Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 19 HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 „ÞETTA leit illa út þegar við kom- um. Skipið var stjórnlaust, það hafði snúist og rak vestur úr inn- siglingarrennunni,“ segir Heiðar Örn Sverrisson, skipstjóri á björg- unarbátnum Oddi V. Gíslasyni, sem tókst að draga flutningaskipið Trinket til hafnar. Töluverðar skemmdir urðu á skipinu þegar það tók niðri áður en björgunar- báturinn kom og á meðan verið var að draga það. Ms. Trinket er leiguskip á veg- um Eimskips, 1574 brúttótonn að stærð. Það var á leið frá Grindavík með 1300 tonn af loðnumjöli frá verksmiðju Samherja hf. þegar óhappið varð. Skipið var búið að bíða veðurs í höfninni frá því fyrir helgi. Lóðsbáturinn Villi sigldi á undan skipinu út innsiglingarrenn- una og leiðbeindi skipstjórnar- mönnum. Skipið var á réttri leið, að sögn Sverris Vilbergssonar hafnarstjóra, þegar lóðsbáturinn sneri við en skömmu síðar barst tilkynning um að skipið væri stjórnlaust. Sverrir vissi ekki hvað hefði gerst, hvort skipið hefði rekið niður og skemmt stýrið og þannig orðið stjórnlaust eða hvort aðrar ástæður væru fyrir því. Segir Sverrir að erfitt sé að ná hafnsögu- manni frá borði aftur í veðri eins og var í gær og því hafi verið stað- ið með þessum hætti að hafnsög- unni. Það sé stundum gert við svipaðar aðstæður. Sjö mínútur á staðinn Tilkynnt var um 13 mínútur fyr- ir klukkan eitt í gær að skipið væri stjórnlaust í innsiglingunni og jafn- vel strandað. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fékk útkall F-1 rauðan sem er hæsta við- bragðsstig í útkalli björgunar- sveita, neyðarútkall. Áhöfn björg- unarbátsins Odds V. Gíslasonar var strax kölluð út og lóðsbáturinn og línubáturinn Skarfur fóru einn- ig til aðstoðar. Björgunarmenn fóru af stað landleiðina með flug- línutæki þar sem líkur voru á að skipið ræki í land. Aðrar björg- unarsveitir á Suðurnesjum voru í viðbragðsstöðu. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var kölluð út og björg- unarsveit varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli var í viðbragðsstöðu. Aðeins liðu sjö mínútur frá því áhöfn björgunarbátsins Odds V. Gíslasonar var kölluð út þar til báturinn var kominn að Trinket. „Það eru ekki miklar vegalengdir hér og þegar svona kemur upp leyfum við okkur að aka greiðar en kannski leyfilegt er. Það hefur raunar alltaf gengið vel hjá okkur að komast af stað þegar svona stendur á,“ sagði Heiðar Örn skip- stjóri á Oddi V. Gíslasyni. Hann segir að útlitið hafi ekki verið gott þegar þeir komu á stað- inn. Skipið hafi rekið stjórnlaust út úr innsiglingarrennunni og á leið upp í fjöru. Sex menn eru á Trink- et. Heiðar segir að skipverjarnir hafi verið tilbúnir með dráttartaug og mönnunum á Oddi hafi tekist að ná spottanum í fyrstu tilraun. Síð- an hafi þeir byrjað að draga skipið, fyrst inn í innsiglingarrennuna og áleiðis til hafnar. Vegna þess að aldan kom undir skipið að aftan lét það illa í drætti. Reynt var að stýra því með því að setja einnig taug í lóðsbátinn. Skipinu var kom- ið að bryggju um klukkan 13.15, eða tæpum hálftíma eftir að neyð- arútkallið barst björgunarmönn- um. Suðaustan átt var í Grindavík á meðan á björguninni stóð, 10–12 metrar á sekúndu. Ölduhæðin var fimm metrar og brim við innsigl- ingu. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunn- ar gekk líka vel að komast af stað. TF-Líf flaug af stað ellefu mín- útum eftir að áhöfnin var kölluð út. Er það nýtt met í viðbragðsflýti, samkvæmt upplýsingum flugdeild- ar Landhelgisgæslunnar. Þyrlan sneri við þegar upplýsingar bárust um að björgunarskip væri komið með flutningaskipið í tog. Ástæður óhappsins ókunnar Við köfun niður að skipinu kom í ljós að það hefur skemmst nokkuð að aftan. Skemmdir eru á stýri og skrúfu og tvö til þrjú göt á botni. Götin voru þétt og sjó dælt úr skipinu. Jafnframt voru gerðar ráðstafanir vegna hugsanlegrar ol- íumengunar. Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri taldi í gær að skipið þyrfti að fara í slipp til viðgerðar og taldi hann að það yrði dregið í burtu til þess. Ekki er aðstaða í Grindavík til að taka upp skip. Sverrir segir að ástæður óhapps- ins liggi ekki fyrir en að verið sé að íhuga hvort höfnin óski eftir sjóprófum til að leiða þær í ljós. Mjölflutningaskip tók niðri og rak stjórnlaust í innsiglingunni „Leit illa út þegar við komum“ Grindavík Ljósmynd/Eyþór Reynisson Þegar kafað var niður að Trinket kom í ljós að töluverðar skemmdir höfðu orðið á skipinu, stýri og skrúfa höfðu laskast og þrjú göt opnast á botni. TVÖ stærstu skip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson og Baldvin Þorsteins- son, komust ekki inn í Grindavíkur- höfn til löndunar vegna hvassviðris fyrir og um helgina. Vilhelm bíður enn en Baldvin landaði í Vestmanna- eyjum. Ætlunin var að landa úr Vilhelm Þorsteinssyni á föstudagsmorgun en skipið komst ekki til hafnar í Grinda- vík vegna veðurs. Skipið er svo stórt að það verður að sæta sjávarföllum til að komast um innsiglinguna og veður verður að vera skaplegt. Þurfti skipið að bíða í rúma þrjá sólarhringa við bryggju í Keflavík. Ætlunin var að sigla til Grindavíkur í gær en í gær- morgun var of mikið brim og síðan fór á hvessa þegar síðdegisflóðið nálgað- ist. Ætlunin er að reyna í dag. Óskar Ævarsson, rekstrarstjóri Samherja í Grindavík, segir að þetta sé hættan þegar aðstæður séu svona ófullkomnar í Grindavíkurhöfn. Þetta hafi þó ekki hent oft. Hann segir að hráefnið um borð í Vilhelm hafi verið glænýtt og bræla hafi verið á miðun- um svo biðin hafi, enn sem komið er, ekki komið mikið að sök. Um 2200 tonn af loðnu voru í hvoru skipi. Minni loðnuskip, Grindavíkingur og Oddeyrin, komust til hafnar í Grindavík á laugardag og lönduðu þar. Verksmiðjan var að ljúka við að vinna úr því hráefni í gær. Verksmiðja Samherja í Grindavík hefur nú tekið á móti liðlega 34 þús- und tonnum af hráefni frá áramótum. Ekki komist til hafnar í fjóra daga Grindavík Ljósmynd/Hilmar Bragi IÐNAÐARSVÆÐIÐ við Helguvík er meðal þeirra staða sem japanskt fyrirtæki er að skoða með tilliti til staðsetningar á verksmiðju með mikla orkuþörf. Fram hefur komið hér í blaðinu, meðal annars fyrir ári, að fulltrúar japanska fyrirtækisins eru að kanna aðstæður á þremur stöðum hér á landi, meðal annars á Ak- ureyri, og einnig í öðrum löndum. Hugmyndin gengur út á að flytja ál til landsins, vinna það hér og flytja síðan út aftur sem hráefni í raf- eindaíhluti. Að því er fram kemur í fund- argerð síðasta fundar atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar áttu Japanirnir fund með bæjarstjóra Reykjanesbæjar, framkvæmda- stjóra atvinnu- og hafnarsviðs bæj- arins og forstjóra og aðstoðarfor- stjóra Hitaveitu Suðurnesja vegna mögulegrar staðsetningar verk- smiðjunnar í Helguvík. Einnig sátu fundinn fulltrúar orkusviðs Fjár- festingarstofu og sendiherra Ís- lands í Japan. Fram kom að búist er við ákvörðun fyrir haustið. Athuga að- stæður á Reykjanesi Helguvík HREPPSNEFND Vatnsleysu- strandarhrepps hefur samþykkt samhljóða að ráða Kristján Bald- ursson tæknifræðing í starf tækni- og umhverfisstjóra hreppsins. Starf tækni- og umhverfisstjóra er nýtt í Vogum. Sá sem gegnir stöðunni er byggingarfulltrúi hreppsins, undirbýr framkvæmdir og hefur eftirlit með þeim, hefur eftirlit með umhverfi sveitarfé- lagsins, auk annars. Tólf umsækj- endur voru um stöðuna. Kristján hefur störf 15. febrúar næstkomandi. Ráðinn tækni- og umhverf- isstjóri Vogar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.