Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00.
Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun
okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00.
SKRIFSTOFUVÖRUR
Vandaður 80 gr fjölnotapappír
500 blöð í búnti
298.-
Geisladiskar CD-R 25 stk
720Mb / 80 mín / 1x - 32x
1.458.-
Bréfabindi A4 7 cm kjölur
Ýmsir litir
138.- stk
Á tilboði núna
FASTEIGNAVERÐ í fjölbýli á höf-
uðborgarsvæðinu í hlutfalli við
breytingar á vísitölu neysluverðs
hefur einungis á tveimur tímabilum
áður orðið hærra en það er í dag frá
árinu 1980. Í fyrra skiptið var það á
fyrri hluta árs 1982 á tímum óða-
verðbólgu og í síðara skiptið fyrir
tæpum tveimur árum, í febrúar og
apríl árið 2001.
Þetta kemur fram þegar tölur
Fasteignamats ríksins yfir þróunina
síðustu tvo áratugina eru skoðaðar.
Vísitala íbúðaverðs í hlutfalli við vísi-
tölu neysluverðs fór hæst á ofan-
greindu tímabili í febrúar árið 1982 í
154,0 stig og í júní sama ár í 134,4
stig. Tölur á þessum tíma eru þó
varla marktækar vegna óðaverð-
bólgu og þess vegna sveiflukenndra
verðhækkana þegar fasteignaverðið
er borið saman við hækkun verðlags.
Ef þetta tímabil á níunda áratugn-
um er undanskilið fór verðlag á íbúð-
arhúsnæði hæst í febrúarmánuði
fyrir tveimur árum. Þá fór vísitalan í
125,8 stig og í apríl sama ár í 123,9
stig. Verðið fór síðan lækkandi fyrst
og fremst vegna aukinnar verðbólgu
og lækkaði vísitalan allt niður í 112,9
stig í marsmánuði fyrir ári. Síðustu
mánuði hefur vísitala íbúðaverðs í
fjölbýli hins vegar farið jafnt og þétt
hækkandi og var í desember síðast-
liðnum komin 123,4 stig. Það vantar
þannig ekki mikið upp á að verðlag á
íbúðarhúsnæði í samanburði við al-
mennt verðlag nái því að verða það
sem það var fyrir tveimur árum.
Þegar meðfylgjandi línurit er
skoðað kemur fram að núverandi
verðhækkunarskeið hefur staðið í
stórum dráttum frá því í ársbyrjun
1998 eða í rúm fimm ár. Þrátt fyrir
verðlækkanirnar á árinu 2001 var
verð þó hærra en það hefur verið
nokkru sinni verið frá því í byrjun ní-
unda áratugarins.
Aldrei lægra verð
en í ársbyrjun 1986
Þegar litið er lengra aftur í tímann
kemur fram að það var einnig verð-
hækkunarskeið á síðari hluta níunda
áratugarins eftir langvarandi lækk-
anir á íbúðarhúsnæði. Það verð-
hækkunarskeið var þó ekki jafnlang-
vinnt og nú né náði verðið að vera
líkt því jafnhátt og það er nú í hlut-
falli við almennt verðlag. Raunar
hefur verð á íbúðum í fjölbýli aldrei
orðið lægra í hlutfalli við almennt
verðlag en í ársbyrjun 1986 sam-
kvæmt meðfylgjandi töflu. Þá fór
vísitalan niður í 75,1, en hækkaði síð-
an jafnt og þétt fram á fram til maí-
mánaðar 1988 og fór þá hæst í 112
stig.
Fasteignaverð tvíveg-
is áður orðið hærra
Lengsta sam-
fellda verðhækk-
unarskeiðið á
síðustu tveimur
áratugum
) ( +( ((( () ( - $".##!
/) (
(+ 0 +( ((( (1 )2 (
FIMM tilboð bárust Ríkiskaupum í
útboði á rekstri heilsugæslustöðv-
arinnar í Salahverfi í Kópavogi.
Slíkur rekstur hefur ekki áður verið
boðinn út hér á landi en stefnt er
að því að opna stöðina um mitt
þetta ár.
Félögin sem buðu í rekstur
stöðvarinnar eru: Nýsir hf., Heilsu-
vaki, Frumafl hf., Heimilislækna-
stöðin ehf. og Liðsinni ehf., en ekki
er hægt að greina frá upphæð til-
boð að svo stöddu.
Í tilkynningu Ríkiskaupa kemur
fram að útboðið hafi verið svokallað
tveggja umslaga útboð þar sem
annars vegar er um að ræða lýs-
ingu á fyrirhuguðum rekstri og
hugmyndafræði í kringum hann og
hins vegar verðþáttinn. Nú taki við
vinna við að yfirfara gögn tilheyr-
andi umslagi eitt, einkunnagjöf og
mat eftir ákveðnu reiknilíkani en
síðar verði verðtilboðin opnuð.
Rekstur heilsugæslustöðvarinnar
er boðinn út til átta ára og lætur
ráðuneytið væntanlegum verksala í
té innréttað húsnæði en hann mun
síðan manna stöðina, annast alla
stjórnun og rekstur hennar, kaupa
alla lausamuni og standa straum af
útgjöldum hennar.
Fimm vilja
reka heilsu-
gæslustöð í
Salahverfi
FLUGLEIÐIR – leiguflug hf. hefur
samið til tveggja ára við breskt
ferðaheildsölufyrirtæki um flug á
Boeing 767ER breiðþotu milli Eng-
lands og staða við Miðjarðarhafið og
í Suður-Afríku. Sigþór Einarsson,
framkvæmdastjóri félagsins, segir
flugið eiga að hefjast 1. nóvember en
hugsanlegt sé að taka þotuna á leigu
fyrr og fljúga fyrst fyrir aðra aðila.
Verðgildi samningsins er sem
svarar 1,6 milljörðum íslenskra
króna og segir Sigþór hugsanlegt að
það muni jafnvel hækka á samnings-
tímanum. Flogið verður frá Man-
chester-flugvelli. B767 þotan tekur
tæplega 300 farþega og segir Sigþór
hana tæknilega líka B757 þotum fé-
lagsins og þurfi því ekki nema til-
tölulega litla viðbótarþjálfun til að
öðlast réttindi á breiðþotuna. Flug-
menn Flugleiða annast flugið en þeir
hafa í vetur búið sig undir flug á
B767 með nauðsynlegri þjálfun. Fyr-
irtæki Flugleiða hafa ekki haft breið-
þotu í rekstri frá því seint á áttunda
áratugnum þegar Flugleiðir voru
með DC-10 þotu í rekstri.
Flugleiðir taka
breiðþotu í notkun
SJÓMAÐUR þessi var
varkár þegar hann kom
að landi í Hafnarfjarð-
arhöfn í gær og lagði
mjúklega að bryggju
milli rokhrina. Höfnin er
þekkt fyrir að vera sér-
lega góð frá náttúrunnar
hendi. Hún var vel sótt
fyrr á öldum vegna góðs
skiplægis þar sem hana
lagði ekki ís á veturna.
Hafnarfjörður dregur
einmitt nafn sitt af höfn-
inni sem nú er allstór.
Íbúar Hafnarfjarðar
eru nú skráðir 20.753
sem er talsvert meiri
mannfjöldi en árið 1400
en þá var bæjarins getið
í Landnámabók í fyrsta
sinn.
FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur-
borgar hefur samþykkt að sam-
ræma vetrarfrí í grunnskólum
borgarinnar frá og með næsta
skólaári. Að sögn Stefáns Jóns
Hafstein, formanns fræðsluráðs,
er með ákvörðuninni verið að
koma til móts við ítrekaðar óskir
fjölmargra aðila, þ. á m. Samtök
atvinnulífisins, foreldra, kennara
og skólastjórnendur í fræðsluráði,
sem hafa óskað eftir að frídagar
verði samræmdir.
„Við höfum bara lagt eyrað við
jörðina og heyrt hófatakið. Það
stefnir allt í þessa átt og mér
finnst að fræðsluráð eigi að bregð-
ast við svona miklum og mögn-
uðum óskum. Það er auðvitað rétt
að það eru ekki allir einhuga um
þetta en þetta felur í sér mikla
hagræðingu fyrir fjölskyldur og
atvinnurekendur,“ segir Stefán
Jón.
Hann bendir á að skólarnir hafi
eftir sem áður ákvörðunarrétt um
það hvort þeir taki vetrarfrí. Taki
þeir vetrarfrí verði þrír dagar
a.m.k. að vera á umsömdum dög-
um, um mánaðmótin október –
nóvember. Þá er skólasetning
samræmd og verður hún 25. ágúst.
Samræming komi frá skólum
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks
greiddu atkvæði gegn tillögunni.
Að sögn Guðrúnar Ebbu Ólafs-
dóttur, fulltrúa D-lista í fræðslu-
ráði, eru fulltrúar D-lista þeirrar
skoðunar að samræming frídaga
eigi að koma frá skólunum sjálfum
en ekki eigi að stýra henni að ofan
með valdi.
„Það hefur verið lögð mikil
áhersla á að skólanámskrá sé unn-
in í skólanum af kennurum skólans
og undir stjórn skólastjóra,“ segir
Guðrún Ebba, sem telur að breyt-
ingin stríði gegn hugmyndum um
aukið sjálfstæði skólanna. Hún
segir að það sé skýrt kveðið á um
það í lögum að skólastjóri beri
ábyrgð á skólanámskrárgerð og
undir það falli gerð skóladagatals.
Þá sé ekki tekið tillit til óska for-
eldra með samræmingu vetrarfrí-
daga.
Starfsdagar leikskóla og
grunnskóla verði samræmdir
Á fundi fræðsluráðs í gær var
samþykkt einróma tillaga fulltrúa
Sjálfstæðisflokks um að farið verði
fram á við leikskólaráð að stofn-
anir sem heyra undir ráðin tilnefni
fulltrúa í starfshóp sem hafi það að
markmiði að samræma starfsdaga
á milli grunn- og leikskóla innan
hverfa borgarinnar. Fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í leikskólaráði
lögðu fram samsvarandi tillögu á
fundi ráðsins sl. föstudag.
Fræðsluráð samþykkir að samræma vetrarfrí grunnskóla
Komið til móts við óskir
foreldra og atvinnulífs
Morgunblaðið/Kristinn
Að landi
í Hafnar-
firði