Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnús BjörgvinGíslason fæddist í Reykjavík 19. maí 1925. Hann andaðist á Landspítala – há- skólahúsi við Hring- braut hinn 6. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guðrún Magnúsdóttir, f. 22.10. 1885, og Gísli Jónsson, f. 27.2. 1901. Systkini hans voru Ragnheiður, f. 17.5. 1922, látin, Arnfríð- ur, f. 24.3.1922, Fríða, f. 21.1. 1924, Marín, f. 25.11. 1929, látin, og Hrafnkell, f. 7.8. 1937. Eiginkona Magnúsar er Guðrún Steingrímsdóttir, f. 20.9. 1929. Börn þeirra eru tvö: a) Gunnhildur, f. 11. 10. 1949, gift Árna Ásgeirssyni, f. 5.11. 1948, og eru börn þeirra Ragnheiður Björg, f. 19.7.1973, og Kolbrún, f. 29.8. 1983, og b) Gísli Jón, f. 10.07. 1956, kvæntur Helgu Bernhard, f. 13.9. 1957, og eru börn þeirra Svava Bern- hard, f. 30.9. 1982, Magnús Bernhard, f. 19.9. 1985, og Róbert Bernhard, f. 5.1. 1995. Útför Magnúsar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Mér er ljúft að minnast með nokkrum orðum tengdaföður míns, Magnúsar B. Gíslasonar bifreiða- smíðameistara. Ég var rétt 17 ára þegar kynni okkar hófust, hafði þá kynnst ungri dóttur hans, Gunnhildi, sem síðar varð eiginkona mín. Það var ekki laust við að ég bæri ótta- blandna virðingu fyrir þessum hæga, trausta og virðulega manni og ekki minnkaði virðingin þegar Gunnhild- ur sagði mér að hann væri mikill aðdáandi Bítlanna en þeir voru á þessum tíma í miklu uppáhaldi hjá mér. Magnús tók mér frá upphafi ljúfmannlega og hélst sú vinátta sem þá skapaðist alla tíð, hann var mér bæði góður tengdafaðir og vinur. Magnús starfaði mestan sinn starfsaldur hjá Bíla- og vagnasmiðju Kristins Jónssonar og má segja að hann hafi alist þar upp. Faðir hans, Gísli Jónsson, var verkstjóri þar og Magnús heimagangur á verkstæðinu frá ungaaldri. Skömmu eftir að ég kom inn í fjölskylduna bauð Magnús mér til sín í Vagnasmiðjuna að læra bifreiðasmíði enda varð honum fljót- lega ljós áhugi minn á bílum og hitt ekki ólíklegt að honum hafi þótt viss- ara að hafa auga með þessum peyja sem var farinn að gera sér dælt við dóttur hans. Lærlingsár mín á verkstæði Vagnasmiðjunnar voru mér dýrmæt reynsla og lagði Magnús sig fram um að ungi neminn fengi góða og upp- byggilega tilsögn. Er síðar kom að því að starfsemi Vagnasmiðjunnar var lögð niður, sá hann svo um að mér tækist að ljúka starfsnáminu í Bílaskálanum hjá góðvini sínum, Gísla Guðmundssyni bifreiðasmíða- meistara. Eftir að starfsemi Vagnasmiðj- unnar var hætt réð Magnús sig til Samvinnutrygginga, síðar Vátrygg- ingafélags Íslands. Þar starfaði hann að tjónamati og uppgjöri á bifreiða- tjónum uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 68 ára gamall. Nokkru eftir að Magnús lét af störfum hjá Vátryggingafélaginu kom hann til okkar í Tjónaskoðunarstöð TM og aðstoðaði við bifreiðaútboð sem hald- ið var alla mánudaga. Þar hitti Magnús aftur marga af sínum gömlu vinum og félögum úr bílgreininni og urðu þar oft fagnaðarfundir. Magnús var einstaklega vel liðinn í starfi sínu enda afar sanngjarn og réttsýnn í öllu sem að því laut, hann var í mörg ár formaður félags bif- reiðasmiða og prófdómari í sveins- prófum um árabil. Magnúsi voru þökkuð góð og óeigingjörn störf í þágu Félags bifreiðasmiða og sæmd- ur gullmerki þess og gerður að heið- ursfélaga árið 1973. Magnús var söngmaður góður og söng meðal annars í kirkjukór Nes- kirkju um árabil, þá var hann gleði- maður á góðri stund, góðri skemmt- un var ekki lokið fyrr en menn höfðu fengið hann til að syngja nokkrar aríur með sinni undurfögru og sterku tenórrödd, oftast var endað á O Sole Mio við mikinn fögnuð og góð- ar undirtektir viðstaddra. Er árin liðu og Guðrún eiginkona hans varð að flytja á hjúkrunarheim- ilið Skjól vegna veikinda fjölgaði komum Magnúsar á Sólbrautina, heimili okkar Gunnhildar. Það voru mörg kvöldin sem við sátum saman eftir góða máltíð og ræddum málin yfir kaffbolla, þá var margt skrafað, einstök kímnigáfa, ljúfmennska og hnyttin tilsvör Magnúsar eru ógleymanleg. Síðustu ár ævinnar þjáðist Magn- ús af hjartasjúkdómi sem varð til þess að hann átti erfitt með flesta vinnu, þar var bleik brugðið því hann vildi helst alltaf vera að og mörg handtökin vann hann fyrir okkur hjónin bæði við að dytta að bústaðn- um okkar í Skútabrekku þar sem hann naut sín afar vel í kyrrð sveit- arinnar og eins heima á Sólbraut. Það er komið að leiðarlokum, elsku Magnús, við fjölskyldan á Sólbraut- inni, afastelpurnar Ragnheiður Björg og Kolbrún Helga, þökkum allar þær ánægjuríku stundir sem við áttum með þér. Elska þín og gæska til okkar var okkur ómetanleg Ég bið góðan guð að styrkja Dúnu og aðra ástvini Magnúsar og sendi þeim innilegar samúðarkveðjur. Árni Ásg. Ásgeirsson. Elsku afi, nú ert þú kominn til himna, kominn til Guðs. Hann Magnús afi okkar dó 6. febr- úar síðastliðinn, okkur brá öllum mjög mikið því ekkert okkar bjóst við þessu, að afi mundi yfirgefa þetta líf svona skyndilega. Afi var alltaf svo kátur og góður við okkur systkinin, sagði okkur margar skemmtilegar sögur frá því hann var yngri en einnig var hann alltaf spenntur að heyra hvað við værum að bralla. Á sunnudags- morgnum var svo notalegt að vakna og heyra að afi væri niðri í morg- unkaffi hjá pabba. Yfirleitt horfðu þeir svo á leikinn saman á meðan þeir mauluðu á bakkelsinu sem pabbi hafði keypt handa þeim í bakaríinu. Afi var einstaklega yndislegur og hjartahlýr maður með góða nær- veru. Hann var vinur í raun og við söknum hans sárt. Við trúum því að þú munir fylgjast með okkur áfram og leiða okkur í gegnum lífið og hjálpa okkur að velja rétt. En við vitum það öll að við eig- um eftir að hittast aftur, elsku afi. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við munum aldrei gleyma þér né minningunum sem við eigum saman um þig. Við elskum þig að eilífu. Svava Bernhard Gísladóttir, Magnús Bernhard Gíslason og Róbert Bernhard Gíslason. Við systurnar kveðjum elsku afa með miklum söknuði. Við vorum mikið hjá afa og ömmu þegar við vor- um litlar stelpur og alltaf munum við eftir því þegar afi kom kom heim með jólaeplin sem hann hafði fengið í jólagjöf í vinnunni. Það er margs að minnast þegar við hugsum um elsku afa, hann var alltaf svo traustur og góður og vildi allt fyrir litlu stelp- urnar sínar gera. Minnisstæðast er þó þegar við vorum saman í bústaðn- um okkar, þá spiluðum við, fórum í bíltúr eða göngutúr úti í náttúrunni. Fyrir nokkrum árum veiktist amma og varð að flytja á hjúkrunar- heimilið Skjól, það var mikil breyting fyrir afa að vera allt í einu orðin einn en hann hugsaði vel um ömmu, fór til hennar á hverjum degi og sat og spjallaði eða spilaði við hana. Eftir að afi var orðinn einn kom hann til okkar á Sólbrautina flest kvöld, það var gott að hafa afa, hann var alltaf svo kátur og skemmtilegur. En svo fór heilsan að versna hjá hon- um, hjartað að bila, einnig var hann farinn að eiga erfiðara með að muna. Við höfðum áhyggjur af honum í um- ferðinni, spurðum hann hvort við ættum ekki að keyra hann eða sækja, nei, hann hélt nú ekki, hann hefði keyrt bíl frá 14 ára aldri og væri hvergi betri en undir stýri. Elsku afi, þín er sárt saknað, guð geymi þig. Við sendum ömmu og öðr- um ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. Þínar afastelpur, Ragnheiður Björg og Kolbrún Helga. Í dag er kvaddur sómamaðurinn og góðvinur minn hin síðari ár Magn- ús B. Gíslason. Fyrstu kynnin voru þau að ég þurfti á tjónaskoðun að halda vegna smáskaða. Þá birtist mér höfðinglegur maður með virðu- legan hatt, beinn í baki og reisnar- legur. Hann hafði þá starfað við tjónaskoðun bifreiða um 20 ára skeið hjá Samvinnutryggingum, en ég hjá Brunabót. Áttum við margt sameig- inlegt í þessum bransa. Síðan liðu nokkur ár er við hittumst aftur í júlí- mánuði 1989, er þessi félög samein- uðust í eitt, þ.e.a.s. Vátryggingafélag Íslands hf. Vildi svo til að við lentum í MAGNÚS BJÖRGVIN GÍSLASON Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdadóttir, systir og mágkona, HALLA SVEINSDÓTTIR, Brekkubæ 6, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 12. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Svanþór Þorbjörnsson, Þorbjörn Svanþórsson, Sveinn Teitur Svanþórsson, Bjarki Dagur Svanþórsson, foreldrar, tengdaforeldrar og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNÓR AÐALSTEINN GUÐLAUGSSON frá Tindum, til heimilis á Digranesheiði 5, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 15. febrúar. Svanfríður Ingunn Arnkelsdóttir, Arnór Heiðar Arnórsson Margrét Jónsdóttir, Þuríður Sveinbjörg Arnórsdóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Guðbjörn Arnórsson, barnabörn og barnabarnabarn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR KARLSDÓTTUR, áður á Sjávarhólum, Kjalarnesi, sem lést á Hrafnistu fimmtudaginn 30. janúar sl. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til stafsfólks Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. Birgir Þórhallsson, Hrefna Haraldsdóttir, Hreinn Hermannsson, Ólafur Haraldsson, Karl Haraldsson, Fanney Jónsdóttir, Helgi Haraldsson, Ingibjörg Hjartardóttir, Selma Kolbrún Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Gunnlaugsstöðum, Völlum, sem andaðist á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 13. febrúar, verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Jarðsett verður í Vallaneskirkjugarði. Guðrún M. Karlsdóttir, Trausti Gunnarsson, Pálína I. Karlsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Sigurður Karlsson, María K. Pétursdóttir, Valgerður M. Karlsdóttir, Einar Jónsson, Finnur N. Karlsson, Rannveig Árnadóttir, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, EYGLÓ ÁSTVALDSDÓTTIR, Laugavegi 41A, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi að kvöldi laugardagsins 15. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhann Vilbergsson, Halldór Davíð Jóhannsson, Ásthildur María Jóhannsdóttir, Jóhann Eyþór Jóhannsson, Vilberg Sævar Jóhannsson, Ástvaldur Eiríksson, Ragna, Kolbrún, Guðríður, Ásdís, Magnús og Svanhvít. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.