Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 23 BJARNI Haukur Þórsson og félagar hans hafa á undanförnum tveimur árum gert víðreist með leiksýn- inguna Hellisbúann. Sýningin hefur verið sviðsett um öll Norðurlöndin af fyrirtæki þeirra Bjarna Hauks, Árna Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ra, 3Sagas Entertainment, og hefur slegið í gegn þar sem hér; þekktir gamanleikarar Svía, Norðmanna, Dana – og í haust Finna – hafa farið með hlutverk Hellisbúans þarlend- um til skemmtunar. Tvö ár eru liðin síðan Bjarni Haukur hætti að leika Hellisbúann á sviði Óperunnar í Gamla bíói. Sýn- ingarnar voru þá orðnar 230 talsins og áhorfendur 85 þúsund. Líklega verður það aðsóknarmet seint slegið hlutfallslega, hvort heldur er á inn- lenda vísu eða alþjóðlega, að sögn aðstandenda. Bjarni Haukur ætlar að taka fram búninginn í tilefni fimm ára afmæl- isins eða eins og hann orðar það sjálfur, „einni sjónvarpsstöð og al- þjóðlegu framleiðslufyrirtæki síð- ar!“ Ráðgerðar eru fimm sýningar í Íslensku óperunni af þessu tilefni í lok febrúar og telur Bjarni Haukur ólíklegt að sýningarnar verði fleiri. „Þetta er mest til gamans gert, en reyndar hætti ég að leika sýninguna fyrir fullu húsi einfaldlega vegna þess að ég var búinn að fá alveg nóg.“ Fyrirtæki þeirra félaganna, 3Sag- as Entertainment, hefur ýmis önnur járn í eldinum auk sýninga á Hellisbúanum á Norðurlöndunum. „Í haust verður Hellisbúinn settur upp í Eystrasaltslöndunum þremur, og fljótlega í Japan, við erum að fram- leiða sjónvarpsþáttaröð byggða á Hellisbúanum með norskri sjón- varpsstöð, við erum að framleiða kvikmyndina Dís eftir samnefndri skáldsögu, framleiðum í Þýskalandi og á Norðurlöndunum vinsælasta einleikinn í Bandaríkjunum í dag, „The Male Intellect“, og setjum upp Sellófón eftir Björk Jakobsdóttur á Norðurlöndunum og fleira er í gangi sem of snemmt er að nefna.“ Óhætt er að segja að þetta sé í fyrsta sinn sem Íslendingar gera sig gildandi á erlendri grund í þessum geira viðskipta. „Það er mjög væn- legt að vinna á þessu sviði, lifandi skemmtun hvort sem hún nefnist tónleikar, leiklist eða skemmtigarð- ar nýtur mikilla vinsælda og er arð- bær,“ segir Bjarni Haukur. Hann segir að listrænt gildi þess sem gert er ráðist að miklu leyti af því hverjir eru valdir til samstarfs. „Við höfum lagt áherslu á að fá þekkta og vin- sæla gamanleikara til að leika Hellisbúann. Í Noregi er það Sven Nordin og í Svíþjóð Brasse Bränn- ström. Þeir eru báðir mjög vinsælir úr sjónvarpi og kvikmyndum. Þetta hefur gefið góða raun,“ segir Bjarni Haukur Þórsson. Morgunblaðið/Sverrir Bjarni Haukur Þórsson og Árni Þór Vigfússon ætla að setja Hellisbúann upp að nýju á fimm ára afmælinu. Fimm ára afmæli Hellisbúans Af stað – kennslubók í íslensku fyrir byrjendur er komin út og var mennta- málaráðherra, Tómasi Inga Olrich, af- hent formlega fyrsta eintakið á dög- unum. Útgefandi bókarinnar er Fjölmenn- ing ehf., en það er fyrirtæki sem sér- hæfir sig í ráðgjöf varðandi nýbúa og kennslu íslensku sem annars máls. Fjölmenning ehf. er í eigu Ingibjargar Hafstað og Birnu Arnbjörnsdóttur sem eru helstu sérfræðingar landsins í málefnum nýbúa. Fjölmenning ehf. hefur flutt aðsetur sitt á Iðntæknistofnun, í húsnæði á Laugavegi 59, Kjörgarði. Kennslubók Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Hafstað, forstjóri Fjölmenningar ehf., afhendir Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra kennslubókina í íslensku fyrir byrjendur. Sigríður Björk Jónsdóttir sagn- og listfræðingur heldur fyrirlestur í Norræna húsinu kl. 12.05–13. Erind- ið nefnist „Borg minninganna“ og fjallar Sigríður um Reykjavík og hvaða hlutverk fortíð hennar og saga hefur í borgarmynduninni og þróun byggingarlistar út frá hug- myndum ítalska arkitektsins Aldo Rossi um hið „sögulega“ form og það hvernig fortíð og sameiginlegar minningar og reynsla íbúa móta borgina og framtíð hennar. Fyrirlesturinn er í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borg- arfræðasetur. Listasafn Íslands Leiðsögn um sýninguna Á mörkum málverksins í fylgd Rakelar Pétursdóttur deild- arstjóra fræðsludeildar verður kl. 12.10–12.40. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Rauður snjór heitir ljóðabók Sigríðar Helgu Sverrisdóttur. Ljóð eftir hana hafa birst í blöð- um og bókum en þetta er fyrsta ljóðabók hennar. Í bókinni eru 36 ljóð sem Sigríður Helga hefur ort á árunum 1996–2002. Þau eru allt í senn háalvarleg, gamansöm og kaldhæðin. Yrkisefni sækir höf- undur gjarnan til ástarinnar og nátt- úrunnar. Sigríður Helga Sverrisdóttir er virkur félagi í Ritlistarhópi Kópa- vogs og á ljóð í Ljósmáli og Sköp- un, ljóðabókum sem voru gefnar út af Ritlistarhópnum árin 1997 og 2001. Útgefandi er Pjaxi ehf. Bókin er 52 bls. Á bókarkápu er mynd eftir Guðrúnu Kristjánsdóttur. Ljóð bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.