Morgunblaðið - 23.02.2003, Qupperneq 53
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 53
Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090
Næg bílastæði, Bílastæðishúsið Bergstaðir. Ekkert stöðumælagjald um helgar
PS. Þú getur sparað þér sporin!
Heimsendingarþjónusta, símar 561 3030 og 551 9090
Konudagsblómaúrvalið
er hjá okkur
Kvöldverður á
Naustinu fylgir
konudags-
blómvendinum
frá okkur
Einnig óvæntur
glaðningur frá
Snyrtivöruversluninni
Hamingjuóskir á konudaginn!
Í tilefni konudagsins bjóðum við þér að borða á
Naustinu.
Með kveðjuValur og Binni
Gildir út Góuna, alla daga, lau. og sun. fyrir kl. 20
2 fyrir 1
VÍÐA í ritum er aðfinna kjarnyrtarsetningar um Bibl-íuna, og hér á eftir fersumt af því. Eitt vant-
ar þó tilfinnanlega, spakmæli höfð
eftir konum. En þau fann ég bara
engin. Ástæðan er vafalaust sú, að
yfirráð karla á þeim ritvelli hafa
verið nær algjör lengi framan af.
Þetta er enn sárara fyrir það, að í
dag er líka konudagur. En hvað
um það, mannkynssögunni verður
ekki breytt. Ég bendi hins vegar á
þetta, sem enn eitt dæmi um
óréttlæti hins liðna í garð kvenna.
En hér koma sumsé nokkur
fleyg orð um heilaga ritningu, og
er byrjað á 14. öld. Lesist rólega
og með íhugun:
Biblían gefur kannski færri
blóm, en örugglega fleiri ávexti en
hin veraldlegu rit.
Francesco Petrarca (1304–1374),
ítalskur rithöfundur.
Biblían var rituð fyrir hugsandi
menn.
Marteinn Lúther (1483–1546),
þýskur munkur og guðfræðingur.
Tilurð Biblíunnar... er það allra
mesta happ sem rekið hefur á
fjörur mannkynsins.
Immanuel Kant (1724–1804),
þýskur heimspekingur.
Það er ógjörningur að stjórna
heiminum réttlátlega án Guðs og
Biblíunnar.
George Washington (1732–1799),
1. forseti Bandaríkjanna.
Leyfum hámenningunni að
þróast áfram, leyfum vísindunum
að brjóta enn einn múrinn í óseðj-
andi þekkingarleit sinni, og huga
mannsins að útvíkka sig og upp-
hefja að vild; lengra eða hærra en
að siðfágun kristindómsins, eins
og hún birtist í guðspjöllunum,
verður samt ekki komist.
Johann Wolfgang Goethe (1749–
1832), þýskt ljóðskáld.
Biblían er gluggi á þessari
heimsprísund, svo að vér höfum
útsýn til eilífðarinnar.
Timothy Dwight (1752–1817),
bandarískur prestur.
Biblían er ekkert venjulegt rit,
heldur lifandi sköpun, búin krafti,
sem yfirvinnur allt það sem and-
spænis henni stendur.
Napoleon Bonaparte (1769–1821),
franskur keisari.
Ritningin er fyrir jarðarinnar
börn, er til himins vilja ferðast, í
nokkru tilliti áþekk því sem hátt
fjall er vegfaranda manni í eyði-
mörku... Meðan hann sér fjallið
veit hann hvert hann á að stefna
og hann getur ekki villst meðan
hann hefur ekki á því sjónar misst.
Tómas Sæmundsson (1807–1841),
íslenskur prestur.
Alltaf þegar ég hef verið ráð-
þrota og örvinglaður, hefur Bibl-
íunni ávallt tekist að gefa mér ljós
og styrk.
Robert E. Lee (1807–1870),
bandarískur hershöfðingi.
Ég álít, að Biblían sé allra
mesta og besta gjöf almættisins til
jarðarbúa, fyrr og síðar.
Abraham Lincoln (1809–1865), 16.
forseti Bandaríkjanna.
Biblíulestur er menntun út af
fyrir sig.
Alfred Tennyson (1809–1892),
enskt ljóðskáld.
Ég hef á lífsleiðinni kynnst 95
af stórmennum heimsins og 87
þeirra voru fylgjendur Biblíunnar.
Með þeirri bók er upprunavottorð,
og ómælisdjúp skilur hana frá öll-
um öðrum keppinautum.
William Ewart Gladstone (1809–
1898), breskur stjórnmálamaður.
Það er engin leið að hneppa
þjóð, sem iðkar biblíulestur að
staðaldri, í andlegar eða fé-
lagslegar þrældómsviðjar. Megin-
reglur Biblíunnar eru grundvöllur
mannlegs frelsis.
Horace Greeley (1811–1872),
bandarískur stjórnmálamaður og
blaðamaður.
Nýja testamentið er hið allra
besta rit, sem nokkurn tíma hefur
þekkst í mannheimi.
Charles Dickens (1812–1870),
enskur rithöfundur.
Biblían er spegill. Maður á ekki
að einblína á spegilinn, heldur á
mynd sína í honum.
Søren Kierkegaard (1813–1855),
danskur heimspekingur.
Biblían er sjókort Guðs fyrir
þig til að stýra eftir, til að halda
þér frá sjávarbotninum og til að
sýna þér hvar höfnin er og hvern-
ig þú átt að komast inn í hana án
þess að sigla á kletta eða sker.
Henry Ward Beecher (1813–
1887), bandarískur prestur.
Enginn vex upp úr Biblíunni;
hún víkkar og dýpkar eftir því
sem við eldumst.
Charles Haddon Spurgeon (1836–
1892), enskur guðfræðingur.
Orð Guðs er í Biblíunni, rétt
eins og sálin er í líkamanum.
Peter Taylor Forsyth (1848–
1921), skoskur prestur.
Góð þekking á Biblíunni er
meira virði en háskólanám.
Theodore Roosevelt (1858–1919),
26. forseti Bandaríkjanna.
Af þessu má sjá, að Biblían hef-
ur löngum reynst mönnum vel
sem leiðarvísir um ólgusjói lífsins.
Og svo verður örugglega enn, á
vegum óræðrar framtíðar.
Sjókortið
Dagur Biblíunnar er runninn upp. Um þetta
trúarrit kristinna manna hefur ýmislegt verið
sagt í gegnum tíðina og ákvað Sigurður
Ægisson að leyfa að þessu sinni nokkrum val-
inkunnum röddum mannkynssögunnar að tjá
sig hér um það efni.
sigurdur.aegisson@kirkjan.is