki ein- tóm hamingja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.