Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GREIN með fyrirsögninni „Sjón-
mælingar eru ekki læknisverk“
birtist í Morgunblaðinu 10. febrúar
sl.
Fyrirsögnin ber merki um van-
þekkingu þeirra sem hana skrifa.
Sjónmæling er ekki aðgreinanleg
frá augnlækningum frekar en
hjartalæknir getur verið án þess að
fá hjartalínurit af sínum sjúkling-
um. Það er í flestum tilfellum nauð-
synlegt fyrir augnlækni að vita
hvert sjónlag augans er. Þeir sem
eru mjög nærsýnir geta verið í
meiri hættu að fá ákveðna sjúk-
dóma og þeir sem eru mjög fjar-
sýnir aðra o.s.frv. Breyting á sjón-
lagi er ekki alltaf af eðlilegum toga.
Hjá eldra fólki getur skýmyndum á
augasteini valdið talsverðum breyt-
ingum á sjónlagi. Þarna myndi sjón-
tækjafræðingur selja fólki gleraugu
á tugi þúsunda sem myndu ekki
passa lengur eftir nokkra mánuði
en augnlæknir gæti séð hvert
stefndi og að viðkomandi gæti þurft
á aðgerð að halda smám saman.
Hár blóðsykur veldur oft tíma-
bundinni breytingu á sjónlagi sem
síðan gengur til baka þegar blóð-
sykurinn fer í rétt horf. Ýmsir sjúk-
dómar í augnbotni geta og valdið
breytingu á sjónlagi. Fólk leitar oft
til augnlækna vegna þreytu í augum
eða höfuðverkja og ástæðunnar get-
ur verið að leita í því að viðkomandi
þarf á hvíldargleraugum að halda
eða að „augnþreytan“ á sér aðrar
skýringar þar sem gleraugu kæmu
ekki að notum. Svo mætti áfram
telja en hverjum manni ætti að vera
ljóst að mæling á sjónlagi augans er
augnlækninum nauðsynleg.
Það að fólk leitar til augnlæknis
þegar það telur sig þurfa gleraugu
gefur okkur forskot á nágranna-
löndin að því leyti að það hjálpar
okkur að greina sjúkdóma á byrj-
unarstigi. Gláka greinist hér mun
fyrr en í nágrannalöndunum en sá
sjúkdómur er lengi einkennalaus og
þegar hann fer að gefa einkenni er
yfirleitt um mjög miklar skemmdir
á sjóntaug að ræða. Sjúkdómurinn
greinist þannig oftast við rútínu-
skoðun hjá augnlækni þegar fólk
kemur í þeim tilgangi að fá sér ný
gleraugu. Hér á landi var fyrir
fáum árum gerð viðamikil rannsókn
á augnheilsu Íslendinga. Skoðað var
tilviljanakennt úrtak þúsund ein-
staklinga, sk. „Reykjavíkuraugn-
rannsókn“. Niðurstöður varðandi
gláku voru þær að einungis um 10%
þeirra sem höfðu gláku voru þá
ógreindir og ómeðhöndlaðir. Svip-
aðar rannsóknir erlendis frá þar
sem sjónmælingar eru í höndum
sjóntækjafræðinga sýna að þar er
tíðni ógreindrar gláku 50%. Þessar
tölur tala sínu máli. Með viðeigandi
meðferð er hægt að halda sjúk-
dómnum í skefjum og draga úr
þeim skemmdum á sjóntaug sem
hann leiðir til. Gláka er sjúkdómur
sem getur verið erfitt að greina og
mæling á augnþrýstingi er ekki
nægileg til greiningar en mat á
sjóntaug og sjónsviði er forsenda til
greiningar og það er einungis á færi
augnlækna.
Í umræddri grein kemur fram að
sjóntækjafræðingar taki það alvar-
lega að vera löggilt heilbrigðisstétt
á sviði sjónverndar og muni standa
þétt saman að varðveislu sjónheilsu
í landinu. Aðgerðir þeirra síðustu
daga tala sínu máli varðandi þá full-
yrðingu. Til viðbótar við baráttuna
um réttindi til sjónmælinga hafa
þeir nú ítrekað lýst því yfir í fjöl-
miðlum að þeir eigi í litlum vand-
ræðum með að greina bæði gláku
og sykursýki.
Eins og gildir um flest á núver-
andi kerfi sér ákveðna forsögu. Lög
um sjóntækjafræðinga voru sett ár-
ið 1984 eða fyrir einungis 19 árum
og við skulum hafa í huga að starfs-
ævi manna getur verið allt að 35–40
ár. Þegar þessi lög voru sett fengu
þeir sem höfðu starfað í gleraugna-
verslun í 5 ár starfsréttindi sem
sjóntækjafræðingar án þess að hafa
hlotið frekari menntun frá löggilt-
um skóla. Fyrir nokkrum árum
fengu sjóntækjafræðingar hingað til
lands aðila til að halda námskeið í
sjónmælingum. Námskeið getur
varla talist til jafns við fullgilt nám.
Hins vegar hefur orðið breyting á
undanförnum árum að fleiri vel
menntaðir sjóntækjafræðingar hafa
komið hingað til lands og það skýrir
að krafa þeirra fer að verða æ há-
værari.
Vera má að heilbrigðisyfirvöld
séu þeirrar skoðunar að breyta
þurfi lögunum en það þarf þá að
gera það með fagleg rök að leið-
arljósi. Heilbrigðisyfirvöldum á Ís-
landi hlýtur að vera skylt að taka
skýra afstöðu til þess hvaða mennt-
unarkröfur yrðu gerðar til þeirra
sem ættu að fá þessi réttindi. Þar
sem þetta leyfi er veitt eru mennt-
unarkröfur skýrar og það er nánast
undantekningalaust veitt með
ákveðnum takmörkunum. Í mörg-
um löndum er mikill skortur á
augnlæknum, en mikill fjöldi sjón-
tækjafræðinga starfandi. Þetta hef-
ur leitt til þess að þessi lönd hafa
heimilað takmarkað leyfi sjóntækja-
fræðinga til þess að gera sjónlags-
mælingar jafnvel þótt hlutaðeigandi
yfirvöldum sé ljóst að það geti verið
á kostnað lýðheilsu.
Aðgerðir sjóntækjafræðinga nú
eru augljós lögbrot og með öllu
ólíðandi að starfsstétt skuli reyna
að þvinga fram lagabreytingar með
þessum hætti og við krefjumst þess
af heilbrigðisyfirvöldum að sjón-
mælingastarfsemi þeirra verði
stöðvuð tafarlaust. Taka má upp
umræður á faglegum grundvelli um
réttindi þeirra að því loknu.
Eru sjónmælingar
ekki læknisverk?
Eftir Elínborgu
Guðmundsdóttur
„Vera má að
heilbrigð-
isyfirvöld
séu þeirrar
skoðunar að
breyta þurfi lögunum en
það þarf þá að gera það
með fagleg rök að
leiðarljósi.“
Höfundur er formaður
Augnlæknafélags Íslands.
ÞAÐ kom fram hjá forráðamönnum
Félags eldri borgara í dagblöðum í des-
ember sl. ánægja með að nú hafi náðst
samningur við ríkið um lágmarks-
tekjur fyrir ellilífeyrisþega. Borgarráð
hefur að tillögu framtalsnefndar sam-
þykkt að koma myndarlega til móts við
þá eldriborgara og öryrkja sem eiga
íbúð í Reykjavík með lækkun á fast-
eignagjöldum, sem falla vel að samn-
ingi ríkis og FEB, sem ekki síður ætti
að gleðja forráðamenn félagsins.
Miðað við samninginn kemur fram
að einstaklingur með ellilífeyri, tekju-
tryggingu, tekjutryggingarauka og
heimilisuppbót fær á þessu ári, 2003,
alls kr. 94.090 á mánuði eða alls kr.
1.165.810 á árinu mun fá 100% afslátt af
fasteignagjaldi íbúðar sinnar.
Viðmið Reykjavíkurborgar er kr.
1.300.000 fyrir árið í ár.
Hjón munu fá samkvæmt samning-
um kr. 904.635 hvert í ársgreiðslur eða
samtals kr. 1.809.270. Eigi þessi hjón
íbúð í Reykjavík fá þau 100% afslátt af
fasteignagjöldum.
Viðmiðunartölur Reykjavíkurborg-
ar eru 1.810.000.
Á fundi borgarráð hinn 17. desem-
ber sl. var samþykkt að tekjumörk
vegna lækkunar fasteignaskatts og
holræsagjalds á árinu 2003 verði (mið-
að við tekjur liðins árs) sem hér segir:
Sjá töflu.
Útsvarsmál
Beiðni um lækkun eða niðurfellingu
útsvars er einnig hægt að senda til
framtalsnefndar ef aðstæður eru mjög
erfiðar, t.d. vegna veikinda, fráfalls
maka eða annarra erfiðleika. Fram-
talsnefnd hefur heimild samkvæmt 66.
gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eign-
arskatt til að mæla með lækkun út-
svars til borgarráðs að undangenginni
skoðun á fjárhagsstöðu einstaklings.
Til hliðsjónar hefur nefndin útlist-
unarblað skattstjórans um 66. grein-
ina.
Umsóknareyðublöð vegna lækkun-
ar útsvars liggur frammi hjá embætti
skattstjórans í Reykjavík, í Ráðhúsi
Reykjavíkur, á skrifstofu Félags eldri
borgara og hjá Félagsþjónustunni í
Reykjavík.
Það er mikilvægt að umsóknum
fylgi ávallt vottorð um veikindi frá
lækni. Fylgi læknisvottorð ekki um-
sókn getur nefndin ekki annað en
hafnað beiðni.
Komið myndarlega til móts
við eldri borgara í Reykjavík
Eftir Rúnar
Geirmundsson
„Borgarráð
hefur, að til-
lögu fram-
talsnefndar,
samþykkt
að koma myndarlega til
móts við þá eldri borg-
ara og öryrkja sem eiga
íbúð í Reykjavík.“
Höfundur er formaður
framtalsnefndar Reykjavíkur.
100% lækkun
Einstakl. með tekjur allt að kr. 1.300.000
Hjón með tekjur allt að kr. 1.810.000
80% lækkun
Einstakl. með tekjur á bilinu kr. 1.300.000 til kr. 1.490.000
Hjón með tekjur á bilinu kr. 1.810.000 til kr. 2.030.000
50% lækkun
Einstakl. með tekjur á bilinu kr. 1.490.000 til kr. 1.710.000
Hjón með tekjur á bilinu kr. 2.030.000 til kr. 2.400.000
Villandi vindaspár í
veðurhéruðum
Spár Veðurstofunnar um vind-
hraða í héruðum á landi eru að
sumu leyti villandi. Þetta getur
hver almennur útvarpshlustandi
sannfært sig um, og enn betur
með því að fylgjast með spám og
veðurlýsingum í textavarpi eða á
netinu. Full ástæða væri að ætlast
til að 80–90% spánna standist
fyrstu 6 stundirnar eða svo, og
ekki mun fjarri sanni að svo sé um
hitaspárnar. En eins og nú er ræt-
ast 6 klukkustunda vindaspár
sjaldan nema á helmingi veður-
stöðva og stundum aðeins á einni
af hverjum tíu stöðvum. Þetta
varð einkum áberandi þegar farið
var að tilgreina vindhraða í sek-
úndumetrum. Í flestum tilfellum
eru spár um mesta vindhraða í
hverju veðurhéraði þó ekki fjarri
lagi, en yfirleitt eru neðri mörk
vindhraðans allt of há í spánni.
Þegar spáð er til dæmis 13–18
sekúndumetrum eru miklar líkur
til að í rauninni verði vindhraðinn
á bilinu 5–18. Spáin sniðgengur
sem sagt iðulega vindinn á helm-
ingi veðurstöðva í veðurhéraðinu
eða meira. Þessu munu aðallega
valda fyrirmæli sem gefin hafa
verið að lítt rannsökuðu máli á
Veðurstofu. Þetta er að vísu ekki
eins bagalegt og það væri að
sleppa öllum hæstu vindhraðatöl-
unum, en þetta ruglar skynbragð
fólks á veður og er ekki til vitnis
um nákvæmni í starfi. Til dæmis
kemur það fyrir að vindhraðaspá í
útvarpi fyrir Reykjavík stenst
ekki í heilan mánuð nema í svo
sem þriðja hvert skipti. Á því
svæði býr þó helmingur þjóðarinn-
ar.
Allar tilraunir að hvetja Veð-
urstofuna til lagfæringa á vind-
aspám hafa reynst árangurslitlar
og þeim hefur helst verið svarað
með kaldhæðni. Hér er þess vegna
birt leiðréttingatafla sem er auð-
veld í notkun fyrir þá sem hlusta á
veðurfregnir. Efri mörk vindhrað-
ans eru látin halda sér, en neðri
mörkin eru lækkuð í samræmi við
reynslu. Með því að fylgjast með
spám og veðurlýsingum á landinu
geta menn svo kannað hvernig
leiðréttingarnar gefast. Ekki er
tekið tillit til vindhraða á eyjum og
heiðum, en vindur er tilgreindur í
sekúndumetrum og notast er við
þær tölur sem oftast heyrast í
vindaspánum, 3, 5, 8 o.s.frv.
Spá Veðurstofu Leiðrétt spá
Hægviðri 0-5
3-8 0-8
5-10 3-10
8-13 3-13
10-15 5-15
13-18 5-18
15-20 8-20
18-23 8-23
20-25 10-25
23-28 10-28
25-30 13-30
Vanræktar
veðurathuganir á sjó
Vel má vera að kerfisbundnar
villur í vindaspám fyrir mið og
djúp séu að sumu leyti minni en í
veðurhéruðum á landi, því að
breytileiki vindhraðans er minni á
sjónum. En þá kemur annað til.
Þetta getur almennur notandi veð-
urfregna ekki kannað að neinu
ráði vegna þess að veðurathuganir
eru vanræktar á miðunum. Á tí-
unda áratugnum gekkst ég fyrir
því á Veðurstofunni að safna vind-
athugunum frá bátum og skipum í
samstarfi við tilkynningaskylduna.
Stundum komu þúsund skeyti á
mánuði, og í óveðrinu 17. mars
1993 sannaði þetta kerfi gagnsemi
sína. Auðvitað kostaði þessi ný-
breytni fyrirhöfn og alúð eins og
öll önnur vönduð þjónusta. En hún
mun svo fljótlega hafa lagst niður
eftir að ég lauk störfum í árslok
1993. Þó væri framkvæmdin auð-
veldari nú þegar tilkynningakerfi
flotans er orðið sjálfvirkt og
reyndar margar vindmælingar
skipanna líka. Aðrar veðurathug-
anir á miðunum eru nú sárafáar,
nema helst frá hafrannsóknaskip-
um og örfáum farskipum sem flest
sigla fjarri fiskimiðum. Því miður
eru hráar tölvuspár ekki enn orðn-
ar óbrigðular eins og dæmin
sanna. Á sjó eins og á landi þarf
þess vegna stöðugt að fylgjast með
hvort þær eru að fara úrskeiðis og
hverjar eru kerfisbundnar skekkj-
ur þeirra. Til þess eru víðtækar
veðurathuganir ómissandi, ásamt
þeirri kostgæfni sem þarf til að
vinna úr þeim upplýsingum til
gagns fyrir notendur veðurspánna.
Það er mikið öryggismál sjó-
manna, og þeir eiga rétt á að
heyra hvort til stendur að bæta úr
þessu eftir dauflegar framkvæmd-
ir árum saman.
Vanræktar
vindaspár
Eftir Pál
Bergþórsson
Höfundur er veðurfræðingur
og rithöfundur.
„Því miður
eru hráar
tölvuspár
ekki enn
orðnar
óbrigðular eins og
dæmin sanna.“
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. kl. 11-18,
lau. kl. 11-15
Húsgögn
Sérpantanir
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050