Morgunblaðið - 18.02.2003, Side 13

Morgunblaðið - 18.02.2003, Side 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 13 LOÐNUKAUPENDUR frá Japan voru komnir til Vopnafjarðar í gær til að skoða loðnu sem verið var að landa úr Sunnubergi NS. Hrogna- fylling loðnunnar er að verða það sem japanskir kaupendur vilja eða í kringum 14%. Einar Víglundsson, vinnslustjóri hjá Tanga hf., segir að hrognfyllingin sé nú nálægt því marki. Þá er unnið af krafti við loðnu- frystingu hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað og hefur öll loðna sem berst þar að landi verið flokkuð til vinnslu síðustu daga. Að sögn Jóns Gunnars Sigurjónssonar, verk- stjóra í loðnufrystingunni, fer átan hratt minnkandi í loðnunni og er komin niður fyrir viðmiðunarmörk. Hann segir á heimasíðu félagsins að loðnan sé þokkaleg en þó ekki mjög stór. Hjá Síldarvinnslunni er búið að frysta 2.100 tonn af loðnu, allt fyrir Rússlandsmarkað. Bræla var á loðnumiðunum í gær og flest skipin í landi. Nú er búið að veiða um 352 þúsund tonn af loðnu frá áramótum en að meðtöldum sumar- og haustvertíðunum er heildaraflinn orðinn um 532 þúsund tonn, samkvæmt yfirliti Samtaka fiskvinnslustöðva. Þá eru rúm 128 þúsund tonn eftir af útgefnum loðnukvóta. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE hélt í gær á miðin til mælinga á loðnustofn- inum. Í rannsóknaleiðangri sem farinn var í upphafi ársins þótti lík- legt að stærð veiðistofnsins væri vanmetin og því þótti nauðsynlegt að mæla hann á ný. Gera má ráð fyrir að tekin verði ákvörðun um aukningu loðnukvótans þegar nið- urstöður leiðangursins liggja fyrir. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Japanskir kaupendur skoða loðnu á Vopnafirði. Líður að Japansfrystingu TAP sænska verðbréfafyrirtækis- ins JP Nordiska á árinu 2002 nam 43,1 milljón sænskra króna eftir skatta, jafnvirði um 400 milljóna ís- lenskra króna. Kaupþing banki á 93% hlut í JP Nordiska. Tap fyr- irtækisins fyrir skatta var 67,7 milljónir sænskra króna en var 163,2 milljónir sænskra króna árið 2001. Í tilkynningu frá Kaupþing banka í Kauphöll Íslands segir að kostnaður við endurskipulagningu JP Nordiska hafi verið hærri en áætlað hafi verið, eða 92 milljónir sænskra króna, um 850 milljónir ís- lenskra króna. Jafnvægi sé komið á milli tekna og kostnaðar eftir end- urskipulagningu og fækkun starfs- fólks. Þá segir að JP Nordiska verði afskráð 14. mars næstkom- andi og verði dótturfyrirtæki Kaup- þings banka. CAD hlutfall 15,3% Hreinar vaxtatekjur JP Nord- iska jukust úr 81,4 milljónum sænskra króna árið 2001 í 102,4 milljónir í fyrra. Heildareignir fyr- irtækisins námu 5.382 milljónum sænskra króna í árslok 2002 en 5.522 milljónum árið áður. Eigið fé hækkaði úr 526 milljónum í 635 milljónir milli ára en skuldir lækk- uðu hins vegar úr 4.995 milljónum í 4.747 milljónir. CAD hlutfall JP Nordiska er svipað milli ár, 15,3% í árslok 2002 en 15,2% árið áður. Í tilkynningu JP Nordiska til sænsku kauphallarinnar segir að árið 2002 hafi veirð eitt versta ár í sögu hlutabréfamarkaðarins frá árinu 1930, og að umskipti í þessum efnum séu ekki í sjónmáli. Þessar aðstæður hafi neitt fjármálafyrir- tæki til að grípa til aðgerða og það hafi verið gert hjá JP Nordiska. Fjöldi starfsmanna JP Nordiska í árslok 2002 var 210. Samanlagður fjöldi starfsmanna fyrirtækisins og verðbréfafyrirtækisins Aragon var 365 í árslok 2001. Sameiningu JP Nordiska og Aragon er lokið. Tap JP Nordiska um 400 milljónir íslenskra króna BRESKA verslanakeðjan Selfridges hefur skrifað Baugi og beðið fyrir- tækið um upplýsingar um það hversu marga hluti, nákvæmlega, Baugur hafi keypt í Selfridges, og í hvaða nafni kaupin hafi verið gerð. Baugur, sem á 8% hlut í bresku verslanakeðjunni House of Fraser og hluti í verslanakeðjunum Big Food Group og Somerfield, keypti, sam- kvæmt frétt í vefútgáfu The Daily Telegraph, um milljón hluti í Selfridges í síðasta mánuði, eða um 0,75% af heildarhlutafé fyrirtækisins. Samkvæmt fréttinni þarf Baugur ekki að tilkynna hve stóran eignar- hlut fyrirtækið á fyrr en hann nær 3%. Fyrirtæki í Bretlandi eiga þó rétt á að snúa sér til fjárfestisins eftir nán- ari upplýsingum um kaup í félaginu og samkvæmt upplýsingum frá Baugi var í gær hafist handa við að svara fyrirspurn félagsins. Í frétt blaðsins segir að talið sé að kaup Baugs raski ekki ró hins nýja forstjóra fyrirtækisins Peter Willi- ams en hann tók við fyrirtækinu eftir að Vittorio Radice. Eftir brotthvarf hans hrundi fyrirtækið í verði. Há- marki náði það í fyrra í 360,5 pensum á hlut, en var í gær 231,5 pens. Daily Telegraph sagði frá kaupum Baugs í Selfridges fyrir viku. Þar kom jafnframt fram að Baugur teldi breska verslunargeirann verulega undirverðlagðan í dag og væri búinn að fjárfesta fyrir 50 milljónir punda í fyrirtækjum á markaði, eða rúmlega 6,2 milljarða króna. Selfridges vill upplýs- ingar frá Baugi Á ÁRSFUNDI viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla Íslands í vik- unni opnaði Jónas Haralz, fyrrver- andi bankastjóri, rafrænt vísindatímarit deildarinnar. Tímarit- ið sem fjallar um viðskipta- og efna- hagsmál er aðgengilegt á Netinu, en að auki verður árlega gefin út prent- uð útgáfa með þeim greinum sem birst hafa í veftímaritinu. Fram kemur í fréttatilkynningu, að með þessu tímariti vilji viðskipta- og hagfræðideild HÍ leggja sitt af mörkum til að efla vísindalega um- ræðu um viðskipti og efnahagsmál á Íslandi. Veffang tímaritsins er: www.efna- hagsmal.hi.is Rafrænt tímarit um efnahagsmál ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.