Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Baltimar Notos og Goðafoss koma í dag. Bremon fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, leirlist og jóga, kl. 10 og kl. 11 enska, kl. 11 dans, kl. 13 vinnustofa og postulínsmálun, kl. 14 söngstund. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13–16.30 opnar handavinnu- og smíðastofur. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 hár- greiðsla og bað, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10– 13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíll- inn. Korpúlfar, Grafar- vogi, samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á þriðjudögum kl. 9.45. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Brids, saumur og pútt kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Þriðjud: Skák kl. 13, alkort spilað kl. 13.30. Miðvikud: Göngu- Hrólfar ganga frá Ás- garði kl. 10. Gerðuberg, félags- starf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar kl. 13. boccia. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.30 silki- málun, handavinnu- stofan opin, kl. 14 boccia og ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 opin handa- vinnustofan, kl. 19 gömlu dansarnir, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 posutlínsmálun og glerskurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 13.30 helgi- stund, kl. 14.15 og kl. 15 spænska. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10– 11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur og postu- línsmálun. kl. 9.15– 15.30 handavinna. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 gler- skurður og morgun- stund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13 handmennt og postu- línsmálning, kl. 14 fé- lagsvist. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 20 bingó. Íslenska bútasaums- félagið Fundur 18. feb. kl. 20 í safn- aðarheimili Háteigs- kirkju. Munið 20x20 vetrarliti og 5+5. Nýir félagar velkomnir. Kvenfélagið Seltjörn. Aðalfundurinn verður í safnaðarstofu Seltjarn- arneskirkju miðvikud. 19. febrúar kl. 20.30. Venjuleg aðalfund- arstörf. Spilað bingó, kaffiveitingar. Tómstundastarf eldri borgara í Reykjanes- bæ, eftirtalin námskeið eru í boði á vorönn ef næg þátttaka fæst, út- skurður, myndmennt (vatnslitamálun), út- saumur (harðangur og klaustur), bútasaumur. Skráning í síma 861 2085. Í dag er þriðjudagur 18. febrúar, 49. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Guð vonarinnar fylli yður öll- um fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda. (Róm. 15, 13.) Samkvæmt niður-stöðum skoðanakönn- unar Félagsvísindastofn- unar, sem birtust í Morgunblaðinu á sunnu- daginn, er staða Sam- fylkingarinnar og Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík svo sterk að hugsanlegt er að flokk- arnir tveir skipti á milli sín öllum þingmönnum Reykjavíkur og ekkert verði afgangs fyrir Framsóknarflokkinn og VG.     Björn Bjarnason, þing-maður Sjálfstæð- isflokksins, sagði í pistli á vef sínum um helgina: „Þegar litið er á nið- urstöðu könnunar Fé- lagsvísindastofnunar varðandi fylgið í Reykja- vík, er augljóst, að miðað við borgarstjórnarkosn- ingarnar síðastliðið vor nær Samfylkingin að höfða til kjósenda Fram- sóknarflokksins og vinstrigrænna með sama hætti og um R-listann væri að ræða. Stóra spurningin í Reykjavík er sú, hvað framsókn- armenn og vinstri/ grænir ætla að gera til að fá flokksmenn sína til að hætta að styðja Sam- fylkinguna, þar sem vinstri menn gera greini- lega ekki mun á henni og R-listanum.“     Þetta er athyglisverðspurning. Sér- staklega meðal fram- sóknarmanna í Reykjavík hafa þær raddir heyrzt undanfarin ár að vegna R-listasamstarfsins fengi Framsóknarflokkurinn og starf hans í borginni litla athygli, sem hætta væri á að bitnaði á hon- um í kosningum til Al- þingis. Í Morgunblaðinu 30. júní 2000 sagði Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins: „Þetta sam- starf hefur gengið vel ... Hins vegar er okkur það ljóst í flokknum að við höfum ekki notið þess eins og við teldum eðli- legt. Það tengist því að sjálfsögðu að starfið fer ekki fram í nægilega miklum mæli í nafni flokksins en það gerir það þó ekki heldur að því er varðar aðra flokka.“ Í sama samtali sagði Halldór að það hefði aldrei verið sjálfgefið að Framsóknarflokkurinn tæki þátt í framboði Reykjavíkurlistans. „Það hlýtur að fara eftir því hvernig til tekst og hvernig menn ná saman um framhaldið ... Fram- sóknarflokkurinn hefur tekið þátt í kosningum til sveitarstjórna með ýms- um hætti og samstarfið í Reykjavík er ekki eins- dæmi en almennt séð hef- ur það verið mín skoðun að það sé best og eðlileg- ast fyrir Framsókn- arflokkinn að bjóða fram sem víðast.“     Getur verið að Fram-sóknarmenn séu nú farnir að sjá eftir því að hafa enn gengið í eina sæng með Samfylking- unni og VG í Reykjavík fyrir síðustu borg- arstjórnarkosningar? STAKSTEINAR Tveggja flokka kerfi í Reykjavík? Víkverji skrifar... VÍKVERJI er lítill áhugamaðurum Júróvisjón – þá árshátíð ófrumleikans. Hann hefur ekkert á móti keppninni sem slíkri, tónlistin fellur bara ekki að hans smekk. Eigi að síður hefur Víkverji horft á keppnina undanfarin ár, einkum fyr- ir tilstilli barna sinna, sem vita fátt skemmtilegra í sjónvarpi. Enda er þetta, þegar öllu er á botninn hvolft, heilmikil sýning. Í þessu ljósi þurfa menn varla að spyrja hvar Víkverji var staddur síð- astliðið laugardagskvöld. Heima í stofu að horfa á beina útsendingu frá undankeppni Júróvisjón í Há- skólabíói. Og hvað var atarna? Dag- skrá þessi var hin besta skemmtun. Víkverji ætlar svo sem ekki að leggja mat á tónlistina, þótt hann sé ekki frá því að fjölbreytnin hafi verið meiri en við var að búast. Það var til dæmis gaman að sjá Heiðu í Unun og Botnleðju stíga á svið. Rótgrónar rokkspírur. x x x ÞAÐ SEM gladdi Víkverja í þess-ari útsendingu var frammistaða kynnanna, Gísla Marteins Bald- urssonar og Loga Bergmanns Eiðs- sonar. Þeir fóru á þvílíkum kostum að annað eins hefur ekki sést í lang- an tíma. Kynningar í þáttum af þessu tagi eru að jafnaði stífar og formlegar. Hér kvað við nýjan tón. Tvímenningarnir losuðu um bindin og létu allt flakka. Ekki á hverjum degi að maður sér menn svo afslapp- aða en um leið faglega í sjónvarpinu. Hafi þeir þökk fyrir góða skemmtun! Gísli Marteinn hlýtur að vera ein- lægasti maður sem fram hefur kom- ið í íslensku sjónvarpi. Hjá honum er allt dásamlegt. Jákvæðum og upp- byggilegum mönnum af þessu tagi hættir oft við tilgerð en því fer víðs- fjarri í tilviki Gísla Marteins. Hann er bara svona hreinn og beinn. Mað- urinn er svo kappsfullur og glaður að fólk getur ekki annað en hrifist með. Að ekki sé talað um brennandi áhuga hans á viðfangsefninu. Hvað sem það er. Þekkingu hans á sögu Júróvisjón er til að mynda ekki ábótavant. x x x LOGI gaf félaga sínum ekkert eftirí téðri útsendingu. Hann hefur verið í essinu sínu sem spyrill í spurningaþáttunum Gettu betur! á liðnum árum en hér sýndi hann í eitt skipti fyrir öll að hann er jafnvígur á gaman og alvöru. Skemmtilega kím- inn, þegar sá gállinn er á honum. En þarna í Háskólabíói var sum sé keppt um framlag Íslands í Júró- visjón og þegar úrslit voru kunn brutust út mikil fagnaðarlæti í híbýl- um Víkverja enda flytjandi sig- urlagsins, Birgitta Haukdal, í mikl- um metum á heimilinu. Þannig sagði sex ára gömul dóttirin þegar spenn- an var sem mest: „Pabbi, ef Birgitta vinnur ekki fer ég að gráta!“ Ekki kom til þess. Morgunblaðið/Kristinn Logi og Gísli Marteinn: Frábær tilþrif. Kyolic-hvítlaukur MIG langar að koma á framfæri til ykkar upplýs- ingum um mátt Kyolic-hvít- lauks. Hann hefur reynst mér svo vel að ég vil miðla öðrum af þeirri reynslu. Saga mín er sú að ég er með alltof háa blóðfitu sem gekk illa fyrir mig að minnka, mér var bent á að Kyolic- hvítlaukur væri góður við svona sjúkdómi. Ég var nú ekki trúuð á þetta, en hugs- aði með mér að ég hefði engu að tapa. Ég fór að taka Kyolic-hvítlauk. En viti menn, blóðfitan hækkaði og var hækkun næstu tvo mán- uði, mér leist ekki á þetta. Ég fór að lesa mér betur til um Kyolic-hvítlauk og sá að ég var á réttri leið og hélt áfram. Það sem skeður fyrstu þrjá mánuðina er að Kyolic-hvítlaukur veldur því að fituútfellingar losna úr vefjum og fitan berst út í blóðrás og því kom þessi aukning á blóðfitu fram í fyrstu. Ef Kyolic-hvítlauks er neytt áfram sundrast um- framfita líkamans er fram líða stundir og hún losnar úr líkmanum. Ég er búin að taka Kyolic-hvítlauk inn í fimm mánuði og blóðfitan fer minnkandi, einnig styrkir hann ofnæmiskerfið og margt fleira. Kæru lesendur, ég vona að Kyolic-hvítlaukur geri ykkur eins gott og mér. Þegar eitthvað gerir manni gott þá getur maður ekki annað en sagt öðrum frá. G.G. Til íhugunar Í SÍÐARI heimsstyrjöld- inni háðu Bretar, Banda- ríkjamenn og síðar Rússar varnarstríð á móti öxulveld- um hins illa. Það var Hitler. Honum tókst að múgsefja alla þýsku þjóðina. Eftir allt það góða sem hann hafði gert gerbreyttist hann. Ég er sá sem kemur, sér og sigrar. Þetta minnir á Neró, sem spilaði á fiðlu meðan Rómaborg brann. Nú er ég engu nær um það hvor hefur meiri sann- færingarkraft í röddinni, Saddam Hussein eða mister Bush. Eitt er víst, það hefur komið beiðni frá Palestínu til ríkisstjórnar Íslands. Verið ekki þátttakendur í árásarstríði á þjóð sem aldr- ei hefur gert nokkurn skap- aðan hlut á yðar þjóð. Guðrún Jacobsen, Bergstaðastræti 34, R. Stubba-plakat ER einhver sem getur gefið upplýsingar um hvar hægt sé að fá plakat með Stubbunum (Teletubb- ies)? Þeir sem gætu liðsinnt mér vin- samlega hafi samband í síma 588-8007 eða 8991864. Guðbjörg. Tapað/fundið Grár Nokia týndist GRÁR Nokia (3220 held ég) allur útkrotaður á bakhlið- inni týndist í Hlíðunum eða nágrenni helgina 1.–2. febr- úar. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 863 3947. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 óhreint vatn, 4 kústur, 7 svali, 8 heift, 9 gera gælur við, 11 myrkur, 13 vegur, 14 æsir, 15 óútsprunginn knappur, 17 mjög góð, 20 ól, 22 púsluspil, 23 útgjöld, 24 baula, 25 áma. LÓÐRÉTT 1 pestin, 2 frí, 3 mjó spýta, 4 færa í letur, 5 bolflík, 6 rétta við, 10 tuldra, 12 ber, 13 hvítleit, 15 bolur, 16 rúlluðum, 18 andvarinn, 19 sjúga, 20 drepa, 21 rúmgott. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 þarfaþing, 8 stælt, 9 ríkur, 10 tól, 11 apana, 13 unnum, 15 smána, 18 stáls, 21 fok, 22 svart, 23 reist, 24 samningur. Lóðrétt: 2 afæta, 3 fatta, 4 þyrlu, 5 nakin, 6 assa, 7 gröm, 12 nón, 14 net, 15 sess, 16 álana, 17 aftan, 18 skrín, 19 álitu, 20 sótt. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 HVAÐ verður um millj- arðana sem ríkisstjórnin ætlar að dæla út í vega- kerfið á næstunni? Menn hafa verið að velta sér upp úr því að þeir nýtist ein- göngu atvinnulausum karlmönnum. Það má svo sem vera. Þessir karlmenn sem fá vinnu út á malbiksmillj- arðana fá jú einhver laun, sem þeir hefðu e.t.v. ekki fengið ella. Það má ætla að þeir hagi sér ekkert öðru- vísi en hver annar Íslend- ingur, þeir koma örugg- lega til með að eyða þessum peningum í eitt- hvað, versla, ferðast og njóta lífsins á einhvern máta. Hvað þýðir það? Einhverjir aðrir njóta góðs af, t.d. fólk í versl- unar- og þjónustugeir- anum, hvaða fólk er þar? Eru það ekki oftar en ekki konur? Konur sem hefðu misst vinnuna, ef vega- vinnukarlarnir hefðu ekki fengið aukasporslur til að eyða. Sumir halda því fram að betra hefði verið að veita styrki til austurs og vest- urs, til illra staddra fyr- irtækja. Hverjir kannast ekki við sögur úr fortíð- inni, þegar forstjórar illa rekinna fyrirtækja nýttu byggðastyrki fyrst í sína þágu, keyptu sér nýja bíla, bústaði eða skruppu til út- landa? Vilja menn heyra nýjar sögur af því tagi? Þessir milljarðar eiga eftir að rúlla eins og snjó- bolti í gegnum allt hag- kerfið, vaxa þar og dafna, öllum stéttum til góðs. Vegavinnukarlarnir njóta þeirra e.t.v. styst og minnst, er það ekki alltaf svo að „fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá“. (Dav. Stef.). Ég held að menn ættu því að fagna þeirri víta- mínsprautu sem rík- isstjórnin dælir úr út í hagkerfið. Lifið heil, Lárus Ástvaldsson. Malbiksmilljarðarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.