Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 14
ERLENT
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AÐ MINNSTA kosti 21 maður lét
lífið og tugir slösuðust í troðningi
þegar hundruð manna hlupu í of-
boði að útgöngudyrum nætur-
klúbbs í Chicago í fyrrinótt. Yfir
1.500 manns voru í næturklúbbn-
um og fregnir hermdu að troðning-
urinn hefði hafist þegar piparúða
var sprautað yfir fólkið eftir að
áflog höfðu blossað þar upp.
Sjónarvottar sögðu að dyraverð-
ir skemmtistaðarins hefðu í fyrstu
lokað framdyrum hans og af þeim
sökum hefðu slökkviliðsmenn, sem
komu á staðinn, þurft að byrja á
því að brjóta upp hengilása fyrir
bakdyrum skemmtistaðarins.
Að sögn CNN-sjónvarpsins slös-
uðust nítján manns lífshættulega.
Tróðust undir eða köfnuðu
í mannmergðinni
„Allir skullu saman, fólk grét og
gat ekki andað,“ sagði einn gesta
skemmtistaðarins, Reggie Clark.
„Tvær konur við hliðina á mér dóu.
Maður sem var undir mér missti
meðvitund.“
„Svo virðist sem ólæti inni í hús-
inu hafi leitt til mikils glundroða
og fólk hafi flykkst að dyrunum,“
sagði lögreglumaður á staðnum.
„Flestir þeirra sem dóu virðast
hafa troðist undir eða kafnað.“
Cory Thomas, 33 ára Banda-
ríkjamaður, var að bíða eftir
tveimur vinum sínum fyrir utan
húsið þegar hann sá fólk troðast að
glerframdyrum skemmtistaðarins.
„Ég sá hrúgu af fólki, sem var
hvert ofan á öðru, æpti eða hélt
fyrir vitin, líklega vegna piparúð-
ans. Dyrnar lokuðust vegna þess
að of margir voru í kösinni við
þær.“
22 ára kona, Kristy Mitchell,
kvaðst hafa lent í troðningnum.
„Fólk traðkaði á mér og þegar þeir
drógu mig upp var ég með svima
og ég gat ekki andað.“
Einn gesta veitingastaðarins
kvaðst hafa rekist á mann og rot-
ast. „Ég vissi hvorki í þennan heim
né annan fyrr en ég rankaði við
mér í líkpoka.“
Að sögn mannsins höfðu sjúkra-
flutningamenn talið að hann væri
látinn.
Magnaði ótti við sýkla- eða
efnavopn skelfinguna?
Óstaðfestar fregnir hermdu að
öryggisverðir hefðu beitt piparúða
til að skilja að áflogaseggi á
skemmtistaðnum. Að sögn frétta-
ritara BBC kunna áhyggjur
Bandaríkjamanna af hugsanlegum
sýkla- eða efnavopnaárásum
hryðjuverkamanna að hafa magnað
skelfinguna meðal gesta skemmti-
staðarins þegar þeir urðu varir við
piparúðann.
Þeir, sem reyndu að komast út
um bakdyrnar, komu að þeim lok-
uðum eins og fyrr segir og liðu upp
undir 50 mínútur áður en slökkvi-
liðsmenn höfðu brotið þær upp.
Troðningurinn hófst eftir klukk-
an tvö í fyrrinótt að staðartíma,
klukkan átta að íslenskum tíma, en
margir Bandaríkjamenn áttu frí í
gær, á forsetadeginum.
Þetta er einn mannskæðasti
troðningur í sögu Bandaríkjanna.
Níu ungmenni létu lífið í troðningi
í stigagangi íþróttahúss þegar þau
voru að bíða eftir leik þekktra
körfuknattleiksmanna í New York
í desember 1991. Ellefu manns fór-
ust fyrir utan hljómleikahús í Cinc-
innati í desember 1979 fyrir tón-
leika hljómsveitarinnar The Who.
Yfir 20 manns farast í
troðningi á skemmtistað
Chicago. AP, AFP.
Reuters
Frammámenn íbúasamtaka Chicago-borgar fara með bæn við Epitome-
næturklúbbinn eftir hið hörmulega slys, sem varð þar í fyrrinótt.
ÍSRAELSKIR hermenn urðu
flóttamanni úr röðum foringja
Hamas-hreyfingarinnar að
bana í gærmorgun og réðust
inn í eitt af vígjum hreyfing-
arinnar í Gaza-borg. Alls létu
fjórtán Palestínumenn lífið á
Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu á einum sólarhring
frá hádegi á sunnudag.
Ísraelska dagblaðið Haar-
etz sagði að hersveitir væru
að undirbúa mikla árás á
Gaza-svæðið en það yrði þó
ekki hernumið.
Stjórn Ísraels sagði að hún
hygðist herða leitina að liðs-
mönnum Hamas sem hefur
staðið fyrir mörgum
sprengjutilræðum og öðrum
árásum á Ísraela síðustu 29
mánuði. Hamas-menn urðu
fjórum ísraelskum hermönn-
um að bana í sprengjuárás á
skriðdreka á laugardag.
Setið fyrir
Hamas-foringja
Einn af foringjum vopnaðra
hópa Hamas, Riyad Abu
Zeid, sem var á flótta undan
Ísraelsher, særðist alvarlega í
árásinni á Gaza-borg og lést
síðar á sjúkrahúsi í Ísrael.
Sjónarvottar sögðu að her-
menn hefðu ráðist á hann úr
launsátri.
Á meðal Palestínumann-
anna fjórtán sem biðu bana
voru sex liðsmenn Hamas
sem létu lífið í sprengingu á
sunnudag.
Fjórtán
Palest-
ínumenn
vegnir
Gaza-borg. AP.
BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti í
gær að hún hygðist efna til heræf-
inga með Suður-Kóreumönnum og
lagði áherslu á að hún léði ekki máls
á tvíhliða samningaviðræðum við
Norður-Kóreustjórn um kjarna-
vopnaáætlun hennar.
Bandarískir embættismenn sögðu
að heræfingarnar ættu að fara fram í
Suður-Kóreu 4. mars til 2. apríl.
Bandaríkin og Suður-Kórea hafa
efnt til heræfinga á hverju ári og
stjórnvöld í Pyongyang hafa alltaf
mótmælt þeim og sakað ríkin um að
vera að undirbúa innrás í Norður-
Kóreu. Búist er við að viðbrögð
þeirra verði nú óvenjuhörð vegna
deilunnar um kjarnavopnaáætlun
þeirra sem hefur stigmagnast síð-
ustu fjóra mánuði.
Málgögn stjórnarinnar í Pyong-
yang sögðu í gær að hún hefði þegar
tryggt sigur í „kjarnorkustríði“ við
Bandaríkin, en hún hefur sakað
Bandaríkjamenn um að ætla að beita
kjarnavopnum gegn Norður-Kóreu-
mönnum. „Sigur okkar verður
öruggur og framtíð okkar verður
enn bjartari.“
Condoleezza Rice, þjóðaröryggis-
ráðgjafi Bandaríkjaforseta, áréttaði
að stjórnin í Washington hefði ekki í
hyggju að hefja tvíhliða viðræður við
stjórnvöld í Norður-Kóreu. Kjarna-
vopnaáætlun landsins væri alþjóð-
legt vandamál sem ríki heims þyrftu
að leysa í sameiningu. Stjórnin í
Pyongyang segir hins vegar að deil-
an varði aðeins Bandaríkin og Norð-
ur-Kóreu og hafa óskað eftir griða-
samningi milli ríkjanna.
Bandaríkin
Heræfing-
ar boðaðar
í S-Kóreu
Seoul. AFP.
TASSOS Papadopoulos, sem vann
sigur í forsetakosningum grísku-
mælandi Kýpurbúa um helgina, hét
því á sunnudag að vinna að því að
bæta skilmála samkomulagsdraga
að sameiningu eyjunnar, sem klofin
er í tvo hluta; tyrkneskan og grískan.
Hyggst nýkjörinn forseti, sem er 69
ára gamall, þó reyna að mjaka mál-
um áfram þannig að báðir hlutar eyj-
unnar fái inngöngu í Evrópusam-
bandið árið 2004.
Sigur Papadopoulos yfir sitjandi
forseta, Glafkos Klerides, þykir sæta
tíðindum enda hefur hinn 83 ára
gamli Klerides verið forseti undan-
farin tíu ár. Hann fékk hins vegar
ekki nema 38,8% atkvæða í forseta-
kjörinu á sunnudag, en Papadopou-
los fékk 51,5%.
Klerides hafði sóst eftir því að
sitja áfram sem forseti til átján mán-
aða, í stað þess að ljúka heilu fimm
ára kjörtímabili til viðbótar; að sögn
til að tryggja að jákvæð niðurstaða
fengist í friðarumleitunum þeim sem
erindrekar Sameinuðu þjóðanna
hafa haft milligöngu um undanfarin
misseri.
Gagnrýndi samkomulagsdrög
Margir óttast raunar að kjör Pap-
adopoulos stefni friðarviðræðunum á
eyjunni í voða, enda ljóst að sigur
hans skýrist m.a. af því að hann hef-
ur harðlega gagnrýnt samkomulags-
drögin, sem nú liggja fyrir. Telja
margir Kýpur-Grikkir að Klerides
hafi gengið of langt í samkomulags-
átt við Rauf Denktash, hinn aldna
forseta Kýpur-Tyrkja.
Einkum eru menn sagðir ósáttir
við að ekki skuli gert ráð fyrir að
Kýpur-Grikkir, sem áður bjuggu á
norðurhluta eyjunnar en flúðu eftir
innrás tyrkneska hersins 1974, eigi
afturkvæmt til sinna heima.
Papadopoulos sagði hins vegar á
sunnudag að hann vildi að Klerides
yrði sér til ráðgjafar í friðarviðræð-
unum, og hann sagðist sannarlega
ætla að reyna að þrýsta málum
áfram, þannig að samkomulagsdrög
erindreka SÞ verði viðunandi fyrir
alla aðila. „Ég vil senda Kýpur-
Tyrkjum, sem fengið hafa að heyra
ýmsar lygar og aðdróttanir um per-
sónu mína, þessi skilaboð: dæmið
mig af verkum mínum, ekki af því
sem menn segja að ég standi fyrir,“
sagði nýkjörinn forseti jafnframt.
Líklegt þykir að mikill þrýstingur
verði lagður á stríðandi fylkingar að
ná samkomulagi á næstu dögum en
Evrópusambandið hefur sagt, að að-
eins gríski hluti eyjunnar fái aðild að
ESB, verði ekki búið að semja fyrir
28. febrúar nk.
Niðurstaðan í forsetakosningum meðal Kýpur-Grikkja kom á óvart
Óvissa um friðarumleitanir
Nicosia. AFP, AP.
Reuters
Tassos Papadopoulos meðal stuðningsmanna sinna er hinum óvænta sigri var fagnað.