Morgunblaðið - 18.02.2003, Síða 49

Morgunblaðið - 18.02.2003, Síða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 49 Útsala 50% afsláttur Skólavörðustígur 8 Sími: 552 4499 FATAHÖNNUÐURINN Anna Sui sýndi í New York í liðinni viku. Hún er þekktust fyrir að leita eft- ir andagift á flóa- mörkuðum og í búð- um er sérhæfa sig í notuðum fatnaði. Sást það á sýning- unni á fötunum fyrir næsta haust og vet- ur. Hún leitaði aftur til fortíðar fyrir framtíðina eins og svo margir hönnuðir gera. Á meðan flest- ir hafa haldið sig á fyrri hluta sjöunda áratugarins heim- sótti hún síðari hluta hans og leit inn í þann áttunda. Sui er vel þekktur hönnuður og hefur framleitt fatalínu undir eigin nafni frá árinu 1980. Í fyrstu fór starfsemin fram í íbúðinni hennar en hún opnaði fyrstu búðina sína árið 1992. Síðan hafa margar bæst í hópinn. Eftir útskrift úr menntaskóla í Detroit í Michigan flutti hún til New York þar sem hún stundaði nám við hinn þekkta hönn- unarskóla Parsons School of De- sign. Þar kynntist Sui ljósmynd- aranum Steven Meisel, sem átti eftir að starfa náið með henni. Vann hún m.a. sem stílisti í myndatökum hans á árum áður. Anna Sui hannar líka skó. Hún er sjálf líka mikið fyrir skó og á meira en 500 pör. Oftar en ekki er um að ræða búta- saumuð stígvél, sandala með semelíu- steinum og perluskreytta bandaskó. Tí sk an f yr ir h au st / ve tu r 2 0 0 3 –4 í N e w Y o rk Heimur Önnu Sui AP TÍSKUVIKUNNI í New York er nú lokið en þar hafa helstu hönnuðir sýnt tískuna fyrir næsta haust og vetur. Ekki er hægt að slá botninn í umfjöllunina um tískuvikuna án þess að minnast á þrjá helstu bandarísku hönnuðina, Ralph Laur- en, Donnu Karan og Calvin Klein. Þríeykið er þekkt fyrir klæði- leika, áreiðanleika og einfaldan glæsileika, hvert á sinn hátt. Ralph Lauren leitar oft í brunn hefðbund- ins bresks stíls en gæðir hann am- erískum andblæ. Sýning hans fór fram í galleríi í Chelsea-hverfinu í New York en stemningin var frek- ar ættuð úr hverfi með sama nafni í London. Föt þessara þriggja bandarísku risa eru nútímaleg og þægileg. Kar- an hannar fyrir konur er láta til sín taka á vinnumarkaði og eru fötin klassísk. Klein hannar í anda naum- hyggjunnar þótt kvenleikinn fái að njóta sín. Tískumistök stjarnanna á rauða dreglinum eru yfirleitt ekki upp- runnin í verslunum Klein, Karan eða Lauren því einfaldleikinn ræð- ur þar ríkjum. Kannski eru þetta ekki mest spennandi starfandi hönnuðirnir en þeir virðast alltaf standa fyrir sínu. Tískuvika í New York: haust/vetur 2003–4 APCalvin Klein AP Calvin Klein AP Calvin Klein APDonna Karan APDonna Karan AP Donna Karan ReutersRalph Lauren ReutersRalph Lauren APRalph Lauren Bandarísku risarnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.