Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 21 MEÐALVERÐ á flestum algeng- um grænmetistegundum hefur lækkað allverulega frá 8. febrúar í fyrra. Mest hefur lækkunin orðið á agúrkum, en innflutt gúrka hefur lækkað um 61% en íslenska gúrk- an um 51%. Þetta kemur fram í mánaðarlegri könnun Samkeppn- isstofnunar á verði ávaxta og grænmetis. Var síðasta verðkönn- un gerð 10. febrúar síðastliðinn. Meðalverð á papriku hefur lækkað um 38–44%, blómkál um 46% og ísbergssalat um 44%, svo fleiri dæmi séu tekin. Meðalverð á ávöxtum hefur einnig lækkað, svo sem eplum, appelsínum, banönum og perum sem lækkað hafa um 11– 31% á tímabilinu. Fleiri dæmi eru spergilkál sem hefur lækkað um 35% frá febrúar í fyrra og þá hefur kínakál lækkað um 28%. „Ýmsar tegundir lauka og sellerí hefur lækkað um 24–49%. Þá hef- ur meðalverð á innfluttum tómöt- um lækkað um 33% en íslenskir tómatar hafa lækkað um 19%. Meðalverð á gulrófum og gulrótum er hins vegar 9–14% hærra nú en í fyrra. Einnig hefur meðalverð á skalottulauk, perlulauk og vorlauk hækkað en mikill verðmunur er jafnan á þessum tegundum milli verslana,“ segir Samkeppnisstofn- un. Þegar litið er á meðalverð á ávöxtum kemur í ljós að það hefur í nær öllum tilvikum lækkað á tímabilinu. Ávextir eins og greip, mangó, kíví og sítrónur hafa lækk- að um 19–32%, segir ennfremur. Samkeppnisstofnun telur ástæðu til að rifja upp, að fyrir tæpum tveimur árum var birt nið- urstaða á rannsókn samkeppnisyf- irvalda á ólöglegu samráði fyrir- tækja á grænmetismarkaði. „Afnám tolla hefur örvað samkeppni“ „Þegar niðurstaða rannsóknar- innar var birt vakti samkeppnisráð athygli stjórnvalda á því að það fyrirkomulag við innflutningshöml- ur á grænmeti sem þá gilti auð- veldaði dreifingarfyrirtækjum grænmetis að hafa með sér ólög- mætt samráð. Samkeppnisráð beindi því til landbúnaðarráðherra að hann hefði frumkvæði að því að ákvæði tolla- og búvörulaga sem hindruðu viðskipti með grænmeti yrðu endurskoðuð. Markmið end- urskoðunarinnar yrði að efla sam- keppni í viðskiptum með grænmeti þannig að hún mætti leiða til lækkunar vöruverðs fyrir íslenska neytendur. Í samræmi við tilmæli samkeppnisráðs voru tollar á all- mörgum grænmetistegundum felldir úr gildi á síðasta ári. Nið- urstaða þeirrar könnunar á verðþróun á grænmeti og ávöxtum sem nú er birt sýnir það á aug- ljósan hátt að afnám tolla á græn- meti sem gildi tók fyrir um það bil ári hefur haft tilætluð áhrif og jafnframt örvað samkeppni á ávaxtamarkaði þó að ávextir hafi ekki lækkað í verði af völdum tollalækkana. Samkeppnisstofnun lýsir yfir ánægju með þróun samkeppni og verðlags á mörkuðum ávaxta og grænmetis og mun stofnunin halda áfram að fylgjast náið með þróun- inni á þeim mörkuðum,“ segir í ársuppgjöri stofnunarinnar á verðþróun ávaxta og grænmetis. Samkeppnisstofnun ákvað að fylgjast náið með verðþróun á grænmeti og ávöxtum þegar tollar á tiltekið grænmeti voru afnumdir í febrúar í fyrra. „Verðkönnunin sem gerð var í febrúar á síðastliðnu ári fyrir af- nám tolla á ýmsum algengum grænmetistegundum, náði til 11 matvöruverslana á höfuðborgar- svæðinu. Meðalverð úr þeirri könnun hefur verið haft til viðmið- unar þegar verðþróun á þessum markaði hefur verið metin. Taflan sýnir meðalverð á nokkr- um tegundum af ávöxtum og grænmeti eins og það var 10. febr- úar síðastliðinn og það borið sam- an við meðalverð úr verslunum eins og það var 8. febrúar í fyrra. Gefið er upp lægsta og hæsta verð hverju sinni en eins og sjá má get- ur verið um verulegan verðmun að ræða milli verslana. Verð á grænmeti og ávöxtum getur verið afar breytilegt sem ræðst meðal annars af verði á er- lendum mörkuðum, uppskeru og árstíma. Með það í huga er forvitnilegt að skoða hver þróunin hefur orðið á þessu eins árs tímabili,“ segir Samkeppnisstofnun.            !"# "  $ % !  &%&   &%& '  " ""( $! !  #%)        !"#$ % !"#$ !"#&' $'( !"#  ) "#  ) "# $ * + , (  , $' ,- "#.  /- ,- "#*  - ,- "#$ 0    - & 1  1 . 1 "#$ % . 1 "#  . 1 "#1 $  "#  $  "#  2-/  "#   2-/  "#  3   # '4 (' -/   $  5 !$$ ( )    ) -  ) % "#  6   6    7 1 $       *   "#) $ *   "#) $ *   "#  *   "#  *   3 /18 $   3   "# $ 0   "#$ % 0   "#$ 0   "#  0   "#' $ 0               '         # #9#$#  % #   .'    6)#)     8#: #/;  * "+   &%&   < >>    ><   ?9  < ?  9 ?  ? @<9 @= 9 < 9 9 < = ?= < < 9<?  9 <   = = 9 ?   <    = <9> 9 < 9 ?   <  9 ==9 ?? = ?=  ?                                                                                            & &%&                                        !   "  ! # $#! %$#& # $#! %$#&                                                                                                                                     ,!   &%&   -!  &%&                                                                                                                              "                                                                                                                                                                                        51–61% verðlækkun á agúrku á einu ári ALLAR erlendar færslur Master- Card-korta verða reiknaðar strax í íslenskar krónur frá og með deginum í dag. Þýðir þetta að gengisáhættan fer úr einum til 30 dögum niður í einn dag, að því er segir í frétt frá Kred- itkortum hf. Hægt verður að nálgast upplýs- ingar um gengi dagsins á vef fyrir- tækisins, www.kreditkort.is, eftir 12 á hádegi dag hvern, segir enn frem- ur. Helstu kostir nýs fyrirkomulags eru að gengisáhætta vegna innkaupa erlendis verður nánast engin. „Færslur sendar að utan í íslenskum krónum fara ekki í gegnum gengisút- reikning og sleppa því við gengis- álag. Hingað til hafa íslenskir kred- itkorthafar búið við gengisáhættu og þar með óvissu um endanlegt verð þegar greitt er fyrir vöru eða þjón- ustu erlendis. Allar breytingar sem urðu á gengi frá því færsla átti sér stað og þar til umreiknað var í ís- lenskar krónur, allt að 30 dögum síð- ar, gátu haft áhrif á þá upphæð sem að lokum var greidd fyrir færsluna. Í ljósi þeirra sveiflna sem verið hafa á gengi íslensku krónunnar undanfar- in ár gat verið um umtalsverðan mun að ræða. Eins var umreikningur í dollara og allt að 30 daga viðdvöl í þeirri mynt oft áhættusöm ef kort- hafi hafði verslað í annarri mynt,“ segir í frétt frá Kreditkortum hf. Áður var erlendum færslum breytt yfir í bandaríkjadal, síðar voru þær umreiknaðar í íslenskar krónur í lok hvers kortatímabils, allt að 30 dögum síðar, á meðalgengi. Erlendar færslur um- reiknaðar jafnóðum Frá og með deginum í dag verða allar erlendar færslur MasterCard reiknaðar strax í íslenskar krónur. NORRÆNA AUSTFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.