Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 19
þeirri þróun. Þetta er eina plata Yardbirds sem innheldur einvörð- ungu frumsamin lög og rokkfræð- ingar hafa bent á þessa plötu sem endurspeglun á því sem Yardbirds bjuggu yfir; sveiflast var úr blús, yfir í austræna takta og svo yfir í munka- popp. Áhættur voru teknar til hægri og vinstri. Sama ár hætti Samwell Smith í bandinu og hóf að sinna upptöku- málum fyrir aðra. Page var þá orðinn hundleiður á því að vera leiguliði og leysti hann feginsamlega af. Það varð hins vegar fljótlega ljóst að það var ómögulegt að hafa Page úti í horni, nuddandi á bassa og því fóru nettar endurskipulagningar í gang. Dreja var settur á bassann og Page fór yfir á gítarinn. Jeff Beck og Jimmy Page saman í bandi. Púff! Enda stóð það ekki lengi yfir. Of gott til að vera satt? III Aðeins ein smáskífa kom fráþessari útgáfu af bandinu. „Happenings Ten Years Time Ago“ var kirfilega bundinn í sýrurokks- formið, kannski um of því að vin- sældavinkillinn var ekkert sér- staklega mikill. Ekki að það sé, eða nokkurn tíma verði, einhver mæli- kvarði á gæði tónlistar. Beck var á þessum tíma orðinn laus í rásinni, mætti illa á æfingar o.s.frv. Hann hætti því en þeir sem eftir voru héldu áfram sem kvartett. Endir þessa fyrsta kafla í sögu Yardbirds var þó skammt undan. Árið 1967 kom platan Little Games út sem sagan hefur dæmt sem vonda en hefur þó verið að fá uppreisn æru að undanförnu. Vinsældalistarnir hættu um þetta leyti að vera hliðhollir sveitinni en gæðamolar héldu áfram að læðast út, þó í heldur minni mæli en áður. Aðdáendahópur sveitarinnar hafði nú mestan part færst yfir til Banda- ríkjanna og þar spilaði sveitin af mik- illi list, en sveitin var nú sem áður hörku tónleikaband. Árið 1968 var svo árið sem Yardbirds hættu loks störfum. Gamli góði listræni ágrein- ingurinn var farinn að gera vart við sig þar sem Relf og McCarty vildu sigla á mýkri mið en áður en Page vildi fara að rokka þetta almennilega upp. Relf og McCarty eftirlétu Page sveitina og stofnuðu Renaissance á meðan Page kláraði Yardbirds- dæmið með því að stofna The New Yardbirds ásamt Dreja. Fljótlega hætti Dreja einnig og fékk Page því til liðs við sig John Paul Jones sem hafði m.a. séð um strengjaútsetn- ingar á Little Games plötunni. Söngv- arinn Robert Plant, úr hljómsveitinni Hobbstweedle, slóst í hópinn í ágúst 1968 en ástæða þessara ráðninga var tónleikaferðalag sem vofði yfir með haustinu. Trommarinn John Bonham var svo síðasti maður inn og þá var loks hægt að fara í túrinn. The New Yardbirds tóku síðan upp fyrstu plötu sína á aðeins þrjátíu tímum og breyttu þá nafninu í Led Zeppelin. En það er önnur saga … Tónleikar The Yardbirds á Íslandi verða fimmtudaginn 27. mars á Broad- way. Forsala er hafin. arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.theyardbirds.com MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 19 8-15% ver›lækkun Ver›dæmi SpariPlús Krít Portúgal Mallorca Benidorm 53.980 kr. 47.267 kr. 43.140 kr. 44.340 kr. * á mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í tvær vikur, íslensk fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallar- skattar. * * * * Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Ef tveir ferðast saman, 67.970 kr. á mann. Ef tveir ferðast saman, 69.355 kr. á mann. Ef tveir ferðast saman, 54.530 kr. á mann. Ef tveir ferðast saman, 63.730 kr. á mann. Umboðsmenn um allt land: Selfoss Sími 482 1666 Vestmannaeyjar Sími 481 1450 Keflavík Sími 420 6000 Borgarnes Sími 437 1040 Ísafjörður Sími 456 5111 Akureyri Sími 460 0600 Egilsstaðir Sími 471 2000 Opi› í dag kl. 13 - 16 Ekki bí›a – allt a› seljast upp!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.