Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VIÐ endurbæturnar á Geysishúsunum kom í ljós skemmtileg auglýsing sem mál- uð hefur verið á vegg rétt fyrir aldamótin 1900. Auglýsingin sem er frá þilskipagerð segir: „Seljum góðar vörur fyrir sjómenn. Nýlenduvörur og fleira.“ Veggurinn sem auglýsingin er á gegndi áður hlutverki eldvarnarveggs húss sem stóð við hlið fyrsta hluta Geysishússins við Vesturgötu. Þegar byggt var við Geysis- húsið fór veggurinn og þar með auglýs- ingin í felur. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar hf., segir að veggurinn með auglýsingunni verði látinn halda sér, „svo að fólk átti sig á hvernig húsið var byggt í áföngum“. Á annarri hæð hússins við Vesturgötu fundust líka undir klæðningu gluggahler- ar sem vísa út að Vesturgötunni. Þeir voru faldir að innan sem utan. „Við vissum reyndar að þarna hefðu verið hurðir, höfð- um séð það á gömlum ljósmyndum, en það kom á óvart að hlerarnir væru þarna ennþá.“ Hlerarnir fá að halda sér við end- urbæturnar, verða lagaðir og gler sett fyr- ir utan þá. Það er fleira merkilegt við endurgerð húsanna. Í Aðalstræti 2 hafa verið sett upp postulínsljósastæði í loftið sem eru þau elstu í borginni. „Þau voru sett upp í Ísa- fold árið 1899, þegar fyrsta ljósavélin í borginni var staðsett þar. Þessi ljós voru sett í kringum prentara- og setjarasal þar sem Morgunblaðið var síðar unnið og prentað.“ Þegar ljósastæðin prýddu sali Ísafoldar voru perurnar sem í þeim voru aðeins 8 vött og var þeim því raðað þétt í kringum vinnustöðvarnar. „Perustæðin voru í Ísa- fold þegar Minjavernd tók Ísafoldarhúsið niður í Austurstræti og flutti það yfir í Að- alstræti. Húsið var tekið niður fjöl fyrir fjöl og milli þilja fundust þessi ljós. Við héldum þeim til haga og nú hafa þau feng- ið hlutverk á ný.“ Elstu perustæði borgar- innar og gömul auglýsing Augýsin Í GEGNUM áratugina hafa Geysishúsin lengst af gegnt hlutverki verslunar og vörugeymslu en síð- ustu árin var starfsemi Hins hússins þar. Á næstu vikum fá húsin nýtt hlutverk. Þar mun Höfuðborgarstofa fá aðstöðu fyr- ir margvíslega starfsemi sína, Rammagerðin mun reka þar verslun og í kjallaranum verður sjávarréttaveitingastaður. Enn- fremur verður í húsunum net- kaffihús, nokkrir ferðaþjónustu- aðilar munu hafa þar aðstöðu, þar verður bankaafgreiðsla til gjaldeyrisskipta svo og skrif- stofurými á efri hæðunum. Frá síðasta sumri hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á húsunum að innan sem utan en Minjavernd hf. eignaðist húsin er Reykjavíkurborg gerðist hluthafi í félaginu fyrir nokkrum miss- erum. Áætlað er að framkvæmd- irnar muni kosta um 370 milljónir króna. „Hugsun Minjaverndar við endurgerð gamalla húsa gengur út á að halda húsunum á þeim stað sem þau eru, halda þeim í rekstri, þ.e. að þau séu lifandi, þjóni samfélaginu og skili af sér tekjum,“ segir Þorsteinn Bergs- son, framkvæmdastjóri Minja- verndar. „Við viljum að blær for- tíðarinnar skili sér til dagsins í dag. Það verður reynt að halda í gamla tímann en um leið að gera húsin aðgengileg svo þau hlýði kalli tímans.“ Auk þess að gera húsin upp í nánast upprunalegri mynd er verið er að byggja tengibyggingu milli þeirra sem verður síðan yf- irbyggð með glerhýsi. Geysishúsið við Vesturgötu var byggt í þremur áföngum, sá gengið inn á allar hæ Þetta eykur hreyfanleika, armöguleikana og hjálpar um að fá að vera til me formi, hvoru um sig.“ Við hönnunina á tengiby unni var tekið tillit til sam byggingar sem var á milli frá árinu 1906. Hún skem mikið í bruna árið 1977 endurbyggð með breyttu fyrsti árið 1894. Gamla timbur- húsið við Aðalstræti 2 var byggt árið 1855, að töluverðu leyti úr timbri verslunarhúsa sem þegar stóðu á lóðinni. Í gegnum tíðina hefur verið ýmis starfsemi í hús- inu tengd verslun og viðskiptum. Þá var lengi vel búið á efri hæð þess. Húsið gekk í gegnum mörg breytingaskeið að sögn Þorsteins en mestar breytingar voru gerð- ar þegar verslunin Geysir flutti í húsið 1956. Þá var timburburð- arverk á allri fyrstu hæðinni rifið út og stáli komið fyrir í staðinn sem þótti mjög nútímalegt á þeim tíma. Það sama var gert í hinu Geysishúsinu. „Við erum búin að taka stálburðarvirkið út og setja timbur aftur í staðinn,“ segir Þorsteinn. „Við endurgerðina á húsinu er miðað við ytra útlit þess við konungskomuna 1907 en innan dyra leyfum við okkur að endurgera húsið miðað við þær þarfir sem húsið á að þjóna. Ein- göngu með þeim hætti geta húsin í miðborginni orðið lífvænleg en þó með það í huga að karakter- einkenni, yfirbragð og svipmót þeirra haldi sér. Þegar verið var að ákveða hvers eðlis endurbæturnar ættu að vera var litið til hússins eins og það var á fyrstu árum 20. ald- ar. Við höfum t.d. haldið stóru gluggunum á húsinu þó að upp- haflega hafi þeir verið mun minni.“ Samgönguæð húsanna Í tengibyggingunni verður að- alinngangur að húsunum en þar verður m.a. gjaldeyrisþjónusta og sýningarrými sem Höfuðborgar- stofa kemur til með að nota. „Tengibyggingin verður sam- gönguæð húsanna, þaðan verður Geysishúsin í miðborg Reykjavíkur óðu Blær fortíð- ar skili sér til nútímans Framhlið hússins við Vestu um nafnið Geysi en þar bak Geysishúsin á horni Vesturgötu og Aðal- strætis í Reykjavík eru að fá verðskuldaða andlitslyftingu. Húsin verða færð í upp- runalegt horf en þau standa á elstu verslunarlóð Reykjavíkur. Sunna Ósk Logadóttir gekk um aldargömul timburgólf húsanna en rakst einnig á ýmislegt nýtt. Tölvugerð mynd af útliti hú stærra hússins koma glugg Þorsteinn Bergsson, forstö Reynt var að mála húsið í li NATO Á RÉTTRI LEIÐ Aðildarríki Atlantshafsbandalags-ins náðu um helgina samkomu-lagi sem stuðlar að lausn á deil- unni vegna aðstoðar við Tyrki komi til stríðs við Írak. Frakkar, Þjóðverjar og Belgar beittu í síðustu viku neitunar- valdi til að koma í veg fyrir að hafinn yrði undirbúningur að varnaraðgerðum í Tyrklandi. Að lokum náðist málamiðl- un í hermálanefnd bandalagsins, þar sem Frakkar eiga ekki sæti. Þessi deila er ein sú alvarlegasta í rúmlega hálfrar aldar sögu bandalags- ins og þótt lausn hafi fundist ríkir mikil óvissa um framtíð samstarfsins innan NATO. Þessar deilur endurspegla dýpri vanda, nefnilega að mat aðildarríkjanna á þeirri ógn sem steðjar að þeim er í grundvallaratriðum ólíkt. Bandaríkja- menn líta svo á að þau séu í stríði og hafi verið það frá ellefta september árið 2001. Í augum Bandaríkjastjórnar eru aðgerðir gegn Írak nauðsynlegur liður í því að uppræta þá ógn sem heiminum stafar af skipulagðri hryðjuverkastarf- semi og gjöreyðingarvopnum. Mörg ríki Evrópu eru hins vegar ekki sammála þessu mati og telja sér ekki stafa bein ógn af Saddam Hussein og Írak þó svo að ljóst sé að hann hafi þverbrotið álykt- anir öryggisráðsins, þar á meðal álykt- un 1441 frá því í nóvember í fyrra. Þessi afstaða Evrópuríkja, ekki síst Frakka og Þjóðverja, endurspeglar einnig al- menningsálitið í þessum löndum. Kann- anir benda til að mikill meirihluti íbúa þessara ríkja sé andsnúinn hernaði. Að Frakkar og Þjóðverjar skuli vera reiðubúnir að stofna NATO-samstarf- inu í hættu sýnir hversu djúp gjá er á milli sjónarmiða þeirra og Bandaríkja- stjórnar. Fundur leiðtoga Evrópusam- bandsins í Brussel í gærkvöldi, þar sem þeir lýstu sig í grundvallaratriðum sam- mála markmiðum Bandaríkjastjórnar gagnvart Írak, vekur þó vonir um að hugsanlega sé enn tækifæri til að sam- ræma afstöðu vestrænna ríkja. Ella er hugsanlega verið að fórna þeim grund- vallarstoðum, sem vestrænt samstarf hefur hvílt á um áratuga skeið, Atlants- hafsbandalaginu og öryggisráðinu. Af umræðu jafnt austan hafs sem vestan er ljóst að margir telja nauðsyn- legt að endurskoða skipulag þessara stofnana sem mótaðar voru við upphaf kalda stríðsins. Í Bandaríkjunum er mikið rætt um að í framtíðinni kunni það að henta hagsmunum Bandaríkjanna betur að treysta á óformlegra samstarf við ríki sem standi Bandaríkjunum nær í hugsun og hafi sýnt að þau séu reiðubú- in að standa við hlið Bandaríkjanna þeg- ar á reynir, s.s. Bretland, Kanada og Ástralíu. Margir áhrifamenn í Banda- ríkjunum virðast líta svo á að afstaða Frakka og Þjóðverja jaðri við svik. Í hálfa öld hafi Bandaríkin tryggt öryggi Evrópu og í raun gert Evrópusamband- inu kleift að verða til. Nú þegar Banda- ríkin telji grundvallaröryggi sínu ógnað vilji þessi ríki ekki koma til aðstoðar. Á móti líta margir í Evrópu svo á að af- staða Bandaríkjanna einkennist af hroka og yfirgangi, þau vilji öllu ráða og því nauðsynlegt að veita þeim aðhald. Auðvitað eru endalok NATO ekki í uppsiglingu. Atburðir síðustu viku sýndu hins vegar að komnir eru fram brestir, sem geta leitt til þess að ríki bandalagsins fara að huga að öðrum leiðum til að tryggja öryggi sitt. Ekki síst ef þau greinir í grundvallaratriðum á um þær ógnir sem steðja að þeim. NÁTTÚRULEG ATVINNUTÆKIFÆRI Náttúruverndarsamtökin Land-vernd hafa sent umhverfisráð- herra bréf þar sem samtökin hvetja ráðherrann til þess að beita sér fyrir því að brýn verkefni á sviði náttúru- verndar og þjóðgarða fái eðlilega hlut- deild í atvinnuskapandi aðgerðum rík- isstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að af þeim 6,3 milljörðum sem settir hafa verið í verkefnið fari 4,6 milljarðar til vegagerðar, einn milljarður til bygg- ingar menningarhúsa á Akureyri og í Vestmannaeyjum og 700 milljónir í at- vinnuþróunarátak undir stjórn Byggðastofnunar. Í áætlunum ríkisstjórnarinnar er ekki gert sérstaklega ráð fyrir atvinnu- sköpun í þjóðgörðum eða í tengslum við náttúru landsins. Það hefur lengi verið þekkt hérlendis að fjárveitingar til þjóðgarða hafa ekki dugað til að standa undir rekstri þeirra eða viðhalds á við- kvæmum svæðum. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa meðal annars bent á þessa staðreynd á Alþingi. Ásta Möller lagði á síðasta ári fram þings- ályktunartillögu ásamt fimm öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins um að tekið verði upp þjónustugjald á fjöl- sóttum náttúruverndarsvæðum. Í greinargerð með tillögunni segir: „Þótt verulega auknu fjármagni hafi verið varið til uppbyggingar til mót- töku ferðamanna á vinsælum ferða- mannastöðum á síðustu árum er ljóst að margir þeirra standast tæpast kröf- ur um aðgengi, aðstöðu og fræðslu sem ferðamenn vænta. Fæstir vinsælla ferðamannastaða eru undir það búnir að taka á móti þessum aukna fjölda ferðamanna. Afleiðingin er að víða hef- ur land látið á sjá, en slíkt leiðir fljótt til minni virðingar fyrir umhverfinu og verri umgengni.“ Landvernd tekur í bréfi sínu til um- hverfisráðherra í sama streng. Sam- tökin benda meðal annars á að lítið sem ekkert hafi verið gert til að byggja upp þá aðstöðu sem almennt sé talin nauð- synleg í nýstofnuðum þjóðgarði á Snæ- fellsnesi. Í þjóðgarðinum í Jökulsár- gljúfrum liggi fyrir áætlanir um uppbyggingu á aðstöðu sem ekki hafi komist til framkvæmda og mikilvæg verkefni bíði á Vestfjörðum, m.a. bætt aðstaða fyrir náttúruunnendur á Horn- ströndum og fleira. Samtökin telja að unnt sé að hefja framkvæmd við þessi verkefni með skömmum fyrirvara og þau séu til þess fallin að auka eftir- spurn eftir vinnuafli með fjölþætta fag- lega þekkingu. Ábendingar Landverndar eru mjög áhugaverðar og rétt er að uppbygging á sviði náttúruverndar og þjóðgarða eru mjög aðkallandi. Auk þess hafa þær hatrömmu deilur sem staðið hafa um virkjanir og verndun undanfarin ár leitt til þess að náttúruverndarsinnar telja almennt á rétti náttúrunnar troð- ið. Verkefni á sviði náttúruverndar í að- gerðum ríkisstjórnarinnar nú til að sporna við atvinnuleysi myndu ekki að- eins sýna fram á virðingu fyrir landinu og náttúrunni. Þær myndu einnig skapa atvinnu á jaðarsvæðum og efla ferðaþjónustu, einn helsta vaxtarbrodd og útflutningsatvinnuveg þjóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.