Morgunblaðið - 18.02.2003, Side 21

Morgunblaðið - 18.02.2003, Side 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 21 MEÐALVERÐ á flestum algeng- um grænmetistegundum hefur lækkað allverulega frá 8. febrúar í fyrra. Mest hefur lækkunin orðið á agúrkum, en innflutt gúrka hefur lækkað um 61% en íslenska gúrk- an um 51%. Þetta kemur fram í mánaðarlegri könnun Samkeppn- isstofnunar á verði ávaxta og grænmetis. Var síðasta verðkönn- un gerð 10. febrúar síðastliðinn. Meðalverð á papriku hefur lækkað um 38–44%, blómkál um 46% og ísbergssalat um 44%, svo fleiri dæmi séu tekin. Meðalverð á ávöxtum hefur einnig lækkað, svo sem eplum, appelsínum, banönum og perum sem lækkað hafa um 11– 31% á tímabilinu. Fleiri dæmi eru spergilkál sem hefur lækkað um 35% frá febrúar í fyrra og þá hefur kínakál lækkað um 28%. „Ýmsar tegundir lauka og sellerí hefur lækkað um 24–49%. Þá hef- ur meðalverð á innfluttum tómöt- um lækkað um 33% en íslenskir tómatar hafa lækkað um 19%. Meðalverð á gulrófum og gulrótum er hins vegar 9–14% hærra nú en í fyrra. Einnig hefur meðalverð á skalottulauk, perlulauk og vorlauk hækkað en mikill verðmunur er jafnan á þessum tegundum milli verslana,“ segir Samkeppnisstofn- un. Þegar litið er á meðalverð á ávöxtum kemur í ljós að það hefur í nær öllum tilvikum lækkað á tímabilinu. Ávextir eins og greip, mangó, kíví og sítrónur hafa lækk- að um 19–32%, segir ennfremur. Samkeppnisstofnun telur ástæðu til að rifja upp, að fyrir tæpum tveimur árum var birt nið- urstaða á rannsókn samkeppnisyf- irvalda á ólöglegu samráði fyrir- tækja á grænmetismarkaði. „Afnám tolla hefur örvað samkeppni“ „Þegar niðurstaða rannsóknar- innar var birt vakti samkeppnisráð athygli stjórnvalda á því að það fyrirkomulag við innflutningshöml- ur á grænmeti sem þá gilti auð- veldaði dreifingarfyrirtækjum grænmetis að hafa með sér ólög- mætt samráð. Samkeppnisráð beindi því til landbúnaðarráðherra að hann hefði frumkvæði að því að ákvæði tolla- og búvörulaga sem hindruðu viðskipti með grænmeti yrðu endurskoðuð. Markmið end- urskoðunarinnar yrði að efla sam- keppni í viðskiptum með grænmeti þannig að hún mætti leiða til lækkunar vöruverðs fyrir íslenska neytendur. Í samræmi við tilmæli samkeppnisráðs voru tollar á all- mörgum grænmetistegundum felldir úr gildi á síðasta ári. Nið- urstaða þeirrar könnunar á verðþróun á grænmeti og ávöxtum sem nú er birt sýnir það á aug- ljósan hátt að afnám tolla á græn- meti sem gildi tók fyrir um það bil ári hefur haft tilætluð áhrif og jafnframt örvað samkeppni á ávaxtamarkaði þó að ávextir hafi ekki lækkað í verði af völdum tollalækkana. Samkeppnisstofnun lýsir yfir ánægju með þróun samkeppni og verðlags á mörkuðum ávaxta og grænmetis og mun stofnunin halda áfram að fylgjast náið með þróun- inni á þeim mörkuðum,“ segir í ársuppgjöri stofnunarinnar á verðþróun ávaxta og grænmetis. Samkeppnisstofnun ákvað að fylgjast náið með verðþróun á grænmeti og ávöxtum þegar tollar á tiltekið grænmeti voru afnumdir í febrúar í fyrra. „Verðkönnunin sem gerð var í febrúar á síðastliðnu ári fyrir af- nám tolla á ýmsum algengum grænmetistegundum, náði til 11 matvöruverslana á höfuðborgar- svæðinu. Meðalverð úr þeirri könnun hefur verið haft til viðmið- unar þegar verðþróun á þessum markaði hefur verið metin. Taflan sýnir meðalverð á nokkr- um tegundum af ávöxtum og grænmeti eins og það var 10. febr- úar síðastliðinn og það borið sam- an við meðalverð úr verslunum eins og það var 8. febrúar í fyrra. Gefið er upp lægsta og hæsta verð hverju sinni en eins og sjá má get- ur verið um verulegan verðmun að ræða milli verslana. Verð á grænmeti og ávöxtum getur verið afar breytilegt sem ræðst meðal annars af verði á er- lendum mörkuðum, uppskeru og árstíma. Með það í huga er forvitnilegt að skoða hver þróunin hefur orðið á þessu eins árs tímabili,“ segir Samkeppnisstofnun.            !"# "  $ % !  &%&   &%& '  " ""( $! !  #%)        !"#$ % !"#$ !"#&' $'( !"#  ) "#  ) "# $ * + , (  , $' ,- "#.  /- ,- "#*  - ,- "#$ 0    - & 1  1 . 1 "#$ % . 1 "#  . 1 "#1 $  "#  $  "#  2-/  "#   2-/  "#  3   # '4 (' -/   $  5 !$$ ( )    ) -  ) % "#  6   6    7 1 $       *   "#) $ *   "#) $ *   "#  *   "#  *   3 /18 $   3   "# $ 0   "#$ % 0   "#$ 0   "#  0   "#' $ 0               '         # #9#$#  % #   .'    6)#)     8#: #/;  * "+   &%&   < >>    ><   ?9  < ?  9 ?  ? @<9 @= 9 < 9 9 < = ?= < < 9<?  9 <   = = 9 ?   <    = <9> 9 < 9 ?   <  9 ==9 ?? = ?=  ?                                                                                            & &%&                                        !   "  ! # $#! %$#& # $#! %$#&                                                                                                                                     ,!   &%&   -!  &%&                                                                                                                              "                                                                                                                                                                                        51–61% verðlækkun á agúrku á einu ári ALLAR erlendar færslur Master- Card-korta verða reiknaðar strax í íslenskar krónur frá og með deginum í dag. Þýðir þetta að gengisáhættan fer úr einum til 30 dögum niður í einn dag, að því er segir í frétt frá Kred- itkortum hf. Hægt verður að nálgast upplýs- ingar um gengi dagsins á vef fyrir- tækisins, www.kreditkort.is, eftir 12 á hádegi dag hvern, segir enn frem- ur. Helstu kostir nýs fyrirkomulags eru að gengisáhætta vegna innkaupa erlendis verður nánast engin. „Færslur sendar að utan í íslenskum krónum fara ekki í gegnum gengisút- reikning og sleppa því við gengis- álag. Hingað til hafa íslenskir kred- itkorthafar búið við gengisáhættu og þar með óvissu um endanlegt verð þegar greitt er fyrir vöru eða þjón- ustu erlendis. Allar breytingar sem urðu á gengi frá því færsla átti sér stað og þar til umreiknað var í ís- lenskar krónur, allt að 30 dögum síð- ar, gátu haft áhrif á þá upphæð sem að lokum var greidd fyrir færsluna. Í ljósi þeirra sveiflna sem verið hafa á gengi íslensku krónunnar undanfar- in ár gat verið um umtalsverðan mun að ræða. Eins var umreikningur í dollara og allt að 30 daga viðdvöl í þeirri mynt oft áhættusöm ef kort- hafi hafði verslað í annarri mynt,“ segir í frétt frá Kreditkortum hf. Áður var erlendum færslum breytt yfir í bandaríkjadal, síðar voru þær umreiknaðar í íslenskar krónur í lok hvers kortatímabils, allt að 30 dögum síðar, á meðalgengi. Erlendar færslur um- reiknaðar jafnóðum Frá og með deginum í dag verða allar erlendar færslur MasterCard reiknaðar strax í íslenskar krónur. NORRÆNA AUSTFAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.