Morgunblaðið - 18.02.2003, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.02.2003, Qupperneq 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson segir að eignarhaldsfélagið Samson ætli að eiga hlut sinn í Landsbank- anum í 4–5 ár. Að þeim tíma liðnum hyggist félagið selja hlut sinn smám saman til innlendra lífeyrissjóða og fjárfesta. Þetta kom fram á kynn- ingarfundi Landsbankans fyrir er- lenda fjárfesta í London í gær. Björgólfur sagði að Samson hefði þó í hyggju að eiga um 10% í bank- anum til frambúðar. „Við teljum okkur gegna mjög mikilvægu hlut- verki innan bankans. Við skiptum okkur ekki af almennum rekstri, en við reynum að koma auga á tæki- færi og styðja stjórn bankans eins og við getum.“ Stór hluthafi bankanum í hag Hann segir að Samson telji bank- ann augljóslega hafa hag af því að fá stóran minnihlutaeiganda. „Þannig verður auðveldara en ella að koma þeim breytingum af stað sem nauðsynlegar eru og fram- kvæma þær eins fljótt og auðið er. Við teljum að við getum aðstoðað stjórnina við að ná markmiðum sín- um, sem okkur líst afar vel á. Þá vonumst við til þess að geta fært bankanum tækifæri úr viðskiptalíf- inu,“ segir Björgólfur Thor. Hann segist telja að æskilegt sé að bankinn sé í dreifðari eignarað- ild en raunin er nú. „Við munum smám saman minnka eignaraðild okkar að fjórum til fimm árum liðn- um og þá einkum selja til íslenskra lífeyrissjóða og fjárfesta. Þó mun- um við eiga um 10% hlut í bank- anum áfram,“ segir hann, „Lands- bankinn er eitt virtasta fyrirtæki í landinu og við teljum að hlutur í honum sé mjög góð langtíma fjár- festing.“ Efnahagslífið hér á landi sterkt Geir H. Haarde fjármálaráðherra hélt erindi á fundinum, þar sem hann kynnti efnahagsumhverfið á Íslandi og einkavæðingu síðustu ára, með áherslu á einkavæðingu fjármálafyrirtækja. Geir sagði að efnahagslífið á Íslandi væri sterkt um þessar mundir. „Þetta má að hluta þakka tryggri stjórn ríkisfjár- mála og peningamála síðastliðin ár, auk þess sem þetta er bein afleið- ing grundvallarbreytinga í átt að auknu viðskiptafrelsi, afnámi reglu- gerða og einkavæðingar,“ sagði Geir. Geir rakti hvernig gríðarlegar breytingar hefðu orðið síðustu tólf ár. „Ég minnist aðeins á nokkrar þeirra: Skattar hafa verið lækkaðir umtalsvert, sérstaklega á fyrirtæki, frelsi hefur verið aukið á fjármála- mörkuðum, til að auka möguleika á flæði fjármagns. Lífeyrissjóðakerfið hefur verið endurskipulagt, með það að markmiði að styrkja stöðu sjóðanna og þar með lífeyrisþega í framtíðinni, og tekið hefur verið upp verðbólgumarkmið hjá Seðla- bankanum,“ sagði Geir. Hann sagði þessar aðgerðir hafa styrkt atvinnulíf og fjármálamark- aði á Íslandi. „Þær hafa leitt til þess að framleiðni hefur aukist og hagvöxtur hefur verið hærri á Ís- landi en flestum nágrannlöndum síðastliðin ár. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa aukist um ríflega þriðjung frá árinu 1994.“ Áhersla á grunnreksturinn Halldór J. Kristjánsson kynnti niðurstöður uppgjörs Landsbank- ans fyrir árið 2002 og fór svo yfir nýjar áherslur og framtíðarsýn bankans. Hann sagði að árið 2002 hefði einkennst af tilfæringum, í kjölfar mikils vaxtar hjá Lands- bankanum árin áður. Áhersla hefði verið lögð á grunnrekstur bankans, þjónustu við hinn almenna við- skiptavin. Innlán hefðu aukist, hag- rætt hefði verið í útibúanetinu og breytingar hefðu verið gerðar á eignaumsýslu og verðbréfasjóðum bankans. Þá hafi verið seld eign í Vátryggingarfélagi Íslands og stjórn bankans ákveðið að leggja aukna áherslu á líftryggingastarf- semi og fjármögnunarstarfsemi. „Kaup okkar á SP Fjármögnun voru til merkis um það,“ sagði Hall- dór. Hann sagði að ákveðið hefði verið að markmið bankans í fram- tíðinni yrðu 13–15% arðsemi eigin fjár, og að lækka kostnað niður fyr- ir 60%, sem hlutfall af tekjum. Áhersla skyldi áfram lögð á útibúa- starfsemina; útibúum skyldi ekki fækkað, en rekstur þeirra gerður hagkvæmari. Björgólfur Thor Björgólfsson á kynningarfundi Landsbanka Íslands í London í gær London. Morgunblaðið. Stór hlutur í bankanum seldur innan fárra ára SPARISJÓÐUR Mýrasýslu, stærsti stofnfjáreigandi Sparisjóðs Siglu- fjarðar, hefur gert öðrum stofnfjár- eigendum Sparisjóðs Siglufjarðar tilboð í þeirra stofnfé, en Sparisjóður Siglufjarðar er elsta peningastofnun landsins. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu, segir að sparisjóðurinn eigi 40% stofnfjár í Sparisjóði Siglufjarðar. „Við gerðum tilboð í allt stofnféð sem eftir stend- ur og erum langt komin með að afla þess,“ sagði Gísli í samtali við Morg- unblaðið. Gísli segir að menn hafi tekið til- boði þeirra vel, en það hljóðaði upp á að borgað yrði nafnverð fyrir stofn- féð. Gísli telur að samlegðaráhrif muni nást með kaupunum. „Auk þess teljum við hér, að það sé kom- inn tími til að sparisjóðirnir þjappi sér saman með framtíðarsameiningu í huga.“ Hann segir að Sparisjóður Siglu- fjarðar muni starfa áfram í óbreyttri mynd fyrst um sinn og vonar að kaupin verði til góðs fyrir báða aðila. Ólafur Marteinsson, stjórnarfor- maður Sparisjóðs Siglufjarðar, segir að það sé mat stjórnarinnar að til- boðið sé gott. „Það er reiknað með að það verði gengið frá þessu á aðal- fundi félagsins þriðjudaginn 25. febrúar,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að 20 manns ynnu hjá Sparisjóði Siglufjarðar og því skipti það Siglufjörð og Siglfirðinga mjög miklu máli að starfsemin færi áfram fram í öruggu umhverfi. Því mæti stjórnin það svo að samstarf við Borgnesinga væri mikilvægt. „Þetta er lítill sjóður en veitir mörgum vinnu. Við höfum t.d. náð merkileg- um árangri í fjarvinnslu, sem felst í iðgjaldaskráningu fyrir Kaupþing.“ Fjárhagsleg staða ekki góð Í viðtali blaðsins Hellunnar við Ólaf Jónsson, sparisjóðsstjóra Spari- sjóðs Siglufjarðar, kemur fram að fjárhagsleg staða sjóðsins sé ekki sterk en því valdi óvarleg útlána- og fjárfestingastefna. Ólafur Marteins- son segir aðspurður að þessi slæma staða hafi komið til á skömmum tíma og tengist að verulegu leyti kaupum á hlutabréfum í erlendum félögum sem lækkað hafa gríðarlega í verði, eins og Ólafur orðar það. CAD-hlutfallið of lágt Á árinu 2001 var Sparisjóðurinn með lökustu arðsemi allra sparisjóða á landinu en hún var þá neikvæð um 50,5% og rýrnaði eigið fé sparisjóðs- ins á því ári um tæpar eitt hundrað milljónir króna, úr 253 milljónum króna í 158 milljónir króna. Nú er svo komið, samkvæmt því sem fram kemur í Hellunni, að eigið fé sjóðsins er verulega undir svoköll- uðu CAD-eiginfjármörkum en í þeirri stöðu getur sjóðurinn ekki starfað, að því er haft er eftir Ólafi Jónssyni sparisjóðsstjóra í Hellunni. Sparisjóður Siglufjarðar er elsta starfandi peningastofnun landsins, stofnaður árið 1873, og stofnfjáreig- endur eru nú 49. Sparisjóður Mýrasýslu að kaupa elsta sparisjóð landsins HAGNAÐUR samstæðu Marels hf. á árinu 2002 nam 50 þúsund evrum, sem er um 4 milljónir íslenskra króna, á gengi gærdagsins. Árið áð- ur var hagnaður félagsins 2,1 millj- ón evra. Rekstrartekjur Marels jukust um 7% milli áranna 2001 og 2002, voru 104 milljónir evra í fyrra. Rekstrarhagnaður var 2,3 milljónir evra en var tæpar 6 milljónir árið áður. Fjárfest var fyrir 18 milljónir evra á árinu 2002. Þar er einkum um að ræða fjárfestingu í nýbygg- ingu Marels á Íslandi og kaup á danska fyrirtækinu CP-Food. Fjár- festingar á árinu 2001 námu tæpum 13 milljónum evra. Í tilkynningu frá Marel segir að veruleg umskipti hafi orðið í rekstri fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi 2002 eftir erfiðan rekstur á þriðja ársfjórðungi. Þær aðhaldsaðgerðir sem gripið hafi verið til í haust séu þegar farnar að skila árangri, þrátt fyrir að áhrif þeirra séu ekki að fullu komin fram. Rekstrarhagnað- ur á fjórða ársfjórðungi síðasta árs fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld (EBITDA) hafi verið 3 milljónir evra samanborið við 2,6 milljónir árið áður. Hagnaður eftir skatta hafi verið 1,2 milljónir en 1,3 millj- ónir á sama tíma árið áður. Vel í stakk búið Í tilkynningunni kemur fram að nokkurrar óvissu gæti í þróun fjár- festinga á helstu mörkuðum félags- ins í Evrópu og Bandaríkjunum. Yfirvofandi stríðsátök hafi einnig haft neikvæð áhrif á þróun fjárfest- inga á mörkuðum félagsins. Fyr- irtæki í matvælavinnslu hafi mörg frestað fjárfestingum undanfarin misseri. Þannig hafi myndast upp- söfnuð fjárfestingarþörf á mark- aðnum. Marel hafi á sama tíma, með öflugri vöruþróun en nokkru sinni áður, styrkt stöðu lykilvöru- flokka og markaðssett nýjar vörur sem vakið hafi athygli. Fyrirtækið sé því tæknilega vel í stakk búið til að takast á við ný verkefni þegar fjárfestingar taka við sér. Pantanir síðustu mánaða hafi verið yfir áætl- unum fyrirtækisins og verkefna- staðan því vel viðunandi um þessar mundir. Varðandi árið 2003 segir í til- kynningu Marels að brugðið geti til beggja vona þar sem ytri skilyrði séu óhagstæð í upphafi ársins. Mik- il óvissa ríki í efnahagsmálum í heiminum sem geti haft áhrif á vörusölu Marels á árinu. Þá höggvi hátt gengi krónunnar skarð í fram- legð fyrirtækisins nú um stundir, líkt og annarra útflutningsfyrir- tækja. Marel telur því ekki forsend- ur til þess að birta áætlun fyrir árið 2003. Hagnaður Marels minnkar 3     ##- )( 4  +                             !    !   " #$          %  #$#  & '(#$)*  " # + #  ,   #   # #   #       -        !     !                56&'785     69:*:;85       '()   )    

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.