Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ EIÐUR Smári Guðjohnsen fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í bikarleik Chelsea við Stoke á sunnudag í enska blaðinu The Mirr- or í gær. Þar er jafnframt sagt frá því að í leikskrá Stoke fyrir leikinn hafi Eiður verið sérstaklega boðinn velkominn til „Litla Íslands“. Sagt er að Eiði hafi greinilega liðið eins og heima hjá sér í Stoke þótt ekki sé mikið um hvali eða hveri á þeim slóðum. Þar hafi verið félagar hans úr íslenska landslið- inu, þeir Brynjar Gunnarsson, Pét- ur Marteinsson og Bjarni Guð- jónsson, stjórnarformaðurinn Gunnar Þór Gíslason, og allir hinir „ssynirnir“ í stúku stjórnarmanna. Hann hafi notað tækifærið til að sýna Ken Bates, stjórnarformanni Chelsea, að hann ætti skilið nýja samninginn sem Bates vilji ekki færa honum. „Öfugt við marka- skorarann Hasselbaink var Guð- johnsen tilbúinn í þennan bikarleik frá fyrstu mínútu, var stöðugt á ferðinni, nánast alls staðar á vell- inum. Bestu hliðar sínar í fyrri hálf- leik sýndi hann utan vítateigs og átti tvær frábærar sendingar á Enrique De Lucas,“ segir í grein The Mirror. Og ennfremur: „Guð- johnsen hefur bætt mjög þessa hlið á leik sínum og hann er að verða eins góður í að leggja upp mörk og í að skora mörk. Hann sýndi snerpu sína fyrir framan markið um miðj- an síðari hálfleik þegar hann hitaði hendur Steve Banks, markvarðar Stoke og stuðningsmanns Chelsea, með föstu skoti. Besta stund leiksins hjá honum var á 75. mínútu þegar hann lagði upp síðara mark Chelsea fyrir Jesper Grönkjær með hárná- kvæmri sendingu.“ Og lokaorðin eru: „Eftir að hafa orðið vitni að þessum snilld- artöktum hafa Gunnarsson, Guð- jónsson og hinir strákarnir frá heimskautsbaugnum líklega óskað þess að Eiður hefði sleppt því að koma í heimsókn.“ Eiður Smári Guðjohnsen Eiði leið vel á „Litla-Íslandi“ STÓRLEIKUR átta liða úrslita ensku bikarkeppninnar er án efa rimma grannaliðanna Chelsea og Arsenal en dregið var í keppninni í gær. Chelsea lagði Stoke City að velli, 2:0, í 16-liða úrslitum keppninnar og eftir þann leik sagði hinn ítalski knatt- spyrnustjóri Chelsea, Claudio Ran- ieri, að hann vildi ekki mæta Arsenal fyrr en í úrslitaleiknum og hefna þar með fyrir tapið í Cardiff fyrir ári síð- an er liðin léku til úrslita. „Fyrr eða síðar þurfum við að leggja Arsenal að velli en ég hefði kosið að mæta þeim í úrslitaleiknum. En við þurfum víst að mæta þeim í næstu umferð og ég get alveg sætt mig við það,“ sagði Ranieri í gær eft- ir að liðin drógust saman. Leikurinn fer fram á heimavelli Arsenal, Highbury, og er Arsene Wenger mjög sáttur við niðurstöð- una. „Það hefði einnig verið skemmtilegt fyrir knattspyrnuna að leika gegn Chelsea á útitvelli, en við höfum haft gott tak á Chelsea á okk- ar heimavelli í gegnum tíðina og það verður engin breyting á að þessu sinni,“ sagði Wenger gær en leikirnir í átta liða úrslitum keppninnar fara fram 8. og 9. mars. Arsenal hefur ekki tapað bikarleik fyrir Chelsea á Highbury, en liðin hafa þrisvar leikið bikarleik þar. Arsenal vann 1930, 2:0, liðin gerðu jafntefli 1947 og Arsenal vann 1973, 2:1. Fulham og Burnley eiga enn eftir að gera upp sín mál en liðin skildu jöfn 1:1 um helgina og sigurliðið úr þeim leik mætir Heiðari Helgusyni og félögum á heimavelli þeirra í Wat- ford. Leeds leikur á útivelli gegn Shef- field United en Southampton fær Úlfanna í heimsókn. Ranieri fékk ekki ósk sína uppfyllta  ALFREÐ Gíslason, þjálfari Magde- burg í Þýskalandi, varð í öðru sæti í kjöri tímaritsins Handball Magazin á handknattleiksþjálfara ársins 2002 í Þýskalandi. Alfreð varð efstur í kjör- inu fyrir árið 20001. Efstur að þessu sinni varð Heiner Brand, landsliðs- þjálfari Þjóðverja. Hann stýrði þýska liðinu til silfurverðlauna á EM í fyrra en það voru fyrstu verðlaun Þjóðverja á stórmóti í handknattleik í langan tíma. Noka Serdarusic þjálfari meist- araliðsins Kiel hreppti þriðja sæti.  HALLDÓR Sigfússon skoraði tvö mörk, annað úr vítakasti, þegar lið hans og Atla Hilmarssonar þjálfara, Friesenheim, gerði jafntefli, 22:22, við TV Kirchzell á heimavelli á sunnudaginn í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Friesen- heim er í 6. sæti deildarinnar með 25 stig og á orðið litla möguleika á að komast upp úr deildinni í vor.  ÍSRAELSKA handknattleikssam- bandið þarf að greiða jafnvirði 1,5 millj. króna í sekt fyrir að hafa teflt fram ólöglegum leikmanni, Mikhail Levin, í leikjum gegn Belgíu, Finn- landi og Færeyjum í síðasta mánuði. Úrslit leikjanna standa eigi að síður en Ísrael hafnaði í öðru sæti í riðlinum og komst í leiki um sæti í lokakeppni EM á næta ári. Þetta ákvað dómstóll Handknattleikssambands Evrópu um helgina, en Ísraelsmenn hafa 14 daga til þess að taka ákvörðun um áfrýjun. Ísrael leikur við Úkraínu í vor um sæti í lokakeppni EM í Slóveníu á næsta ári. EHF hefur einnig til at- hugunar meinta þátttöku Levins á EM í Svíþjóð í fyrra.  TIGER Woods bætti enn einum titl- inum í safn sitt þegar hann bar sigur úr býtum á Buick mótinu sem lauk í Kaliforníu í fyrrinótt. Woods, sem gekkst undir hnéaðgerð í lok síðasta árs og var að leika á sínu fyrsta móti á þessu ári, lék holurnar 72 á 272 högg- um, fjórum höggum færra en Svíinn Carl Pettersson.  WOODS innbyrti þar með sinn 35. sigur á ferlinum og fékk þessi 27 ára gamli Bandaríkjamaður 810.000 doll- ara í verðlaunafé en það jafngildir rúmum 62 milljónum króna.  ERNIE Els er hins vegar heitasti kylfingurinn um þessar mundir en S- Afríkubúinn gerði sér lítið fyrir og sigraði á Johnnie Walker mótinu sem lauk í Perth í Ástralíu í fyrrinótt. Þetta var fjórði sigur Els í síðustu fimm mótum sem hann tekur þátt í og hefur hann unnið sér inn 185 milljónir króna á fimm vikum. Els lauk keppni á 29 höggum undir pari en næstir komu Ástralarnir Andre Stolz og Stephen Leaney sem notuðu 10 högg fleiri en Els. FÓLK Jörundur sagði að það værivissulega söknuður að skilja við liðið á þessum tímapunkti. „Við höf- um náð frábærum árangri og stimplað okkur inn sem ein af betri þjóðum heims. Nú er málið að halda liðinu þar um ókomna tíð. Það er í góðum höndum og ég verð aðdáandi þess númer eitt í stúkunni í sumar.“ Honum varð um og ó þegar Mia Hamm skoraði fyrir bandaríska lið- ið strax á 3. mínútu. „Það var skelfilegt að fá á sig mark strax í byrjun og ég óttaðist á þeirri stundu að leikur okkar myndi hrynja. En stúlkurnar sýndu ótrú- legan kraft og styrk og léku feikna- lega vel. Ég er aldrei sáttur við að tapa en maður verður að vera raun- sær. Við vorum að miklu leyti með nýtt lið og höfum ekki spilað síðan í september, og mótherjarnir voru heimsmeistararnir á eigin heima- velli sem spiluðu sinn sjötta leik á þessu ári.“ Jörundur sagði að Þóra B. Helga- dóttir hefði átt stórleik í markinu. „Hún varði eins og hetja og var að mínu mati maður leiksins þótt Mia Hamm hefði fengið þá nafnbót, þrátt fyrir að hún gæti ekki neitt fyrir utan markið sem hún skoraði. Annars léku okkar stúlkur betur og betur eftir því sem á leið. Ég hafði áhyggjur af líkamlegu ástandi þeirra en þær fóru í gegnum þetta á viljanum og keyrðu sig gjörsam- lega út. Þetta var mikill eltinga- leikur og varnarvinna en það skilaði sér í mjög góðum úrslitum. Reynsl- an sem ungu stúlkurnar í okkar liði fengu í þessum leik er gífurleg og þær búa að henni alla tíð. Við misst- um sterka leikmenn úr liði okkar en stúlkurnar sem komu í staðinn sýndu að breiddin er að aukast hjá okkur og grasrótarvinna undanfar- inna ára er farin að skila sér alla leið.“ Landsliðið veðurteppt Vegna óveðurs sem er á austur- strönd Bandaríkjanna er landsliðið veðurteppt í Charleston, en stúlk- urnar áttu að koma heim í morgun. Jörundur Áki Sveinsson skilur mjög sáttur við kvennalandsliðið JÖRUNDUR Áki Sveinsson stjórnaði íslenska kvennalands- liðinu í síðasta skipti í Charlest- on í fyrrinótt. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær skilja mjög sáttur við liðið og það væri í góðum höndum hjá arftaka sínum, Helenu Ólafs- dóttur, sem var honum til að- stoðar í Bandaríkjaferðinni. AP Rakel Logadóttir, til hægri, sækir að Jenny Benson, bakverði bandaríska liðsins, í leiknum í Charleston. Jörundur Áki Sveinsson „Stúlkurnar sýndu ótrú- legan styrk“ MIA Hamm, besta knattspyrnu- kona heims á árinu 2002, sem skoraði sigurmark Bandaríkjanna gegn Íslandi í fyrrinótt, sagði að Þóra B. Helgadóttir hefði átt stór- kostlegan leik í íslenska markinu. „Á móti liði eins og því íslenska vonast maður alltaf eftir því að skora snemma. Eftir því sem lengra líður án þess að mark sé gert fá mótherjarnir meira sjálfs- traust og geta síðan refsað fyrir ein mistök. Það hjálpaði okkur að skora strax og við hefðum getað gert fleiri mörk en markvörðurinn var líklega styrkasta stoð íslenska liðsins. Hún hélt því inni í leiknum og lék stórkostlega,“ sagði Hamm í viðtali á heimasíðu bandaríska knattspyrnusambandsins en hún skoraði sitt 137. landsliðsmark í leiknum. April Heinrichs, þjálfari banda- ríska liðsins, var ekki ánægð með frammistöðu sinna kvenna. „Þær urðu full óþolinmóðar gegn þessu leikkerfi íslenska liðsins, 5-4-1. Maður má aldrei vanmeta slíkar aðstæður, það er erfitt að komast áleiðis gegn liði sem leikur með átta menn aftarlega á vellinum. En, eins og ég sagði við stúlk- urnar eftir leikinn, geta þær eng- an veginn verið sáttar við síðari hálfleikinn eða frammistöðu sína yfirleitt. Byrjunin var samt góð, mitt lið kom einbeitt og ákveðið til leiks og náði góðum samleik- sköflum, en Helgadóttir varði tví- vegis af snilld og með því hélt hún Íslandi inni í leiknum,“ sagði Hein- richs. „Markvörður Íslands lék stórkostlega“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.