Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 37
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 37
Reiðfatnaður
Náttúrulegur lífsstíll
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
SKRIÐUR er að komast á hesta-
mótin og um helgina voru haldin ein
fjögur mót en einhverjum var frest-
að vegna veðurs, sem var vægast
sagt rysjótt um helgina. Í beljandi
rigningu og roki strunsuðu Gusts-
menn út á völl í tilheyrandi leðju og
þungri færð sem gerði þeim og ekki
síður hestum þeirra erfitt fyrir.
Þátttaka var að vonum lakari en ella
hefði verið hefði veður verið skap-
legt en það voru konurnar sem voru
hvað frískastar og var mest þátttaka
í þeirra flokki. Vekur það spurning-
ar um hvort hið fræga kvennatölt
þeirra, sem haldið verður að venju í
reiðhöll Gusts að áliðnum vetri, virki
sem vítamínsprauta á þær. Gusts-
menn settu nýtt met því samkvæmt
mjög áreiðanlegum heimildum luku
þeir mótinu af á 36 mínútum og geri
aðrir betur.
Hinir latsæknu sigruðu
Fáksmenn frestuðu sínu móti sem
halda átti þennan sama dag og ekki
gátu þeir fært mótið inn í Reiðhöll-
ina í Víðidal þar sem knattspyrnu-
menn úr röðum hestamanna þreyttu
sitt árlega Becks-mót. Þar unnu hin-
ir fimu og fræknu knattspyrnu-
hestamenn frá Latabæ, sem er að
sögn eins gárungsins sem fylgdist
með mótinu hvíldarheimili fyrir
þreytta hestamenn. Þeir sem sagt
hristu af sér slenið og sigruðu öllum
á óvart. Einnig var hinu svokallaða
Reyðartölti frestað vegna veðurs.
Mánamenn á Suðurnesjum fóru
hins vegar með sitt mót í húsaskjól
og sömuleiðis var fyrsta mótið í
mótaröð Hrings á Dalvík haldið inn-
an dyra. Þá var mót Sleipnis haldið í
Ölfushöllinni, að sjálfsögðu í blíð-
skaparveðri. Það má með sanni
segja að allar þær reiðskemmur og
hallir sem byggðar hafa verið séu
sannkallaðar himnasendingar fyrir
hestamenn, sér í lagi þegar veður er
með þeim hætti sem verið hefur
undanfarna daga víðast hvar á land-
inu.
Úrslit helgarinnar urðu annars
sem hér segir:
Vetrarmót Gusts haldið í
Glaðheimum í Kópavogi
Karlar
1. Bjarni Sigurðssson, Ægir frá
Skollagróf, 9v grár.
2. Hilmir S. Guðnason, Urður frá
Arnarstöðum, 10v grá.
3. Sigurður Leifsson, Sörli frá
Kálfhóli, 11v rauðblesóttur.
4. Ívar Harðarson, Logi, 13v rauð-
ur.
5. Hreiðar Hreiðarsson, Jagúar
frá Huga, 8v jarpur.
Heldri menn og konur
1. Viktor Ágústsson, Kyndill frá
Bjarnarnesi, 8v jarpur.
2. Þór Vigfússon, Vordís frá
Reykjavík, 10v rauð.
3. Kristján M. Hjartarson, Hring-
henda, brúnblesótt.
Konur
1. Berglind R. Guðmundsdóttir,
Þjótandi frá Svignaskarði, 7v
jarpstjörn.
2. Hulda G. Geirsdóttir, Felix frá
Stóra-Sandfelli, 12v brúnskjóttur.
3. Oddný M. Jónsdóttir, Sjö-
stjarna frá Svignaskarði, 12v
brúnstjörn.
4. Maríanna S. Bjarnleifsdóttir,
Sókrates frá Tungu, 8v brún-
tvístjörn.
5. Anna Guðmundsdóttir, Mána-
dís frá Neðra-Seli, 9v brúnstjörn.
Unglingar/Ungmenni
1. Tryggvi Þ. Tryggvason,
Skrekkur frá Sandfelli, 11v jarpur.
2. Hólmfríður Kristjánsdóttir,
Amor frá Hellu, Árskógsstr., 7v
móálóttur.
3. Reynir A. Þórsson, Baldur frá
Miðey, 10v jarpur.
4. Bjarnleifur S. Bjarnleifsson,
Elja frá Reykjavík, 9v brún.
Börn
1. Berta M. Waagfjörð, Gorbi frá
Huga, 10v móálóttur.
2. Bára B. Kristjánsdóttir, Laski
frá Kirkjubæ, 12v rauðbles.
3. Sigrún Ý. Sigurðardóttir, Fluga
frá Kópavogi, 5v brún.
4. Guðný B. Guðmundsdóttir,
Fjöður frá Svignaskarði, 17v jarp-
vind.
5. Guðlaug R. Þórsdóttir, Kross-
fari frá Syðra-Skörðugili, rauðbles.
Pollar
1. Sigrún G. Sveinsdóttir, Huginn
frá Hörgshóli, 6v moldóttur.
2. Helena R. Leifsdóttir, Skrögg-
ur frá Tjörn, 9v rauðskjóttur.
3. Valdís B. Guðmundsdóttir,
Litli-Rauður frá Svignaskarði, 12v
rauður.
4. Auður Á. Waagfjörð, Rauður
frá Huga, 8v rauður.
Fyrsta vetrarmót Sleipnis,
haldið í Ölfushöllinni
Opinn flokkur
1. Sævar Sigurvinsson á Orku, 8v
2. Hugrún Jóhannsdóttir á Mós-
art 7v, f. Sigluvík 3. Brynjar J. Stef-
ánsson á Páli 6v f. Lágafelli
4. Sigríður Pétursdóttir á Speli 6v
f. Hafsteinsstöðum
5. Ólafur Ólafsson á Aldísi 5v, f.
Ragnheiðarstöðum
Áhugamenn
1. Björn Baldursson á Gæfu 10v, f.
Hvítárdal
2. Grímur Sigurðsson á Smið 9v, f.
Búlandi
3. Haukur Baldvinsson á Glitni 7v,
Selfossi
4. Emil Þ. Guðjónsson á Gunndísi
6v, f. Strönd
5. Þorsteinn L. Einarsson á Golu
11v, Egilsstöðum
Unglingar
1. Sigrún A. Brynjarsdóttir á
Stiklu 7v, f. Voðmúlastöðum
2. Jóhanna Magnúsdóttir á Goða
7v, f. Strönd
3. Guðjón Sigurðsson á Klerki 11v,
f. Holti
4. Helga B. Helgadóttir á Öskju
8v, f. Súluholti 5. Sandra D. Garð-
arsdóttir á Trölla 10v, f. V-Meðal-
holtum
Börn
1. Hildur Ö. Einarsdóttir á Óska-
dísi 6v, f. Halakoti
2. Díana Sigmarsdóttir á Fáki 17v,
f. Hárlaugsstöðum
3. Kristrún Steinþórsdóttir á
Stjarna 11v, f. Oddgeirshólum
4. Hafsteinn R. Guðmundsson á
Nös 5v, f. Skíðbakka
5. Hjalti B. Hrafnkelsson á Leikni
10v, f. Glóru
Mótaröð Hrings haldin á Dalvík
Tölt
1. Þorbjörn H. Matthíasson og
Dósent 10v. brúnnös. frá Brún, 6,8
2. Reynir Hjartarson og Auðna 7v.
brún frá Brávöllum, 6,4
3. Stefán Friðgeirsson og Seifur
14v. rauðbl. frá Hóli, 5,6
Fjórgangur
1. Stefán Friðgeirsson og Megas
8v. rauðstj. frá Garðsá, 5,9
2. Þorbjörn H. Matthíasson og
Fálki 5v. móalóttur frá Kjarna, 5,5
3.–4. Baldvin A. Guðlaugsson og
Biskup 8v. rauðstj. frá Saurbæ, 5,2
3.–4. Friðrik Þórarinsson og Ölver
8v. grár frá Grund, 5,2.
Hestamenn leita skjóls í reiðhöllunum með mótahaldið
Frískir gustarar létu
veðrið ekki stöðva sig
Morgunblaðið/Vakri
Berglind Rósa byrjar keppnistímabilið með sigri á Þjótanda frá Svignaskarði að vísu hér við dálítið aðrar að-
stæður en voru á mótinu á laugardag en staðurinn er sá sami.
ÆTLUNIN er að útnefna hests-
nafn vikunnar af þeim nöfnum sem
koma í þeim úrslitum sem berast
hestasíðunni í hverri viku meðan
keppnistímabilið endist. Er hér
með riðið á vaðið og fær hryssan
Hringhenda frá Bjarnanesi nafn-
bótina en Kristján M. Hjartarson
keppti á henni í heldrimannaflokki
og -kvenna hjá Gusti á laugardag
og hlutu þau þriðju verðlaun.
Sagði Kristján að eigandi hryss-
unnar Þráinn V. Gíslason hefði
skírt hana en eins og flestir sjálf-
sagt vita er hér um að ræða nafn á
bragarhætti sem hefur að geyma
svokallað innrím.
Kristján sagði að hér væri um
afburðahross að ræða af hornfirsk-
um meiði. „Ég bara réð ekkert við
hana í veðrinu, hún þoldi þetta
hreinlega ekki enda sjóðviljug,“
sagði Kristján að endingu.
Hringhenda er undan Þokka og
Kvik sem bæði eru frá Bjarnanesi.
Kvik er í langfeðra- og mæðratali
af hornfirskum meiði nema hvað
Lýsingur frá Voðmúlastöðum
leynist þar á meðal. Þokki er hins-
vegar meira blandaður þar sem
einnig koma við sögu hross frá
Eyjarhólum, Árgerði og svo nátt-
úrulega Hrafn frá Holtsmúla.
Hringhenda er eina hrossið í
Worldfeng sem ber þetta nafn.
Og hér fylgir með ein „Hring-
henda“ eftir skáldið í Skerjafirði:
Bleikur minn er besta skinn
beinn og stinnur var hann,
dalamynnin út og inn
mig einu sinni bar hann.
Hestsnafn vikunnar
Hring-
henda frá
Bjarnanesi
ÁGÚST Sigurðsson hrossaræktar-
ráðunautur og Kristinn Guðnason
formaður félags hrossabænda hefja
í dag hina árlegu fundaferð þar
sem þeir kynna helstu málefni
greinarinnar og kannski ekki síður
til að heyra skoðanir grasrótarinn-
ar og gefa mönnum kost á að tjá
sig um þau.
Fyrsti fundurinn verður haldinn
á Mánagarði á Hornafirði og hefst
hann klukkan 20:00. Fer vel á því
að byrja ferðina á Austurlandi þar
sem haldið verður fjórðungsmót í
sumar. Á miðvikudag verða þeir fé-
lagar á Egilsstöðum en fundurinn
verður haldinn á Hótel Héraði og
hefst hann klukkan 20:30. Á
fimmtudag verða þeir svo með
fund á Hlíðarbæ við Akureyri
klukkan 20:30 og föstudaginn 21.
febrúar í reiðhöllinni Svaðastöðum
við Sauðárkrók á sama tíma. Þá er
fyrirhugaður fundur hjá Mána á
Suðurnesjum þriðjudaginn 25.
febrúar sem haldinn verður á
Mánagrund og hefst klukkan 20:00.
Upplýsti Ágúst að fundir þeir sem
boðað hefur verið til á höfuðborg-
arsvæðinu hefðu verið afar illa
sóttir og því ekki verið ákveðið enn
sem komið er að halda fundi þar að
sinni.
Sagði Ágúst að spjallað yrði um
það helsta sem á döfinni er í
hrossaræktinni og yrðu það sjálf-
sagt aðallega ræktunarmálin í sínu
víða samhengi. Þá nefndi hann
frjósemismálin og gerði ráð fyrir
að þráðurinn yrði tekinn upp frá
ráðstefnunni sem haldin var á
haustdögum á vegum Fagráðs í
hrossarækt. Sagði Ágúst til dæmis
fróðlegt að heyra hvernig menn
vildu taka á frjósemismálunum. Þá
yrði staða átaksverkefnisins kynnt,
einnig yrði fyrirkomulag sýninga
rætt og svo náttúrulega fjórðungs-
mótið á Hornafirði. En það verða
ekki bara opinber fundarhöld hjá
þeim félögum því Ágúst sagði að
þeir reyndu eftir megni að heim-
sækja hrossaræktarfólk að degin-
um til og sagði hann að sú umræða
sem þar skapaðist væri ekki síður
áhugaverð en það sem kæmi fram
á fundunum. Þessi ferðalög þeirra
væru fyrst og fremst til að rækta
tengslin við brekkuna og heyra
hennar fjölbreyttu skoðanir.
Landsráðunautur í hrossarækt og formaður
hrossabænda á fundaferð um landið
Til móts við brekkuna
ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til
forvals á keppendum á Ístöltinu sem
haldið verður laugardaginn 5. apríl.
Verður það haldið 22. mars n.k. í
skautahöllinni og gefst þar öllum
þeim sem áhuga hafa á að koma sér
og hesti sínum inn í þessa vinsælu
keppni kostur á að reyna fyrir sér.
Verður þar boðið upp á forkeppni
með dómurum og gefnar einkunnir á
sömu nótum og gert er á Ístöltinu.
Með þessum hætti munu níu kepp-
endur tryggja sér þátttökurétt en
einkunnir verða ekki birtar heldur
aðeins birt nöfn níu knapa og hesta,
væntanlega eftir stafrófsröð. Þykir
aðstandendum keppninnar ekki við
hæfi að þessir keppendur komi inn í
aðalkeppnina með einkunnir og röð,
heldur hefji þeir keppnina með frítt
borð eins og aðrir sem þar munu etja
kappi.
Skráning í forvalið hefst fimmtu-
daginn 20. febrúar í versluninni Ís-
tölti í Bæjarlind 2 og er skráning-
argjaldið 3500 krónur.
Ætla má að þetta fyrirkomulag
setji enn meiri spennu í keppnina en
áður hefur verið.
Allir eiga möguleika
í Ístöltinu
Forval
í Skauta-
höllinni
♦ ♦ ♦