Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ MINNSTA kosti 21 maður lét lífið og tugir slösuðust í troðningi þegar hundruð manna hlupu í of- boði að útgöngudyrum nætur- klúbbs í Chicago í fyrrinótt. Yfir 1.500 manns voru í næturklúbbn- um og fregnir hermdu að troðning- urinn hefði hafist þegar piparúða var sprautað yfir fólkið eftir að áflog höfðu blossað þar upp. Sjónarvottar sögðu að dyraverð- ir skemmtistaðarins hefðu í fyrstu lokað framdyrum hans og af þeim sökum hefðu slökkviliðsmenn, sem komu á staðinn, þurft að byrja á því að brjóta upp hengilása fyrir bakdyrum skemmtistaðarins. Að sögn CNN-sjónvarpsins slös- uðust nítján manns lífshættulega. Tróðust undir eða köfnuðu í mannmergðinni „Allir skullu saman, fólk grét og gat ekki andað,“ sagði einn gesta skemmtistaðarins, Reggie Clark. „Tvær konur við hliðina á mér dóu. Maður sem var undir mér missti meðvitund.“ „Svo virðist sem ólæti inni í hús- inu hafi leitt til mikils glundroða og fólk hafi flykkst að dyrunum,“ sagði lögreglumaður á staðnum. „Flestir þeirra sem dóu virðast hafa troðist undir eða kafnað.“ Cory Thomas, 33 ára Banda- ríkjamaður, var að bíða eftir tveimur vinum sínum fyrir utan húsið þegar hann sá fólk troðast að glerframdyrum skemmtistaðarins. „Ég sá hrúgu af fólki, sem var hvert ofan á öðru, æpti eða hélt fyrir vitin, líklega vegna piparúð- ans. Dyrnar lokuðust vegna þess að of margir voru í kösinni við þær.“ 22 ára kona, Kristy Mitchell, kvaðst hafa lent í troðningnum. „Fólk traðkaði á mér og þegar þeir drógu mig upp var ég með svima og ég gat ekki andað.“ Einn gesta veitingastaðarins kvaðst hafa rekist á mann og rot- ast. „Ég vissi hvorki í þennan heim né annan fyrr en ég rankaði við mér í líkpoka.“ Að sögn mannsins höfðu sjúkra- flutningamenn talið að hann væri látinn. Magnaði ótti við sýkla- eða efnavopn skelfinguna? Óstaðfestar fregnir hermdu að öryggisverðir hefðu beitt piparúða til að skilja að áflogaseggi á skemmtistaðnum. Að sögn frétta- ritara BBC kunna áhyggjur Bandaríkjamanna af hugsanlegum sýkla- eða efnavopnaárásum hryðjuverkamanna að hafa magnað skelfinguna meðal gesta skemmti- staðarins þegar þeir urðu varir við piparúðann. Þeir, sem reyndu að komast út um bakdyrnar, komu að þeim lok- uðum eins og fyrr segir og liðu upp undir 50 mínútur áður en slökkvi- liðsmenn höfðu brotið þær upp. Troðningurinn hófst eftir klukk- an tvö í fyrrinótt að staðartíma, klukkan átta að íslenskum tíma, en margir Bandaríkjamenn áttu frí í gær, á forsetadeginum. Þetta er einn mannskæðasti troðningur í sögu Bandaríkjanna. Níu ungmenni létu lífið í troðningi í stigagangi íþróttahúss þegar þau voru að bíða eftir leik þekktra körfuknattleiksmanna í New York í desember 1991. Ellefu manns fór- ust fyrir utan hljómleikahús í Cinc- innati í desember 1979 fyrir tón- leika hljómsveitarinnar The Who. Yfir 20 manns farast í troðningi á skemmtistað Chicago. AP, AFP. Reuters Frammámenn íbúasamtaka Chicago-borgar fara með bæn við Epitome- næturklúbbinn eftir hið hörmulega slys, sem varð þar í fyrrinótt. ÍSRAELSKIR hermenn urðu flóttamanni úr röðum foringja Hamas-hreyfingarinnar að bana í gærmorgun og réðust inn í eitt af vígjum hreyfing- arinnar í Gaza-borg. Alls létu fjórtán Palestínumenn lífið á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu á einum sólarhring frá hádegi á sunnudag. Ísraelska dagblaðið Haar- etz sagði að hersveitir væru að undirbúa mikla árás á Gaza-svæðið en það yrði þó ekki hernumið. Stjórn Ísraels sagði að hún hygðist herða leitina að liðs- mönnum Hamas sem hefur staðið fyrir mörgum sprengjutilræðum og öðrum árásum á Ísraela síðustu 29 mánuði. Hamas-menn urðu fjórum ísraelskum hermönn- um að bana í sprengjuárás á skriðdreka á laugardag. Setið fyrir Hamas-foringja Einn af foringjum vopnaðra hópa Hamas, Riyad Abu Zeid, sem var á flótta undan Ísraelsher, særðist alvarlega í árásinni á Gaza-borg og lést síðar á sjúkrahúsi í Ísrael. Sjónarvottar sögðu að her- menn hefðu ráðist á hann úr launsátri. Á meðal Palestínumann- anna fjórtán sem biðu bana voru sex liðsmenn Hamas sem létu lífið í sprengingu á sunnudag. Fjórtán Palest- ínumenn vegnir Gaza-borg. AP. BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti í gær að hún hygðist efna til heræf- inga með Suður-Kóreumönnum og lagði áherslu á að hún léði ekki máls á tvíhliða samningaviðræðum við Norður-Kóreustjórn um kjarna- vopnaáætlun hennar. Bandarískir embættismenn sögðu að heræfingarnar ættu að fara fram í Suður-Kóreu 4. mars til 2. apríl. Bandaríkin og Suður-Kórea hafa efnt til heræfinga á hverju ári og stjórnvöld í Pyongyang hafa alltaf mótmælt þeim og sakað ríkin um að vera að undirbúa innrás í Norður- Kóreu. Búist er við að viðbrögð þeirra verði nú óvenjuhörð vegna deilunnar um kjarnavopnaáætlun þeirra sem hefur stigmagnast síð- ustu fjóra mánuði. Málgögn stjórnarinnar í Pyong- yang sögðu í gær að hún hefði þegar tryggt sigur í „kjarnorkustríði“ við Bandaríkin, en hún hefur sakað Bandaríkjamenn um að ætla að beita kjarnavopnum gegn Norður-Kóreu- mönnum. „Sigur okkar verður öruggur og framtíð okkar verður enn bjartari.“ Condoleezza Rice, þjóðaröryggis- ráðgjafi Bandaríkjaforseta, áréttaði að stjórnin í Washington hefði ekki í hyggju að hefja tvíhliða viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu. Kjarna- vopnaáætlun landsins væri alþjóð- legt vandamál sem ríki heims þyrftu að leysa í sameiningu. Stjórnin í Pyongyang segir hins vegar að deil- an varði aðeins Bandaríkin og Norð- ur-Kóreu og hafa óskað eftir griða- samningi milli ríkjanna. Bandaríkin Heræfing- ar boðaðar í S-Kóreu Seoul. AFP. TASSOS Papadopoulos, sem vann sigur í forsetakosningum grísku- mælandi Kýpurbúa um helgina, hét því á sunnudag að vinna að því að bæta skilmála samkomulagsdraga að sameiningu eyjunnar, sem klofin er í tvo hluta; tyrkneskan og grískan. Hyggst nýkjörinn forseti, sem er 69 ára gamall, þó reyna að mjaka mál- um áfram þannig að báðir hlutar eyj- unnar fái inngöngu í Evrópusam- bandið árið 2004. Sigur Papadopoulos yfir sitjandi forseta, Glafkos Klerides, þykir sæta tíðindum enda hefur hinn 83 ára gamli Klerides verið forseti undan- farin tíu ár. Hann fékk hins vegar ekki nema 38,8% atkvæða í forseta- kjörinu á sunnudag, en Papadopou- los fékk 51,5%. Klerides hafði sóst eftir því að sitja áfram sem forseti til átján mán- aða, í stað þess að ljúka heilu fimm ára kjörtímabili til viðbótar; að sögn til að tryggja að jákvæð niðurstaða fengist í friðarumleitunum þeim sem erindrekar Sameinuðu þjóðanna hafa haft milligöngu um undanfarin misseri. Gagnrýndi samkomulagsdrög Margir óttast raunar að kjör Pap- adopoulos stefni friðarviðræðunum á eyjunni í voða, enda ljóst að sigur hans skýrist m.a. af því að hann hef- ur harðlega gagnrýnt samkomulags- drögin, sem nú liggja fyrir. Telja margir Kýpur-Grikkir að Klerides hafi gengið of langt í samkomulags- átt við Rauf Denktash, hinn aldna forseta Kýpur-Tyrkja. Einkum eru menn sagðir ósáttir við að ekki skuli gert ráð fyrir að Kýpur-Grikkir, sem áður bjuggu á norðurhluta eyjunnar en flúðu eftir innrás tyrkneska hersins 1974, eigi afturkvæmt til sinna heima. Papadopoulos sagði hins vegar á sunnudag að hann vildi að Klerides yrði sér til ráðgjafar í friðarviðræð- unum, og hann sagðist sannarlega ætla að reyna að þrýsta málum áfram, þannig að samkomulagsdrög erindreka SÞ verði viðunandi fyrir alla aðila. „Ég vil senda Kýpur- Tyrkjum, sem fengið hafa að heyra ýmsar lygar og aðdróttanir um per- sónu mína, þessi skilaboð: dæmið mig af verkum mínum, ekki af því sem menn segja að ég standi fyrir,“ sagði nýkjörinn forseti jafnframt. Líklegt þykir að mikill þrýstingur verði lagður á stríðandi fylkingar að ná samkomulagi á næstu dögum en Evrópusambandið hefur sagt, að að- eins gríski hluti eyjunnar fái aðild að ESB, verði ekki búið að semja fyrir 28. febrúar nk. Niðurstaðan í forsetakosningum meðal Kýpur-Grikkja kom á óvart Óvissa um friðarumleitanir Nicosia. AFP, AP. Reuters Tassos Papadopoulos meðal stuðningsmanna sinna er hinum óvænta sigri var fagnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.