Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ leonardo dicaprio tom hanks UPPISTAND FÖS, 21. FEB AUKASÝNING LD, 22. FEB 4 d aga r Sýnd kl. 6, 8 og 10. KVIKMYNDIR.IS HK DV 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna Aukahlutverk karla: Christopher Walken Besta tónlistin: John Williams Kvikmyndir.com SV MBL Radíó X OHT Rás 2 HJ MBL Hann hafði draumastúlkuna við hlið sér... ...en áttaði sig á því þegar hún var farin Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 10. ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6. Síðustu sýningar. Sýnd kl. 8 og 10. E. texti. Stranglega bönnuð innan 16. H.K DV Kvikmyndir.is H.L MBLDV Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Náðu þeim í bíó í dag. Í mynd eftir Steven Spielberg Radíó X SV MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com ÁLFABAKKI AKUREYRI 2Tilnefningar til ÓskarsverðlaunaAukahlutverk karla: Christopher WalkenBesta tónlistin: John Williams Sýnd kl. 8 og 10. / Sýnd kl. 8. Níu drottningar (Nine Queens/Nueve reinas) Spennumynd Argentína 2001. Myndform. VHS (114 mín.). Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri: Fabian Bielinsky. Aðalleikendur: Ricardo Darin, Gaston Pauls, Leticia Bredice, Ignasi Abadal. DROTTNINGARNAR sem vísað er til í titlinum er nafn fágætrar frí- merkjaseríu sem verður kveikjan að margflókinni blekkingaraðgerð tveggja svika- hrappa í Buenos Aires. Juan (Pauls) er ungur smá- krimmi sem er kominn í bobba í peningasvindli í verslun í borginni þegar Marcos (Darin) bjargar honum úr klemm- unni. Marcos reynist vera í sömu „iðngrein“, en gamalreyndur og harðsoðinn. Eitthvað virðist lúra eft- ir af samvisku í brjósti þess yngri. Þjófarnir þekkjast ekki en ákveða að vinna saman tímabundið. Er á dag- inn líður lítur út fyrir að þeir séu að detta í lukkupottinn þegar gamall og heilsulaus samstarfsmaður Marcos- ar biður hann um að útfæra fyrir sig gróðavænlegt stórsvindl þar sem fyrrgreind frímerki eru í aðalhlut- verki. Ásamt vafasömum aukýfingi, systur Marcosar og nokkrum götu- hröppum sem vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Í stuttu máli er þessi spennandi, argentínska glæpamynd sannkallað hnossgæti öllum þeim sem hafa gam- an af vel gerðum og óvenjulegum myndum. Bielinsky hefur sópað til sín verðlaunum um allar jarðir fyrir óvenju snjalla frumraun, auk flestra Silfurkondóra kvikmyndaiðnaðar heimalandsins. Níu drottningar er ofaná gerjun og spennu svindlmál- anna og svartan húmor prýdd vel skrifuðum og sterkum persónum sem leikararnir túlka óaðfinnanlega. Þekking Bielinskys á undirheimum stórborganna; vasaþjófum, svindlur- um og öðrum troslýð skuggasund- anna, er allt að því grunsamlega trú- verðug. Þessi forvitnilega (úr fjarlægð) veröld er heillandi og fág- uð á sinn hátt í fagmannshöndum Argentínumanna. Útkoman marg- falt betri en obbinn af því gúmilaði sem verið hefur á boðstólum bíóanna að undanförnu. Ég lofa ykkur óvæntum og snjöllum endi á útsmog- inni fléttu.  Sæbjörn Valdimarsson Sá hlær best … Myndbönd HÚN er býsna fjölbreytt mynd- bandaútgáfa vikunnar en meðal þess sem kemur út er stríðsmynd með Nicolas Cage, bardagamynd með Jet Li, þýskt pönkaragaman, spenna um geðsjúkan sundunnanda, grín um ærslafulla klæðskiptinga, sænskt eðaldrama og Disney teikni- mynd. Fyrst skal nefna þær títtnefndu sem þegar hafa verið sýndar í bíó; Lesið í vindinn (Windtalkers) (með Nicolas Cage eftir John Woo, ung- lingatryllinn Sundunnandinn (Swimfan), klæðskiptingagrínið Saumaklúbburinn (Sorority Boys), krimmagrínið Stærðarklípa (Big Trouble) með Tim Allen og Rene Russo og síðast en ekki síst mynd Billys August En sång for Martin sem þykir hans besta í lengri tíma. Af myndum sem frumsýndar eru á myndbandi skal fyrst nefna spón- nýja Disney-teiknimynd, Hundalíf 2: Depill í London, sem kemur bæði út á myndbandi og mynddiski á fimmtudag. Myndin er sjálfstætt framhald hinnar sígildu Hundalífs- myndar, eða One Hundred and One Dalmatians, frá 1961, en leikin end- urgerð var gerð fyrir nokkrum ár- um og naut talsverðra vinsælda meðal yngstu áhorfendanna. Sam- myndbönd gefur myndina út og læt- ur ekki þar við sitja í útgáfu fyrir yngstu áhorfendurna því í vikunni koma einnig út tvær spólur um litlu músina Fífil undir yfirskriftinni Æv- intýri í Ameríku. Önnur sem ætti að vekja áhuga, reyndar hjá allt öðrum áhorfendahópi er bardagamyndin Goðsögnin um rauða drekann (The Legend of The Red Dragon) með Jet Li, mynd sem hét Hong Ziguan zhi Shaolin wu zu er hún var frumsýnd á heimaslóðunum í Hong Kong 1994. Hrollvekjuunnendur ættu að athuga Dragon, sem gerð er eftir sögu hrollvekjumeistarans H.P. Lovecraft. Svo er fyllsta ástæða til að minnast á athyglisverða þýska gamanmynd frá því í fyrra sem heit- ir því sérstaka nafni Hvernig ber að bregðast við eldsvoða? Myndin segir frá sambýlisfólki, sex vinum sem bjuggu saman í Vestur-Berlín í kringum 1980 og voru harðir rót- tæklingar, anarkistar og einlægir pönkarar. En 20 árum síðar hefur margt breyst, Þýskaland sameinað en vinirnir sundraðir og lífssýnin talsvert breytt. Það er annars af lista vikunnar að frétta að stórmyndirnar sem komu út í síðustu viku, Insomnia og K-19 ruku vitanlega út af leigunum og ekki ólíklegt að biðlistarnir séu all- langir þessa dagana. Fjölbreytt myndbandaútgáfa í vikunni Þýskir pönkarar og annað hundalíf                                                          !"   !"  #    !" $    !"  #  $    !"   !"   !" %&'  $  $  $  $   #    !"   !"   !" ( ( ( %   %   %   %   ( ( ( ( %   %   %   %   %   %   %   %   %                       ! "  #   $ % &  '    (  $! ) *  $   ' $ + ,  *!  )  - ! $+   % +  $  &  (! $  -    *   $  .!   * ( / $      Smáfólk bíður va falítið sp ennt eftir því að sjá m eira Hun dalíf. Dahmer Dahmer Drama Bandaríkin 2002. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. (90 mín.) Leikstjórn og handrit David Jacobson. Aðalhlutverk Jeremy Renner, Bruce Davidson. Jeffrey Dahmer er einhver alræmd- asti fjöldamorðingi síðustu áratuga, ungur maður sem líflét á hrottafeng- inn hátt a.m.k. 17 manns áður en hann var gripinn og dæmdur í 957 ára fangelsi. Árið 1993 var hann myrtur af fangelsisfélaga, 34 ára gamall. Hér gerir nýgræðingurinn Jacob- son nokkuð heiðarlega tilraun til að varpa skýrara ljósi á ófreskjuna í leit sinni að manneskjunni, hafi hún þá verið til staðar. Myndin er ofsalega hæg og dvalið við smáatriðin svo á stundum verður hinn mesti óþarfi. Og þótt myndin sé í sjálfu sér ekkert ógeðslegri en skulum við segja Hannibal, þá er æsingarmennskan oft full áberandi, eins og þegar Dah- mer dundar sér við að bora gat í höf- uð fórnarlambs. Þurfti í alvöru að sýna það? Ljósi punkturinn er fantagóð frammistaða hins lítt þekkta Renn- ers sem túlkar Dahmer á lág- stemmdum sannfærandi nótum, verulega ógnvænlegan, aumkunar- verðan en aldrei vorkunnsaman. Skarphéðinn Guðmundsson Raunir rað- morðingja Myndbönd Martin Bashir, sá er gerði hina umtöluðu mynd um Michael Jackson, hyggst næst gera mynd- ir um Madonnu og Elizabeth Hurley. Að sjálfsögðu verða þær í sama stíl og heimildarmyndin fræga um Jackson, sem verið hef- ur á milli tannanna á gervallri heimsbyggðinni að heita má síðan hún var sýnd …Kryddpíurnar ætla að snæða saman kvöldverð á næstunni - allar fimm. Sveitin samanstóð af þeim Victoriu (Fína kryddið), Emmu (Barnakryddið), Geri (Engifer-kryddið), Mel C (Íþróttakryddið) og Mel B (Ógn- arkryddið). Píurnar hafa ekki hist allar saman í yfir fimm ár en ætla að hittast í „Beckinghamhöll“, heimili þeirra Victoriu og David Beckham. Geri hætti í Kryddpíun- um árið 1998 og fljótlega eftir það sigldi sveitin í strand. Þá hafa ein- stakir meðlimir átt erfitt með að fóta sig sem sólólistamenn …Mike Tyson er líklega að syngja sitt síðasta sem hnefaleikamaður. Eft- ir að hann mætti ekki á fimm æf- ingar í röð og lét húðflúra á sér andlitið, gafst einn þjálfara hans upp og hætti. Þegar yfirþjálfarinn Freddie Roach hringdi í Tyson og spurði hvers vegna hann kæmi ekki á æfingar, var svarið: „Ég hringi í þig þegar ég hef tíma fyr- ir þig.“ Eftir aðeins fimm daga á Tyson að keppa í fyrsta sinn síðan hann mætti Lennox Lewis í fyrrasum- ar …Söngvarinn Chris Martin hefur vísað á bug fréttum af því að sambandi hans við leik- konuna Gwyn- eth Paltrow sé lokið. „Ég er ham- ingjusamari en nokkru sinni fyrr. Hlutirnir ganga mjög vel. Líf mitt er stórkostlegt. Ég verð sífellt að minna sjálfan mig á að þetta sé ekki draumur,“ segir hann. Þá segir hann Gwyneth vera dásamlega og að hann eigi erfitt með að skilja það að kvikmynda- stjarna skuli líta við strák úr Coldplay …Kvikmyndin Cross- roads, þar sem bandaríska söng- konan Britney Spears þreytti frumraun sína í kvikmyndaleik, hefur verið valin versta mynd árs- ins 2002 í skoðanakönnun í Bret- landi. Útvarpsstöð þar í landi hef- ur tekið upp á því að veita svonefnd Nafta-verðlaun til hlið- ar við bresku kvikmyndaverðlaun- in sem nefnd eru Bafta-verðlaun- in. Spears þykir einnig líkleg til að hljóta Gullna hindberið, banda- rísk kvikmyndaskammarverðlaun, sem veitt verða daginn fyrir Ósk- arsverðlaunahátíðina. FÓLK Ífréttum Chris Martin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.