Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í GÆR hófst skógarhögg á Fljóts- dalshéraði og verða elstu lerkiskóg- arreitirnir, m.a. á Víðivöllum, Strönd og Geitagerði, nú grisjaðir. Þeir eru tuttugu til þrjátíu ára gamlir og trén fimm til níu metra há. Farið verður yfir tugi hektara og fá fimmtán skóg- ræktarbændur vinnu við grisjunina. Loftur Jónsson, skógræktarráðu- nautur Héraðsskóga, segir grisj- unina unna með nokkuð annarri til- högun en verið hefur. „Nú verður unnið samkvæmt akkorðskerfi sem Héraðsskógar hafa verið að mæla út, þannig að menn fá greitt fyrir hvert tré sem þeir höggva. Við höfum verið að reikna út hversu lengi tekur að höggva mismunandi stór tré. Hingað til hefur grisjun verið unnin í tíma- vinnu og Héraðsskógar útvegað mönnum tæki og hlífðarfatnað. Meg- ináherslan var þá lögð á vinnutækni, handbragð og öryggismál,“ segir Loftur. Aðalástæða þess að akkorðskerfi er tekið upp nú, er að á næsta ári er reiknað með að grisjun Héraðsskóga verði boðin út. „Okkur fannst of stórt skref að fara beint úr tímakerfi í út- boð,“ segir Loftur, „og akkorðskerf- ið gefur mönnum forsendur fyrir þátttöku í útboðinu á næsta ári.“ Breytingarnar sem útboð hefur í för með sér verða einkum þær, að færri munu starfa við grisjunina en verið hefur, en jafnframt fá þeir sömu lengri vinnu yfir árið. Héraðsskógar héldu kynningar- fund með skógarbændum nýverið og skýrðu niðurstöður sínar varðandi tímaeiningar á fellingu mismunandi viða. Loftur segir skógarbændur flesta vera áhugasama um að reyna hið nýja fyrirkomulag. Efnið sem til fellur við grisjun nú fær Félag skógarbænda á Héraði og mun koma því í verð að mestu leyti sem kurli og girðingarstaurum. Héraðsskógar taka upp akkorðskerfi við grisjun Skógarhögg hafið á Fljótsdalshéraði Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fimmtán skógarbændur vinna nú að grisjun lerkiskóga á Fljótsdalshéraði. Hér mundar Einar Óli Rúnarsson viðarsögina. Egilsstaðir FJÖLMARGIR notuðu tækifærið að skoða nýtt fjós á bænum Brúsastöð- um í Vatnsdal þegar hjónin Sigurður Ólafsson og Gróa Lárusdóttir ábú- endur þar buðu fólki að koma og skoða. Fjósið er 520 fermetra límt- réshús klætt með yleiningum og er útbúið allri nýjustu tækni, meðal ann- ars tölvustýrðri fóðurgjöf og tölvu- mælingu á hvenær kýrin er yxna. Síðasta sumar byggðu þau hjónin fjós fyrir 58 kýr, sem uppfyllir ströngustu kröfur um mjólkurfram- leiðslu. Í fjósinu, sem er rúmgott og hátt til lofts með góðri loftræstingu, ganga kýrnar lausar um básana og á hálsi þeirra er tölvukubbur sem for- ritaður er með tölvu í höndum eig- andans. Tölvukubburinn geymir upp- lýsingar um hve mikinn fóðurbæti viðkomandi kýr á að fá og ýmsar aðr- ar upplýsingar sem máli skipta fyrir velferð viðkomandi skepnu. Kýrnar fara síðan sjálfar á ákveðinn bás í fjósinu þar sem tölvulesari les upp- lýsingar kubbsins og skammtar fóð- urbæti eftir því hvaða kýr á í hlut. Fjósið er nú þegar fullnýtt hjá þeim hjónum og þar að auki eru þau með geldneyti í fjósi á næsta bæ. Standa upprétt við mjaltirnar Mjaltaaðstaðan er þannig útbúin að sá sem sér um mjaltirnar stendur fyrir neðan kýrnar og getur því unnið uppréttur við mjaltirnar í stað þess að bogra. Hægt er að mjólka 10 kýr í einu en Sigurður sagði að þau hjónin væru 40–60 mínútur að mjólka þær 42 kýr sem nú eru mjólkandi. Í fjós- inu eru að sjálfsögðu einnig aðstaða fyrir kálfa, mjólkurhús og þvottaað- staða. Auk þess er tæplega 60 fer- metra kaffi- og skrifstofa en úr því rými má sjá yfir fjósið og fylgjast með gripunum að vild. Eins og áður segir komu margir að skoða fjósið eða nálægt 300 manns að sögn gestgjafanna. Voru þar fjöl- mennastir ýmsir gildir bændur úr héraðinu að skoða nýjungar ásamt fleirum sem létu sjá sig og þáðu höfð- inglegar veitingar þeirra Sigurðar og Gróu í kaffistofunni í nýja fjósinu. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Gróa Lárusdóttir og Sigurður Ólafsson við kálfastíuna í nýja fjósinu. Nýtískulegt fjós að Brúsastöðum Skagaströnd EFTIR frekar vætusaman vetur og þrálátar sunnanáttir með rigningu og roki, lægði í morgun og tók að snjóa í Ólafsvík. Voru börnin í leikskólanum Krílakoti ekki lengi að taka skóflur og önnur leiktæki með sér út í snjó- komuna og leika sér með tilheyr- andi ærslagangi og komu góð hlífð- arföt sér vel. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Á leikskólanum Krílakoti Ólafsvík UNGMENNAFÉLAG Eyrarbakka stóð fyrir skemmtilegri samkomu sl. laugardag í Rauða húsinu. Samkom- an var ein af samkomum sem haldn- ar voru á mínútunni um allt land að frumkvæði UMFÍ. Hvert sæti var skipað þegar for- maður félagsins setti samkomu þessa á mínútunni 15.02. Mörgum mun hafa komið á óvart hve unga fólkinu er margt til lista lagt. Hér var boðið upp á tónlist, ljóða- lestur o.fl. Leikin var bæði klassísk tónlist og dægurlög á hljóðfæri eins og gítar, bassa, fiðlur og saxófón. Í hléi gátu menn fengið sér síðdeg- iskaffið áður en kom að síðari hluta dagskrárinnar. Eftir nær tveggja stunda samveru með ungu, hæfileikaríku fólki héldu gestirnir ánægðir út í rokið og rign- inguna, fullvissir um að unga fólkið stendur vel fyrir sínu. Á mínútunni í Rauða húsinu Morgunblaðið/Óskar Magnússon Eyrarbakki BÚNAÐARSAMBAND Suðurlands hefur staðið fyrir námskeiðum á jarðræktarforritinu NPK á Suður- landi, og var það síðasta haldið á Kirkjubæjarklaustri. Leiðbeinendur voru Árni Snæbjörnsson og Jón Baldur Lorange frá Bændasamtök- unum og Jóhannes Símonarson frá Búnaðarsambandi Suðurlands. Að sögn Jóhannesar voru nám- skeiðin vel sótt og tókust í alla staði mjög vel. Hann sagði að fyrirtæki sem selja áburð hefðu greitt nám- skeiðskostnað þátttakenda ásamt verkefninu „Upplýsingatækni í dreifbýli“, auk þess sem áburðarsal- ar gáfu þátttakendum nýjustu upp- færslu af NPK-jarðræktarforritinu. NPK-forritið heldur utan um áburðargjafir bænda á tún og reikn- ar út áburðarkaup samkvæmt for- sendum sem því eru gefnar og í sum- um tilfellum sparast bændum áburðarkaup. Þetta er einnig einn af þeim þáttum sem gæðastýring í landbúnaði krefst. NPK jarðræktarforritið kynnt bændum Fagridalur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.