Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum atkvæðagreiðslum verða eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Tekjuskattur og eignarskattur. 2. Vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. 3. Tollalög. 4. Aukinn tollkvóti hreindýrakjöts. 5. Fjárhagslegt sjálfstæði þjóðgarðsins í Skaftafelli. 6. Rannsóknir í þágu atvinnuveganna. 7. Breytt hlutföll aldurshópa eftir árið 2010. 8. Framboð á leiguhúsnæði. 9. Reynslulausn. 10. Aðgangur landsmanna að GSM-farsímakerfinu. 11. Milliliðalaust lýðræði. 12. Stjórnarskipunarlög. 13. Innflutningur dýra. 14. Lánasjóður íslenskra námsmanna. 15. Grunnskólar. 16. Gjaldþrotaskipti o.fl.. 17. Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra. SAMSTAÐA er milli stjórn- arflokkanna og Samfylkingar- innar um að mæla með sam- þykkt frumvarps iðnaðar- ráðherra, Valgerðar Sverr- isdóttur, um heimild til að semja við Alcoa og tengd félög um að reisa og reka 322 þús- und tonna álverksmiðju á Reyðarfirði. Þetta sagði Hjálmar Árnason, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, í samtali við Morgunblaðið í gær. Málið hefur verið afgreitt úr iðnaðarnefnd. Fulltrúi Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs í nefndinni leggst gegn frumvarpinu. Að sögn Hjálmars er stefnt að annarri umræðu um frum- varpið í lok næstu viku. Gerir hann ráð fyrir því að þá verði frumvarpið jafnframt afgreitt sem lög frá Alþingi. Álvers- frumvarp- ið að lögum í næstu viku Vörugjald lækki í 13% VÖRUGJALD af ökutækjum til vöruflutninga sem eru allt að fimm tonnum verður 13% verði frumvarp ríkisstjórnar- innar þess efnis gert að lög- um. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær. Sam- kvæmt núgildandi lögum er umrætt vörugjald 20% af flestum tegundum fyrr- greindra ökutækja. „Ef tekið er mið af aðflutningsgjöldum ökutækja af þessum toga árið 2001 má ætla að ríkissjóður verði af um 60 m.kr. tekjum á ári verði frumvarpið að lög- um,“ segir í fylgiskjali frum- varpsins. Í athugasemdum með frumvarpinu segir m.a. að umræddar breytingar séu til þess fallnar að draga úr hvata til innflutnings þyngri bif- reiða sem bera ekkert vöru- gjald, en nokkuð hafi borið á því að ökutækjum sem ekki nái fimm tonnum sé breytt til þess að þau nái þeirri þyngd fyrir álagningu vörugjalds. ÖGMUNDUR Jónasson, þing- flokksformaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, gerði óskir Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um frekari upplýsingar frá stjórnvöld- um vegna opinberra styrkja og ívilnana ríkis og sveitarfélaga við ál- ver Alcoa í Reyðarfirði, að umtals- efni í upphafi þingfundar Alþingis í gær. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær kallaði ESA eftir þessum viðbótarupplýsingum á föstudag og hafa starfsmenn iðn- aðarráðuneytisins unnið hörðum höndum um helgina við að safna þeim saman. Haft var eftir Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu að hún tryði því ekki að þessar óskir gætu frestað undirritun endanlegra samninga við Alcoa. Mótmælir vinnubrögðum Ögmundur kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar og sagði m.a. að efnahags- og viðskiptanefnd þings- ins hefði ekki verið kölluð saman til að fá upplýsingar um fyrrnefndar óskir ESA. Síðan sagði hann: „Ráðherra segir í fjölmiðlum að hann trúi því að álverkefnið komi til með að standast ákvæði Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og að þetta muni ekki verða þess valdandi að undirritun samninga dragist á langinn. Nokkuð sem ég myndi þó ekki gráta. En þetta verkefni er stærra en svo að það eigi að geta hvílt á trú einstakra ráðherra eða ríkisstjórnar. Ég vil því mótmæla þeim vinnubrögðum að þingnefndir skuli ekki vera upplýstar um stöðu mála. Það er mikilvægt að hæstvirt- ur iðnaðarráðherra upplýsi þingið um hvernig þessi mál standa nú.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, tók undir gagnrýni Ögmundar. Valgerður Sverrisdóttir svaraði því til að það væri mikill misskiln- ingur að málið væri í uppnámi vegna óska ESA. „Samkvæmt EES- samningnum ber okkur að tilkynna til ESA um opinberan stuðning við rekstur fyrirtækja og í þessu tilfelli er um opinberan stuðning að ræða. Það er ekkert launungamál og þess vegna ber að tilkynna það til ESA.“ Valgerður sagði að verkefnið hefði verið tilkynnt formlega til ESA nokkru fyrir jól. Síðan hefðu komið fram óskir frá ESA um frekari upp- lýsingar. Verið væri að vinna að því að senda þær upplýsingar til ESA. Það yrði gert í dag, þriðjudag, hefði það ekki verið gert í gær, mánudag. „Þannig að þetta er stormur í vatns- glasi,“ sagði hún og meinti með því að Ögmundur væri að gera meira úr málinu en efni stæðu til. Síðan bætti hún við: „Ég tel að það sé ekki nokkur vafi á því og er reyndar nokkuð sannfærð um það að þetta verður heimilað því sá opinberi stuðningur sem þarna er um að ræða er mjög í samræmi við það sem var þegar Norðurál var reist og þar var stuðningurinn samþykktur af hálfu ESA.“ Ráðherra sagði að það væri eðli- legt að ESA vildi fá allar „hugs- anlegar upplýsingar til þess að hafa á borðinu áður en endanlegt svar væri gefið.“ Síðan sagði hún: „Ég reikna með því að það geti tekið ein- hvern tíma að ljúka þessari vinnu af hálfu stofnunarinnar. En eins og ég hef sagt opinberlega, eru þarna engin hættumerki á ferð. Ég get glatt háttvirtan þingmann með því.“ Síðar í umræðunni, þegar Stein- grímur hafði spurt hvað ríkið teldi vera beina aðstoð til verkefnisins á Reyðarfirði, sagði ráðherra að það sem ríkið þyrfti að gera væri að gefa ESA allar upplýsingar. „Síðan er það ESA sem ákveður hvað er opinber stuðningur og hvað ekki. Þannig fer þetta fram. Og þetta er bara hluti af því sem við Íslendingar búum við eftir að við urðum aðilar að hinu Evrópska efnahagssvæði. Við beygjum okkur að sjálfsögðu undir það og veitum allar þær upp- lýsingar sem beðið er um og vænt- um þess þá einnig að fá jákvæða niðurstöðu.“ Þingmenn VG vilja fá frekari upplýsingar um óskir Eftirlitsstofnunar EFTA „Stormur í vatnsglasi“ segir iðnaðarráðherra ÞVERPÓLÍTÍSK samstaða var meðal þeirra þingmanna sem þátt tóku í utandagskrárumræðu á Al- þingi í síðustu viku um flugvallar- skatta að endurskoða bæri þá skatta, lækka þá eða leggja niður. Misjafnt var hve sterkt þingmenn tóku til orða, margir sögðu að lækka bæri umrædda skatta eða leggja þá alveg niður en aðrir fóru varlegar í sak- irnar og sögðu rétt að endurskoða þá m.a. með tilliti til ýmissa þátta, s.s. efnahags- og atvinnuumhverfisins. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagðist sjálfur reiðubúinn til þess að standa að því „með eðlilegum hætti,“ eins og hann orðaði það að lækka bæði skatta og þjónustugöld á flugvöllunum. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefj- andi umræðunnar. Hann sagði að nú lægi fyrir að fjögur lággjaldaflug- félög, sem hefðu haft hug á því að fljúga til Íslands, hefðu hætt við fyrst og fremst vegna hárra flugvall- arskatta. Hann hvatti til þess að þessir skattar; opinber gjöld sem innheimt væru á Keflavíkurflugvelli, yrðu lækkaðir. Með því væri hægt að fá fleiri ferðamenn til landsins. Samgönguráðherra sagði það fyr- irslátt hjá lággjaldaflugfélögunum að háir flugvallarskattar hefðu vald- ið því að þau hefðu hætt við að fljúga hingað. Gjöldin á Keflavíkurflugvelli væru ekki frábrugðin þeim sem inn- heimt væru á öðrum erlendum flug- völlum. „En auðvitað vil ég sem sam- gönguráðherra og ráðherra ferðamála lækka gjöld sem leggjast á flugfélög ef það mætti verða til þess að auka umferðina hingað til landins,“ sagði Sturla. Benti hann á að Alþingi hefði sam- þykkt árið 1987 að leggja á farþega- gjöld til að standa undir flugmála- áætlun. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi gert athugasemdir við þetta mál. „Það verður að segjast al- veg eins og er að þær athugasemdir eru nokkuð sérstakar þegar við lít- um til þess hvað er að gerast í þess- um efnum í Evrópu. Svíar, Finnar, Spánverjar og Grikkir nota tekjur, þ.e. farþegaskattatekjur, til þess að reka sitt flugvallarkerfi og færa á milli flugvalla. Það er vitað mál að meðal annarra ríkja inn Evrópusam- bandsins eru mismunandi flugvalla- skattar. Eftirlitsstofnun EFTA er því að gera ríkari kröfur til okkar en gerðar eru til annarra ríkja á hinu Evrópska efnahagssvæði,“ sagði Sturla. Ráðherra sagði að reyna þyrfti all- ar leiðir til að lækka gjöld, lækka þjónustugjöld á flugvöllum og lækka skatta. „Ég er að sjálfsögðu reiðbú- inn til þess að ræða lækkun farþega- skattanna, en ég vil tryggja tekjuhlið málsins.“ Flugvallarskattar verði afnumdir eða lækkaðir Í FRUMVARPI til laga um breyt- ingu á lögum um erfðafjárskatt, sem átta stjórnarþingmenn hafa lagt fram á Alþingi, er lagt til að 5% skattur verði lagður á alla erfingja, burt séð frá því hver sifjatengslin við þann látna séu. Í dag borga erfingj- ar hærri skatt eftir því sem þeir eru fjarskyldari hinum látna, eða allt að 45%. Telja flutningsmenn frumvarpsins að með því að lækka skattprósent- una muni draga verulega úr undan- skotum frá erfðaskatti og því muni ríkið ekki verða af neinum tekjum með breytingunni. „Erfðafjárskattur getur verið ósanngjarn skattur“ Gunnar Ingi Birgisson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir frumvarpinu, sem var vísað til efna- hags- og viðskiptanefndar. Hann segir meginmarkmiðið að einfalda reglur um erfðaskatt. Verði af breytingunum verði arfur ekki tví- skattaður, eins og nú sé gert. „Erfðafjárskattur getur verið ósanngjarn skattur. Fólk er að borga skatt af fé sem var borgaður skattur af á sínum tíma þegar pen- inganna var aflað,“ segir Gunnar. Hann segir mikið um að fólk svík- ist undan því að greiða erfðaskatt við núverandi kerfi. „Það er eins og með allt fé, það leitar skjóls, hvort sem það er sauðfé eða peningar. Ef það er mikið álag á því leitar það skjóls. Þegar skattprósentan verður komin niður í 5% held ég að menn borgi bara þennan skatt og séu ekk- ert að reyna að skjóta sér undan honum. Ríkið ætti því ekki að verða af neinum tekjum,“ segir Gunnar. Hann telur að 5% skattur ætti að duga fyrir kostnaði við skiptingu dánarbúa. Bendir Gunnar einnig á að það sé ósanngjarnt að fólk þurfi að borga erfðaskatt af eignum sem erfitt geti verið að selja, t.d. af fasteignum á landsbyggðinni þar sem fasteigna- mat endurspegli ekki það verð sem hægt sé að fá fyrir eignina. Núverandi lög flókin Gunnar bendir á að núgildandi lög um erfðafjárskatt séu mjög flókin. Niðjar hins látna greiða 5% af fyrstu 140 þúsund krónunum sem þeir erfa, 6% af næstu 140 þúsund krónum og svo koll af kolli þar til skatturinn nær því að vera 10%. Þá greiða for- eldrar hins látna, eða niðjar hans, 15% af fyrstu 140 þúsund krónunum, 17% af næstu 140 þúsundum og svo áfram þar til prósentuhlutfallið er orðið 25%. Skattahlutfall af arfi sem fellur í skaut ömmu eða afa hins látna, eða niðja þeirra, byrjar í 30% og endar í 45%. Frumvarpið var einnig lagt fram á síðasta þingi, en þá var ekki mælt fyrir því. Meðflutningsmenn Gunn- ars eru Hjálmar Árnason, Fram- sóknarflokki, og samflokksþing- menn Gunnars, þau Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ásta Möller, Drífa Hjartardóttir, Einar Oddur Krist- jánsson, Katrín Fjeldsted og Sigríð- ur Anna Þórðardóttir. Á síðasta þingi var Vilhjálmur Egilsson, fyrr- verandi þingmaður Sjálfstæðis- flokks, meðal flutningsmanna frum- varpsins. Á viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands á dögunum sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að hann hygðist beita sér fyrir skattalækk- unum á næsta kjörtímabili og nefndi erfðafjárskatt sem skatt sem mætti breyta. Gunnar segir frumvarpið þeirra standa fyrir sínu. „Við værum ánægð ef hann styddi þetta, þá eru meiri líkur en minni að þetta verði að raunveruleika. Við skulum sjá hvernig þessu máli reiðir af,“ segir hann. Erfðafé verði ekki tvískattað 5% flatur skattur komi í stað núverandi kerfis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.