Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ KristbjörgKristófersdóttir frá Holti í Djúpa- vogi fæddist 8. sept- ember 1920. Hún andaðist á hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 10. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Þvottá í Álftafirði, f. 1.5. 1887, d. 1971, og Kristófer Eiríks- son frá Hólmi á Mýrum, Austur- Skaftafellssýslu, f. 1.5. 1874, d. 1955. Systkini hennar voru: Sigurður, f. 8.12. 1912, d. 15.1. 1987; Kristín, f. 22.10. 1913, d. 12.3. 1990; Héð- inn, f. 5.9. 1915, d. 2.9. 2001; El- ínborg, f. 10.11. 1916; Guðný, f. 11.11. 1917; og Hulda, f. 19.7. 1925. Kristbjörg giftist Pétri S. Þorkels- syni bónda frá Litla-Botni í Hval- firði, f. 9.4. 1927, d. 5.12. 1972. Þau áttu saman þrjú börn: Þorkel K., f. 20.8. 1953; Kristínu S., f. 25.1. 1955; og Sig- urð K., f. 12.9. 1958. Fyrir hjóna- band átti hún Rafn Karlsson sem fædd- ur var 30.11. 1949, d. 28.1. 1983. Kristbjörg bjó um árabil á Akra- nesi. Sambýlismaður hennar var Þórir Óskar Pétursson frá Hell- issandi, f. 19.7. 1926, d. 20.12. 1977. Kristbjörg átti tíu barna- börn og níu barnabarnabörn. Útför Kristbjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elsku mamma mín, nú hefur þú kvatt þetta jarðneska líf. Þá kem- ur upp í hugann hjá mér ýmislegt úr fortíðinni. Þótt ég hafi ekki alist upp hjá þér var ég sem unglingur með annan fótinn hjá þér. Það vekur hjá mér ljúfar minningar. Þar kynntist ég manngæsku þinni, æðruleysi og dugnaði. Það var sæla að fá góðan mömmumat og þá miklu hlýju og ástúð sem þú gafst mér og okkur börnunum þín- um. Ekki var glettnin langt undan og oft glatt á hjalla. Þú leist björt- um augum á lífið þótt oft hafi á móti blásið hjá þér. Þegar ég eign- aðist mína fjölskyldu og börn var gott samband milli okkar og á jól- unum varstu oftast hjá okkur. Þess er ljúft að minnast. Þú varst svo mikið jólabarn í þér. Síðustu árin eru búin að vera þér erfið en nú ertu búin að fá hvíldina, elsku mamma mín, og ég veit að guð almáttugur hefur tekið þig í faðm sinn. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Þín dóttir, Kristín. Minningarnar streyma fram og gaman er að rifja þær upp saman. Fyrsta orðið sem okkur dettur í hug þegar við hugsum um ömmu Kristbjörgu er „kátína“. Það var alltaf stutt í sprellið hjá þér. Við munum sérstaklega vel eftir heita súkkulaðinu þínu sem þú gafst okkur í gullbollunum þínum, það var alveg himneskt. Þú varst líka svo mikið fyrir tónlist og við mun- um eftir því þegar við komum í heimsókn til þín, hvort sem var í Hamraborgina eða á sambýlið við Skjólbraut, þá var ósjaldan stillt á Bylgjuna og góð tónlist hljómaði í eyrum okkar. Þú varst mjög mikill fagurkeri og vildir alltaf hafa fal- legt í kringum þig. Elsku amma, við viljum bara segja nokkur orð í kveðjuskyni. Við munum sérstaklega eftir öllum rósunum sem þú hafðir alltaf hjá þér. Þér var líka mjög annt um út- litið og þú varst alltaf svo snyrti- leg og fín. Þú varst mjög trúuð og við minnumst þess að þú ræddir oft um Jesú Krist við okkur þegar við vorum litlar stelpur. Við þökk- um þér fyrir allar þær góðu stund- ir sem við áttum saman. Petra og Kristjana. KRISTBJÖRG KRISTÓFERSDÓTTIR Elsku systir okkar, mágkona og móðursystir, LÁRA I. SIGURÐARDÓTTIR, Fellsmúla 9, sem lést á Landspítalanum Fossvogi miðviku- daginn 12. febrúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 20. febrúar og hefst athöfnin kl. 13.30. Ólafur J. Sigurðsson, Auður Gunnarsdóttir, Halldóra Sigurðardóttir, Guðmundur Þórðarson, Jónas Sigurðsson, Helga Benediktsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Hallbjörn Þórarinsson, Esther R. Guðmundsdóttir, Björgvin Ó. Jónsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Kristján J. Eysteinsson. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð ykkar, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁGÚSTAR SVERRISSONAR, Melhaga 17, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjá heimahlynningu Krabbameinsfélags Íslands, Landspítala háskólasjúkra- húss við Hringbraut, svo og félögum hans í Oddfellowreglunni. Megi Guð vera með ykkur. Hulda H. Waage, Lára Kr. Ágústsdóttir, Sigurður A. Vilhjálmsson, Eva Arnet Sigurðardóttir, Olga Ágústsdóttir, Daníel R. Ingólfsson, Ágúst Sverrir Daníelsson, Davíð Ingi Daníelsson, Ívar Þórir Daníelsson. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR SIGURJÓNS HJÁLMARSSONAR frá Grænhól, Barðaströnd. Guðmundur Snorri Guðmundsson, Ásta Jónsdóttir, Samúel Jón Guðmundsson, Guðfinna Sigurðardóttir, Hjálmar Jón Guðmundsson, Linda Halldórsdóttir, Ingi Gunnar Guðmundsson, Gróa Guðmundsdóttir, Hugrún Ósk Guðmundsdóttir, afabörn og langafabörn. Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýju og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐNA HALLDÓRSSONAR fv. heilbrigðisfulltrúa, Kirkjubraut 52, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akra- ness fyrir frábæra hjúkrun og umhyggju sem þið veittuð honum. Guð blessi ykkur öll. Lilja Guðrún Pétursdóttir, Halldór Gísli Guðnason, Guðmundur Smári Guðnason, Kristín Guðjónsdóttir, Eufemía Berglind Guðnadóttir, Kjartan Björnsson, Júlíus Víðir Guðnason Fanney Björnsdóttir og barnabörn. Ástkær unnusti minn, faðir, sonur, bróðir og barnabarn, VALDIMAR GUNNARSSON, sem lést þriðjudaginn 11. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mið- vikudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minn- ingarsjóð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði (í Kirkjuhús- inu og Blómabúðinni Burkna). Þórdís Arna Benediktsdóttir, Axel Valdimarsson, Karen Sif Jónsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir, Gunnar Gíslason, Daði Gunnarsson, Þuríður Gunnarsdóttir og Lára Sæmundsdóttir. Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, SÆMUNDAR GÍSLASONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheim- ilinu Eir fyrir góða umönnun og alúð. Gísli Sæmundsson, Magnús Sæmundsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN KALDAL Laugarásvegi 18 Reykjavík sem lést á heimili sínu þann 11. febrúar, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 20. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Steinunn Kaldal Jón Kaldal Ragna Sæmundsdóttir Guðrún Kaldal Jóhann G. Jóhannsson Steinar Kaldal Soffía Erla Einarsdóttir Sóley Kaldal Jakob Þór S. Jakobsson Anna Kaldal Henrik Lörstad og barnabörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GEIRS SÆMUNDSSONAR, Gullsmára 7, Kópavogi, áður Helgamagrastræti 27, Akureyri. Elín Sveinsdóttir, Gréta Geirsdóttir, Þórir H. Jóhannsson, Erla H. Ásmundsdóttir, Harpa, Elfa Björt og Gylfi Gylfabörn, Rúnar Sigurpálsson, Jóngeir, Grétar, Þórir Elías og Elín Anna Þórisbörn og barnabarnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.