Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ   !  "   # % &   '$%!                                BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UM daginn ákváðu synir okkar og vinur þeirra að halda til Washington sem er auðvitað ekki í frásögur fær- andi nema fyrir það sem við leyfum okkur að kalla lélegt viðskiptasiðferði þessa flugfélags í farmiðasölu. Forsaga málsins er sú að dreng- irnir þrír pöntuðu sér farseðla 4. febrúar sl. og var sagt að þeir yrðu að vera búnir að greiða þá seinast 11. febrúar. Þetta gerðu drengirnir sem höfðu óskað eftir ódýrustu farseðlum sem völ er á og miðarnir voru greidd- ir föstudaginn 7. febrúar og mánu- daginn 10. febrúar sl. Drengirnir ætl- uðu fyrst við pöntun að fara á fimmtudegi og heim á sunnudegi, en auðvitað þóknast þessu flugfélagi ekki að fljúga á þeim degi svo þeir urðu að gera sér að góðu og bæta við einum degi með tilheyrandi kostnaði við hótelgistingu sem ekki er gefin í höfuðborg Bandaríkjanna. En þar með er ekki sagan sögð öll, því drengjunum voru seldir farmiðar á 49.760 krónur stykkið. Reiðarslagið kom svo innan tveggja daga (12. febr- úar) eftir að þeir höfðu gengið frá sín- um miðum með tilboði á Netinu fyrir sama flug dagana 20.–24. febrúar, nema hvað nú kostaði flugið allt í einu ekki nema 31.560 kr., sem sagt rösk- lega 18.200 krónum lægri, hver far- seðill. Nú sitja hinir ungu menn eftir sár- ir og hugsa þessu flugfélagi þegjandi þörfina því þrátt fyrir símtöl til Flug- leiða/Icelandair fæst ekki leiðrétting. Hjá flugfélaginu kallast svona við- skipti víst eðlileg í skjóli vafasamra viðskiptareglna. Þeir fara þessa ferð drengirnir og sitja við hliðina á fólki sem fékk ferðina í alveg eins sæti en bara á miklu ódýrara fargjaldi. Við strákana segjum við auðvitað þrátt fyrir þetta góða ferð og eigið eftirminnilega ferð strákar! þrátt fyr- ir þessa gróflegu mismunun. Og það er alveg öruggt að ferðin sjálf verður þeim jafn eftirminnileg og þessi við- skipti við Flugleiðir, Icelandair eða hvaða nafni þeim dettur næst í hug að nefna sig og eins víst að drengirnir munu ekki hafa áhuga á að versla við svona flugfélag í framtíðinni, hvað þá við foreldrarnir en okkur svíður aldr- ei meir en þegar börnin okkar eru fórnarlömb í svona hráskinnsleik. Við forráðamenn Flugleiða/Ice- landair segjum við: Hafið megnustu skömm fyrir. Svona gerum við ekki í siðuðu þjóðfélagi. RÚNAR SIG. BIRGISSON, Vallarási 5, Rvk. JÓHANN GUÐMUNDSSON, Hólabergi 72, Rvk. Athugasemd við viðskiptasiðferði Flugleiða/Icelandair Frá Rúnari Sig. Birgissyni og Jóhanni Guðmundssyni: NÚ er daginn farið að lengja. Menn verða þess stöðugt meira áskynja að sólin er lengur á lofti en þegar myrk- asta skammdegið grúfði yfir landinu. Brátt halda menn til vinnu í björtu og geta notið dýrðar sólarupprásarinnar. Í vetur hefur borið óvenjumikið á hjólreiðamönnum á götum Reykjavík- ur. Er það vel. Hjólreiðar eru vist- vænar. Reiðhjól valda engri mengun. Hjólreiðar styrkja líkama og sál, hreinsa hugann og bæta skapið. Sum- ir ökumenn hafa verið þekktir fyrir að fara ekki að lögum og hafa með sinnu- leysi sínu valdið ófáum slysum. Því miður hafa ýmsir hjólreiðamenn til- einkað sér þetta sinnuleysi bílstjór- anna og jafnvel verri siði. Á leið okkar hjóna til vinnu í vetur höfum við iðulega mætt hjólreiðafólki í dökkum fötum, án nokkurs ljósabún- aðar á hjólunum og hjálmlausu. Eins og veðri hefur háttað í vetur rennur þetta fólk saman við grámóskuna og af því stafar stórhætta. Við hjónin höfum áhuga á hjólreiðum og stund- um þær eftir því sem kostur gefst. Í vetur hefur tvisvar legið nærri stór- slysi vegna tillitsleysis ljóslausra hjól- reiðamanna. Í annað skipti urðum við að hægja á okkur vegna ljóslauss manns sem kom aðvífandi frá Hótel Loftleiðum en hann sást ekki fyrr en hann var rétt kominn að okkur. Í framhaldi af því lentum við í árekstri við aðvífandi bifreið og var það ekki þessum ljóslausa hjólreiðamanni að þakka að ekki hlutust áverkar af. Í hitt skiptið munaði litlu að við lentum í árekstri við aðvífandi ljóslausan hjól- reiðamann sem kom þeysandi eftir illa upplýstum reið- hjólastíg sem við ætluðum inn á. Íslenski fjalla- hjólaklúbburinn og Landssamtök hjól- reiðamanna hafa margítrekað þá hættu sem stafar af ljóslausu hjólreiðafólki. Hið sama gegnir um umferðarráð en í pistlum sínum hafa starfsmenn þess ítrekað skorað á hjólreiðamenn að gæta ör- yggis síns og vegfarenda með því að nota ljós. Hegðun þeirra sem níðast á náunga sínum með sinnuleysi og hættulegu atferli er ekkert annað en hryðjuverk gegn þeim sjálfum og öðr- um sem þeir valda hættu, slysum eða tjóni. Eftir því sem birtir af degi dregur úr hættunni af þessum myrkravörg- um. En margir þeirra eru á ferðinni á kvöldin, þeytast eftir reiðhjólastígun- um og verða ekki séðir fyrr en þeir eru rétt komnir að öðrum vegfarend- um. Vonandi taka myrkravargarnir sig á og útbúa hjól sín betur áður en tjón hlýst af. Vonandi verða íslenskir hjólreiðamenn til fyrirmyndar öðrum vegfarendum í umferðinni. Flestir þeirra vilja hag vegfarenda sem best- an. En myrkravargarnir setja ljótan blett á þessar heilnæmu og vistvænu samgöngur. ARNÞÓR HELGASON, háseti á Orminum bláa, tveggja manna Thorn Discovery-hjóli, og félagi í Íslenska fjallahjólaklúbbnum. Hryðjuverk í myrkri Frá Arnþóri Helgasyni: Arnþór Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.